Tíminn - 29.12.1988, Síða 5

Tíminn - 29.12.1988, Síða 5
Fimmtudagur 29. desember 1988 Tíminn 5 Leggst strætisvagnaþjónusta niður í Reykjavík á næstu árum?: FJORDUNGS FÆKKUN FARÞEGA Á 2 ÁRUM Farþegum Strætisvagna Reykjavíkur fækkaði um rúmlega milljón á þessu ári og verða því um tveim milljónum færri í ár heldur en 1986 (þ.e. um 5.500 farþega fækkun á dag). Þetta þýðir í kringum 22% fækkun á aðeins tveim árum, þrátt fyrir að börnum og öldruðum sem ferðast með vögnunum fjölgi ár frá ári. Þar sem fjöldi farþega er kominn niður undir sjö milljónir nú í ár getur fækkun um milljón á ári tæpast haldið áfram mjög Iengi áður en ráðamenn SVR standa frammi fyrir alvarlegri spurningu um áframhaldandi rekstur SVR. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofustjóra SVR er farþegafjöldi SVR áætlaður unt 7,3 milljónir í ár, samanborið við 8,4 milljónir s.l. ár, 9,3 milljónir árið 1986 og um 10,1 milljón fyrir fimm árum. Þá voru börn og aldraðir sem greiddu með afsláttarmiðum, um 14% farþega, en það hlutfal! hafði hækkað í 21% í fyrra. Þar sem börnum og öldruð- um farþegum fjölgar töluvert ár frá ári gæti þetta hlutfall hafa nálgast fjórðung allra farþega SVR í ár - auk þess fjölda barna og aldraðra sem staðgreiða fargjaldið. Á sama tíma og farþegum fækkar fjölgar hins vegar þeini kílómetrum sem vagnarnir aka árlega. Fyrir fimm árum óku þeir samtals 4,2 milljónir kílómetra, en 4,4 milljónir km árið 1987. Þetta svarar til þess að vagnarnir hafi ekið að meðaltali rúmlega fjóra kílómetra með hverja tíu farþega fyrir fimm árum en væntanlega um sex kílómetra með sama farþegafjölda nú á þessu ári. Miðað við þrjátíu króna meðalfar- gjald kæmu t.d. aðeins um 300 krónur í kassann fyrir þá sex kíló- metra ferð. Fyrir fimm árum voru strætis- vagnafarþegar rúmlega tíu milljónir sem áður segir. Peim hafði þá fækk- að hægt og sígandi úr rúmlega þrett- án milljónum árið 1970 - og úr 17,5 milljónum árið 1962 þegar borgar- búar voru þó um fjórðungi færri en þeir eru nú. - HEI Ríkisendurskoðun skilar skýrslu um greiðslur ríkisins til lækna og sérfræðinga fyrir árið 1987: Fimmtíu sér- fræðingar með fimm milljomr og meira 1987 í skýrslu sem Rikisendurskoðun fram að þarna er um meira að ræða hcldursegjaþcssarniðurstöðurokk- vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið í en beinarlaunagreiðslur, inni íþessu ur það að á sínum tíma voru samn- tengslum við samningaviðræður sem eru einnig kostnaðargreiðslur. Sér- ingarnir nokkuð rúmir svo ekki sé nú standa yfir vegna greiðslna ríkis- fræðingamir reka sjálfstæöa þjón- meira sagt." ins til sérfræðinga, kemur fram að50 ustu, læknastofur, sern þýöir það aö Aðspurður sagði Guðmundur að í scrfræðingar fengu yfir 5 milljónir í töluverður hluti grciðslnanna frá yfirstandandi samningaviðræðum heildargreiðslur á árinu 1987. Þetta tryggingakerfinu eru fyrir þeirra að- við læknana hefði miðað í samkomu- samsvarar því að vera rúmlega Qög- stöðu, bæði húsnæði, tæki og hugs- lagsátt. „Samninganefnd læknanna ur hundruð þúsund krónur á mánuði anlega laun aðstoðarfólks." hefur vcrið tilbúin að ræða þessi mál og er þá ótaiinn sá kostnaður sem Guðmundursagðiþaðeinnigvera á þeim nótum að nauðsynlegt sé að sjúklingar þurfa að greiða úr eigin ljóst að sérfræðikostnaður hefur ná þessum kostnaði niður. Hvort v»?a. hækkað gríðarlega á undanförnum menn ná saman er þó of snemmt að 1 kjölfar þessara upplýsinga hafði árum og telja verði mjög líklegt að segja til um.“ ríminn samband við Guðmund hægt sé að ná kostnaðinum niður Einn þeirra möguleikasem ræddir Bjarnason heilbrigðisráðherra. aftur. „Þessar niðurstöður sýna að hafa verið sem leiö til sparnaðar er Varðandi fyrrnefndar niðurstöður ákvcðnir þættir, t.d. hvað varðar að taka upp að nýju svokallað tilvís- sagði Guðmundur: „Þessi skýrsla er rannsóknarstofur, cða þjónustu anakerfi sem var fellt niður með unnin að beiðni ráðuneytisins til að rannsóknarsérfræðinga eru gríðar- bráðabirgðaákvæði til eins árs á hafa í höndunum upplýsingar um |ega dýrir. Við samanburð á kostn- árinu 1985, en hefur verið notað það hvað iæknum og sérfræðingum aði hjá sjálfstætt starfandi rannsókn- áfram þrátt fyrir það að raunveruleg hefur verið greitt á síðasta ári í arsérfræðingum annarsvegar og lagaheimild er ckki til staðar. Til- santbandi við þá samninga scm nú rannsóknarstofum rikisspltalanna koma tilvísanakcrfisins gerir þaö að standa yfir. Par kemur í Ijós að hinsvegar kemur í Ijós að það er verkum að sjúklingar fara ekki beint þessar greiðslur eru nijög mismun- hægt að veita þessa þjónustu á mikiu tii sérfræðinga heldur þurfa þeir að andi, þorri lækna sem eru í fösturn ódýrari hátt. Nú eru þessar greiðslur fá tilvísun frá heimilislækni eða störfum hafa yfirleitt meðallaun. samkvæmt samningum þannig að heilsugæslulækni. Annaðhvort verð- Hinsvegar hefur töluverður hópur hérerekki um að ræða ásakanireða ur því að breyta lögunum eða taka sérfræðinga fengið mjög háar aðdróttanir um að þetta sé ekki rétt, tilvísanakerfið upp að nýju. SSH grciöslur. Það er þó rétt að taka-. Leitað að tveim mönnum á jeppa, sem ekki hafði spurst til í sólarhring: Knúðu dyra á ísólfsskála Mennirnir tveir, þcir Högni Högnason og Árni Pétur Jóhannsson sem leitað var að í gærmorgun og fram á miðjan dag komu fram síð- degis, cn þá höfðu þcir samband við lögregluna í Grindavík frá bænum Isólfsskála og náði lögreglan í þá þangað. Pcir Högni og Árni lögðu af stað frá Reykjavík um hádegisbil í fyrra- dag og hugðust fara í stuttan bíltúr á jeppa í nágrenni Reykjavíkur. Pegar ekkert hafði spurst til þeirra í fyrrakvöld var haft samband við lögreglu og óskað eftir að lcitað yrði að þeim og jafnframt sagt að þeir hefðu ætlað Hafravatnshringinn. f birtingu í gærmorgun hófst leit að þcini með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. Ætlun mannanna var alltaf að fara þessa leið að sögn Grindavíkurlög- rcglunnar og höfðu þeir tvítekið það fram við konur sínar áður en farið var af stað, en vegna einhvers mis- skilnings hafi þær sagt þá hafa farið Hafravatnshringinn. -ABÓ Albert afneitar frétt í DV í gær: Fer til Parísar þrátt fyrir allt f viðtali við Tímann í gær neitaði Albert Guðmundsson alfarið þeim möguleika að hann væri hættur við að fara til Parísar vegna þess sem gerst hefur í Borgaraflokknum eftir að hann hætti formennsku. DV birti frétt þess efnis í gær að miklar líkur væru á því að Albert væri hættur við brottförina vegna stöðunnar í Borgaraflokknum sem er m.a. til komin vegna stuðnings einstakra þingmanna við ríkisstjórn- ina og miklar líkur á að flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn eftir áramótin. DV þóttist einnig leiða líkur að því að á aðalstjórnarfundi Borgara- flokksins, sem var í gærkvöldi, myndi draga til tíðinda og Albert tæki við formannsembættinu að nýju. í fyrrnefndu viðtali við Tímann sagði Albert Guðmundsson að hann hefði gefið utanríkisráðherra já- kvætt svar varðandi sendiherra- stöðuna og sú ákvörðun stæði. „Fréttin í DV er bara tóm vitleysa." Hvað aðalstjórnarfundinn varðaði sagðist Albert ekki eiga von á að til harðra átaka kæmi þar. Hann sagði jafnframt: „Það er boðað til fundar- ins til að ganga formlega frá for- mannsskiptunum og mér er ekki kunnugt um að önnur mál verði þar á dagskrá. Ég bað Júlíus Sólnes í bréfi um að boða þennan fund og ganga frá þessum málum. Ég reikna ekki með að mæta sjálfur á þennan fund.“ Að lokum var Albert spurður að því hvort hann myndi hai'a afskipti af hugsanlegri þátttöku Borgara- flokksins í ríkisstjórn. „Ég tek engan þátt í því. Það eru aðrir sem hafa staðið í makki við ríkisstjórnina og þeir gerðu það ekki með mínu leyfi. “ SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.