Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Þriðjudagur 10. janúar 1989 Borgaraflokkurinn undirbýr viöræður um stjórnarþátttöku sem hefjast á föstudag: Leita eftir flokksfólki sínu í kvöld Viðræður hefjast ki. 10 á föstudaginn kemur milli Borgara- flokksins og stjórnarflokkana um hugsanlega þátttöku okkar í ríkisstjóminni,“ sagði Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins í gær. Viðræöunefnd Borgaraflokksins skipa Júlíus Sólnes, Óli I’. Guð- bjartsson, Ingi Björn Albertsson og Benedikt Bogason og mun hún ræða við formenn stjórnarflokkanna, þá Jón Baldvin Hannibalsson, Ólaf Ragnar Grírhsson og Steingrím Her- mannsson. Júlíus' sagði að á þessum fyrsta fundi yrði athugað hvort einhver málefnagrundvöllur væri þarna á milli en í Borgaraflokknum væri nú verið að móta uppkast að málefna- grundvelli sem lagður verður fram á fundinum á föstudaginn. Júlíus sagði að í honum fælust hugmyndir um skattamál, ríkis- fjármál og peningamál almennt en meginmarkmiðið hlyti að vera alls- herjar uppskurður á ríkisfjármálun- um frá grunni. Það væri margra ára verk en þyrfti að hefjast handa við það hið bráð- asta þar sem núverandi kerfi væri hreinlega ónýtt og enginn réði lengur við það. „Ég held að allir séu orðnir sammála því að það verður ekki umflúið að taka á skepnunni og reyna að koma böndum á hana.“ Borgaraflokkurinn heldur al- mennan flokksfund í kvöld þar sem þessi mál verða rædd og sagði Júlíus að ákvörðun um stjórnarþátttöku yrði tekin á fullkomlega lýðræðisleg- an hátt eins og flokksreglur mæltu fyrir um. Aðspurður um samstöðuna í Borgaraflokknum þessa dagana sagði Júlíus hana betri en fréttamenn vildu vera láta og sagði hann að fregnir um að flokkurinn væri að sundrast tengdust óskhyggju margra fjölmiðlamanna. Af slíkum toga væru nýlega fregnir Morgunblaðsins af því að Öli Þ. Guðbjartsson væri á leiðinni í Alþýðuflokkinn. Þessi frétt hefði orðið til vegna þeirrar vonar sem andstæðingar flokksins ælu í brjósti að Borgara- flokkurinn splundraðist. Ljóst væri að sjálfstæðismenn vilja sjá flokkinn hverfa og kynda undir sögusagnir af -1 Júlíus Sólnes þessu tagi og hinir flokkarnir væru litlu skárri. - En hafa þeir feðgar; Ingi Björn og Albert Guðmundsson ekki gefið fullt tilefni til ágiskana um klofning innan flokksins með yfirlýsingum sínum um að þeir séu sjálfstæðis- menn? „Albert hefur aldrei farið neitt í launkofa með það að hann sé sjálf- stæðismaður að hugsjón og það svo að stundum hefur okkur hinum þótt nóg um. Ingi Björn hefur hins vegar ákveðna stefnu sem hann hefur fylgt mjög eindregið og sagt sem svo að flokkurinn væri á annarri braut en hans stefna væri. Það er svo í öllum flokkum að skoðanir manna falla ekki nákvæmlega saman. Ingi Björn hefur mjög heilbrigðar og frjálslyndar skoðanir sem falla í góðan jarðveg hjá þorra flokks- manna. Hann hefur bara þann varn- agla að ef flokkurinn fer út á allt aðra braut þá segir hann bara fyrir- fram að hann sé ekkert hrifinn af því,“ sagði Júlíus Sólnes að lokum. -sá Áburðarverksmiðjan rafmagnslaus í tæpan sólarhring: Rafmagnslínan skotin í sundur Skemmdir voru unnar á rafmagns- línunni sem flytur rafmagn til Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og leiddu þær til þess að verksmiðjan varð rafmagnslaus í tæpan sólar- Einn á slysadeild Harður árekstur varð milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar á horni Skeljabrekku og Auð- brekku í Kópavogi skömmu eftir klukkan 11 í gærmorgun. Bíl- stjóri fólksbílsins slasaðist og var hann fluttur á slysadeild. Fólks- bíllinn var fluttur á brott með krana, en hann er að öllum líkindum ónýtur. -ABÓ hring. Ljóst er að skotið var á einangrara og hafa fundist 7 riffil- skothylki skammt frá þeim stað sem línan fór í sundur. Rafmagnið fór af verksmiðjunni klukkan 2.30 aðfaranótt laugardags, en línan sem um ræðir er frá spenni- stöðinni við Korpu. Skotið hafði verið á einangrara sem línan hangir í á staur sem er í um 800 metra fjarlægð frá verksmiðjunni og við það að línan gaf sig brann staurinn. Um línuna er flutt 17 megavatta orka með 35 þúsund volta spennu. Viðgerð við línuna hófst þegar á laugardagsmorgun og var henni lok- ið á þá um kvöldið. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að rannsókn málsins. -ABÓ ÞAD ER ALVEG UÓST HVERT KJÖRBÓKARÞREPIN LEIÐA SPARIFJÁREIGENDUR: ViGNA ÞEIRRA FENGU KJÖRBÓKAREIGENDUR GREIDDAR TÆPAR 200 MILUÓNIR É í AFTURVIRKUM VÖXTUM ÁRID 1988. Já, þeir vita hvad þeir eru að gera sem eiga peningana sína inni á Kjörbók. Þegar innstæða hefur legið óhreyfð í 16 mánuði bætast 1,4% vextir við fyrri ávöxtun og þeir eru greiddir 16 mánuði aftur í tímann. Sagan endurtekur sig svo við 24 mánaða markið en þá reiknast 0,6% vextir til viðbótar 2 ár aftur í tímann. Samt sem áður er innstæðan ávallt óbundin og úttekt hefur engin áhrif á ávöxtun þeirrar innstæðu sem eftir stendur. Raunávöxtun Kjörbókar árið 1988 var 8,57%. Þeir sem átt höfðu innstæðu óhreyfða í 16 mánuði fengu 9,92% raunávöxtun á árinu og 24 mánaða óhreyfð innstæða gaf 10,49% raunávöxtun á sama tíma. Leggðu strax grunninn að gæfuríku ári og fáðu þér Kjörbók. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.