Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn OQOr ■ c nnn! Ph irvj*v r/^.r.n Þriðjudagur 10. janúar 1989 lillllllllllllllllilillll DAGBÓK ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Upp úr 10. janúar hefjast ný ættfræði- námskeið á vegum Ættfræðiþjónustunnar í Reykjavík. Námskeiðið stendur í sjö vikur (eitt kvöld eða síðdegi í viku) og er ætlað byrjendum. Síðar í mánuðinum hefst fimm vikna framhaldsnámskeið í Reykjavík, og einnig er ráðgert að halda helgarnámskeið á nokkrum stöðum á Suður- og Vesturlandi á næstu mánuðum. Skráning er hafin í þessi námskeið hjá Ættfræðiþjónustunni í síma 27101. Að hluta til fer kennslan fram í fyrir- lestrum, en megináherslan er á rannsókn frumheimilda um ættir þátttakenda sjálfra. Þátttakendur fá aðgang og afnot af fjölda heimilda, m.a. öllum manntölum frá 1703 til 1930, kirkjubókum, íbúa- skrám og ættfræðiritum. Auk námskeiðahalds tekur Ættfræði- þjónustan að sér að rekja ættir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og niðjamót. Forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar er Jón Valur Jensson. Stúdentar Flensborgarskólans útskrifaðir21.des. ’88 Flensborgarskólinn brautskráði 29 stúdenta og 1 nemanda með verslunar- próf miðvikudaginn 21. des. sl., en þá fóru slit haustannar fram í skólanum við hátíðlega athöfn. Flestir stúdentanna brautskráðust af viðskiptabraut. Auk skólameistara, Kristjáns Bersa Hailgrímskirkja: Starf aldraðra Opið hús verður í safnaðarsal kirkjunn- ar á morgun, miðvikudaginn 11. janúar, og hefst kl. 14:30. Dagskrá: Sýndar verða myndir úr Nor- egsferð sem farin var á sl. sumri. Kaffi- veitingar. Leikfimi hefst í dag. Einnig hefst nú fól- og hársnyrting. Breytingar á ferðum SVR Mánudaginn 9. janúar urðu breytingar á akstri vagna á leiðum 02 GRANDI - VOGAR og 15C GRAFARVOGUR - BREIÐHOLT. Á leið 02 aka vagnar nú lengur á kvöldin en áður að Öldugranda og verður síðasta brottför þaðan 5 mínútur eftir miðnætti. Tímajöfnun á kvöldin og um helgar flyst frá Lækjartorgi að Hlemmi og auð- veldar það vagnaskipti fyrir farþega á leið til auturhverfa borgarinnar. Leið 15C mun eftirleiðis aka að Hraunsási í Árbæjarhverfi í stað að Bæjarbraut eins og verið hefur. Upplýsingar er hægt að fá í síma 82533 og 12700. Pennavinur í Þýskalandi - sem skrifar á íslensku Borist hefur bréf frá þýskum pilti, þar sem hann biður um að komast í samband við marga íslendinga, því hann safnar póstkortum og hefur áhuga á að fá kort frá sem flestum stöðum á landinu. Pilturinn skrifar á vel skiljanlegri ís- lensku og biður fyrir eftirfarandi bréf, - sem við birtum orðrétt, eins og það kemur frá honum -, en bréfið er þannig: „Kærir vinir á Islandi, Viljið þið gera mér stóra greiða? Ég er þýskur drengur, sem safna ákaflega póst- kort frá heilum heimi, sérstaklega frá norðlægum löndum. Á meðan hef ég ca. 5000 ýmis póstkort í safnið mitt, en því miður eru það til bara mjög fá frá lslandi. Þess vegna gleðjast ég mjög ef eins margir og unnt af ykkur senda mér póstkort frá heimilisstaðinum þinn. Kærar þakkir. Bestur kveðjur Martin Schiirholz, Lindenhardt 5, D-5960 Olpe, Vestur-Þýskaland“ Martin Schiirholz, sem langar til að fá póstkort frá íslandi. Ólafssonar, tók Steingrímur Þórðarson skólanefndarmaður til máls við athöfnina og færði Halldóri G. Ólafssyni kennara sérstakar þakkir fyrir störf hans í þágu skólans, en hann lætur af störfum nú um áramótin eftir 32 ára starf við skólann. Einnig flutti einn úr hópi hinna nýju stúdenta, Kristín Loftsdóttir, ávarp og kór Flensborgarskólans söng jólalög und- ir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Betra líf - „öndum léttar“ „Öndum léttar" er námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þetta námskeið á sér 30 ára sögu og hafa milljónir manna og kvenna notið þess til að sigrast á reykingavandanum. íslendingar skipta hundruðum sem hafa notið þess. „öndum léttar" er kvöldnámskeið, 8 kvöld alls, u.þ.b. 2 stundir í senn. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 11. janúar kl. 20:00 og verður til húsa í Háskóla tslands, Lögbergi, sfofu 101. Sérfræðingar leiðbeina og fræða. Fræðslukvikmyndir og/eða litskyggnur verða sýndar hvert kvöld. Stjórnandi og aðalleiðbeinandi verður Jón Hjörleifur Jónsson. Hann mun fara með þetta námskeið vítt um land í vetur. Þátttaka tilkynnist í síma 91-13899 á skrifstofutíma, en eftir kl. 18:00 í síma 91-36655. Útivist heldur myndakvöld í Fóstbræðraheimilinu Ferðafélagið Útivist fimmtudagskvöld- ið 12. janúarkl. 20:30 í Fóstbræðraheimil- inu Langholtsvegi 109. Meðal efnis á dagskrá er kynning á ferðaáætlun Útivist- ar1989. Þorrablótsferð í Skóga undir Eyjafjöll- um verður helgina 27.-29. jan. Gist í nýju félagsheimili. Fjölbreyttir möguleikar til skoðunar- og gönguferða. Þorrablót Úti- vistar. Símar 144606 og 23732. Myndakvöld Ferða- félags íslands Næsta myndakvöld F.í. verður mið- vikudaginn 11. jan. í Sóknarsalnum, Skipholti 50A og hefst kl. 20:30. Á dagskrá verður fjölbreytt myndefni: 1) Sagt verður frá gönguferð frá Sveinstindi í Fljótshverfi í máli og myndum. Ferðin var farin 29.júlí—4. ágúst. 2) Myndir frá byggingu göngubrúar yfir Fremri- Emstruá sl. haust, 3) Bragi Hannibalsson sýnir myndir úr vélsleðaferðum, m.a. á Langjökli og Kili. Veitingar í hléi. Allir velkomnir, félag- ar og aðrir. Aðgangur 150 kr. Ferðafélag íslands Orð ogtunga Tímarit Orðabókar Háskólans Út er komið á vegum Orðabókar Háskólans ritið Orð og tunga, 1. árg. Ritið hefur að geyma greinar um orðfræði og orðabókafræði, einkum að því er varðar margvíslega starfsemi Orðabókar- innar á þessum sviðum. Á undanförnum árum hefur verið fengist við margs konar úrvinnslu á því efni sem áratuga orðasöfn- un hefur skilað Orðabókinni. Tölvunotk- un hefur gegnt lykilhlutverki í því sam- bandi og skapað skilyrði til ýmissa verka sem áður voru erfið og tímafrek. Greint er frá nokkrum nýjum verkefn- um af þessu tagi í ritinu, auk þess sem fjallað er um rótgróna þætti í starfsemi Órðabókarinnar. Greinahöfundar að þessu sinni eru allir starfsmenn Orðabók- ar Háskólans. Ritstjóri er Jón Hilmar Jónsson. Á sl. ári voru liöin 100 ár frá fæðingu Alexanders Jóhannessonar prófessors, sem á sínum tíma beitti sér fyrir stofnun Orðabókar Háskólans og var fyrsti stjórn- arformaður stofnunarinnar. 1 tilefni þess ritar Jón Aðalsteinn Jónsson. forstöðu- maður Orðabókarinnar greinina Alex- ander Jóhannesson og Orðabók Háskól- ans. Aðrir sem skrifa að þessu sinni í tímaritið „Orð og Tunga“ eru: Guðrún Kvaran, Jón Hilmar Jónsson, Jörgen Pind, Friðrik Magnússon og Helga Jóns- dóttir. Mál og menning annast dreifingu ritsins. 80 ára afmxli Hafnarfjarðarhafnar: Afmælissýning í Hafnarborg Liðin eru 80 ár frá því að reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók gildi og af því tilefni hefur verið sett upp afmælissýning á vegum hafnarstjórnar í Lista- og menn- ingarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnar- firði. Fjöldi Ijósmynda, teikninga, yfírlits- korta, skýringarmynda og málverka lýsa þróun hafnarsvæðisins undanfarna ára- tugi. Þá eru á sýningunni ýmsir munir og minjar sem tengjast á einn eða annan hátt sögu Hafnarfjarðarhafnar og útgerðar- sögu bæjarins. Hluta sýningarsalarins í Hafnarborg hefur verið breytt í kvikmyndasal og þar er sýnd nýendurunnin heimildarmynd frá 1950, sem Ásgeir Long kvikmyndagerð- armaður tók um borð í nýsköpunartogar- anum Júlí, einu aflasælasta togskipi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Áfmælissýningin í Hafnarborg verður opin daglega - nema þriðjudaga - kl. 14:00-19:00. Sýningin stendur til 15. janúar. Nýr opnunartími að KJARVALSSTÖÐUM í lok nýliðins árs samþykkti Menning- armálanefnd Reykjavíkurborgar að breyta opnunartíma Kjarvalsstaða. Framvegis verða Kjarvalsstaðir opnir kl. 11:00-18:00 alla daga vikunnar, en auk þess verður hægt að fá opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir nánara sam- komulagi. Veitingastofan að Kjarvalsstöðum verður jafnframt opin á sama tíma. Þar er boðið upp á léttar veitingar. Halldór Haraldsson við píanóið, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Tónleikar Kammermúsikklúbbsins Þriðju tónleikar Kammermúsikklúbbs- ins á starfsárinu 1988-1989 verða sunnu- daginn 15. janúar 1989 kl. 20:30 í Bú- staðakirkju. Flytjendur eru TRÍÓ REYKJAVÍK- UR, cn í því er tónlistarfólkið: Halldór Haraldsson píanó, Guðný Guðmunds- dóttir fiðla og Gunnar Kvaran knéfiðla. Á efnisskrá eru þessi verk: Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í G-dúr K. 564 (1788) eftir Mozart, Þrjú næturljóð fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu eftir Ernest Bloch (1880-1959) og Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í B-dúr, op. 99, D. 898 (1827) eftir Schubert (1797-1828). Dagatal Verslunarbankans í ár: Skop í íslendingasögum Verslunarbankinn gefur nú út dagatal í ellefta sinn. Á hverju ári er ákveðið efni tekið til umfjöllunar á dagatalinu og því gerð skil i máli og myndum. í ár er skop í Islendingasögunum viðfangsefni daga- talsins. t hverjum mánuði er ein frásögn myndskreytt. Má t.d. nefna úr Grettis sögu viðureign Grettis og griðkonunnar, sem fylgir marsmánuði á almanakinu. í tengslum við dagatalið hefur Verslun- arbankinn ákveðið að efna til ritgerða- samkeppni meðal nemenda 9. bekkjar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Ritgerðar- efnin eiga að örva unglingana til að setja sig í spor manna á söguöld og bera saman við nútímann. Dómnefnd verðlaunar 10 bestu ritgerðirnar. ÚTVARP/SJÓNVARP !lllllllllllllllllllllll||||||||||||||||| 6> Rás I FM 92,4/93,5 Þriðjudagur 10. janúar 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Óskari Ingólfssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. . Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Salómon svarti og Bjartur" eftir Hjört Gíslason. Jakob S. Jónsson les (7). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 í pokahorninu Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi Umsjón: Bergþóra Gísladóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Kvennaathvarf Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Æfingatími" eftir Edvard Hoem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les (4). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Snjóalög - Inga Eydal. (Frá Akureyri) 15.00 Fréttir. 15.03 Tyrkland, - þar sem austur og vestur mætast Fyrri þáttur endurtekinn frá fimmtu- dagskvöldi. Umsjón: Helga Guðrún Jónasdóttir. Lesari: Hallur Helgason. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftlr Johannes Brahms. a. Þrjú Intermezzi op. 117. Eva Knardahl leikur á píanó. b. Strengjakvartett í B-dúr op. 18. Amadeuskvartettinn, Cecil Aronowitz og Wil- liam Pleeth leika. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjami Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá - Danskar nútímabókmenntir Umsjón: Keld Gall Jörgensen. (Einnig útvarpað á föstudagsmorgun kl. 9.30). 20.00 Litli barnatíminn (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Kirkjutónlist - Bach, Tallis og Byrd. a. Canon eftir J.S. Bach. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur. b. „Spem in alium", mótetta fyrir átta fimmradda kóra eftir Thomas Tallis. The Tallis Scholars syngja; Peter Philips stjórnar. c. Ricercar eftir J.S. Bach. Nicolas Craemer leikur á orgel. d. Messa fyrir fimm raddir eftir William Byrd. The Tallis Scholars syngja; Peter Phillips stjórnar. 21.00 Kveðja að norðan Úrval svæðisútvarpsins á Norðurlandi í liðinni viku. Umsjón: Margrét Blöndal og Kristján Sigurjónsson. (Frá Akureyri) 21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnar“ eftir Jón Björnsson Herdís Þorvaldsdóttir les (17). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrit: „Lausnargjald fyrir lík“ gaman- leikur eftir Peter Gauglitz Þýðandi: Jón Viðar Jónsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikendur: Karl Guðmundsson, Árni Tryggva- son, Gunnar Rafn Guðmundsson, Harald G. Haraldsson, Sigurður Skúlason, Margrét Áka- dóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Þórarinn Eyfjörð og Steindór Hjörleifsson. (Einnig útvarpað nk. fimmtudag kl. 15.03). 23.05 Tónlist á síðkvöldi. a. Strengjakvartett í Es-dúr op. 127 eftir Ludwig van Beethoven. Talich strengjakvartettinn leikur. b. Sónata í g-moll fyrir fiðlu og fylgirödd eftir Pietro Antonio Locatelli. Kammersveitin í Heidelberg leikur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir. (Endurtekinn frá morgni). Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 19.33 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins - Spurningakeppni framhaldsskóla Framhaldsskóli Austur- Skaftafellssýslu - Flensborgarskóli. Fjölbrautar- skóli Vesturlands Akranesi - Framhaldsskólinn á Húsavík. Dómari og höfundur spurninga: Páll Lýðsson. Spyrill: Vernharður Linnet. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir. 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku Ensku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Málaskólans Mímis. Þriðji þáttur endurtekinn frá liðnu hausti. 22.07 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf- lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands & FM 91,1 01.10 Vökulögin 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fréttayfiriiti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúpar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laustfyrirkl. 13.00 í hlustenda- þjónustu Dægurmálaútvarpsins. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Sigríður Ein- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Andrea Jónsdóttir segir frá nýjum plötum á fimmta tímanum og Ingvi Örn Kristinsson flytur hagfræðipistil á sjötta tímanum. 18.03 Tekið á rás - Frá Eyrarsundsmótinu í handknattleik Lýst leik Islendinga og Svía í Gautaborg. SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 10. janúar 18.00 Berta (12). Breskur teiknimyndaflokkur í þrettán þáttum. Leikraddir Sigrún Waage og Þór Tulinius. Þýðandi Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir. 18.15 Lamin. Mynd um fjórtán ára dreng sem býr í Gambíu ekki langt frá vinsælum ferða- mannastað. í myndinni eru sýndar skarpar andstæður á milli ríkidæmis ferðamanna og fátæktar heimamanna. (Nordvision - norska, sænska og íslenska sjónvarpið). Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Poppkorn - Endursýndur þáttur frá 4. jan. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Annáll íslenskra tónlistarmyndbanda. Fyrri hluti. Endursýndur þáttur frá sl. föstudegi. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 20.55 Taggart. (Funeral Rites). Útfararsiðir - Fyrsti þáttur. Skoskur sakamálamyndaflokkur í þremur þáttum með Mark McManus í aðalhlut- verki. Seinni þættirnir verða sýndir nk. fimmtu- dag og nk. laugardag. Þýðandi Gauti Krist- mannsson. 21.45 Persónunjósnir. (Surveillance: No Place to Hide). Bandarísk heimildamynd frá 1986 um persónunjósnir þar sem athyglinni er beint að nýtísku hlerunarbúnaði og annarskonar njósna- tækjum sem enginn virðist vera óhultur fyrir. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.35 „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ Um- ræðuþáttur í umsjá Hrafns Gunnlaugssonar. Þátttakendur eru Lára Margrét Ragnarsdóttir, ögmundur Jónasson, Sverrir Hermannsson, Birgir Sigurðsson, Magdalena Schram og Jónas Kristjánsson. 23.00 Seinni fréttir. 23.20 „Hvað boðar nýárs..“ framhald. 23.35 Dagskrárlok. 'smt Þriðjudagur 10. janúar 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- ur. Aðalhlutverk: Charles Bateman, Lane Davies, Marcy Walker, Robin Wright, Todd McKee, Dame Judith Anderson, Nicolas Coster, Louise Sorel, John A. Nelson, Kerry Sherman, Marguerita Cordova, Margaret Michaels, A. Martinez, Linda Gibboney, Scott Curtis, Judith McConnell, Wolf Muser, Nancy Grahn, Richard Eden o.fl. Framleiðandi: Steve Kent. NBC. 16.35 Eintrjáningurinn. One Trick Pony. Mynd um líf og starf lagasmiðsins og söngvarans Paul Simon, sem átti stóran þátt í popptónlistarbylt- ingunni sem varð upp úr sjöunda áratugnum. Aðalhlutverk: Paul Simon, Blair Brown og Rip Torn. Leikstjórn: Robert M. Young. Framleið- andi: Michael Tannen. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. Warner 1980. Sýningartími 95 mín. Lokasýning. 18.15 í bangsalandi. The Berenstain Bears. Teiknimynd. Leikraddir: Guðrún Alfreðsdóttir, Guðmundur Ólafsson og Hjálmar Hjálmarsson. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Worldvision. 18.45 Ævintýramaður. Adventurer. Spennandi framhaldsmyndaflokkur í ævintýralegum stíl. Aðalhlutverk: Oliver Tobias, Peter Hambleton og Paul Gittins. Leikstjóri: Chris Bailey. Fram- leiðandi: John McRae. Thames Television. 19.1919.19. Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efni._______________________ 20.30 íþróttir á þriðjudegi. íþróttaþáttur með blönduðu efni úr víðri veröld. Umsjón Heimir Karlsson. 21.25 Hunter. Þau skötuhjúin Dee Dee og Hunter eru mætt afturtil leiks. Þýðandi: Ingunn Ingólfs- dóttir. Lorimar. 22.15 Frá degi til dags. Poor Man's Orange. Framhald hinna geysivinsælu þátta, Suðurfar- arnir, sem fjalla um líf írskrar innflytjendafjöl- skyldu í Ástralíu á ofanverðum fimmta áratugn- um. Þegar hér er komið sögu býr fjölskyldan enn í sama húsgarminum en eldri dóttirin býr í herbergi á efri hæðinni ásamt eiginmanni og barni. Fjörkálfurinn Dolour kynnist ástinni og er staðráðin í að láta utanaðkomandi áhrif ekki setja samband hennar og hins nýja félaga úr skorðum. Aðalhlutverk: Anne Phelan, Martyn Sanderson, Kaarin Fairfax, Annna Hruby og Shane Connor. Leikstjórn: George Whaley. Framleiðandi: Anthony Bucley. Þýðandi: Ást- ráður Haraldsson. Quantum Films. 23.05 Psycho III. Norman Bates er enn á lífi og býr með aldraðri móður sinni á Bates mótelinu. Aðalhlutverk: Anthony Perkins, Diana Scarwo- od, Jeff Fahey og Roberta Maxwell. Leikstjóri: Anthony Perkins. Framleiðandi: Hilton A. Green. Universal 1986. Sýningartími 95 mín. Alls ekki við hæfi barna. Lokasýning. 00.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.