Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 7
T.únci •v * '*L-'Ot-ípu^vi ■
»• M-M f <
• I • > I
Þriðjudagur 17. janúar 1989
Tíminn 7
Bergmálsmælingar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg orönar aökallandi:
Gætum tapao eign
í úthafskarfanum
Bergmálsmælingar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg innan
landhelgi eru að verða áríðandi á nýjan leik fyrir íslendinga,
vegna væntanlegra samninga um veiðiskiptingu milli aðildar-
þjóða í Norð-austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd. Nefndin fjall-
ar um verndun og nýtingu fiskistofna sem er eingöngu að
finna á alþjóðlegu hafsvæði. Það ýtir einnig við okkur að
áhugi Sovétmanna á þessum veiðum hefur aukist og áætla
þeir stofnstærðina um 1,2 milljónir tonna. Það getur þýtt á
annað hundruð þúsund tonna heildarveiði.
Undanfarin ár hefur verið hlé á að finna á ákveðnu dýpi og þar er
þessum mælingum vegna vinnslu- því hægt að toga með góðum ár-
erfiðleika sem stöfuðu af fjölda angri.
sníkjudýra, en nú hafa skipstjórar Dr. Jakob Jakobsson, forstjóri
komist að því að sníkjudýrin er ekki Hafrannsóknastofnunar, sagði að
mjög áhugavert væri að mæla þann
hluta stofnsins sem er að finna innan
landhelginnar. Þegar að því kemur
að aðildaþjóðirnar í NA-Atlants-
hafsfiskveiðinefndinni koma sér
saman um skiptingu veiðiheimilda í
úthafskarfa, verður tekið mið af
veiðihefð viðkomandi þjóða og
einnig gæti það styrkt stöðuna að
geta lagt fram niðurstöður mælinga
og annarra rannsókna.
Bergmálsmælingar á úthafskarfa
voru stundaðar fyrst um 1970, undir
stjórn dr. Jakobs Magnússonar, og
voru þær í gangi um skeið. Þær hafa
nú legið niðri í nokkur ár og geta
Arnarfellið í Sundahöfn.
Skipadeild Sambandsins:
Nýtt skip á
„ströndina“
í annarri viku janúar kom til
landsins nýtt strandferðaskip M/S
„Arnarfell" sem afhent var Skipa-
deild Sambandsins í lok desember-
mánaðar:
Skipið sem er 3.129 burðartonna
milliþilfarsskip byggt í Oldenburg,
V-Þýskalandi 1983, er tekið á 12
mánaða þurrleigu með kauprétti.
Skipið er 89,95 metrar að lengd og
14 á breidd búið 3.200 hestafla
aðalvél og er meðalganghraði þess
13,5 sjómílur.
Gámaflutningsgeta þess er 177
gámaeiningar og eru 35 frystigáma-
tengi í skipinu. Þá er það búið 35
tonna gámakrana.
Skipið er mannað íslenskri áhöfn
og er skipstjóri þess Kristinn
Aadnegaard og yfirvélstjóri Baldur
Sigurgeirsson.
Skipið hefur þegar hafið vikulegar
strandsiglingar og fer það á fimmtu-
dögum frá Reykjavík til:
Ísafjarðar/Vestfjarðahafna
(föstudaga),
Sauðárkróks/Siglufjarðar (laug-
ardaga),
Húsavfkur (sunnudaga),
Akureyrar/Dalvíkur (mánu-
daga),
ísafjarðar, Vestfjarða (þriðju-
daga).
Öðrum höfnum verður þjónað
eftir þörfum t.d. Hólmavík og Snæ-
fellsneshöfnum, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Skipadeild Sambandsins.
Umfangsmikil endurmenntunarnámskeið fyrir bændur:
22 námskeið
Á yfirstandandi misseri verða
haldin endurmenntunarnámskeið
fyrir bændur á Bændaskólunum á
Hólum og Hvanneyri. Síðastliðið
haust var í gangi námskeiðahald
fyrir loðdýrabændur en áberandi
þættir í námskeiðunum sem nú verða
eru hrossarækt og fiskeldismál. Sem
dæmi um námskeið af öðru tagi má
nefna tölvunotkun í landbúnaði,
bændabókhald, málmsuðu og
skógrækt.
Stéttarsamband bænda hefur unn-
ið að skipulagningu námskeiðanna
ásamt Búfræðslunefnd og bænda-
skólunum. í samvinnu við Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins hefur tek-
ist að fjármagna námskeiðin og auð-
velda bændum að sækja þau. Þeir fá
greitt námskeiðsgjald, fæði og gist-
ingu á námskeiðsstað auk ferða-
styrks. í fréttatilkynningu frá Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins seg-
ir m.a. að símenntun bænda verði æ
mikilvægari og námskeið af þessu
tagi séu liður í aðlögun landbúnaðar-
ins að breyttum aðstæðum. SSH
íslendingar ekki lagt fram nein nýleg
gögn máli sínu til stuðnings. „Það
sem er athyglivert fyrir okkur er að
komast að því hver eignaraðild okk-
ar getur hugsanlega orðið á þessum
stofni í okkar lögsögu," sagði dr.
Jakob Jakobsson. „Ef við gerum
ekkert í málinu er eins víst að við
getum staðið illa að vígi.“
Þessi mál bar síðast á góma í
áðurnefndri alþjóðlegri veiðinefnd á
fundi hennar í haust og var þá rætt
um að fyrr en síðar kæmi að því að
veiði á úthafskarfanum yrði skipt
milli þjóðanna. Vegna þess hve
veiðisaga þjóðanna skiptir miklu
máli eru líkur á því að Sovétmenn
og aðrar Austur-Evrópuþjóðir eign-
ist stóran hlut í úthafskarfastofnin-
um. Meðan íslendingar geta ekki
lagt fram neinar sannanir á því að
hluti stofnsins sé innan lögsögunnar,
eru líkurnar minnkandi á því að
eignaraðild okkar verði í eðlilegu
hlutfalli.
Hafrannsóknarstofnun hefur nú
til athugunar hvernig hægt verður að
kosta þessar mælingar, en ekki er
gert ráð fyrir þeim í áætlunum þessa
árs. Hins vegar sagði dr. Jakob
Jakobsson að menn væru að skoða
hvort ekki væri hægt að koma þess-
um mælingum framar í forgangsröð
verkefna og ætti ákvörðun um það
að liggja fyrir í þessum mánuði.
KB
Karfa landað. Óvíst er hvort úthafs-
karfa, sem veiddur er utan lögsögu,
verður landað hér í bráð.
SPARIFJAR-
EIGENDUR!
Við innlausn spariskírteina ríkissjóðs býður Sparisjóður
vélstjóra hagkvæmar ávöxtunarleiðir til lengri
eða skemmri tíma:
- TROMP-reikning sem er alltaf laus og án
úttektargjalds, .
- 12 mánaða
- skuldabréf Sparisjóðs vélstjóra fyrir þá sem vilja spara
til lengri
- ný spariskírteini ríkissjóðs^^^^^B
VmstJORA
BORGARTÚN118 SÍMI28577-SÍÐUMÚLA 1 SÍMI685244