Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Fjarstæðuhugmyndir Þorsteins Pálssonar Porsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í vanda staddur. Hann virðist jafnvel óttast að þjóöfélagsbylting sé í aðsigi, af því að Sjálfstæðis- flokkurinn er utan ríkisstjórnar og af því að Jón Baldvin og Ólafur Ragnar ætla að ferðast um til þess að tala um nánari samvinnu flokkka sinna án þess mikiðliggi þar aðbaki, þegarölluer á botninn hvolft. Gegn þessari ógn ákallar Porsteinn Pálsson „borg- aralega“ breiðfylkingu. Það hefur stundum verið sagt að „orðabók stjórn- mála“ samanstandi mestan part af óljósum og óskýr- greindum hugtökum. Og satt er það, pólitísk orð geta endað með því að merkja næstum hvað sem er eða alls ekki neitt. Þannig er m.a. komið, að orðið „sósíalismi" hefur enga skýra merkingu, þótt ýmsir félagshyggjumenn séu sífellt með það á vörunum af gömlum vana. Ekki tekur betra við hjá hægri mönnum. Jafnvel Þorsteinn Pálsson er að reyna að skrá útjaskað danskt orð sem nýyrði í orðasafn íslenskra hægri manna og fléttar í kringum það ýmsu auka-orðskrúði. Hér er um að ræða orðið „borgaralegur“ um stjórnmálaflokka eða stjórnmálaviðhorf sem andvíg eru „sósíalisma", sem þó hefur enga skýra merkingu. Þetta er skandin- avískt 19. aldar hugtak, sem ævinlega hefur verið ónothæft í íslensku. Liggja til þessa ýmsar ástæður. Þorsteinn Pálsson finnur alvarlega til hnignunar og einangrunar Sjálfstæðisflokksins. í stað þess að tala við sitt eigið fólk og reyna að reisa flokkinn við á sínum eigin forsendum ákallar hann nú „borgaraleg öfl“ í öðrum og alls óskyldum flokkum. Þessi öfl eiga m.a. að vera í Framsóknarflokknum, Samtökum um kvennalista og Alþýðuflokknum. Að áliti Þorsteins Pálssonar er tímabært að „borg- aralegu öflin“ hefji samstarf um að grafa undan núverandi ríkisstjórn, sem er undir forystu formanns Framsóknarflokksins, vinni gegn villum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem er formaður Alþýðuflokksins og ráðist gegn „vinstri stefnu“ í landinu, sem er endur- reisnarstefna núverandi ríkisstjórnar eftir gjaldþrot markaðshyggjunnar. Allir hljóta að sjá hversu óraunhæft þetta tal Þorsteins Pálssonar er. Staðleysurnar í hugsana- ganginum leyna sér ekki. ímyndanir hans um starfandi stjórnmálaflokka í nútíma lýðræðisþjóðfélagi eru fáránlegar. Hræðsla Þorsteins Pálssonar við aðsteðj- andi þjóðfélagsbyltingu, ef Sjálfstæðisflokknum er haldið utan ríkisstjórnar, lýsir engu nema pólitískum dómgreindarskorti. Að ákalla „borgaraleg öfl“ sem einhverja breiðfylkingu gegn vinstri villu og sósíalisma er slík tímaskekkja og hugarburður að ekki væri ómaksins vert að eyða að því orði nema af því að það er þó formaður stærsta stjórnmálaflokksins í landinu sem talar. Þorsteinn Pálsson ætti að varast að verða öfgunum að bráð. Pólitískar fjarstæðukenningar sæma honum ekki. Hugmynd hans um „borgaralega“ breiðfylkingu gegn ímynduðum ógnum sósíalismans tilheyrir annarri öld, ef ekki öðrum heimi. Þriðjudagur 10. janúar 1989 GARRI Rukkunarhappdrætti Tíminn skýrði frá því í síðustu viku að nú hefði Innheimtudeild Kíkisútvurpsins brugðið á það ráð að efna til happdrættis fyrir skilvísa greiðendur afnotagjalda útvarps og sjónvarps. Þetta var svo staðfcst með bæklingi sem fylgdi rcikning- um fyrir afnotagjöldin sem verið var að scnda út til lundsmanna á dögununi. Að því er sagði í Tímafréttinni er þetta til koniið vegna þess að ekki nema um tveir þriðju hlutar landsmanna munu greiða þessi lög- bundnu gjöld sín á gjalddaga. Hinir draga það á langinn, ýmist af trussaskap eða blankhcitum, og kalla þar með yfir sig viðeigandi kostnað og uinstang fyrir Inn- heimtudeildina. F.n nú er sem sagt gripið til nýrra aðferða til að hvetja menn til að standa í skilum og draga úr lög- fræöikostnaöi við innheimtuna. Þcir sein borga á gjalddaga verða þátttakendur í happdrætti þar sem tvö úrvals sjónvarpstæki eru vinn- ingar, ásamt vænum slurk af litlum vasaútvörpum. Innheimt í frelsi Það iná vafalaust ýmislcgt mis- jafnt segja um afnotagjöld Ríkisút- varpsins. Núna á tímum aukins frelsis ■ útvarpsmálum finna líku áreiðanlega ýmsir hjá sér hvöt til að gagnrýna þau. Þannig má gera því skóna að frjálshyggjuinenn muni vilja nota þetta tækifæri til að tala fyrir því að þau verði lögð niður. Vænta niá þess að rök þeirru séu þau að núna hafi hið frjálsa fram- tak haslað sér völl í útvarpsrckstri í þeim inæli að ekki sé lcngur þörf á að ríkið haldi hér uppi slíkri þjónustu. Þess vegna verði að gera þá kröfu til Ríkisútvarpsins að það standi sig í samkeppninni, án sér- stakrur skattlagningur því til stuðnings. Meö öðrum orðum að það geti scm best staðið sig nægi- lega vel úti á auglýsingamarkaðn- um til þess að halda í við hinar svo nefndu frjálsu stöðvar. Ekki þarf þó langt mál til að lirekja slíkt. Að því er að gæta að þjóðin býr víðar en bara á suðvest- urhorninu, þar sem frjálsu stöðv- arnar nást best. Ríkisútvarpinu er ætlaö að ná til þjóðarinnar allrar. Þetta stafar fyrst og fremst af því að í dag cr litiö á útvarp seni öryggistæki til þess að geta komið boðum til þjóðarinnar í skyndi ef á þarf að halda. En cngur sambæri- legar skyldur hvíla á liinuni svo nefndu frjálsu stöðvum. Þær eru einungis til skemmtunar. Þess vegna er tómt mál aö tala um að fella niður afnotagjöldin þó að þær hafi komið til sögunnar. Breytinga þörf En hitt er annaö mál að þetta happdrætti Innheimtudeildarínnar vckur upp þá spumingu hvort nú- verandi form afnotagjaldanna sé ekki endanlega búið að ganga sér til húðar. Enn þann dag í dag er huldiö í þá meir en hálfrar aldar gömlu reglu að þctta sé skattur á þau útvarps- og sjónvarpstæki sem til séu í landinu. Aðeins hefur verið liðkað til í þvi efni að fólk þarf ekki lengur að greiða nema af einu tæki á hverju heimili, og sömulciðis eru bíltækin ekki sér- sköttuð lengur. Aftur á móti hefur orðið sú breyting frá 1930 að núna eru fjöldamörg útvarpstæki á hverju heimili, og sjónvarpstækjum er farið að fjölga líka. Þaö er þess vegna gjörsamlcga út í hött að gera því skóna að einhver hópur landsmanna notfæri sér ekki þjón- ustu Kíkisútvarpsins. Það gcra ullir. En sé svo komið að Ríkisútvarp- ið þurfi raunvcrulcga að grípa til ráða á borð við happdrætti til að fá fólk til að standa í skiluin með afnotagjöldin þá cr víst kominn tínii til að fara að hugsa sinn gang. Ríkisútvarpiö heldur uppi sinni eigin innheimtustofnun til að rukka inn þessi gjöld. Á sama tíma eru ríki og sveitarfélög með aðrar stofnanir til að rukka inn önnur opinber gjöld. Til hvers crum við eiginlega cnn þann dag i dag að halda uppi þessu tvöfalda kcrfi til þess að taka á móti opinberum gjöldum? Hvers vegna erum við ekki fyrír löngu búin að gera afnotagjöldin að nef- skatti og fella þau santan við aðra skattheimtu? Hvaða tilgangi þjón- ar það að vera að verðlauna þá með happdrætti scm gera jafn sjálfsagðan hlut og að standa í skilum með gjöld sín til samneysl- unnar? Maður bara spyr sisvona. • Garri VITTOG BREITT Staðreyndir og staðleysur Frelsi fjölmiðla og blaðamanna til að afla upplýsinga og koma þeim á framfæri er meðal horn- steina þess lýðræðis sem við viljum búa við. En frelsinu er ávallt þau takmörk sett að þeirsem þess vilja njóta skaði ekki aðra, því vissulega má misnota frelsið. Umræður um frjálsræði fjöl- miðla á íslandi eru yfirleitt harla frumstæðar og beinast einkum að því hvort stjórnmálasamtök hafa hönd í bagga með útgáfu blaða. Sé svo eru blöðin sögð óáreiðanleg og helst engu orði trúandi sem í þeim er prentað. Onnur blöð og tímarit eru sögð frjáls og óháð og áróðurinn um að Ijósvakamiðlarnir og' starfsfólk þeirra sé alfrjálst og engum háð hvað varðar efnisval og efnistök er satt best að segja afar ósmekkleg- ur. Ef einhver velkist í vafa um að Ijósvakamiðlarnir séu ekki notaðir til áhrifa, til dæmis á hvað selst í búðum eða ekki, er hægt að benda á kjánalegar athugasemdir plötuút- gefenda um hvort plötur þeirra eru auglýstar nægilega eða ekki í hljóð- vörpum, og birtast stundum í blöðum. Blaðamannaleikur Eftir því sem fjölmiðlum fjölgar og samkeppni harðnar verður fréttaflutningur ónákvæmari og flausturslegri. Sumir þeirra sem gangast upp í einhvers konar fréttamannaleik líta á heimildaöfl- un sem aukaatriði en uppslátt og aðra matreiðslu á efninu vera það sem máli skiptir. Alfrjáls ljósvakamiðlun reyndi að gera mikinn bruna að skemmti- prógrammi í síðustu viku. Grínið fólst aðallega í því að læða því inn hjá áhorfendum að slökkviliðið stæði fyrir útbreiðslu eldsins, gott ef það kveikti ekki í líka. Ósýnilegir og ónafngreindir heimildarmenn hvísluðu undarleg- ustu upplýsingum í Ijósvakamiðil- inn og allt varð þetta að eldspúandi ruglanda, sem kvað hafa verið leiðréttur aftur og aftur með tak- mörkuðum árangri. Meðal þess sem fram kom í skemmtiþættinum var að forstjóri fyrirtækisins sem brann fyrst og mest hafi verið í rúminu brunadag- inn. Samt voru höfð nokkur viðtöl við hann á brunastað. Næsta dag tilkynnti kona þjóðinni í símatíma útvarpsstöðvar að ekki sé nema von að slökkviliðið hafi verið stjórnlaust því slökkviliðsstjórinn hafi verið sofandi einhvers staðar annars staðar en hann átti að vera, og því fór sern fór. Þetta er nú upplýsingamiðlun í lagi. Flumbrugangur Frjálst dagblað taldi það mikla frétt að Eldvarnareftirlitið hafi veitt fyrirtækinu sem best brann viðurkenningarskjal fyrir frábærar eldvarnir. Slík skjöl eru aldrei gefin út en blaðið sá sóma sinn í að geta þess að félag brunavarða hafi gefið fyrirtækinu kvittun fyrir veitta fjár- hagsaðstoð. En það virðist Ijóst að brunavarnir voru vægast sagt í lágmarki í niðurbrenndu húsinu og fréttin um viðurkenningu Eldvarn- areftirlitsins mjög villandi. Hins vegar virðist engum leika forvitni á að vita hvernig í veröld- inni stendur á að verið er að logsjóða hestakerru inni í gúmmí- dekkjagerð og enn síður hitt hvern- ig það má vera að eldur frá log- suðutækjum sé einn mesti stór- brunavaldur alls kyns fyrirækja, sem orðin eru að ösku og eimyrj u. S.i. sunnudag var eitt helsta fréttaefnið á innlendum vettvangi hvort tiltekinn þingmaður væri á hraðferð á milli flokka. Heimilda- laus blaðafrétt var um að miklar viðræður og samningaumleitanir stæðu yfir um flokkaskiptin en þingmaðurinn og talsmenn við- komandi flokks báru fréttina til baka og sögðust aldrei hafa heyrt á þetta minnst. Hér eru einhverjir að skrökva, og það allhressilega. Nafnlausir heimildarmenn eru jafn friðhelgir hvort sem þeir dreifa sönnum frélt- um eða lognum. Allan sunnudag- inn kepptust Ijósvakamiðlarnir í fréttatímum sínum við að segja blaðafréttina ranga og bera fyrir sig aðalfréttaefnið, þingmanninn sem ekki segist ætla að skipta um flokk og talsmenn flokksins, sem ekki segjast hafa boðið honum inngöngu. En enginn hefuraðgang að nafnlausu heimildunum, sem komu allri skemmtuninni af stað og enginn veit lengur hvort verið er að tala um staðreyndir eða staðleysur. Það óskemmtilega við allan flumbruganginn er, að frétt er frétt hvort sem nokkur fótur er fyrir henni eða ekki enda er það stað- reynd í hugum einhverra, að brun- inn mikli varð vegna þess að slökkviliðsstjóri svaf á sitt græna um miðjan dag. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.