Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 2
2 Tími'rírv c’c’O t ‘iri'i'l’t'ttM.' IM’./.V'.'iM'l' 1 1 Fimmtudagur 29. desember 1988 Fjármálaráðherra veitt heimild til lántöku til greiðslu skammtímaskulda við Seðlabanka: 6,5 milljarða kr. lántaka heimiluð Alþingi hefur samþykkt að veita fjármálaráðherra heimild til að taka lán fyrir hönd ríkissjóðs á árinu 1988 að fjárhæð allt að 6,5 milljörðum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Fjárhæðina á að nota til að greiða upp skammtímaskuldir við Seðlabanka íslands vegna greiðslu- halla ríkissjóðs á árunum 1987 og 1988. Már Guðmundsson í fjármála- ráðuneytinu sagði í samtali við Tím- ann að þetta væri þannig til komið að gert væri ráð fyrir því í lögum um Seðlabanka að yfirdráttur í Seðla- bankanum sem myndast á hverju ári, sé greiddur upp innan þriggja mánaða frá árslokum, þ.e. að hann eigi að greiðast upp fyrir 31. mars. Þá ber þess að geta að við síðustu áramót stóð eftir 800 milljóna króna skuld, sem á að greiðast upp nú. Samkvæmt því eru 5,7 milljarðar vegna hallans í ár. Már sagði að það væri rangt, eins og margir hefðu verið að halda fram að hægt væri að draga einhverjar ályktanir af þessu, varðandi hver líklegur halli yrði. Már sagði að alls óvíst væri að þessi heimild yrði öll nýtt. „Þetta er bara til að vera með nógu rúma heimild og óvíst á þessari stundu hversu mikill hallinn verður," sagði Már. Þá er eins hugsanlegt að aflað verði einhvers innlends lánsfjár til að greiða upp hluta af hallanum og þá yrði erlenda lántakan minni, sem því nemur. Aðspurður sagði Már að gera mætti ráð fyrir að endanleg útkoma fengist ekki fyrr en eftir áramót. í lok nóvember var skuld á hlaupa- reikningum í Seðlabanka 7,9 millj- arðar króna og hafði aukist frá ársbyrjun um 6,9 milljarða. Þetta er þó ekki nein endanleg tala, því í desember greiðist upp fjöldi þessara skulda og lækkar fjárhæðin töluvert, þannig að í árslok má búast við að skuld á hlaupareikningum verði eitthvað lægri. Tölur á bilinu 5,5-6 milljarðar hafa verið nefndar í því sambandi, samkvæmt heimildum Tímans.-ABÓ Hjálparsveitir skáta meö um 40 sölustaöi: Flugeldasalan í fullum gangi Þeim hefur sífellt farið fjölgandi sem selja flugelda og nota ágóðann til styrktar starfsemi sinni, en í ár sem t'yrr eru Hjálparsvcitirnar stærstu aðilarnir og fjármagna þær starfscmi sína með ágóðanum. Sala á flugeldum hófst í fyrradag og hefur flugeldasalan aukist jafnt og þétt síðan og nær hún hámarki á gamlárs- dag, að sögn söluaðila hjá Hjálpar- sveitunum sem Tíminn hafði tal af. Land.ssamband hjálparsveita skáta er stærsti innflytjandi flugelda og voru Hjálparsveitirnar fyrstar fé- lagasamtaka til að fjármagna starf- semi sína með flugeldasölu. Fyrir þessi áramót hafa Hjálparsveitirnar opnað um 40 flugeldamarkaði um land allt til styrktar starfsemi sinni. Sveitirnar fá flugeldana á kostnaðar- verði frá Landssambandi hjálpar- sveita og rennur því allur hagnaður af sölunni til björgunarstarfsemi á heimasvæði hjálparsveitarinnar. Hjálparsveitirnar hafa í samráði við landlæknisembættið staðið fyrir slysakönnun um áramót og hefur komið fram að helstu ástæður slysa og óhappa af völdum flugelda er kæruleysi. Algengt er að fólk freistist til að halda á blysum sem ckki cru til þess ætluð og hundsar þannig leið- beiningar. Til áréttingar Hjálparsveitirnar vilja benda fólki á að fara varlega mcð flugelda og gefa sér tíma til að lesa leiðbeining- arnar. Enn skal minnt á að eingöngu skal halda á blysum sem sérstaklega eru til þessætluð.enönnurskal setja í trausta undirstöðu. Blysum skal beina frá líkamanum, undan vindi og gæta þess að kúlur eða neistar lendi ekki á nærstöddum. Þá er gott að nota hanska eða ullarvettlinga og forðast að klæðast fötum úr eldfim- um gerviefnum. Skjóta skal skoteldum úr traustri undirstöðu og standa til hliðar, vind- megin þegar kveikt er. Varist að beygja ykkur yfir skoteld sem verið er að kveikja í og víkið vel frá þegar tendrað hefur verið á kveiknum. Flugelda á að geyma fjarri eldi og í skjóli frá neistaflugi og bleytu. -ABÓ Verð á fiskafurðum mjakast upp á Bandaríkjamarkaði og forstjóri lceland Seafood segir að kaflaskipti hafi orðið: Botninum er náð verðið á uppíeið „Við erum að koma út úr senni- lega erfíðasta ári í sjávarafurðasölu á Bandaríkjamarkaði um langt skeið. Þó bendir ýmislegt til að botninum hafi verið náð og við séum nú á uppleið. Verð fer stígandi, en kaupendur hafa uppi mikið andóf gegn hækkandi verði eins og gengur en þó spá menn því að verð styrkist heldur en hitt.“ Þetta voru orð Magnúsar Frið- geirssonar forstjóra Iceland Sea- food, fisksölufyrirtækis SÍS í Banda- ríkjunum, þegar Tíminn ræddi við hann í gær. Varðandi fiskveiðar annarra sam- keppnisþjóða okkar á markaðnum þá taldi Magnús litlar breytingar í vændum hjá Kanadamönnum. Hins vegar virtist berast minni fiskur frá Evrópulöndum, svo sem Danmörku og Noregi. „Þorskblokkin hefur verið að styrkjast síðan í september," sagði Magnús, „en þá var skráð verð á henni 1,25 dollarar. Verðjð hefur mjakast hægt og bítandi upp og er nú skráð 1,40 dollarar pundið.“ Magnús sagði að orðið hefðu greinileg kaflaskipti. Nú væri stefnan ekki lengur niður á við heldur upp. Spurningin stæði nú um hversu sterkt andóf kaupenda verður gegn hækkandi verði og hversu hæg eða ör þessi þróun verður. Ekki náðist í Magnús Gústafsson hjá Coldwater, sölufyrirtæki SH í Bandaríkjunum í gær en samkvæmt heimildum er svipaða sögu að segja þar. -sá Fertugasta happdrættisár SÍBS 1989: 10 millj. kr. auka- vinningur í október Vöruhappdrætti SÍBS verður fertugt í október á næsta ári og af því tilefni verður sérstakur af- mælisvinningur þá dreginn út að verðmæti tíu milljónir króna og verður til kaupa á íbúð eða húsi. Happdrættið er eina tekjulind Sambands íslenskra berklasjúk- linga og hagnaði af því hefur verið varið til að koma á fót stofnunum þeim sem SÍBS rekur. Hlutverki SÍBS lauk langt í frá þegar berklum var útrýmt á ís- landi og er Vinnuheimilið að Reykjalundi, sem stofnað var árið 1945 nú fullkomnasta endur- hæfingarstöð á landinu, Múla- lundur er verndaður vinnustaður sem stofnaður var 1950. Þá rekur SÍBS í samvinnu við Rauða krossinn og Samtök aldr- aðra; Hlíðabæ sem er dvalar- heimili fyrir alzheimersjúklinga og Múlabæ sem er dagvistun fyrir aldraða. Happdrættið gefur út eina miðaröð með 75 þúsund miðum en 25 þúsund vinningar verða dregnir út auk afmælisvinningsins í október. -sá Fyrstu nemendur útskrif- aðirfrá Starfsþjálfun fatlaðra: Þjálfun til náms og vinnu Fyrsti nemendahópurinn síðan Starfsþjálfun fatlaðra tók til starfa í núverandi mynd útskrifaðist þann 18. desember s.l. Skólinn er einkum ætlaður ungu fólki sem náð hefur 17 ára aldri og fatlast hefur í slysum eða af völdum sjúkdóma og markmiðið er að þjálfa og endurhæfa nemendur til skrif- stofustarfa og almennra starfa á vinnumarkaðnum og til frekara náms í framhaldsskólum. Námið tekur þrjár annir eða eitt og hálft skólaár og kennd er tölvu- notkun - einkum ritvinnsla, töflu- reiknir og tölvubókhald. Þá er kennd bókfærsla, verslunarreikningur, ís- lenska, enska og samfélagsfræði. Nýr hópur nemenda byrjar nám nú eftir áramótin og mun hann útskrifast vorið 1990. -sá Sendiráð Sovétríkjanna á íslandi: Þökkum auðsýnda samúð Sendiráð Sovétríkjanna á ís- landi lætur í ljós innilegt þakklæti sitt til allra þeirra sem lýst hafa yfir samúð sínni vegna hörmu- legra afleiðinga náttúruhamfar- anna í Armeníu og svo til þeirra stofnana og einstaklinga sem hafa á ýmsan hátt hjálpað nauðstödd- um íbúum Armeníu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.