Tíminn - 29.12.1988, Page 15

Tíminn - 29.12.1988, Page 15
Fimmtudagur 29. desember 1988 Tíminn 15 LESENDUR SKRIFA llllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllHlll Skrifstofumaður sendir eftirfarandi hugleiðingu: í þjónustu peningavaldsins Títt má sjá greinar í Morgunblað- inu eftir Sigurð B. Stefánsson hag- fræðing. Hann vann lengi í Þjóð- hagsstofnun og hafði hljótt um sig. Gerðist nýlega framkvæmdastjóri verðbréfamarkaðs og gegnir þar augljósu hlutverki. Boðskapur hans í greinunum öll- um er einn og hinn sami en tvíþætt- ur: Vinnulaunin eru of há, vextirnir eru of lágir. Rétt er að athuga hvorttyeggja lítilsháttar. Pessi boðskapur um vinnulaunin er ekki nýr af nálinni. Ólafur Björns- son fv. prófessor flutti hann í Morg- unblaðsgreinum sem ekki verður tölu á komið í hálfa öld samfleytt. Samkvæmt Ólafi má kaup ekki hækka því að þá er þjóðarvoði vís. Spurningin er þessi: Hvaða laun eru of há? Varla verkamannalaun sem eru með yfirborgunum hæst kr. 57 þús. á mánuði. Ekki heldur laun fiskvinnslufólks sem eru mjög svipuð með bónus. Er unnt að lifa af lægri launum í landi með matarskatt, háa húsaleigu og ránvexti af íbúðarlán- um? Ég held ekki. Þess vegna er ógerlegt að rétta hag útflutnings- greinanna með launalækkun hjá fiskvinnslufólki. Pað fólk þarf mikla yfirvinnu til að draga fram lífið. Hins vegar eru laun prófessora og framkvæmdastjóra miklum mun hærri, stundum fimmfalt og allt að tífalt. Dr. Benjamín H. J. Eiríksson sem tekur undir þetta gjamm um of hátt kaupgjald hefir að sögn enn í hárri elli full bankastjóralaun, sem Seðlabankinn greiðir honum, en sá banki gleypti Framkvæmdabanka hans. Pessir karlar ættu, ef þeir væru þjóðhollir, að beita sér fyrir lækkun launamismunar. Sigurður vill að verkamenn kaupi hlutabréf í fyrirtækjum í stað þess að biðja um kjarabót. Þetta vekur tvær spurningar: Hvar á lágtekjufólkið að fá peninga til slíkra kaupa? Hvernig eiga fyrirtæki sem geta ekki borgað lágmarkslaun að greiða arð af hlutabréfum? Sigurður rómar mjög sölu hlutabréfa í Flugleiðum til starfsfólks. Það félag sýndi í fyrra tap sem nam tugum ef ekki hundruð- um milljóna króna. Nú upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra að einungis eitt af hverjum þrem fyrirtækjum borgi tekjuskatt. Þá eru það vextirnir. Þá má ekki lækka að dómi Sigurðar því að slíkt dregur úr sparnaði. Vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi síðustu ár og þó hefir sparnaður ekki vaxið að sama skapi. Hann hefir haldist svip- aður. Peningarnir hafa leitað út á „gráa markaðinn" þar sem þeir gefa bæði vexti, verðbætur og afföll að auki. Þann gróða má svo ekki skatt- leggja því að það dregur úr sparnaði að mati Sigurðar! Verkafólk á að sjálfsögðu að greiða sömu skattprós- entu af tekjum sínum og hálauna- menn. Það er allt upp á sömu bókina hjá þessum herramanni. Loks segir Sigurður að lágir vextir leiði til aukinnar erlendrar lántöku. Hið gagnstæða hefirgerst. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa einmitt reynt að komast hjá því að greiða ránvexti innanlands með lánum er- lendis frá. Erlend skuldasöfnun okk- ar hefir farið hraðvaxandi undanfar- ið. Það tekur þó út yfir allan þjófa- bálk þegar hagfræðingar fara að villa um fyrir lesendum varðandi hag- fræðihugtök. Til er fjöldi orðabóka yfir slík hugtök. Samkvæmt þeim eru vextir verðið fyrir peninga að láni, mismunur lánsfjárhæðar og endurgreiddrar upphæðar. Sigurður telur aðeins raunvexti til vaxta, en þeir eru vextir að frádreginni verð- bólgu. Hann sleppir verðbótaþætti vaxta. Er helst á honum að skilja að sá hluti. vaxtanna greiði sig sjálfur. Hann setur upp greiðslu af 4 millj. króna íbúðarláni með gildandi raun- vöxtum 3,5%, 5,0%, 6,5% og8,0%. En dæmið lítur ekki svona út. Greiðslubyrðin er margfalt meiri. Lánskjaravísitalan sem látin er mæla verðbólgu hérlendis hækkaði að meðaltali um rúmlega 35% á ári frá þeim tíma er verðtrygging varð almenn í byrjun árs 1982 til loka síðast liðins árs. Samkvæmt því yrði greiðslubyrði (þ.e. vextir og afborg- un) af húsnæðisláni kr. 3,3 milljónir til 40 ára, eins og hér segir ef raunvextir eru 3,5%: í lok 1. árs...... kr. 267.300,- í lok 2. árs...... kr. 355.600,- í lok 3. árs...... kr. 472.900,- - í lok 4. árs...... kr. 628.900,- í lok 5. árs...... kr. 836.000,- í lok 6. árs...... kr. 1.111.200,- Þetta er sá veruleiki sem blasað hefir við húsbyggjendum. Hætt er við að laun verkamanna dugi skammt. Við höfum haft verðbólgu í nálega hálfa öld. Þorir einhver að spá meiri stöðugleika næstu 6 ár en liðin 6 ár þótt tekist hafi um stund að lækka verðbólgu méð verðstöðv- un og kaupbindingu? Nýir hagfræðingar spretta nú upp eins og gorkúlur á mykjuhaug. Ef þeir ætla allir að ganga í þjónustu - gráa og svarta peningamarkaðarins | er ekki bjart framundan hjá okkar þjóð. Skrifstofumaður Utlendingum att á f uglahópa Fram að þessu hafa íslenskir „sportveiðimenn" látið sér nægja að vera einir um hituna við rjúpna- og gæsadráp, en nú er að sjá að menn geri sér ekki svona „sveitamennsku" að góðu lengur. Það verður að auka afköst í drápi þessara fugla. Þess vegna er nú hafin mikil herferð til að fá erlenda auðmenn til drengilegrar aðstoðar við dráp þessara veiðidýra. Mikið liggur við: Flugfélög, ferða- skrifstofur og gistihús út um allt land bjóða fram þjónustu sína til að laða til landsins auðkýfinga annarra þjóða, sem segjast kunna að drepa þessa fugla með margfalt meiri glæsi- brag, en íslendingar geta. (Saman- ber fréttagrein í Tímanum 11. nóv. 1988.) Nokkrir hópar slíkra útlendinga hafa þegar komið, og færustu fugla- dráparar íslendinga hafa fylgt þeim á fuglaslóðir og aðstoðað þá, með lotningu, svo drápin verði sem allra glæsilegust á að sjá og tilkomumest, og það felst einkum í því að skjóta fuglana á flugi en ekki á jörðu niðri eins og íslendingar hafa látið sér nægja í kunnáttuleysi sínu. II. En nú vil ég breyta svolítið um tón í þessu spjalli mínu. Þótt ég hafi ekki miklar mætur á „heilsubótarveiði- mennsku“ íslendingra sjálfra, þá finnst mér fyrst kasta tólfunum, þegar útlendingar eru fengnir til landsins hópum saman, til þess að Rjúpur í vetrarham. Þær eiga sann- arlega annað betra skilið, en að laða hingað útlenda auömenn og láta þá skemmta sér við að murka úr þeim lífið. etja þeim með skotvopnum á þessa saklausu og fögru samlanda okkar, sem gætu verið okkur öllum, ungum og öldnum, sannir gleðigjafar og yndisuppspretta, ef öðruvísi væri á málum haldið. Hér þyrfti að stinga við fótum og reyna að uppræta drápsfýsnina úr eigin brjóstum, reyna að glæða í sjálfum okkur tilfinningu fyrir helgi lífsins og rétt allra lifandi vera til lífs og hamingju, reyna að gera okkur ljóst að lífi er ekki hægt að spilla, okkur að skaðlausu, nema þá vegna brýnnar nauðsynjar, en sú er alls ekki ástæðan til sportveiðimennsku, heldur rangsnúið hugarfar, sem met- ur eigin hvatir ofar öllu öðru, ofar öllum sönnum verðmætum lífsins. Hættum að etja útlendingum á fuglahópana okkar, og hættum sjálf- ir þessum grimmdarfulla leik. Þá yrðum við íslendingar menn að meiri. Ingvar Agnarsson. «j_r 4^ . 1 -1 -i rkwi\iv*jo i Mnr Jolaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 9. des. 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 10. des. 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 11. des. 4. des. 7. nr. 2993 8. nr. 8376 12. des. 5. des. 9. nr. 1780 10. nr. 3258 13. des. 6. des. 11. nr. 1984 12. nr. 8352 14. des. 7. des. 13. nr. 8240 14. nr. 7307 15. des. 8. des. 15. nr. 1340 16. nr. 7485 16. des. 17. nr. 6401 17. des. 33. nr. 784 18. nr. 5984 34. nr. 1932 19. nr. 6305 18.des. 35. nr. 4457 20. nr. 1398 36. nr. 2933 21. nr. 4671 19. des. 37. nr. 7299 22. nr. 5488 38. nr. 5351 23. nr. 714 20. des. 39. nr. 1068 24. nr. 7300 40. nr. 5818 25. nr. 4456 21. des. 41. nr. 1733 26. nr. 1016 42. nr. 174 27. nr. 3260 22. des. 43. nr. 154 28. nr. 6725 44. nr. 6533 29. nr. 808 23. des. 45. nr. 6501 30. nr. 6106 46. nr. 1242 31. nr. 3764 24.des. 47. nr. 3588 32. nr. 7229 48. nr. 474 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF Jolahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í jólahappdrætti Framsókharflokksins. Númerin eru í innsigli hjá borgarfógeta til 13. janúar 1989. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Gleðilega jólahátíð. Framsóknarflokkurinn. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. fer fram frá Norðtungukirkju föstudaginn 30. desember kl. 2. Bílferð verður frá Umferöarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 10 f.h. Eggert Ólafsson Ragnar Ólafsson Þorgeir Ólafsson tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn t Útför sambýlismanns m í ns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa ðörundar Þórðarsonar frá Ingjaldshóli fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á öldrunardeild Landspítalans. Guðný Magnúsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Kristjáns Elíassonar stjórnarráðsfulltrúa frá Elliða, Staðarsveit, Kleppsvegi 6, Reykjavík Guðný Jónsdóttir Edda Sigurðardóttir Guðný Einarsdóttir Elías Kristjánsson Bára Bjarnadóttir Hörður Kristjánsson Ester Valtýsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.