Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 10. janúar 1989 Tíminn 15 fllllflllllllllilllllll MINNING !'! : ' N "T ^i, ;!.i T. M' |!l ':l:' 'T.I:; Albertína Jóhannesdóttir frá Botni, Súgandafirði Þriðjudaginn 10. janúar verður gerð frá Suðureyrarkirkju útför ömmu minnar, Albertínu Jóhannes- dóttur, en hún lést þann 2. janúar á sjúkrahúsinu á ísafirði, níutíu og fimm ára gömul. Albertína fæddist að Kvíanesi í Súgandafirði 17. september 1893, barn hjónanna Jóhannesar Guð- mundssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur sem þar bjuggu. Árið 1914 giftist hún afa mínum, Guðna Jóni Þor- leifssyni frá Norðureyri, og bjuggu þau alla sína tíð í Súgandafirði. Þau stunduðu búskap fyrst í Kvíanesi og síðan í Botni lengst af, þar til þau brugðu búi 1945 og fluttu út á Suðureyri. Þau nytjuðu þó áfram jörðina og dvöldu þar öllum sumrum. Guðni dó árið 1970. Guðni og Albertína eignuðust ell- efu börn. Tvö þeirra eru látin, Sigurður sjómaður á Akranesi, kvæntur Sveinbjörgu Eyvindsdótt- ur, en hann fórst með togaranum Júlí árið 1959 og Sólveig Dalrós, sem lést fimm ára gömul í foreldra- húsum. Hin eru: Guðrún, fiskverka- kona á Flateyri, gift Kjartani Sig- urðssyni sem látinn er fyrir all mörg- um árum og nú hin seinni ár sambýl- iskona Sörla Ágústssonar frá Kjós í Strandasýslu en hann er nýlátinn; Þorleifur, sem lengi var bóndi á Norðureyri, en er nú búsettur á Suðureyri með sambýliskonu sinni Marianne Jensen; Sveinn, leigubíl- stjóri í Reykjavík, kvæntur Sigríði Finnbogadóttur frá Bolungavík; Jó- hannes, eldavélasmiður í Reykja- vík, kvæntur Aldísi Jónu Ásmunds- dóttur; Guðmundur Arnaldur, sjó- maður á Suðureyri; Einar, skipstjóri á Suðureyri, kvæntur Guðnýju Guðnadóttur; Guðni Albert, ýtu- stjóri á Flateyri, kvæntur Stellu Jóns- dóttur; Gróa, kjólameistari í Reykjavík, gift Páli Guðmundssyni málarameistara; og María, einnig búsett í Reykjavík, gift Leifi Sig- urðssyni rafvirkjameistara. Þótt dofni yfir frjóseminni, að því er virðist, með hverjum nýjum ættlið þá eru margföldunaráhrifin sterk og mér telst til að afkomendur Guðna og Albertínu séu nú á níunda tug og Albertína varð reyndar langalang- amma fyrir fjórum árum. Þegar ég hitti ömmu og afa fyrst í Botni voru þau komin á efri ár og börn þeirra öll komin vel til manns. Gamla timburhúsið í Botni var þá miðpunktur sumarlandsins, þangað streymdum við frændsystkinin úr öllum áttum. Margt var framandi og spennandi, surtarbrandsnáman í hltðinni, grettinn steinbítur á seil í bæjargilinu, hjallur með magál og Anna Jóhannesdóttir Fædd 27. október 1963 Dáin 3. janúar 1989 Tuttugu og fimm ára kveður Anna þennan heim. Ævin hennar Önnu Jóhannesdóttur er stutt en viðburða- rík. Ung að árum kynnist hún and- streymi lífsins. Móðir hennar, Sigríð- ur Ólafsdóttir á við heilsuleysi að stríða. Önnu litlu verður tíðförult upp á næstu hæð hússins til móður- ömmu sinnar og nöfnu Önnu Páls- dóttur, sem á þar íbúð. Stutt er að fara. Gott að eiga ömmuna að, sem tekur litlu stúlkunni opnum örmum. Föðuramman og föðurafinn eru of langt í burtu litlu stúlkunni til halds og trausts, svo þangað varð ekki komist. Þar var einnig huggun að fá. Móðir Önnu litlu, Sigríður Ólafs- dóttir fær slag. Verður máttvana, óvinnufær. Nú reynir á heimilis- föðurinn, Jóhannes Jónsson, sem verður að sjá um heimilið að öliu leyti; veika konuna og sjá heimilinu farborða. Þetta er þung raun, sem Jóhannes stenst með prýði. Nú reyndi á þrek, þolgæði og manndáð eiginmannsins sem ekki brást er á reyndi. Skylt er að geta foreldra Jóhann- esar, Sigurveigar Jóhannesdóttur og manns hennar, Jóns Dal Þórarins- sonar sem hjálpuðu syni sínum eftir bestu getu í þessu veikindastríði konu hans. Sama má segja urn systkini Jóhannesar. Móðuramman, Ánna Pálsdóttir, tók nöfnu sína að sér og annaðist hana. Anna litla varð móðurömntu sinni, Önnu Pálsdótt- ur, gleðigjafi, sólargeisli sem flutti birtu og yl inn á heimili ömmu sinnar, sem var ekkja. Anna Páls- dóttir hafði misst mann sinn fyrir inörgum árum. Nú mátti hún horfa upp á veikindaferil Sigríðar, dóttur sinnar, sem hlaut aðeins að enda á einn veg. Það má með sanni segja, að ekkjan, Anna Pálsdóttir, hafi kannað feril sorgarinnar. Árin liðu. Anna Jóhannesdóttir þroskaðist, varð stoð og styrkur nöfnu sinnar og ömmu, Önnu Páls- dóttur. sem misst hafði dætur sínar báðar, Sigríði og Dagnýju, yngri dóttur sína, þá uppkomna, gifta konu, sem lét eftir sig eina dóttur. Missir dætranna var sár. Hitt var gömlu konunni gleðiefni. Anna Jó- hannesdóttir varð fóstra að mennt. Starfsferill hennar fastmótaður. Enn liðu nokkur ár. Anna Jóhannesdóttir trúlofast Hafsteini Karlssyni. Þau bjuggu í kjallaraíbúðinni, sem minnst hefur verið á. Eigi þarf að efa að ömmunni, Önnu Pálsdóttur, hef- ur ekki verið gleymt, að henni hlynnt af alúð og hlýju. Nú virðist lífið brosa við ömm- unni, Önnu Pálsdóttur, hinum ungu elskendum og bróður Önnu Jóhann- esdóttur, Jóni Ólafi, sem einnig var til heimilis að Öldugötu 47. Skyndilega dregur ský fyrir sólu. Dauða konunnar ungu, Önnu Jó- hannesdóttur, ber skyndilega að. Hin unga húsmóðir á Öldugötu 47 er horfin af sviði jarðlífsins. Lífssaga Onnu Jóhannesdóttur er stutt og verður ekki rakin hér. Þetta skal þó sagt. Anna Jóhannesdóttir vann fóstrustarfið um árabil. Börnin voru hennar yndi. Sjálf átti hún ekkert barn. Starf fóstrunnar lætur lítið yfir sér. Námstíminn langur. Miklar kröfur gerðar til fóstrunnar, enda er starfið mikilvægt. Eftir því sem ég þckki til ættingja Önnu var tí»rn í'framkomu og starfi hennar aðall. Geðprýði og hógværð einkenndi þessa ungu konu; slík eru ummæli þeirra er henni kynntust. í sæluboðum Fjallræðunnar segir: „Sælir eru hógværir, þeir munu land- ið erfa“. Þú, Anna Jóhannesdóttir, ert horfin inn á lönd Ijóss og friðar. Ævin þín hér í jarðvistinni stuttu, Ijósgjöful, björt og fögur. Minn- ingarnar um þig Anna eru ylríkar og Ijósgefandi. Við fráfall hinnar látnu er að mörgum sár harmur kveðinn. Þar til nefni ég fyrstan Hafstein Karlsson, unnusta hinnar látnu, föður hennar Jóhannes Jónsson, bróðurinn Jón Ólaf, ömmurnar báðar, föðurafann Jón Dal Þórarinsson. Þeim öllum og öðrum ættingjum og vinum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðj- ur. Þórarinn E. Jónsson. Vöruhússtjóri Starf vöruhússtjóra í vöruhúsi Kaupfélags Skag- firðinga Skagfirðingabúð er laust til umsóknar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 20. janúar n.k. til kaupfélagsstjóra, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Ártorgi 1, Sauðárkróki. Sími 95-5200 Oska eftir mjólkur- kerfi (kútakerfi) í mjaltagryfju Einnig mjaltabás. Upplýsingar í síma 98-78468. reyktum rauðmaga og ekki síst tungutak heimamanna, vestfirskara en allt sem vestfirskt er. Afi var þá farinn að tapa heilsu, var samt mikið á ferðinni við bústörfin, sem snerust þá orðið mest um eina belju og nokkur hænsni. Amrna stjórnaði húshaldinu af mikilli röggsemi og hafði vakandi auga á velferð okkar ungmennanna sem vorurn sólgin í hvers kyns hættulegar svaðilfarir sem umhverfið og landslagið bauð upp á í öllum áttum. Allt hennar fas einkenndist af rausn og umhyggju gagnvart okkur barnabörnunum, heimabakað brauð með kanelkrydd- aðri rabarbarasultu gat læknað dýpstu sorgir. Óábyrgt tal og gal- gopaháttur var henni hins vegar lítt að skapi og þegar henni fannst ástæða til þess að taka í taumana talaði hún þannig að skildist. Það er að sjálfsögðu fullkomlega ógerlegt fyrir mína kynslóð að setja sig inn í þau kjör sem búin hafa verið ungum hjónum með slíkt barnalán á fyrrihluta aldarinnar í afskekktri byggð. Oft hljóta erfiðleikarnir að hafa verið miklir, en það mætti verða til umhugsunar, að þrátt fyrir allt baslið, sem hlýtur að hafa fylgt þessu, þá segir sú merka heimild, Súgfirðingabók Gunnars M. Magnúss, að Albertína hafi verið „létt og kát, mælsk og haft gaman af ljóðum og aldrei slegið slöku við til viðhalds heimilinu". Ræktun skrautblóma var henni mikið áhugamál og blómastofan hennar á Suðureyri var cins og undraheimur með fágætum plönt- um, sem margar báru aldin. Börnum þótti líka fengur að fá að skoða smágarðana hennar, en þar nýtti hún mosa og afklippur af blómum og trjám til þess að búa til ævintýralega skrautgarða í smáum stíl. Á tjörnum úr spegilbrotum syntu fuglar úr ýsu- beini og allt var þetta svo raunveru- legt að það var eins og Dimmalimm væri rétt ókomin eða nýfarin. List- fengi hennar lýsti sér þó ekki síður í prjónlesi því sem hún um hver jól sendi afkomendum sínum, alveg fram á síðustu ár. Handbragðið og litavalið var einstakt og þótt hún hafi ekki ætlast til annars en að þessum flíkum væri slitið út í starfi og leik þá vonum við, að sem mest af þessari nytjalist hafi varðveist. Síðustu fjögur árin var Albertína rúmföst á sjúkrahúsinu á ísafirði. Þegar ég fór til fundar við hana seinni árin fór hún ekki dult með það að hún væri nú södd líídaga og þráði heitt endurfundina við þá sem gengnir væru á undan henni og frelsara sinn, en barnatrúna hafði henni tekist að varðveita á langri vegferð. Ellin settist að henni, sjónin bilaði og heyrnin dapraðist, cn alveg undir það síðasta var hugsunin skýr. Starfsfólk sjúkrahússins á þakkir skildar fyrir fórnfúst starf, en á garnla sjúkrahúsinu á ísafirði ríkti heimilislegur andi þrátt fyrir um margt erfiðar aðstæður. Ekki mun- aði þó minna um þátt alls óskyldrar konu, Kristjönu Samúelsdóttur, sem tók að venja komur sínar á sjúkra- húsið til Albertínu næstum daglega og stytta henni stundirnar í þessari löngu og erfiðu sjúkralegu. En nú er þessu stríði lokið og leiðin liggur aftur heim í Súganda- fjörð, út fvrir Spillinn og inn í Staðardal, þar sem henni verður búið leg hjá eiginmanni sínum og dóttur. Við afkomendur hennar minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Guðni Albert Jóhannesson Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur LindaJónsdóttir Holtagerði 28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 Isafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guörún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289 Egiisstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Óladóttir Svínaskálahlíð 19 97-61367 Fáskrúðsfjöröur Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttlr Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði6 98-31211 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrný Jóna Króktún 17 98-78335 Vik VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Til sölu Claas heyhleösluvagn 24 m3, Velger bindivél AP 45, Úrsus traktor ’81, tvær sláttuþyrlur, og Lada Sport. Sími 92-68136 eftir kl. 8 á kvöldin. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.