Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. desember 1988 Tíminn 7 AÐ UTAN illlllllllllllli Gríski forsætisráð- herrann Andreas Papan dreou á ólgusjó Þau eru því af ýmsu tagi vanda- málin sem Andreas Papandreou þarf að horfast í augu við þessa dagana. Nýlega birtist íþýskaviku- ritinu Der Spiegél grein um ólgu- sjóinn sem gríski forsætisráðherr- ann er í þessa dagana og verður hér á eftir gripið niður í hana. Gestgjafi Evrópuleiðtoga í siðferðiskreppu Nýlega var Papandreou gestgjafi á fundi leiðtoga Evrópubandalags- ins á Rhodos og varð það til að beina sviðsljósinu enn frekar að honum og þeim aðstæðum sem nú ríkja í Grikklandi. Fundurinn var haldinn í kastala sem áður var aðsetur Jóhannesarriddara, sem í tvær aldir höfðu yfirráð á rósaeynni Rhodos. Á fjórða áratug aldarinn- . ar lét Mússólini lagfæra riddarakas- talann og gerði hann að embætti- sbústað fasíska vararæðismannsins á eynni. Og nú hefur gríska stjórn- in tekið til hendinni og lagfært kastalann á ný til að gera hann sæmandi heimsókn stórmennanna frá Evrópuráðinu. Fyrir fundinn þótti gestunum vissara að búa sig undir alls kyns erfiðleika. Það þótti t.d. alls ekki víst að gríski forsætisráðherrann, sem orðinn er 69 ára, hefði náð sér svo eftir áföllin að undanförnu að hann væri fær um að setja fundinn. Við bættist að þeim var það ljóst að það yrði ekki eiginkona forsæt- isráðherrans Margaret, sem þeir yrðu að sýna virðingu sína, heldur yrðu þeir að dylja óbeit sína á Dimitru Liani, 35 ára gamalli fyrr- verandi flugfreyju hjá Olympic Airways sem sífellt er í fylgd Papandreous. Var búist við að siðprúðum gestum, s.s. Margaret Thatcher þætti sér nóg boðið. f ofanálag urðu leiðtogar Evr- ópubandalagsins að gera ráð fyrir því að vera misnotaðir eins og þöglir aukaleikarar í eins konar kosningabaráttu. Því að búist var við að gestgjafinn myndi reyna eftir fremsta mætti að hegða sér eins og fyrirmyndar stjórnmála- skörungur á fundinum, með tilliti til þess að þingkosningar fara fram í Grikklandi á árinu 1989 og um þessar mundir virðast grískir kjós- endur hafa fengið sig fullsadda af brekum forsætisráðherrans síns. Evrópubandalagsforingjamir hafa ekki heldur gleymt því að Grikk- land er efst á blaði svarta listans í Brussel, með 77 brot á sameining- arréttinum. Efnahagsmál Grikklands í lamasessi Aldrei áður hefur forsætisráð- herra verið flæktur í eins slæm mál samtímis, bæði einkamál og spill- ingarhneyksli. Ytri einkenni kreppunnar í lífi Papandreous eru þau að í 15. sinn á sjö árum hefur hann nú endurskipulagt ríkisstjórn sína. Umfram allt hefur þessum fyrr- verandi hagfræðiprófessor mistek- ist að ná umtalsverðum árangri í að reisa við efnahag lands síns. Á fyrstu stjórnarárum hans fældu sós- íaliskar tilraunir útlendinga frá því að flytja fjármagn til landsins og m.a.s. fluttu grískir framkvæmda- menn fé sitt úr landi til öryggis. Afleiðingin varð sú að iðnaðar- framleiðslan féll niður fyrir það sem hún hafði verið fyrir valdatöku Andreas Papandreou sér ekkert nema vandræði þessa dagana, sama hvert litið er. Dimitra Liani er fönguleg kona og Grikkir geta svo sem fyrirgefið forsætisráðherranum sinum að geta ekki staðist töfra hennar. En það kemur fleira til. Gríski forsætisráðherrann Andreas Papandreou hefur svo sannarlega verið í sviðsljósinu að undanförnu. Hann gekkst undir hjartauppskurð í London í sumar og þá kom fram í dagsljósið ástmær hans, sem sat við rúmstokkinn hjá sjúklingnum og beið þess að hann hresstist. Eiginkonan, hin bandaríska Margaret, sat hins vegar heima. Nú nýverið komst svo upp um stórfellt fjármálahneyksli sem flokks- bræður hans eru flæktir í og þótti það ekki bæta stöðu Papandreous, sem kvennamálin höfðu að vísu ekki veikt að ráði. Efnahagsmál í Grikklandi eru í megnasta ólestri og hefur það ekki orðið til að auka vinsældir forsætisráð- herrans. Papandreous og takmarkalausar launahækkanir veiktu samkeppnis- getu grísks iðnaðar. Tveggja ára aðhaldsáætlun, sem studd var með öflugri innspýtingu fjármagns frá Evrópubandalaginu, gat að vísu forðað landinu frá gjaldþroti en olli hins vegar vinn- andi fólki, sem áður hafði notið dekurs, ómældu fjárhagstjóni. Þar við bætist að verðbólgan, rúm 13%, er u.þ.b. fjórum sinnum meiri en í Evrópubandalags- löndunum að meðaltali. Á árinu 1988 greinir skýrsla nefndar banda- lagsins frá því að Grikkland sýni slakastan árangur bandalagsland- anna á efnahagssviðinu. Landið er skuldunum vafið og neyddust yfir- völd í Aþenu til að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, rétt eins og ríki Þriðja heimsins. Stofnar táldregna eiginkonan eigin stjórn- málaflokk? Veikindi forsætisráðherrans urðu líka til að steypa þjóð hans í lamandi óvissu. Á meðan hann dvaldist í 8 vikur á sjúkrahúsi í London, kom valdabarátta heima fyrir ekki einungis í veg fyrir að stjórninni yrði nokkuð úr verki heldur líka að undirbúningur undir fund Evrópubandalagsleiðtoganna gengi skv. áætlun. _ Samúð grísku þjóðarinnar vegna veikinda Papandreous gufaði fljót- lega upp. Hliðarsporin og rifrildin við Margaret konu hans, sem fóru fram fyrir opnum tjöldum, urðu eftirlætisviðfangsefni skopmynda- teiknara og revíuhöfunda. Táldregna eiginkonan, sem ekki vill skilnað í bráð a.m.k., hefur fengið ýmsa huggun. Hún stýrir t.d. enn húshaldinu í einbýlishúsi fjölskyldunnar „Gallini" (Ró). Ándreas verður að ganga um bak- dyrnar til að komast í skrifstofu sína, sem er í garðhýsi, annars býr hann ýmist hjá Dimitru eða á strandhóteli. Fjögur börn þeirra hjóna veigra sér enn við að viður- kenna hjákonuna sem framtíðar- maka föður síns. Hjónabandserjurnar gætu orðið til þess að Papandreou yrði af kosningasigri á næsta ári. Margar- et, sem er bandarfsk að uppruna, er nefnilega á góðri leið með að ummynda „Kvenréttindasamband- ið“ sitt í „Kvenréttindaflokk" í þeim tilgangi að svipta mann sinn bráðnauðsynlegum kjósendum af kvenkyninu. Og á afmælisdegi stúdentauppreisnarinnar gegn herforingjastjórninni 17. nóvem- ber, sem haldinn er hátíðlegur ár hvert með mótmælaaðgerðum, var Margaret hvött til aðgerða. „Mar- garita, steyptu Andreasi,“ æpti mótmælagangan. f ofanálag verður Papandreou að þola ákúrur frá foringja stjórn- arandstöðunnar, Konstantin Mi- tsotakis, sem segir að nú sé svo komið að Grikkland „sé haft að háði og spotti um víða veröld“ vegna framkomu forsætisráðherr- ans. Og fjármálaráðherrann fékk fyrirspurn í þinginu þess efnis úr hvaða sjóðum væri greitt fyrir uppi- hald og skartgripi ástkonunnar! Áhyggjufullir embættismenn og ráðherrar fylgjast með því hversu áhrif Dimitru fara vaxandi á ákvarðanir forsætisráðherrans. Tveir ráðherrar sem höfðu komist í ónáð hjá henni hafa þegar fengið reisupassann. Hefur fjárglæframaðurinn Georg- ios Koskotas kverkatak á grískum stjórnmálamönnum? Hið illa afl í grískum stjórnmálum, spillingin, er ómótstæðileg Enn meiri vandræði ógna Papan- dreou vegna „mesta stjórnmála- og fjármálahneykslis síðustu ára- tuga“, eins og dagblaðið Elefthero- typia í Aþenu kallar það, mál útgefandans og bankastjórans Ge- orgios Koskotas, sem á dularfullan hátt tókst að flýja frá Grikklandi, og hafði reyndar skamma viðdvöl hér á landi á leið sinni til Brasilíu. Síðar var hann svo tekinn höndum í Boston. Sósíalistastjórnin í Grikklandi, sem setið hefur við völd síðan 1981, hefur átt álíka erfitt með að standast hið illa afl í grískum stjórnmálum, spillinguna og for- verar hennar. Yfir 200 mútutilfella hafa skotið upp kollinum á undan- förnum árum. f flestum tilvikum höfðu yfirmenn við ríkisfram- kvæmdir gefið út leyfi til bygginga og innkaupa, gegn þóknun, eða voru flæktir í niðurgreiðslusvik með fjármuni Evrópubandalags- ins. Varla nokkurt þessara tilfella hefur farið fyrir dómstólana. Til- mælum um að þingnefnd yrði sett á fót til að kanna slík mál hefur Papandreou oft og mörgum sinn- um vísað á bug. Samt sem áður hefur hann komist persónulega heill á húfi framhjá hneykslismál- unum. Koskotas hótar að leysa frá skjóðunni Mál Koskotas aftur á móti hefur beint grun um spillingu að ráðherr- um og trúnaðarmönnum Papan- dreous og hann er nú í þeirri óþægilegu aðstöðu að verða að bregða sér í gervi hreingerninga- mannsins. Endurskoðandinn sem settur var til að fara yfir reikninga banka Koskotas á Krít komst að raun um að auk þess sem yfir 10 milljarða ísl. króna vantaði upp á að reikningar stæðust, væri þar líka að finna reikningsfærslu að upphæð rúmar 900 milljónir króna, þar sem nafn viðtakanda vantaði en því er slegið föstu að féð hafi runnið til stjórnmálamanna, hlið- hollra stjórninni, og embættis- manna. Koskotas hefur látið þau boð út ganga úr varðhaldinu í Bandaríkj- unum að hann ætli ekki að halda hlífiskildi yfir þeim sem sviku hann í tryggðum og bróðir hans, búsett- ur í Frankfurt, hefur líka látið til sín heyra. „Ef Georgios yrði myrt- ur væri skynsamlegast fyrir marga mikilsmetandi menn að hverfa frá Grikklandi, ef þeir vilja ekki eyða því sem eftir er af ævinni í fang- elsi,“ segir hann. Móðurbróðir þeirra bræðra, Ge- orgios Katsioufis, sem býr í Banda- ríkjunum, talar ekkert rósamál. Hann segir, að ef skjöl þau og hljóðbönd sem Koskotas geymi í útlöndum, yrðu gerð opinber hrintu þau þegar í stað af stað jarðskjálfta! Papandreou stjórnar ekki lengur leikreglunum Hið þrautreynda ráð Papandre- ous þegar í harðbakkann slær, að hafa endaskipti á ríkisstjórninni, hefur tapað gildi sínu. Heiðarlegir stjórnmálamenn eins og forseti þingsins Jannis Alevras, Kostas Simitis fyrrverandi viðskiptaráð- herra, sem nýtur mikillar virðingar í Evrópubandalaginu, og fyrir- rennari hans Apostolos Lazaris, hafa afþakkað boð Papandreous um að taka sæti í stjórninni á þeim forsendum að þeir kæri sig ekki um að sitja til borðs með mönnum sem útataðir eru í hneykslismálum. Gríska blaðið Eleftherotypia segir: „í fyrsta sinn síðan 1981 stjórnar Papandreou bersýnilega ekki leik- reglunum". í nýju stjórninni hans hefur ráð- herrum verið fjölgað úr 48 í 58 og þar kennir enn ýmissa grasa. Þann- ig varð dómsmálaráðherrann, Agamemnon Koutsogiorgas, vinur Papandreous til margra ára og lögfræðingur hans, æðsti ráðherr- ann í nýju stjórninni. Koutsogior- gas hefur ekki bara fengið íbúð handa konu sinni hjá Koskotas á hagstæðu verði, heldur á hann líka að hafa farið fram á að fjármála- maðurinn, sem þá var lentur í þrengingum, borgaði 7 milljónir dollara fyrir að stilla út auglýsingu fyrir Persil-hreinlætisvörur, að því er vinstrisinnað blað í Grikklandi upplýsir. Flutningaráðherrann Georgios Petsos varð öryggismálaráðherra í stað Sechiotis, sem neyddist til að fara frá embætti eftir að Koskotas hafði tekist að flýja úr klóm lag- anna varða í Grikklandi. Þar með var Petsos kominn í æðsta embætti rannsóknarlögreglunnar. Að sögn nánasta samstarfsmanns Koskotas hefur Petsos fengið „sekki af pen- ingum“ frá Koskotas. Georgios, sonur Papandreous, var dubbaður upp í uppeldismála- ráðherra. Nafn þessa erfðaprins fjölskyldunnar er skráð á kvittun fyrir móttöku peninga frá Kosko- tas, en þar kann að vera um fölsun að ræða. En vitað er að hann hélt mjög nánum tengslum við Kosko- tas og haft er eftir heimildamönn- um innan lögreglunnar að þeir hafi átt a.m.k. 26 fundi saman. Kýlið enn á sínum stað Frægur vinur forsætisráðherrans er tónskáldið Mikis Theodorakis. Hann hafði skorað á Papandreou „að grípa til skurðarhnífsins", en að lokinni endurskipulagningu stjómarinnar sagði Theodorakis andvarpandi, að enn væri kýlið á sínum stað. Ekki er að vænta nákvæmra upplýsinga um þetta, né önnur hneykslismál sem varða ráðamenn í Grikklandi, hvorki frá rann- sóknanefnd þingsins, sem Papan- dreou neitar að skipa, né rann- sóknarlögreglu, sem er lítt starfhæf. Hins vegar var vinstri- sinnaða tímaritið „Anti“, sem hafði fyrirsögnina „Ríkisstjórn svindlara" yfir grein sinni um spill- inguna, kært vegna „meiðyrða í garð ríkisstjórnarinnar". Papandreou fullyrðir æ ofan í æ að hann ætli að taka til á eigin búi. „Við erurn öll ákveðin í að leggja okkar af mörkum til hreinsunar, að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stendur,“ sagði hann á fyrsta fundi nýju ríkisstjórnarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.