Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 17. janúar 1989 Tímínn 19 ■irvnuo MiiraviT f i ÞJÓDLEIKHÚSIÐ í! Fjalla-Eyvindur og kona hans leikril eftir Jóhann Sigurjónsson Fimmtudag kl. 20.00 9. sýning Föstudag kl. 20.00 3Bjsknníí;ri ibo|fmann$ Þjóðleikhúsið og islenska óperan sýna Ævintýri Hoffmanns ópera eftir Offenbach Laugardag kl. 20.00 uppselt. Sunnudag kl. 20.00 uppselt. Miðvikudag 25.1. kl. 20.00 Föstudag 27.1. kl. 20.00 Laugardag 28.1. kl. 20.00 Þriðjudag 31.1. kl. 20.00 Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Simi11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltiðog miði á gjafverði. Oliver Reed hefur alltaf verið áberandi hvar sem hann hefur komið. Það er ekki bara stóra nefið og útlitið að öðru leyti sem hefur vakið athygli. Hann hefur líka verið með fyrirferðarmeiri mönnum í framkomu. Ekki fylgir sögunni hvort athygli umheimsins er eitthvað farin að dala en það er víst að margir ráku upp stór augu um daginn. Þá birtist Oliver Reed í London með eldrautt hár og alskegg. Þótti nú sjálfsagt að hann héti héðan í frá Oliver Red! NAUST VESTURGÚTU 6-8 Borðapantanir 17759 Eldhús 17758 Símonarsalur 17759 VÐTiQRNINA Fjölbreyttur matseðill um helgina. Leikhúsgestir fá 10% afslátt af mat fyrir sýnlngu. Sími 18666 PiTAH Skipholti 50c S 6B8150 KFTKIAVlKUR SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds f %! '1 ' Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson i kvöld kl. 20.30 Uppselt Þriðjudag 17. jan. kl. 20.30 Fimmtudag 19. jan. k|. 20.30 Laugardag 21. jan. kl. 20.30 Örfá sæti laus Ath. Sýningar sem vera áttu í kvöld og á morgun falla niður vegna veikinda. Vinsamlegast hafið samband við miðasölu. Sjang-Eng Höfundur: Göran Tunström Þýðing: Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson Aðst.leikstjóri: Jón Tryggvason Leikmyndir og búningar: Marc Deggeller Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson og Ríkarður Örn Pálsson Dans og hreyfingar: Hlíf Svavarsdóttir Leikendur: Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ragnheiður Amardóttir, Sigurður Karlsson, Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Edda Heiðrún Backman, Eggert Þorleifsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristján Franklín Magnús, Jakob Þór Einarsson, Fanney Stefánsdóttir og Jón Tryggvason 2. sýn. sunnud. 15. jan. kl. 20.00 Grá kort gilda 3. sýn miðv.d. 18. jan. kl. 20.00 Rauð kort gilda 4. sýn. föstud. 20. jan. kl. 20.00 Blá kort gilda 5. sýn. sunnud. 22. jan. kl. 20.00 Gul kort gilda Miðasala i Iðnó simi 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 12. febrúar 1989. MA.’RA :í> OHÖAMSÍ Söngleikur eftir Ray Herman Sýnt á Broadway Ikvöld kl. 20.30 Föstudag 20. jan. kl. 20.30 Laugardag 21. jan. kl. 20.30 Miðasala i Broadway sfmi 680680 Miðasalan i Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 12. febrúar 1989. Veitingar á staðnum. Sími 77500. ' I I I orfoti RESTAURANT Pantanasími 1 33 03 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO CAIFE Kringlunni 8—12 Sími 689888 „Samkvæmis- sundbolur" Fyrirsætan Jerry Hall, sam- býliskona rokkkóngsins Mick Jaggers, lætur sér ekki lengur nægja að láta mynda sig í tískufötum frá hinum og þess- um tískufyrirtækjum. Nú er hún farin að hanna fötin sjálf, sem hún sýnir. Hún hefur t.d. teiknað sól- og sundföt sem hún er svo mynduð í, og hér sjáum við einn alfínasta sundbol sem hugsast getur. Hann er úr svörtu silki, fóðraður með þunnu satíni og til skrauts er notað svart blúnduefni. Jerry Hall tekur sig vel út í svarta silkibolnum með svört sólgleraugu, - og sú kann að stilla sér upp fyrir ljósmynd- arann. Kathy Beale í Austurbæingum vill ekki segja hver sá lukkulegi er. Ástfanginn Austurbæingur - Það versta við að allir þekki mann er að athyglin getur hæglega spillt einka- sambandi áður en það fær tækifæri til að þróast, segir Gillian Taylforth sem leikur Kathy, konu Peters Beale í Austurbæingunum. - Þess vegna vil ég ekki segja hver maðurinn í lífi mínu er, bara að hann heitir Geoff og er stórkostlegur náungi. Gillian heldur áfram: - Það getur haft skaðleg áhrif á sitthvað annað að hafa þekkt andlit. Fjölskylda mín kemst oft í uppnám yfir þvættingn- um sem lesa má um mig í blöðunum. Stundum finnst manni að einkalíf manns sé hengt út á snúru svo allir geti virt það fyrir sér. Þó ég sé yfir mig ástfangin þessa stundina er alveg óþarfi að skrifa neitt um hvenær ég ætli að gifta mig. Fyrrum unnusti minn bað mín eftir fjögurra ára samveru en ég hafnaði honum. Ég er dauð- skelfd við tilhugsunina um hjónaband. Ég er mjög ánægð með að leika í Austur- bæingum og stefni hærra í lífinu en að verða góð eigin- kona og móðir. Mín æðsta sæla er ennþá að vinna, segir Gillian fastmælt að endingu, en eilítið stríðnisleg á svipinn. Þessi kona hefur látift festa mynd af sér innan í falskan góm sinn Greinilega hefur þessi herramaður ennþá sínar eigin framtennur eftir gómnum hans að dæma Myndskreyttirtanngarðar Nú er það það nýjasta í Ameríku að fólk lætur setja mynd af sér innan í fölsku tennurnar. Þá er ekki um það að villast hver er eigandi gómsins ef hann fer eitthvað á flakk. Slíkt kemur stundum fyrir á sjúkrahúsum, þegar tennur eru fjarlægðar fyrir svæfingu eða aðrar aðgerðir. Það er Ijósmyndarinn Mike Robinson í Reseda í Kali- forníu, sem byrjaði með þess- ar tanngarðamyndir. Mynd- irnar eru brenndar innan í, góminn, og sumir eru svo rómantískir, að þeir vilja láta festa mynd af sinni heittelsk- uðu, - eða sínum heittelskaða - í góminn, þar sem aldrei er hægt að fjarlægja hana. Kannski verður þessi aðgerð á boðstólum innan skamms hjá íslenskum tannsmiðum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.