Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 10. janúar 1989 1793 var liann gerður höfOinu styttri en á árinu 1988 var hann úrskuröaöur sýkn safca. Hér er veriö aö tala iini örlög vcsalings l.úövíks 16. Frakkakonungs. 200 ára byltingarafmæli: Lúðvík 16. sýknaður í sjónvarpsréttarhöldum Á árinu 1989 minnast Frakkar þess að 200 ár eru liðin frá frönsku byltingunni. Hátíðarhöld verða með ýmsum hætti og eru reyndar þegar hafin. í desember sl. sýndi franska sjónvarpsstöðin TFl sjónvarpsþátt þar sem sett voru á svið réttarhöld yfir Lúðvík konungi 16. og var sjónvarpsáhorfendum gefinn kostur á að úrskurða um sekt hans. Þátturinn vakti feikna athygli, en mörgum hrýs hugur við ef fleiri atriði hátíðarhaidanna verða í sama dúr. Þar þótti sem sagt frjálslega farið með sögulegar staðreynd- ir og þátturinn undarlega settur fram. En sjónvarpsáhorf- endur tóku himinlifandi þátt í leiknum og var ekki á annað sjónvarpsefni meira horft í Frakklandi það kvöldið. Örlög kóngs og drottningar Sýknun, útlegðeða dauðadómur yfir konungi. Það þurl'ti ekki annað en að liringja í ákveðin símanúm- er, sitt fyrir hvert dómsorð, til að láta álit i' Ijós og 120.000 Frakkar létu ekki á sér standa svona rétl áður en þeir lcggjast í hátíðarhöld til að minnast 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar. Úr- skurðurinn varð á þá leið að 55% þeirra sem svöruðu dæmdu Lúðvík 16. sýknan saka en 17,5% vildu senda hann í útlcgð. Enn voru þó 27,5% sömu misk- unnarlausu skoðunar og forfeður þeirra létu yfir Búrbónakóng sinn ganga 21. janúar 1793, en þá var hann gerður höfðinu styttri á þeim stað í París sem nú nefnist Placc dc la Concorde með fallöxinni mikil- virku, tiðeins 39 ára að aldri. Níu mánuðum síðar hlaut söntu örlög drottning hans, hin austurríska Marie-Antoinette. 19% þjóðarinnar fylgdust með Ekki voru allir jafnánægðir með að gera mesta og umdeildasta kon- ungsdrama franskrar sögu að sjón- varpsskemmtiþætti þar sem dóms- fellingin fór fram um síma og mcð aðstoð tölvu rétt eins og hver annar spurningaleikur. Þessi sjónvarpsdagskrá gaf til kynna hvaða myndir hátíðarhöldin í tilefni 200 ára afmælis byltingar- innar í Frakklandi geta tekið á sig en þegar er búið að tilkynna 8000 atburði í þeim hátíðarhöldum. En þetta er líklega það sem franska þjóðin vill. Stærsta sjón- varpsstöð landsins, TFI, náði til 19% þjóðarinnar með fyrrnefnda sjónvarpsdagskrá og þar með llestra sjónvarpsáhorfenda það kvöldið, þrátt fyrir að boðið væri upp á kvikmynd með Charles Bronson hjá einum keppinautnum! Illvirkin gleymd eftir tæp 200 ár Varla er að undra að meirihluti þjóðarinnar sýknaði kónginn látinn, sem fyrir 196 árum var ákærður fyrir „samsæri gegn opinberu frclsi og almennu öryggi ríkisins", jafnvel þó að nýjustu skoðanakannanir hafi leitt í Ijós að allt að 80% þjóðarinnar eru nú fylgjandi því að taka aftur upp dauðarefsingar. En það má ekki gleyma því að munaðaróstjórn kon- ungs og fyrirrennara hans átti sök á hungurdauða tugþúsunda þegna þeirra. Og sagnfræðingar hafa kveð- ið upp þann dóm yfir einvaldinum Loðvík 16. að hann hafi bæði veriö veiklundaöur og heimtufrckur. Það er augljóst að eftir því sem lengra er Irá liðið verður litið hlut- lausari augum á illvirki. Því til ábendingar ber Pierre Miquel fram spurninguna: „Myndu Englcndingar nú ákveða að senda Jóhönnu af Örk á bálköstinn? Árciðanlega ekki." 21. janúar 1793 var Lúðvík 16. hálshöggvinn á Concorde-torgi í París. urðu þessar tvær lagastjörnur að mæla eins og andinn innblés þeim. Þar mættust stálin stinn og vægði hvorugur, enda hafa þeir áður ást við í réttarsalnum. í réttarhöldun- um gcgn fyrrum gestapóforingja í Lyon, Klaus Barbie lenti þeim saman þegar Vergés var verjandi Barbies en Collard lögfræðingur fórnarlamba sakborningsins. í þeim réttarhöldum beið Vergés lægri hlut, Barbie var dæmdur í ævilangt fangelsi. En í margum- töluðum sjónvarpsréttarhöldum fór hann með sigur af hólmi. Það var reyndar við hæfi að Vergés tæki þátt í þessum forkostulega leik, hann á sjálfurdularfulla fortíð og hefur m.a. tekið að sér að verja palestínska hryðjuverkamenn. Enda gengur hann undir heitinu „Mefistófeles réttlætis Parísar- borgar". Rökstuðningur Collards var á þá Franskir konungs* sinnar fagna - en rangt farið með staðreyndir Daginn eftir að franska þjóðin hafði kveðið upp sýknudóminn hljómuðu fagnaðarlæti úr herbúðum franskra konungssinna. Talsmaður þeirra sagði að loks hefði þjóðin viðurkennt „að hún hefði samvisku- bit gagnvart einveldinu". Ætlunin er að sjónvarpsréttar- höldunum yfir Lúðvík 16. fylgi önn- ur yfir Robespierre og Danton, sem hlutu sömu örlög og kóngurinn rúmu ári síðar. Það líst sagnfræðingum ekki á. Þeir hafa litla trú á að þar verði farið sannferðugar með staðr- eyndir en í réttarhöldunum yfir kónginum. Lúðvík 16. var nefnilega ekki dæmdur til dauða fyrir rétti né samkvæmt úrskurði þjóðarinnar, heldur voru það fulltrúar á þinginu sem tóku þá ákvörðun með nafna- kalli. 387 þeirra heimtuðu höfuðið af kóngi en 334 vildu útlegð eða fangelsi. Dómsins beðið við nútímaafþreyingu Það leið allt að ein og hálf klukku- stund þar til tölvutalningu lauk og dómsforseti felldi úrskurð sinn. „Capet, rísið á fætur,“ sagði hann og tilkynnti síðan sýknudóminn. Á meðan franskir sjónvarpsáhorfend- ur biðu spenntir úrslitanna stytti sjónvarpsstöðin þeim stundirnar með nútímalegum hætti, víðs fjarri byltingareldmóðnum 1789. Sýndur var þátturinn „Súper sexý“ þar sem fjallað var um þá brennandi spurn- ingu: „Eiga Frakkar kynmök nógu oft?“ „Barátta þess fáránlega gegn því hlægilega“ Sjónvarpsdómstólnum stjórnaði einhver frægasti sjónvarpsmaður Frakka, Yves Mourousi. í leiknum tóku þátt bæði lærðir og leikir leikar- ar, aðalatriðið var að þcir bæru fræg nöfn, cn að mati franska blaðsins Le Monde var sjónarspilið „barátta þess fáránlega gegn því hlægilcga". Atvinnuleikarar léku konunginn og byltingarforingjann Robespierre. En franskir sjónvarpsáhorfendur fengu líka að sjá Léon Zitrone, fastagest sjónvarpsins sem alltaf er leitað til í sambandi við skautadans, reiðar og konungleg brúðkaup, í hlutverki dómsforseta. Þessi sérfræðingur í konungafólki var ekki einu sinni reiöubúinn að þúa kónginn sem var ákærður undir alþýðlega óvirðingarnafninu Louis Capet, eins og hinir byltingarforin- gjarnir. Dómsforseti þéraði kónginn! Fllutverk Dantons var í höndum vinsæls sjónvarpsskemmtikrafts og eftirhermu, Patricks Sébastien og í hlutverki ákærandans Fouquier-Tin- ville var rithöfundurinn Edern Hal- lier, sem litið er á sem sérvitring og kemur grínaktuglega fyrir án þess að ætla sér það. Þar sem hann gerði sér sérstaklega far um að fylgja tíðar- andanum lýsli hann Capetunum sem „alþjóðlegum konungum". Áhor- fendur á sjónvarpsöld skellihlógu. Frægustu lögmenn Parísar eigast við Aðalstjörnur réttarhaldanna voru hins vcgar tvcir menn, sem aldrei hafa tilheyrt byltingarsög- unni og varð að færa íklædda götubúningum t'rá 1793 inn í dóm- stól nútímans. Þetta voru frægustu lögmenn Parísar, Jacques Vergés og Gilbert Collard, sá fyrrnefndi sem verjandi konungs en sá síðari sem aðstoðarákærandi. Öfugt við hina leikendurna sem höfðu lært hlutverkin sín utan að Lúðvík 16. var dreginn fyrir rétt í sjónvarpssal. Þar var ekkert til spar- að í glæsilegum búningum og fræg- um persónum. En sumir vilja ekki sjá meira af slíkum sirkus. leið að Lúðvík 16. hefði „svikið föðurland sitt“ í þeim tilgangi að bjarga einveldinu frá falli,-Vergés kallaði ákæruna „ónákvæma og íburðarmikla". Auk þess hefði konungurinn - réttilega til þeirrar tignar borinn - ekki fengið að mæta dómurum heldur „kviðdómi ákærenda“. Vergés, einn frægasti lögfræðingur Frakka var verjandi konungs og fékk sjónvarpsáhorfendur á sitt band. Sjónvarpsfastagesturinn Zitrone, sem er sérfræðingur í kóngafólki, fékk sig ekki til að þúa kónginn fyrir réttinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.