Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. janúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Rósmundur G. Ingvarsson: Er ekki mælirinn fullur? Ríkisfjölmiðlunum okkar ber skylda til að gæta hlutleysis eins og allir vita, en starfsmenn Sjónvarps virðast alveg gleyma því þegar eitthvað er minnst á bændur eða sauðfé. Hefur Sjónvarpið þá verið mjög áberandi hlutdrægt undanfar- in misseri með sífelldum myndum af rcfabörðum við öll möguleg tækifæri. Það er greinilega kapp- kostað að telja öllu fólki trú um að það sé eingöngu sauðkindin og svo bændur, sem eigi sök á öllum uppblæstri og gróðureyðingu hér á landi, en það er fjarri hinu sanna. Maður vikunnar Unt þverbak keyrði með efn- isvali og rofabarðasýningum í þættinum „Maður vikunnar“ 3. des. sl. Starfsmaður Sjónvarpsins, sem landsbyggðarbúar þekkja af miður góðum hug í þeirra garð, virtist þar vera að gefa Jóni Sig- urðssyni, alþýðuflokksmanni og ráðherra með meiru, sérstakt tæki- færi til að auglýsa og „rökstyðja“ sínar hugmyndir um sambúð bænda og sauðkinda við landið, - án þess að neinn væri til andsvara. Þetta var stuttu eftir að sami Jón og hugmyndir hans um róttækar og öfgafullar aðgerðir í gróðurvernd- armálum m.a. um sölubann á kindakjöti frá stórum svæðunt á landinu. voru þar til umræðu fyrst á kratafundi og síðan á Alþingi og rækilega skýrt frá þeim í fréttum og kastljósum ásamt með hinum hefðbundnu rofabarða- og sauð- kindamyndum og öskuhaugaurðun á eldgömlu úrgangskjöti. (Auðvit- að heldur fólk að það hafi verið l. flokks dilkakjöt). Flestum rnun hafa fundist Jón hafa fengið nægi- legt pláss með þetta efni í ríkis- fjölmiðlunum, þó að þátturinn Maður vikunnar bættist ekki við. Venjulega eru slíkir þættir um viðkomandi mann, líf hans og störf. en þarna var nánast einvörð- ungu fjallað um þetta eina áhuga- ntál. Hér var greinilega ekki vcrið að kynna manninn, heldur var verið að koma enn einu höggi á bændur. Umræða á villigötum Ég álít að Sjónvarpið eigi stóran þátt í því að landverndunarumræð- an er komin út í öfgar, sem hefur verið mjög áberandi síðustu vik- Að sjálfsögðu má títt- nefndur Jón hafasínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Við því er ekkert að segja. En þáttur Sjónvarpsins í áróðrinum gegn sauðfénu er löngu orð- inn óþolandi. Byggðin stendur og fellur með sauðfénu mjög víða. Er ekki fólksflóttinn úr sveitunum nógur? urnar. Þeir gróðurverndaraðilar sem halda sönsum í umræðunni eru að verða undir, en öfgarnar vaða uppi. Allt miðar að því að drepa niður sem flest af sauðfénu og setja sveitirnar í eyði. Að sjálfsögðu má títtnefndur Jón hafa sínar skoðanir og konta þeim á framfæri. Við því er ckkert að segja. En þáttur Sjónvarpsins í áróðrinum gegn sauðfcnu er löngu orðinn óþolandi. Byggöin sterulur og fellur með sauðfénu ntjög víða. Er ekki fólksflóttinn úr sveitunum nógur? Sú skoðun, scnt mjög er haldið að fólki um þéssar ntundir, að sauðkindin ein eigi sök á gróður- eyðingunni sem orðin er á íslandi frá landnámi er röng og fáránleg. . Gróðurlendiseyðingin á sér margar orsakir og trúlega vega þyngst hitastig og veðrátta, auk eldgos- anna og afleiðinga þeirra. Áhrifaríkasti fjölmiðillinn misnotaður Að lokum vil ég minna á, að menn mega vara sig á því, að rífa niður undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar eins og nú er verið að gera við sauðfjárbúskapinn. Þegar undirstaðan cr tekin þá hrynur öll byggingin. Jafnvel þó undirstaðan sé aðeins veikt þá getur borgin hrunið. Bændur hljóta að vera orðnir langþreyttir á öfgakenndum rofabarðasýningum og tilheyrandi umræðu ogþótt þeir séu þrautseig- ir á raunastund þá má öllu ofbjóða, einkanlega þegar lang áhrifaríkasti fjölmiðillinn er í síbylju gróflega misnotaður eins og Sjónvarpiö í niðurskurðaráróðrinum gcgn sauð- kindum og bændum. Er mælirinn ekki fullur? Desembcr 1988 R.I. Sinfóníutónleikarnir Fyrstu sinfóníutónleikar ársins voru haldnir í Háskólabíói 5. janúar. Páll P. Pálsson stjórnaði, einleikari á píanó var Guðmundur Magnús- son. Á efnisskrá voru þrjú verk, hvert eftir tónjöfur sinnar aldar: forleikur að Töfraflautunni eftir Mozart, snilling 18. aldar, píanó- konsert nr. 1 eftir Beethoven, jöfur 19. aldar og Sinfónía í C eftir Stravinskíj, eitt höfuðskáld hinnar 20. Töfraflautan er meðal yndisleg- ustu tónverka í heimi, og sýning hennar í íslensku óperunni um árið mjög eftirminnileg. Fyrir mynd- bandalið er hin fræga og ágæta uppfærsla Ingmars Bergmans til í betri leigum, afar falleg og skemmti- leg og með prýðilegum söngvurum. Og nú fengum við sem sagt forleik- inn í Háskólabíói. Flutningurinn var eilítið hátíðlegur, kannski í og með vegna þess að strengjaliö hljómsveit- arinnar var fjölmennara en venja er með þetta verk. þannig að óvenju lítið bar á hinum litríku tréblásturs- hljóðfærum, ekki síst flautunni, sent ásamt með ástinni er aðalatriði í þessari óperu. En þrátt fyrir þetta var Töfraflautan nú með betri „Moz- örtum" sem Sinfónían hefurgert um hríð, svo ég muni. Guömundur Magnússon (f. 1957) er m.a. ólíkur öðrum píanóleikur- um, sem með hljómsveitinni hafa spilað, að hann virðist vera næstum því ævilaus - venjulega segir tón- leikaskráin frá því að píanóleikarinn sé heimsfrægur snillingur, hafi bvrj- að að læra á píanó áður en hann sleit barnsskónum, haldið sinn fyrsta op- inbera konsert 9 ára að aldri, lært hjá heimsfrægum kennurum o.s.frv. og síðan kemur ntílulangur listi yfir sigra á píanókeppnum. En unt Guðmund segir skráin ckki annað en að hann hafi lært í Tónlistar- skólanum í Reykjavík og síðan í Köln, og sé núna kennari í Garðabæ og Keflavík. Að auki kom svo í Ijós að hann spilaði í aðalatriðum dável og líklega mjög í stíl við það sem á að spila konsertinn. Þessi konscrt, sem lærðir menn segja raunar að sé 2. konsert meistarans þótt hann hafi verið gefinn út á undan hinum fyrsta, er mjög undir áhrifum Moz- arts og píanistanum er ekki ætlað að geisla neitt sérstaklega - píanóið er Sigríður Jónsdóttir Alltaf er nýtt og efnilegt tónlistar- fólk að koma fram á sjónarsviðið, enda ekki meiri gróska í nokkurri listgrein hér á landi en í tónlistinni. Uppskeran er sem sagt eins og til var sáð: íslendingar hafa staðið vel að tónlistarmálum síðustu áratugina, tónlistarskólar út um allt fullir af áhugasamri æsku. og æðri tónlistar- stofnanir hér í bænum með Sinfóníu- hljómsveitina í broddi fylkingar. Enda er hér um alvöru listgrein að ræða, þar sem ekkert er um að tala að fara létt með hlutina: enginn getur orðið frambærilegur tónlistar- maður nema með mikilli vinnu, ólíkt því sem ntann grunar um sumar aðrar listgreinar. Ung söngkona, Sigríður Jónsdótt- ir. mezzósópran, hélt sína fyrstu tónleika hér á landi í Norræna húsinu 4. janúar, við undirleik Jón- asar Ingimundarsonar. Sigríður lærði hjá Ólöfu Harðardóttur í Söng- skólanum og síðan í Bandaríkjun- um, þaðan sem hún er að ljúka Bachelorsprófi um þessar mundir. Efnisskráin var fjölbreytt og spannaði þrjár aldir, frá Bononcini (f. 1672) og Pergolesi (f. 1710) til Benjamíns Brittens (1913-1976). Þar á milli var Frauenliebe und -leben, söngljóðaflokkur Schumanns, og var hann sístur hjá Sigrfði, enda þarf líklega eldri og þroskameiri söng- konu til að gera því verki bestu skil. Fjóra söngva Gabríels Fauré flutti Sigríður Jónsdóttir hún prýilega - framburður hennar á mörgum tungumálum heyrðist mér, eftir lítilli kunnáttu að vísu, vera mjög góður, sem er til marks um atvinnumannsleg vinnubrögð. Einn- ig söng hún fjögur íslensk lög, tvö eftir Kaldalóns og tvö eftir Pál ísólfsson. Og endaði með Danny Boy sem ég helt alltaf að væri eftir Forster, en er líklega írskt eða skoskt þjóðlag. Sigríður er sýnilega mikið efni í söngkonu, en ekki fullunnið úr því efni ennþá. Prýðileg rödd og mjög sterk á efri nótunum en veikari á Jónas Ingimundarson hinum neðri, örugg og skemmtileg framkoma, góður textaframburður. Öndun hennar er talsvert ábótavant, sem m.a. kom fram í ofurlítið óöruggum tóni á köflum; væri hún blásari mundi ég ráðleggja langa tóna. Ekki þarf að segja margt um leik Jónasar Ingimundarsonar, svo marg- reyndur undirleikari er hann. Þessir fyrstu tónleikar Sigríðar Jónsdóttur, sem fylltu Norræna húsið áheyrend- um, gefa vísbendingu um að hún sé meðal okkar efnilegustu ungu söng- kvenna. Sig.St. Guðmundur Magnússon. frekar hluti af hljómsYeitinni. Guð- mundur var sýnilega taugaóstyrkur framan af, en það bráði fljótlega af honunt og allt fór vel. Helst virtist vcra vottur af óvissu hjá hljómsveit- arstjóra hvcnær kadcnsunum tveim- ur væri lokið. Síðust á cfnisskrá var svo Sinfónía í C eftir Stravinskíj (1882-1971), sem skráin segir bera yfirskriftina „Guði til dýrðar". Hún var frumflutt í Chicago árið 1940, á 50 ára afmæli sinfóníuhljómsveitarinnar þar. Páll stjórnaði röggsamlega og mcð stíl scm tónskáldinu hcfði væntanlcga líkað vel, því Stravinskíj var á móti öllum kúnstum: cf allir hljóðfæra- leikarar spila cftir nótunum og fylgjti fyrirmælum um styrkleika og „fras- eringar" út í æsar, þá hljómar verkið eins og þaö átti að hljóma, óháð því hvcrnig stjórnandinn ólmast á pallin- um. Þessi sinfónía Stravinskíjs er samt ekki meðal httns skcmmtileg- ustu verka, þykir mér, enda tók það áhcyrendur dálítinn tíma að hita sig upp í fullan krafl í klappinu. Sig.St. Síðbúið skrif um ágæta söngleika Viðamikilli hádegistónleikaröð Háskólans í Norræna húsinu lauk 1988 með söngleikunt Ernu Guð- mundsdóttur sópransöngkonu og Hólmfríðar Sigurðardóttur píanó- leikara hinn 21. desember. Erna lærði hjá Rut Magnúsdóttur og Elísabetu Erlingsdóttur í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og lauk síðan Mastersprófi í Bandaríkjun- um vorið 1988. Hólmfríður lærði hjá Ragnari H. Ragnar á ísafirði og síðan í Múnchen; síðan 1980 hefur hún starfað við Söngskólann í Reykjavík. Efnisskráin var þrískipt: fyrst þrír söngvar eftir enska tónskáldið Henry Purcell (1659-1695), þá þrjú söngljóð eftir Hugo Wolf (1860- 1903) og loks fimm argentínsk alþýðulög eftir Alberto Ginastera (f. 1916), eitt helsta tónskáld Suð- ur-Ameríku. Þetta voru sérlega skemmtilegir tónleikar. Það sem fyrst vakti at- hygli var hinn furðulega fíni fram- burður söngkonunnar á öllunt þremur tungumálum - mcira að segja virtist enskan í Purccll vera einhvers konar síð-miðaldaenska, eins og við á um 17. aldar mann. Og S-in í þýskunni voru blásin eins og hár á hefðarfrú. í annan stað flutti hún söngvana mjög vel, með tilliti til efnis og anda þeirra, eins og vænta mætti af reyndari söng- konu. Því söngvaflokkarnir þrír eru sannarlega mjög ólíkir. Og í þriðja stað hefur hún skemmtilega rödd, mjög háan sópran. Þær Hólmfríður höfðu sýnilega æft efnisskrána vel. Píanóhlutverk- ið er engu síður ólíkt hjá hinum þremur tónskáldum en söngvarnir sjálfir, nútímalegt hjá Ginastera en allþvælið hjá Wolf-og niðurlag- ið í „Ich hab’in Penna“ eftir Wolf víst með því versta sem undir- leikarar lenda í; Hólmfríður komst frá öllu þessu með sóma. Sig. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.