Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. janúar 1989 Tíminn 13 Bandaríkjamenn byggja upp vopnabúr sitt: Framleiða milljón eiturefnasprengjur Bandaríkjamenn, sem nú eru í fararbroddi hvað varðar tækni við framleiðslu efnavopna, hyggjast framleiða eina milljón einingar af tveggja þátta eiturvopnum á næsta áratug. Frá þessu var skýrt í Was- hington Post á sunnudag. í frétt blaðsins segir að bandaríski herinn hyggist fyrst framleiða tveggja þátta eitursprengjur fyrir stórskotalið, þá eitursprengjur til loftárása og síðan eldflaugar hlaðnar tveggja þátta eiturefnum. Alls mun þessi áætlun Bandaríkjamanna eiga að kosta þrjá milljarða Bandaríkja- dala. Tveggja þátta efnavopn byggjast á týfeimur tegundum efna sem eru óskaðleg hvort í sínu lagi, en þegar þeim er blandað saman myndast bráðdrepandi gas. Því er allur flutn- ingur efnanna í átt að skotmörkum skaðlaus og handhægur en vopnin áhrifarík og hræðileg þegar til kast- anna kemur. Sérstök efnaverksmiðja banda- ríska hersins í Arkansas hefur fram- leitt grunnefnin í hin hræðlegú efna- vopn Bandaríkjamanna frá því í desember 1987 þegar bandaríska þingið samþykkti að hefja á ný framleiðslu efnavopna eftir átján ára hlé. Ástæðan var sögð fram- leiðsla Sovétmanna á svipuðum vopnum. Frá því Bandaríkjamenn hófu Efnavopn eru hræðileg. Það sást Habaja í marsmánuði sl þegar Irakar beittu efnavopnum gegn Kúrdum. Hér má sjá fórnarlömbin. Bandaríkjamenn hyggjast framleiða 1.000.000 eiturefnasprengjur. framleiðslu á efnavopnunum hafa Sovétmenn hætt framleiðslu efna- vopna og hafa kynnt áætlun um eyðingu þeirra. Bandaríkjamenn voru aðilar að samkomulagi á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í París í síðustu viku og fjallaði um efnavopn. Þeir skrif- uðu einnig undir lokayfirlýsingu ráð- stefnunnar sem miðar að banni við framleiðslu efnavopna. Hins vegar ætla Bandaríkjamenn að halda áfram framleiðslu efnavopna þar til leið er fundin til að framfylgja því banni. Bandaríkjamenn vinna olíu á ný með Gaddafi Allar líkur eru á því að Ronald Reagan afturkalli bann við því að bandarísk olíufyrirtæki vinni olíu í Líbýu áður en hann stígur úr valda- stóli á föstudaginn. Bann þetta hefur verið í gildi frá því árið 1986. Það var fréttatímaritið Newsweek sem skýrði frá þessu á sunnudaginn. Fimm bandarísk olíufyrirtæki eiga 49% hlutdeild á móti líbýska ríkinu í lýbíska rfkisolíufyrirtækinu sem sér um vinnslu olíu í Líbýu. Ef bandarísku olíufyrirtækin hefja ekki vinnslu í Líbýu fyrir mitt ár, þá munu þau samkvæmt samningum missa hlutdeild sína í ríkisolíufyrir- tækinu. Samkvæmt heimildum Newsweek hefur verið ákveðið að aflétta vinnslubanninu, en ekki er vitað hvenær það verður. Víetnamar finna ný olíusvæði Víetnamar hafa fundið nýjar olíulindir innan efnahagslögsögu sinnar í Kínahafi og binda þeir miklar vonir við að vinnsla olíunnar eigi eftir að bæta efnahag landsins sem er í rúst. Það var Dao Duy Chu, fram- kvæmdastjóri Petrovietnam olíufé- lags víetnamska ríkisins, sem skýrði frá þessu fyrir helgina. Hann sagði að Petrovietnam myndi í næstu viku ganga frá samningum við breska stórfyrirtækið British Petroleum vegna olíuvinnslu og olíuleit á þessu svæði næstu 25 árin. Er það fjórði olíuvinnslusamningurinn við alþjóð- lega olíuauðhringa á átta mánuðum. - Olíuiðnaðurinn í Víetnam er nú kominn á nýtt stig. Við höfum góð sambönd við mörg olíufyrirtæki. Stefna okkar er að hvetja til fjárfest- ingar í olíuiðnaði í Víetnam. Við teljum að samningar okkar séu sveigjanlegir, sagði Dao Duy á blaðamannafundi vegna þessa. Hann sagði að hið nýuppgötvaða olíusvæði sem hlotið hefur nafnið „Stóri björn“ væri að líkindum mun olíuríkara en olíusvæðið „Hvíti tígur“ sem er í hafinu út af Ho Chi Minh borg. Þar fer nú fram þó nokkur olíuvinnsla. Víetnamar hófu vinnslu á olíu í lítilli olíuhreinsunarstöð í Ho Chi Minh borg á síðasta ári, en þeir gera ráð fyrir að byggja mun stærri olíu- vinnslustöð með hjálp erlendra stór- fyrirtækja. Er gert ráð fyrir að sú stöð vinni úr 60 þúsund tunnum á dag og verði komin í gagnið um miðjan næsta áratug. Fjölmenn mótmæla ganga í Níkaragva Á sunnudaginn tóku um það bil sexþúsund manns þátt í fyrstu móttmælagöngu stjórnarandstæð- inga í Níkaragva frá því þrjátíu og átta stjórnarandstæðingar voru handteknir á útifundi í Managva í júh'mánuði. Mótmælagangan fór í alla staði friðsamlega fram, en gengið var um götur Managva og voru slagorð gegn Sandínista- stjórninni á hvers manns vörum. Ríkisstjórnin hafði gefið leyfi fyrir mótmælafundi þessum. Mótmælagangan var sú fjöl- mennasta í Níkaragva frá því f byltingu Sandínista árið 1979. Kröfðust göngumenn aukinna mannréttinda og frelsis, auk þess sem sem krafist var raunhæfra aðgerða í efnahagsmálum, en verð- bólga í landinu hefur löngu sprengt alla verðbólguskala. Lögreglan lét fara sem allra minnst fyrir sér og bárust ekki neinar fregnir af handtökum í tengslum við gönguna. m Steingrímur Fundir um atvinnu- og efnahagsmál Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur fundi um at- vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stöðum: Norðurland-E, þriðjudag 24. jan. Hótel KEA kl. 21.00. Vesturland, flmmtudag 26. jan. Dalabúð, Búðardal kl. 20.30. Austurland, laugardag 28. jan. Egilsstaðir kl. 15.00. Vestfirðir, sunnudag 29. jan. Félagsheimilinu, Patreksfirði kl. 16.00. Norðurland-V, laugardag 4. feb. Varmahlíð kl. 14.00. Allir velkomnir Félagsvist Spilum félagsvist í samkomuhúsinu. Borgarnesi föstudagainn 20. janúar kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á fimmtudögum kl. 17-19 sími 98-22547. KSFS. fl^BROSUM/ m É UMFEROAR . ^9 /fy alltgengurbetur * ^ m Verkamannabú- ^ staðir í Kópavogi Stjórn verkamannabústaöa í Kópavogi auglýsir eftir umsóknum um íbúðir sem byggöar verða í 2 fjöibýlishúsum við Hlíðarhjalla í Kópavogi. íbúðirn- ar verða afhentar á árinu 1990. í fjölbýlishúsunum eru 52 íbúðir (4 tveggja, 34 þriggja og 14 fjögurra herbergja). Umsóknir gilda einnig fyrir endursöluíbúðir sem koma til úthlutunar á þessu ári. Réttur til íbúðakaupa er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Eiga lögheimili í Kópavogi. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Fara eigi yfir það tekjumark sem hér fer á eftir: Meðaltekjur (brúttótekjur miðað við árin 1985, 1986 og 1987) mega ekki fara fram úr kr. 756.567,- að viðbættum kr. 68.933,- fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri. Heimilt er að víkja frá þessum reglum í sérstökum tilvikum. Þeir sem búa við erfiðasta húsnæðisaðstöðu hafa forgang að íbúðum í verkamannabústöðum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Kópavogs og skrifstofu VBK í Hamraborg 12, 3ju hæð. Umsóknum skal skilað fyrir 30. janúar n.k. í lokuðu umslagi merktu stjórn verkamannabústaða í Kópavogi. Stjórn VBK. + Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför Sveindísar Sveinsdóttur Kleppsvegi 134, Reykjavík F.h'. aðstandenda Jón Jónsson Brjánsstöðum, Skeiðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.