Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 10. janúar 1989 Læknafélag Reykjavíkur samþykkti samning varðandi greiðslurtil sérfræðinga: Magnafsláttur sparar 86 milljónir á árinu Á félagsfundi hjá Læknafclagi Reykjavíkur í fyrrakvöld var samþykktur nýr samningur er varðar greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp. Samningurinn gengur þó ekki í gildi fyrr en Tryggingaráð hefur einnig samþykkt hann, en samkvæmt heimildum Tímans má telja fuilvíst að ráðið leggi blessun sína yfir samninginn. Á fund Læknafélugsins mættu 150 læknar og var samningurinn sam- þykktur mcð tæplcga 60% atkvæða. Tíminn hefur fengið vitncskju um það að helstu andstæðingar samn- ingsins í röðum lækna hafi veriö augnlæknar, læknar sem starfa á Landakoti og sérfræðingar í þvag- færalækningum. Kostnaöur ríkisins vcgna sérfræði- þjónustu lækna hcfur hækkað gríðarlega á undanförnum árum. Milli áranna 1986-87 hækkaði þessi kostnaöur á föstu vcrðlagi urn 27% og um 17% milli áranna 1987-88. Einnig má gcta þess aö veitt þjónusta á árunum 1986-87 jókst um 30%. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Tímans var kostnaður ríkis- ins vcgna greiðslna fyrir sérfræði- þjónustu lækna á árinu 1988 um 800 milljónir króna. Ráðgert cr að ný- gcrður samningur spari ríkinu 86 milljónir á þcssu ári og verður sá sparnaður fyrst og fremst vcgna afsláttar scm scrfræðingarnir hafa samþykkt að vcita, cn á móti kcmur að því vcrður frestað um eitt ár að taka uppað nýju svo kallað tilvísana- kerfi. Sparnaöur hvað varðar cinstaka liði skiptist þannig að 27 milljóna króna sparnaður verður vcgna af- sláttar á læknisverkum, 46 milljónir sparast vcgna lækkunar einingamats varðandi rannsóknir og 13 milljónir sparast vcgna cftirgjafar hækkunar á taxta. Grciðslur samkvæmt nýja samn- ingnum miðast í grundvallaratriðum við umsamda gjaldskrá frá 1988 en helstu breytingar eru sem fyrr segir þær að sérfræðingarnir veita e.k. magnafslátt af þjónustunni, einnig er að finna vissa lækkun í eininga- mati varðandi rannsóknir. Greiðslur fyrir sérfræðiþjónustu miðast við fjölda vinnueininga. Ein- ingaverðið er 96,20 krónur, en það breytist í samræmi við tvenns konar vísitölu, vísitölu launahluta og vísi- tölu rekstrarhluta. í samningnum segir að þeir læknar sem gegna 30% stöðu eða meira við stofnun sem rekin cr fjárhagslega af ríkissjóði, eða njóta hliðstæðrar að- stöðu, skulu veita eftirfarandi afslátt miðað við mánaðar meðaltal hvers árs. Af greiðslum fyrir 2001 til 3000 einingar, sem í peningum þýðir greiðslur á bilinu 192 þúsund krónur til rúmlega 288 þúsunda króna, veita læknarnir 10% afslátt. Þeir læknar sem skila inn að meðaltali yfir 3001 einingu skulu aftur á móti veita 30% afslátt. Sambærilegar reglur gilda um sér- fræðinga sem eingöngu starfa á stofu, eða eru í minna en 30% stöðu hjá ríkisstofnun. Fyrir þjónustu sem samkvæmt fjölda eininga gefur af sér á bilinu 385 þúsund til 481 þúsund krónur á mánuði veita lækn- arnir 10% afslátt en séu einingarnar fleiri og greiðslurnar þar af leiðandi hærri skulu sérfræðingarnir veita 30% afslátt. Hér er um að ræða þann einingafjölda sem nokkuð stór hóp- ur sérfræðinga lagði fram á árinu 1987 og fékk fyrir allt að 5 milljónir í greiðslur frá Tryggingastofnuninni á árinu 1987, en einstaka sérfræðing- ar fengu tæpar 8 milljónir í árs- greiðslur. í bókun með samningnum áskilur Tryggingastofnun ríkisins sér rétt til að setja hámark á eininga- fjölda læknis ef stofnunin telur að reikningar séu óeðlilega háir miðað við grundvöll samnings þessa. Samningur þessi gildir frá 1. jan- úar 1989 til 31. desember 1990. Einnig er kveðið á um að í árslok 1989 skuli skoðað hvort sá sparnaður hefur náðst, sem stefnt var að við gerð hans. SSH Ragnar Arnalds. Þingflokkur Alþýðubandalagsins reyndist einum þingmanni fá- tækari við afgreiðslu fjárlaga: Á kafi í uppreisn Eins og fram kom í Tímanum um helgina voru þeir Ragnar Arnalds og Hreggviður Jónsson fjarverandi Al- þingi við afgreiðslu fjárlaga fyrir helgi. Er þar trúlega um samninga að ræða þeirra á milli, eitt atkvæði stjórnar og eitt atkvæði stjórnar- andstöðu fara út í sameiningu og hafa þar af leiðandi ekki áhrif á vægi atkvæða í þinginu. En hvers vegna þessir samningar? Jú, þannig er mál með vexti að um þessar mundir er verið að sýna leikrit Ragnars „Uppreisnina á ísa- firði“ hjá Leikfélagi Skagfirðinga í Varmahlíð. Mun þingmaðurinn hafa umskrifað stykkið af þessum sökum og breytt texta í hlutverkunum með hliðsjón af karaktereiginleikum sveitunga sinna er taka þátt í þessari sýningu. Eins og þeim er kunnugt sem að séð hafa „Uppreisnina á ísafirði" eru þrír konungar til staðar í verkinu. Einn þeirra er leikinn af Knúti Ólafssyni bankamanni í Varmahlfð, annar af Jóni Hjartar- syni skólameistara Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki og þann þriðja leikur enginn annar en sjálfur höf- undurinn Ragnar Arnalds. Þannig stendur á fjarveru þing- mannsins á meðan Alþingi afgreiðir fjárlög íslenska ríkisins og má sjálf- sagt deila um hvort Ragnar tekur sig betur út sem óbreyttur þingmaður eða konungur í ríki sínu. Hitt er annað mál að þeir sem áhuga hafa á að sjá „Uppreisnina“ geta gengið að henni vísri í Miðgarði í Varmahlíð, a.m.k. einu sinni um hverja helgi út þennan mánuð. -ág Styrkir til krabbameins- rannsókna Á síðastliðnu ári var stofnaður sjóður til styrktar rannsóknum á krabbameini. Nokkru fyrir áramót voru aflientir tveir styrkir úr sjóðn- um að upphæð 600 þúsund krónur hvor. Styrkina hlutu Laufey Tryggva- dóttir laraldsfræðingur til rann- sókna á áhrifum blóðflokka og ættgengis á lifun íslenskra kvcnna með brjóstkrabbamein og Vil- hjálmur Rafnsson yfirlæknir til tveggja verkefna. Annars vegar til rannsókna á nýgcngi krabbameina eftir búsetu, liins vcgar á nýgengi og dánartíðni krabbamcina meðal íslenskra sjómanna. Aö mati félagsins cru þcssi verk- efni mikilvæg til að auka skilning á eðli krabbameins. Frá afhendingu styrkja úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins. F.v. Davíð Ólafsson formaður Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, styrkþcgarnir Vilhjálmur Rafnsson og Laufey Tryggvadóttir, og Almar Grímsson formaður Krahbameinsfélags Islands en hann afhenti styrkina. Skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála: Minnihlutakynið fái forgang í samræmi við lög nr. 65/1985 um jafna stöðu og rétt kvenna og karla, lagði félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fram á Alþingi í desember s.l. skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála. Síðast var hliöstæð skýrsla lögð fram á Alþingi veturinn 1986-1987. í inngangi er gerð grein fyrir heimildum og getið helstu rita sem komið hafa út hérlendis um jafnrétt- ismál. Þar er markmið skýrslunnar sagt vera eftirfarandi: „að gera grein fyrir aðgerðum stjórnvalda á sviði jafnréttismála, gefa yfirlit yfir þróunina á þessu sviði og vekja athygli á því sem betur má fara“. Annar kafli fjallar um lög sem áhrif hafa á stöðu kynjanna. Einnig er fjallað um störf nefndar sem skipuð var til að endurskoða núgild- andi jafnréttislög. Leggur nefndin meðal annars til að við ráðningu í stöður innan fyrirtækja verði mark- visst unnið að jöfnun stöðu kynj- anna. „Kynið sem er í minnihluta hafi ákveðinn forgang við ráðningu að uppfylltum vissum skilyrðum." Með þessu er átt við það sem nefnt hefur verið jákvæð mismunun kynjanna. Um hana hafa verið mjög svo skiptar skoðanir og má ef til vill spyrja hvort eðlilegt sé að ráða annan en þann sem hæfastur þykir í viðkomandi stöðu, eingöngu á grundvelli kynferðis. Er með því ekki gert lítið úr hæfileikum þess kynsins sem stefnt er að leiðréttingu stöðunnar hjá? Því er svarað svo í skýrslunni að nokkur mismunun sé nauðsynleg sem áfangi í leið til jafnréttis. Þriðji kafli fjallar um menntun og greint er frá niðurstöðum könnunar sem jafnréttisráð gerði á námsvali karla og kvenna skólaárið 1985- 1986. Kemur þar fram að „konur velji frekar nám sem leiðir til umönnunar- og þjónustustarfa sem eru lakar launuð en „karlastörf““ og rætt er um mikilvægi þcss að þetta breytist. í fjórða kafla eru atvinnu- og kjaramál tekin til umfjöllunar. Kem- ur þar fram að enn er verulegur munur á tekjum kvenna og karla þeim síðarnefndu í vil. Einnig er rætt um lengd vinnutíma og atvinnu- þátttöku kynjanna. Bent er á að vinnutími karla í launaðri vinnu sé þó nokkuð lengri en kvenna en ekki er rætt um ólaunáða vinnu. í niðurstöðum framkvæmdanefndar um launamál kvenna sem skilað var 1985 kemur fram að sé heildarvinnutími kynj- anna skoðaður, komi í ljós að kven- fólk vinni að jafnaði lengur en karlmenn. Sem dæmi má nefna fund er haldinn var á vegum jafnréttisráðs og Trésmiðafélags fslands síðastlið- inn nóvember. Þar var lögð fram ályktun þess efnis að jafnrétti og laun væru ekki síður hagsmunamál karla en kvenna. f ályktuninni segir: „Vegna launamisréttis er í mörgum tilvikum hagkvæmara fjárhagslega fyrir fjölskyldufólk að skipta verkum þannig að konurnar sjái einar um heimilishaldið en karlarnir afli tekna, oft með því að leggja nótt við dag. Þetta hefur í för með sér að margir karlmenn vanrækja föður- hlutverk sitt og hreinlega missa af börnunum til ómáilds skaða fyrir þá og börnin. Auk þess slíta þeir sér oft út fyrir aldur fram." Gerð er grein fyrir hlut karla og kvenna í stjórnmálum og stjórnsýslu í fimmta kafla. Þar er að finna upplýsingar um hlutfall kynjanna á Alþingi og í sveitarstjórnum. Einnig er gerð grein fyrir rannsókn jafnrétt- isráðs á hlutfalli kvenna og karla í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Þar kemur í ljós hversu furðanlega lítill hlutur kvenna er í opinberri stjórnsýslu ríkisins þrátt fyrir nokkra fjölgun þeirra á Alþingi. Kemur þar einnig fram að „félags- málaráðherra hefur ákveðið að framvegis þegar óskað er eftir til- nefningum í ráð og nefndir á vegum félagsmálaráðuneytisins verði vakin athygli á þeirri stefnu stjórnvalda að hlutfall annars kynsins sé aldrei minna en 40%“. -jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.