Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. janúar 1989 Tíminn 13 UTLOND lllliii Japan: Hirohito horfinn á vit fyrri keisara Hirohito hinn aldni keisari í Japan lést á laugardaginn eftir stranga sjúkralegu undanfarna mánuöi. Ak- ihito sonur hans tók við keisaraem- bættinu á sunnudag. Hirohito sem var orðinn 87 ára að aldri mundi tímana tvenna, en hann ríkti sem keisari í 64 ár. Fyrstu tvo áratugina var hann talinn guðleg vera og var dýrkaður takmarkalaust af japönsku þjóðinni. í síðari hcims- styrjöldinni börðust japönsku her- irnir í nafni keisarans og vildu því margir saka Hirohito um þær hörm- ungar sem Japanar stóðu fyrir í stríðinu. Hirohito var þó ekki dreginn i'yrir rétt sem stríðsglæpamaður eftir styrjöldina heldur fékk að halda titli sínum. Hann varð þó að stíga ofan af fyrri stalli og láta af guðdóminum. Eftir það hefur Hirohito lagt sig eftir að vera talsmaður friðar enda mun hann héðan í frá vera kallaður „Tenno Showa" sem útleggst „keis- ari hins upplýsta friðar“. Þegar Akihito, sem gegnt hefur störfum keisarans undanfarna fjóra mánuði, tók opinberlega við em- bætti keisarans á sunnudaginn lagði hann sérstaka áherslu á þennan friðarvilja föður síns og sagðist sjálf- ur ætla að beita sér fyrir friði: - Þegar litið er til baka sést að á 64 ára valdatíma keisarans óskaði Kjarnorku- veri lokað Sovésk stjórnvöld hyggjast loka kjarnorkuveri sem til allrar hamingju stóðst jarðskjálftana miklu í Armeníu á dögunum. Suren Arutyunyan leiðtogi kommúnistaflokksins í Armeníu skýrði frá því á fundi flokksins í Jerevan um helgin að kjarnorku- verinu í Medzamor verði endan- lega lokað 18. mars. Medzamor er í aðeins 25 km fjarlægð frá Jerevan höfuðborg Armeníu. Mikil mótmæli hafa verið vegna kjarnorkuversins allt frá því í marmánuði 1986 er opinbert varð að 150 alvarleg óhöpp höfðu orðið þar frá því kjarnorkuverið var byggt á sjö- unda áratugnum. Vegna kröftugra mótmæla al- mennings er nú á stefnuskrá sov- éskra yfirvalda að loka fimm öðrum kjarnorkuverum sem ekki eru talin nægilega örugg. hann þegnum sínum einungis friðar og hamingju. Ekki eru allir sammála um friðar- hug Hirohitos. Bob Tizard varnar- málaráðherra Nýja Sjálands sagðist myndi beita sér gegn því að senda fulltrúa til útfarar keisarans sem fram á að fara 24. febrúar: - Við hefðum átt að senda ein- hvern fyrir 40 árum til að vera viðstaddan aftöku keisarans. í sama streng tóku japönsku hryðjuverkasamtökin „Rauða her- deildin" í yfirlýsingu sinni sem send var til fréttastofu í Beirút: - Ábyrgð japanskra heimsvalda- sinna á stríðsglæpum erekki afsökuð með dauða keisarans Hirohitos, stríðsglæpamannsins sem bar ábyrgð á fjöldamorðum 48 milljóna Japana og annarra Asíubúa. „Rauða herdeildin" sagðist rnundu berjast gegn hinum nýja keisara af öllum mætti sínum. En það voru ekki einungis öfga- fullir hryðjuverkamenn sem tóku hinum nýja keisara illa. Leiðtoga kommúnistaflokksins og leiðtogar kirkjunnar í Japan voru óhressir með viðbúnaðinn þegar Akihito tók við keisaraembættinu í samræmi við aldnar hefðir. Telja þeir að hinn hýi keisari sé að brjóta stjórnarskrána sem gekk í gildi eftir heimsstyrjöld- ina síðari, en þar er kveðið á um að keisarinn taki ekki þétt í stjórnmál- um: - Ríkisstjórnin er þegar farin að umgangast hinn nýja keisara eins og Hryðjuverkamenn myrtu tuttugu og sex manns er þeir köstuðu hand- sprengjum inn í áhorfendaskara á körfuknattleiksleik á Filippseyjum á sunnudaginn. Flestir hinna látnu voru aðeins á barnsaldri. Áttatíu manns særðust. Mennirnir köstuðu tveimur sprengjum í þann mund er bæjar- Hirohito hinn aldni kcisari Japans lést á laugardaginn 87 ára að aldri. Sonur hans Akihito tók við keisara- embættinu á sunnudag. algeran einvald, sagði Zenmci Mats- oumoto þingmaður kommúnista cft- ir embættistökuna. Talið var að japanska yenið myndi falla á gjaldeyrismörkuðum í kjölfar dauða Hirohitos. Það varð ekki heldur styrktist yenið til mikilla muna sérfræðingum til mikillar undrunar. stjórinn í Ezperanza afhenti sigurliði í körfuknattleiksmóti sigurlaun sín. Bæjarstjórinn og nokkrir leikmenn í sigurliðinu eru meðal hinna særðu. Tilræðismennirnir komust undan, en einn maður sem grunaður cr um aðild að glæpnum er nú í yfirheyrsl- um. Ekki er vitað um ástæðu þessa hryðjuverks. Filíppseyjar: Fjöldamorð á kappleik Lech Walesa: ÓTTAST KLOFNING INNAN SAMSTÖÐU Lech Walesa leiðtogi hinna óháðu verkalýðssamtaka Samtöðu óttast nú að samtökin klofni vegna óbil- gjarnrar afstöðu harðlínumanna inn- an samtakanna. - Við verðum að vinna í samein- ingu að sigri, annar munu stjórnvöld kljúfa okkur, sagði Walesa á fjöl- mennum fundi stuðmngsmanna Samstöðu utan við St. Brygida kirkjuna í Gdansk. Með ræðu sinni var Walesa að svara fyrir harkalegrar árásar rót- tækasta arms Samstöðu sem sakað hefur Walesa um linkind gagnvart pólskum stjórnvöldum og krefst nýrrar forystu. Það er fyrrum nánasti samstarfs- maður Walesa, Andrzej Gwiazda, sem leiðir hinn róttæka arm Sam- stöðu. í yfirlýsingu sinni saka þeir núverandi forystu um of mikla mið- stýringu: - Reynt hefur verið að koma á miðstýringu í anda kommúnismans hjá Samstöðu með því að bregðast við ágreiningi með því að halda uppi rógburði og hreinsunum. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK SlMÍ (91)681411 Tölvari Laust er til umsóknar starf tölvara í skýrsluvéla- deild. Starfiö felst fyrst og fremst í því aö keyra tölvusamstæðuna okkar sem er af gerðinni IBM 4361 og IBM ES 9370. 3 daga vikunnar er unnið að hluta utan reglubundins dagvinnutíma. Allar nánari upplýsingar veittar hjá starfsmanna- haldi, Ármúla 3, sími 681411. Samvinnutryggingar g.t. Rangæingar Jón Guöni Unnur Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: , Samkomuhúsinu, Þykkvabæ, miðvikudaginn 11. jan. kl. 21.00. Allir eru böðnir velkomnir Fulltrúaráð framsóknar- félaganna á Akureyri Fundur verður haldinn að Hafnarstræti 90 miðvikudaginn 11. janúar n.k. kl. 20.30. Þingmenn kjördæmisins Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir mæta á fundinn. Stjórnin. Guðmundur Páll Stefán Siglfirðingar - Siglfirðingar Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála Guðmundur Bjarnason og alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson halda almennan stjórnmálafund um heilbrigðismál að Hótel Höfn, þriðjudag- inn 10. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir Skagstrendingar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Hótel Dagsbrún fimmtudaginn 12. jan. kl. 15-18. Hofsós - nágrenni Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í félagsheimilinu Höfðaborg miðvikudaginn 11. jan. kl. 15-18. Austur-Húnvetningar Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður halda almennan stjórnmálafund að Hótel Blönduósi fimmtudaginn 12. jan. kl. 20.30. Skagfirðingar, Sauðárkróksbúar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaðurhaldaalmennan stjórnmálafund í Framsóknar- húsinu, Sauðárkróki, miðvikudaginn 11. jan. kl. 20.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.