Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. janúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR llllli Sverrir Hermannsson: Orsök og af leiðing Það myndi æra óstöðugan að eita ólar við ósannindavað- al Ólafs Grímssonar, sem kallast fjármálaráðherra um þessar mundir. Málhrópssamur gerðist hann á ísafjarðarf- undi þeirra rauðkembinganna. Eins og stunginn grís vældi hann um of dýran rekstur bankakerfisins upp á tvö þúsund milljónir króna. Nú vita allir menn að tilgangslaust er að spyrja manninn um forsendur fyrir þessari fullyrðingu. Þær eru engar til. Ó.Grímsson hefir enga athugun látið gera á málavöxtum. Hann hefði þess vegna alveg eins getað nefnt þrjú þúsund milljónir - eða sjö þúsund milljónir svo upphæðin stæðist á við hallarekstur hans á ríkissjóði þrjá sfðustu mánuði árs- ins 1988. Maðurinn hefur háskóla- gráðu í hvernig best sé að villa fólki sýn, og þegar slíkur lærdómur fer saman með eðlislægum óheiðar- leika er ekki á góðu von. Ó. Grímsson hrópaði til ísfirð- inga að Þorsteinn Pálsson og félag- ar hans hefðu gleymt að sjá fyrir fjáröflun til eins og annars sem þeir framkvæmdu. Ó. Grímssyni varð ekki skotaskuld úr því. Hann prentaði bara seðla. Hann prentaði seðla upp á sjö þúsund milljónir og dældi í fársjúkar æðar íslensks peningakerfis. Hegðun hans í emb- ætti er með þeim hætti, að hann hlýtur að vera þess fullviss að í því muni hann ekki sitja nema örfáa mánuði. Hann ætlar ekki að eiga þar langa fortíð ög bera ábyrgð á. Og fallið kemur eftir hans dag og reynt verður að kenna öðrum um. Það er gömul saga og ný þegar hans nótar eiga í hlut. Á ísafjarðarfundinum lýsti Ó. Grímsson því yfir að bankakerfið væri helsti andstæðingur núverandi ríkisstjórnar. Þessi yfirlýsing er sérstakur heiður fyrir þann, sem hér heldur á penna, því hann hefir ástæðu til að taka þetta að mestu leyti til sín - enn sem komið er. Og ástæður Ó. Grímssonar: Hann þarf að hafa hausavíxl á hlutunum eins og fyrri daginn. Á haustdögum prédikaði hann og afgangurinn af ríkisstjórninni að vextir eigi að fylgja verðbólgu, sem auðvitað er. En - nú þegar verð- bólgan flýgur á stað á nýjan leik fyrir verk sjálfrar ríkisstjórnarinn- ar, er annað hljóð komið í strokkinn. Nú er blaðinu alveg snúið við og hafðar uppi rakalausar fullyrðingar um að afleiðingar aukningar verðbólgu þurfi að vera vaxtahækkanir. Slíkt sé bara uppátæki bankanna, sem vilji gera ríkisstjórninni bölvun. Þó þora þessar hetjur ekki að lýsa því berum orðum yfir að hefja skuli hinn ljóta leik að greiða sparifjár- eigendum neikvæða innlánsvexti - að hafist skuli handa um það á ný að brenna upp sparifé landsmanna. En fái ríkisstjórnin þvf ráðið, að vextir hækki ekki með eðlilegum hætti í kjölfar aukinnar verðbólgu, er ríkisstjórnin þar með að taka ákvörðun um ránsherferð á hendur sparifj áreigendum. Það var heldur óskapfellilegt að sjá og heyra hinn nýja formann BSRB, Ögmund Jónasson, í sjón- Hegðun hans í emb- ætti er með þeim hætti, að hann hlýtur að vera þess fullviss að í því muni hann ekki sitja nema öfáa mánuði. Hann ætlar ekki að eiga þar langa fortíð og bera ábyrgð á. Og fallið kemur eftir hans dag og reynt verður að kenna öðrum um. Það er gömul saga og ný þegar hans nótar eiga í hlut. varpinu á dögunum. Hann var að koma af fundi með ríkisstjórninni, þar sem Alþýðublaðið sagði að ríkt hefði „þýður tónn" milli manna, og minnir á sem einu sinni var kveðið: „Þegar drottni þakkaði þjónn hans fyrir hallæri.“ Formaðurinn nýi tók í sjónvarp- inu viljandi býtti á orsök og afleið- ingu. Móður af undirgefni lýsti hann því að háir vextir væru orsök verðbólgu en ekki öfugt. Og þarna erum við komin að helsta mark- miði 0. Grímssonar og co: Að telja fólki trú um að bankar beri ábyrgð á verðbólgunni, þegar þeir neyðast til að hækka vexti í kjölfar hennar. Formaður BSRB réðst að þeim, sem hann sagði að vildu hækka vexti, húsbyggjendum ogöðrum til óþurftar. Þessum nýja forystu- manni fyrir fjölmennum samtökum launþega væri nær að beina geiri sínum gegn orsökinni - verðbólg- unni og þeim sem á henni bera nú höfuðábyrgð: Ríkisstjórninni. Ólafur Ragnar Grímsson. BÓKMENNTIR AUGU ÞIN MÁVAR OG MINNINGIN HEL „Formbyltingarskáldin svoköll- uðu voru yfirleitt mjög sniðföst í framsetningu. Það er eiginlega Matt- hías Johannessen, sem innleiðir frjálsari stíl, þegar hann kemur til sögunnar, stíl, sem getur leitað í ýmsar áttir og hefur gert það í hans eigin skáldskap. Matthías hefur haldið uppi merki frjálsræðis í stíl skáldskapar. Það frjálsræði þýðir að vissu leyti að hin gamla hefð heldur til jafns við þær breytingar sem orðið hafa...“ Þessi ummæli, sem Kristján Karls- son skáld og bókmenntafræðingur viðhafði í blaðaviðtali nýverið, eru prentuð aftan á nýjustu ljóðabók Matthíasar, Dagur af degi. Og ef gætt er grannt að, kemur í ljós að Kristján hefur að öllum líkindum lög að mæla eins og svo oft áður. Fjölskrúðugt form Þegar fyrsta ljóðabók Matthíasar Johannessens kom út, Borgin hló 1958, orti hann jöfnum höndum í hefð- bundnum stíl í frjálsu formi. Næstu tvær bækur, Hólmgönguljóð 1960ogJörð úr Ægi 1961, voru langir flokkar með breiðu og óbundnu sniði, ex- pansionslyrik, eða útleitin Ijóð eins og þau hafa verið kölluð á íslensku. Fjórða bókin, Vor úr vetri 1963, er hins vegar öll hefðbundin og er þar glímt við hið viðkvæma og vandasama sonnettuform. í fimmtu bókinni, Fagur er dalur 1966, sem telst sigur- bók Matthíasar sem skálds, fléttar hann aftur saman eins og í fyrstu bókinni hefðbundnum ljóðum og frjálsum, og hefur gert það síðan - með nokkrum undantekningum þó. Hinar helstu eru Morgunn í maí 1978, bernskumyndir, prósaiskar í eðli sínu, en bundnar stuðlum og rími á stöku stað, og minnsta ljóða- bók Matthíasar, Flýgur örn yfir 1984, örstutt kvæði í anda poésie pure, þar sem ljóðrænir töfrar njóta sín vel, án þess að um nokkurt efni eða meiningu sé að ræða. Sú bók markar á vissan hátt tímamót á ferli Matthíasar að mínum dómi. Þessi dæmi ættu að nægja til að renna stoðum undir kenninguna um frjálsræðið, sem minnst var á hér í upphafi. Annars er form ljóða Matt- híasar fjölskrúðugra en svo, að því verði gerð nokkur skil í stuttri blaða- grein. Vandaðasta bókin I bókinni, Dagur af degi, leggur Matthías rækt við þá tvo höfuðþætti, sem einkennt hafa ljóð hans, hefð- bundna formið og hið frjálsa. Hann Matthías Johannessen hefur sem fyrr gott vald á óbundna stílnum, en yrkir að þessu sinni betur í hefðbundnu formi en nokkru siiyii fyrr. í heild er þetta vandaðasta ljóðabók Matthíasar, á köflum hreinasta víravirki skáldskapar, sem unun er að lesa. Bókin hefst á ljóðinu Minning um hús, sem fjallar um Hávallagötu 49, þar sem Matthías er uppalinn, og síðan koma fleiri minningaljóð í fyrstu tveimur hlutunum: Tréð er minning, Minning um hár, Minning um dag, Minning um Þuríði. Og í fjórða hluta bókarinnar, sem er lengstur og geymir 28 ljóð, flest stutt og hnitmiðuð, er að finna kvæðið Ferðalag, en það minnir á ljóðrænu söguna frá í fyrra, Sól á heimsenda: Þú ferðast um hug minn og gróðursetur ferskar minningar í uppblásna reiti á afviknum stað. Og síðan munu þeir standa í fullum blóma þegar við ferðumst aftur um hugi hvors annars, grænir reitir á grónum stað. En kalviðurinn mun bera þessu ferðalagi vitni. Hvít eru sólskin Ljóð einkennast stundum af sér- stökum litum, og hvítt er litur Dags af degi. Strax í fyrsta hlutanum er ljóðið Tilbrigði um orðið hvítur, þar sem hver líkingin rekur aðra: fjall- hvít mynd, auðnarhvítt vænghaf, hvítvængjaður jökull, blikuhvítur himinn, fjaðrahvít rjúpa og hvíta- logn dauðans. Og í þriðja hluta bókarinnar, þar sem eru kvæði um persónur og atburði úr íslendinga- sögum, hefst ljóðið Gísli kveður á þessum hendingum: hvít eru sólskin svo hvít eins og blá fjöllin sem rista í rökkrið með Ijá geisladagsmorgun er marauð vor jörð hvít sigla skerin og hverfa út fjörð rignir nú blóði og rökkvast við él augu þín mávar og minningin hel Sama minnið er í fimmta hlutan- um, og ef til vill munu þessi hefð- bundnu sagnakvæði vekja mesta at- hygli, en þau eru til vitnis um tengsl Matthíasar við íslenska bókmennta- arfleifð. Bókinni lýkur á þremur ljóða- flokkum: Sprengjunni, sem er ort í anda Hólmgönguljóða og Jarðar úr Ægi, Tunglið er spegill tímans, sem er eins konar framhald, en flóknara kvæði og býsna torráðið - og síðast en ekki sfst Viðey á Sundum. Það kvæði flutti Herdís Þorvaldsdóttir eftirminnilega við vígslu Viðeyjar- stofu, og í því eru þessar hendingar: Sjáum væng leita fjöðrum viðnáms í daglegri önn væng leita vængja í uppstreymi hugans og dagshvítri þögn. Gylfi Gröndal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.