Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Timirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Póstfax: 68-76-91
Bækurogþjóðmenning
Það er árátta á ýmsum að óskapast út af
bókaflóðinu um jólin ár eftir ár. Undir það skal
tekið, að æskilegt væri að bókaútgáfan rynni jafnt
og þétt yfir árstíðirnar og mánuðina eins og breið
og straumlygn móða sléttulanda og flatlendis í stað
þess að æða áfram eins og íslensk jökulsá í þröngu
gljúfri.
En varla getur þessi íslenski vertíðarbragur á
bókaútgáfu verið alvarlegt þjóðfélagsmein. Ef til
vill má finna honum sitthvað tii málsbóta. Höfuð-
kosturinn kynni að vera sá, að jólabókavertíðin
verði til þess að viðhalda þeim góða jólasið að gefa
bækur þeim, sem manni er annt um. Þegar
fjargviðrast er út af jólagjafabruðli vill það oft
gleymast að fjöldi fólks hefur komið sér upp
skynsamlegum jólagjafasiðum, sem felast í því að
skiptast á eigulegum og gagnlegum hlutum. Oft er
hér um bækur að ræða.
Eins og flest undanfarin ár hefur bókaútgáfa
verið mikil hér á landi á síðustu mánuðum ársins.
Þessar bækur eru af margvíslegu tagi og áreiðan-
lega misjafnar að gæðum. Og hví skyldi það ekki
vera. Það væri í meira lagi vafasöm stefna að ætla
sér þá dul að geta dauðhreinsað bókamarkaðinn af
vondum bókum. Sú stefna hlyti að verða skrýtin í
framkvæmd, - fyrir utan það að vera skrýtin í
framan.
íslenskir bókaútgefendur standa að mörgu leyti
vel að verki og hafa komið frá sér ágætum,
sígildum bókum og bókaflokkum. Það hefur orðið
á þessu ári eins og oft áður. Allt tal um það að
„bókin“ sé að líða undir lok verður að flokkast
undir óþarfa svartsýnisspá. Miklu fremur er ástæða
til að hlaða undir þá von að „bókin“ standist
samkeppni við aðra fjölmiðlun, enda ljóst að
enginn hinna nýju birtingarmöguleika og upplýs-
ingatækni getur leyst bókina af hólmi. Bókin
verður um ókomnar aldir tiltækasta mennta- og
upplýsingatæki menningarþjóðfélaga.
Hitt er annað mál að í bókaflóði aðventunnar
kann að bera meira á minniháttar ritverkum en
efni standa til. Margt af því sem merkast er getur
orðið undir í auglýsingastríðinu í bili. Eitt þeirra
rita, sem ekki virðist fallið til þess að bera hátt í
bókaauglýsingum er stórverkið íslensk þjóðmenn-
ing sem Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út. Alls er
áætlað að bindi þessa ritverks verði níu talsins og
tekur mörg ár að gefa út. Af verkinu eru þegar
komin á markað tvö bindi.
íslensk þjóðmenning er eitt þessara rita, sem
lengi hefur verið skortur á. Er furðulegt að ekki
skuli fyrir löngu hafa verið ráðist í útgáfu menning-
arsögulegs yfirlitsverks af því tagi sem hér um
ræðir. Er engu líkara en að söguþjóðin sjálf sé ekki
forvitin um þjóðmenningu sína, rætur hennar og
jarðveg. Ef þessi ritröð nær tilgangi sínum, eins og
til hennar er stofnað, er þess að vænta að hún veki
slíka forvitni og verði til þess að örva skilning
menntafúsra manna á menningarsögu þjóðar
sinnar. Þess er áreiðanlega mikil þörf.
Föstudagur 23. desember 1988
GARRI
Jólin að koma
Nú er Þorláksmessa og jólin þar
með nánast komin. í dag eru allir
í önnum við að undirbúa hátiðina
á morgun. Af þvi tilefni notar
Garri tækifærið til að lýsa því yfir
að hann vonar svo sannarlega að
allir landsmenn megi eiga ánægju-
lega hátíð núna um jólin. Ekki
bara framsóknarmenn heldur líka
allir hinir sem hann hefur verið að
hnotabítast út í á árinu sem senn
rcnnur nú í aldanna skaut, svo að
gripin sé upp gömul klisja.
Sérstaklega sér Garri ástæðu til
að senda þeim vinum sínum á
Morgunblaðinu, Þjóðviljanum og
Alþýðublaðinu bestu jólakveðjur.
Að ógleymdum þeim á DV. Hvað
svo sem segja hefur mátt um blöð
þeirra á árinu þá er því ekki að
neita að þau hafa lugt honum tii
efni í margan góðan pistilinn. Og
þegar jólin koma þá eiga menn að
brciða yfir allar væringar og takast
í hendur. Það vill Garri gera.
Sömuleiðis vonar Garri að þessir
menn hugsi lika hlýlega til hans yfir
jólin. Hann hefur þó hvað sem
öðru líður gert sitt besta til að
halda þeim við efnið á árinu. Svo
má alltaf byrja upp á nýtt eftir
áramótln.
Ár hinna háu vaxta
Ekki ætlar Garri hér og nú að
fara að setja sig í neinar lands-
föðurstcllingar. En eigi að síður er
það Ijóst að ársins 1988 verður
lcngi minnst sem árs hinna háu
vaxta. Svona svipað og það sem
einhvers staðar í mannkynssögunni
er kallað nótt hinna löngu hnífa.
Það fer ekki á milli mála að á
þessu ári hefur verið gengið nær
öllum fyrirtækjum i undirstöðu-
greinunum en nokkru sinni fyrr.
Frjálshyggjan, sem réði hér allt of
miklu í pólitíkinni langt fram eftir
ári, blóðmjólkaði fyrirtæki á borð
við frystihús og verslanir á lands-
byggðinni með þeim hætti að langt
þarf að leita til samanburðar.
Þetta var allt gert undir þvi
formerki frjálshyggjunnar að með
því að hafa vexti frjálsa myndi
skapast hér jafnvægi á milli fram-
boðs á fjármagni og eftirspurnar
eftir því. Þetta myndi þýða að
menn færu ekki út í annan atvinnu-
rekstur en þann sem borgaði sig
nægilega vel til að standa undir
hæfilegri ávöxtun til sparifjáreig-
enda í landinu.
Eins og allir vita gekk þetta ekki
eftir. Mestu réði að menn treystu
sér ekki tii þess að láta frjáls-
hyggjuna líka ná til gengísskráning-
ar á erlendum gjaldmiðlum. Hún
var föst, og það þýddi að tekjur
fyrirtækja í útflutningi héldust
óbreyttar, á sama tíma og
þjónustufyrirtækin innanlands
hækkuðu gjaldskrár sínar til að
hafa á móti vöxtunum. Af því
leiddi svo velgengni í þjónustu-
greinunum, sem varð til þess að
menn sóttust eftir að stofna fyrir-
tæki í þeim. Það sprengdi svo enn
aftur upp vextina í eftirsókn þjón-
ustugreinanna eftir fjármagni.
Draga þarf lærdóma
Hitt er svo annað mál að þetta
skildu sjálfstæðismenn ekki. Þeir
ríghéldu sér í frjálshyggjukenning-
ar sínar, og af því stöfuðu stjórnar-
slitin. Nú hefur nýrri ríkisstjórn
þegar tekist að lækka vexti veru-
lega, þannig að núna er rekstrar-
umhverfi fyrirtækjanna í undir-
stöðugreinunum strax orðið allt
annað en var.
Þessu hljóta allir réttsýnir menn
að fagna, en hins vegar stendur
núverandi ríkisstjórn svo frammi
fyrir því verkefni .að rétta hag
þessara fyrirtækja á einhvem þann
veg að þau geti starfað áfram á
heilbrigðum rekstrargrundvelli.
Þar með talið að þau geti greitt
laun sem séu sambærileg við það
sem gerist í þjónustugreinunum.
Til þess að geta þetta þarf stjómin
að fá starfsfrið og stuðning á kom-
andi misserum.
Hitt er svo annað mál að það em
ýmsir lærdómar sem við verðum
að draga af mistökunum í vaxta-
málunum á árinu 1988. Frelsi í
viðskiptum er gott og nauðsynlegt.
En það dugar ekki að rígbinda einn
þáttinn, svo sem gcngið, en gefa
allt annað frjálst. Meðan menn
kjósa að hafa gengið fast verður
líka að hafa í það minnsta einhverja
stjóm á hinum þáttunum. Svo sem
eins og að setja þak á vextina, þó
að þeir séu frjálsir að öðru ieyti.
Hér á við það að atvinnurekstur
á íslandi er ekki stærri í sniðum en
svo að í honum gilda ekki óbreytt
öll sömu lögmál og úti í hinum
stóra heimi. Við eram of fá til þess
að við höfum efni á frumskógalög-
málum. Þess vegna þarf að stjórna
í landinu og bcita til þess hyggjuviti
og skynsemi. Það þurfa þeir á DV
og Morgunblaðinu að skilja. Von-
andi opnast augu þeirra fyrir þessu
með hækkandi sól á komandi ári.
Þar sem víðar gildir það að batn-
andi mönnum er best að lifa.
Að svo mæltu sendir Garri bæði
þeim og öðrum lesendum sínum
bestuóskirumgleðilegjól. Garri.
VÍTT OG BREITT
Höfudpáfi viðskipta-
lífsins í Undralandi
f Undralandinu sem hún Lísa
heimsótti hér um árið þótti fígúr-
unum sem þar bjuggu ekkert
undarlegt við þá siði og háttu sem
þar giltu. Hins vegar var Lísa
öldungis undrandi á brjáluðum
partíum og afkáralegri röksemda-
færslu sem þóttu við hæfi í Undra-
landi og varð sífellt ruglaðri eftir
því sem á ævintýraferð hennar leið
og enn hafa ferðafélagar Lísu, sem
lesið hafa sér leið um ævintýralend-
urnar ekki komist að því hvar
Undralandið hennar er eða hverju
þeir hafa í raun og veru kynnst.
Svipað getur þeim farið sem allt
í einu standa frammi fyrir undrum
íslensks viðskiptalífs þar sem gild-
um og hefðum er snúið á haus og
allt er leyfilegt nema rökhyggja og
siðrænt mat á undarlegum við-
skiptaháttum, þar sem menn vega
hver annan í mesta bróðerni.
Flókinn einfaldleiki
Viðskipti/atvinnulíf er eitt af
vikulegum fylgiblöðum Morgun-
blaðsins og er leiðsögn um Undra-
land athafnafólksins.
Svona blað kom út í gær, fimm-
tudaginn 22. des. Á annarri síðu er
frétt um fjölda krafna sem lýst er í
þrotabú Ávöxtunar hf. „Miklum
fjölda krafna hefur þegar verið lýst
í þrotabú þeirra Péturs Björnsson-
ar og Ármanns Reynissonar, en bú
þeirra beggja eru nú í gjaldþrota-
skiptum, ásamt sameignarfélagi
þeirra, Ávöxtun sf.“
Eftirfarandi er haft eftir Sigur-
mar Albertssyni hrl. skiptastjóra:
„Það er mjög erfitt að átta sig á
viðskiptum milli allra þessara aðila
sökum þess, hve þau eru flókin og
ekki alltaf staðið að þeim sem
nákvæmast."
Margt fleira er tínt til í fréttinni,
sem síst er til þess fallið að auka
traust á þeim viðskiptaháttum sem
þrotamenn sýnast hafa ástundað.
Á næstu opnu, eða á bls. 5 í
Viðskipti/atvinnulíf er nýtt fyrir-
tæki kynnt. „Ár hf. tekur til starfa.
Mun sjá um að miðla þjónustu til
almennings."
Upphaf fréttarinnar á bls. 5: Ár
hf., miðlunarfyrirtæki, tók til starfa
um síðustu mánaðamót og er til
húsa að Laugavegi 63. Ármann
Reynisson forstjóri mun veita fyrir-
tækinu forstöðu.“
Þá er farið fögrum orðum um að
fyrirtæki „verði með“ vandaða og
hagkvæma þjónustu á hvaða sviði
sem er, og eru nokkrar greinar upp
taldar. Klykkt er út með eftirfar-
andi: „Hugmyndin sé að þróa miðl-
unina inn á sem flest svið þjónustu.
Einnig sé áætlað að veita bók-
halds-, endurskoðunar-, lögfræði-
og innheimtuþjónustu... “
Mögnuð þjónusta
Höfuðpáfi viðskiptalífsins í
Morgunblaðinu er auðvitað öðrum
færari að veita þá þjónustu sem
blaðið auglýsir upp fyrir hann.
Um 1,100 manns hafa gert kröf-
ur í þrotabú þess fyrirtækis sem
Ármann Reynisson veitti forstöðu
þar til fyrir nokkrum vikum að
Ávöxtun sf var lokað og eru nú
fógetar og bústjórar að reyna að
komast til botns í þeim viðskipta-
háttum sem ástundaðir hafa verið
í þessum skika Undralands gráa
peningamarkaðarins.
Höfuðpáfinn hefur fært sig að-
eins neðar á Laugaveginn og stofn-
að þar til enn eins Undralandsins á
sama tíma og verið er að reyna að
koma böndum á hrikalegt gjald-
þrot síðasta undraverksins.
Þeir fara líkast til ekki í geitarhús
að leita ullar sem þangað leita til
að kaupa sér þjónustu við endur-
skoðun, innheimtu eða lögfræðiað-
stoð.
En svona er undraveröld við-
skiptalífsins skrýtin og skemmti-
leg, rétt eins og ævintýraferð Lísu
til Undralands. OgMorgunblaðinu
er ekkert eðlilegra en að birta
hvora á sinni opnunni frétt um
gjaldþrot fjármagnsfyrirtækis og
mikla kröfugerð á hendur forstjóra
þess og hins vegar frétt um að sá
hinn sami forstjóri sé búinn að
stofna annað fyrirtæki sem m.a.
annast bókhald, innheimtur og lög-
fræðiaðstoð. Jafnvel brjálaða hatt-
aranum í Undralandi hefði ekki
dottið svona frábær fáránleiki í
hug.
En neyslu- og samkeppnisþjóð-
félagið á íslandi tekur öðrum
Undralöndum fram, enda býr ham-
ingjusamasta þjóð í heimi hér. OÓ