Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 17. janúar 1989 Erlendum ríkisborgurum búsettum hér fjölgaði um fjórðung 1988: Útlendingar í stað þeirra sem f lýja landsbyggðina „Aðsókn útlendinga hefur aldrei verið eins mikil og s.I. ár. Við höfum aldrei átt eins erfitt með að stoppa af straum útlendinga, allstaðar að úr heiminum. Það er loksins nú síðustu tvo mánuðina sem þetta hefur dottið niður,“ sagði Árni Sigurjónsson forstöðumaður útlendingaeftirlitsins. Tíminn hafði samband við Árna vegna þeirrar miklu fjölgunar sem varð á erlendum ríkisborgurum búsettum hér á landi á s.l. ári. Höfuöástæöuna taldi hann vera þann skort á vinnuafli sem hér var framan af árinu og auglýsingar erlendis um atvinnu á íslandi. Þreföldun milli ára Erlcndum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi fjölgaði um fjórðung, eða um 955 manns, á síðasta ári samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Petta er þrefalt meiri fjölgun útlendinga heldur en næsta ár á undan (320) og átti stóran þátt í þeirri miklu fólksfjölg- un sem varð á íslandi 1988. Til samanburðar má nefna að erlend- um ríkisborgurum búsettum hér á landi fjölgaði aðeins um rúmlega 50 að mcðaltali á ári árin 1980 til 1986. Um 3% Vestfirðinga Alls voru um 4.830 erlendir ríkisborgarar (þ.a. 2.712 konur) búsettir hérlendis þann 1. desem- ber s.l., eða nær 2% af íbúafjölda landsins. Hæst var þetta hlutfall, um 3%, á Vestfjörðum. Auk er- lendra ríkisborgara cru búsettir hér um 4.520 manns sem fæddir eru erlendis en eru íslenskir ríkis- borgarar. Helsta von landsbyggðarinnar? Forvitnilegt virðist að velta fyrir sér hvort framhald verður á þeirri þróun að erlendir ríkisborgarar haldi fólksfjöldanum í horfi á landsbyggðinni með því að koma í stað heimamanna sem flytjast „suður". íslenskum ríkisborgurum búsettum utan suðvesturhornsins fækkaði um 404 á s.l. ári, en á móti komu 403 útlendingar sem settust þar að - þar af lang flestir (128) á Vestfjörðum, sent þó dugði að vísu ekki nærri til að vega á móti „flótta“ heimamanna úr þeim landsfjórðungi. Hinir nýju borgarar koma úr öllum heimsálfum. Fjöldi þeirra og fjölgun á síðasta áfi cr sem hér segir eftir ríkisfangi: Fjöldi Fjölgun 1988 Norðurlönd 1.785 225 Önnur Evrópul. 1.582 471 Amvrika 965 121 Afríka 99 24 Asía 240 79 Eyjaálfa 151 41 Danir cru í miklum meirihluta Norðurlandabúa. Aðrir Evrópumenn koma lang flestir frá Þýskalandi og Bretlandi og fjölgaði þeim síðarnefndu stórlega á árinu. Af löndum sem hlutfallslega eiga mikla fjölgun má nefna: írland úr 42 í 115, lang mest konur. Júgóslayía - úr 28 í 76, mest karlar. Pólland - úr 53 í 93. Lönd S-Ameríku - úr 27 í 6(1. Filippseyjar - 36 í 67, lang flest konur. Thaíland - úr 27 í 45, flest konur. Nýja Sjáland - úr 77 í 101, flest konur. Og loks má nefna að Kínverjum búsett- um hér fjölgaði úr 6 í 16 á árinu. Tekið skal fram að erlcndir sendiráðs- mcnn hér á landi og varnarliðsmenn eiga ekki löghcjmili hér á íslandi og eru því ckki með í ofangreindum tölum. Nær 14.000 íslendingar erlendis Pegar litið er til þess að nær 14.000 íslendingar eru taldir bú- settir erlendis að því er næst verður komist, veitir e.t.v. ekki af því að þjóðin fái fólk að utan í staðinn. Eftir stöðuga fjölgun á undanförn- um árum varð þróunin sú að ís- lendingunt erlendis fækkaði um 160 á síðasta ári. íslenskir ríkisborgarar erlendis skiptast þannig eftir svæðum: Noröurlönd 9.000 Önnur Evrópulönd 1.350 Ameríka 3.000 Afríka 52 Asía 48 Eyjaálfa 308 Á Norðurlöndunum skiptast ís- lendingar nokkuð jafnt á milli Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. í Lúxemborg er um 260 manna Islendinganýlenda. - HEI Landnámsganga og rómantík Ferðafélagið Útivist ætlar í fram- haldi af ferðasyrpu sem þeir kölluðu „strandargöngu í landnámi Ingólfs" að standa fyrir „Landnámsgöngu“. Með þessari göngu sem farin verður í tólf áföngunt er ætlunin að loka landnámshring þcint er byrjað var á í fyrra. Verður fyrsti áfanginn geng- inn 15. janúar. Tunglskinsgönguferðir verða einnig farnar einu sinni í mánuði og mun það án efa hressa upp á rómant- ík í lífi landans. Þá munu þeir ganga leiðir sem ekki hafa verið farnar áður auk ýmissa hefðbundinna ferða. Útivist hefur einnig gert áætlanir viðvíkjandi ferðum á komandi sumri en sú fyrsta verður 5 daga vestfirsk sólstöðuferð. Utanlandsferðir eru líka á döfinni en þær eru einungis ætlaðar félagsmönnum. Allar aðrar ferðir standa utanfélagsmönnum sem félagsbundnum til boða. jkb Hér má sjá nokkra áhugasama nemendur í Hjallaskóla í Kópavogi ásamt Kristínu Steinarsdóttur kerfisfræðingi hjá IBM á íslandi. við tækjabúnað er skólinn hlaut að gjöf í tengslum við íslenskt-danskt samskiptaverkcfni á grunnskólastigi. Námstækni framtíðar I tengslum við samskiptaverkefni milli nemenda á íslandi og í Dan- mörku færði IBM fjórum grunnskól- um PS tölvur að gjöf. Markmið þessa verkefnis er meðal annars að koma á samskiptum grunnskólanenta þessara landa með aðstoð tölvu og mótalds. Pessi tækni veitir nemendum einnig möguleika á að leita eftir fræðslu um heint allan og skiptast á upplýsingum varðandi ýnisar námsgreinar. Hver kennari og hver bekkur fær verknúmer að tölvum Háskóla íslands, en þaðan fara öll gögn til viðtakenda í Danmörku. Standa vonir til að þetta verkefni sýni og sanni að tölvur ættu að vera sjálfsagt hjálpartæki í hverri skólastofu, í öllum skólum landsins. En hingað til hefur þessi þróun gengið öllu hægar hér á landi en í nágrannalöndunum. jkb brosum/ og w alltgengurbetur •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.