Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 14
1 r 14 Tíminn Þriöjudagur 17. janúar 1989 AÐ UTAN llllllllllllll j \ r 5 Barbara Bush forsetafrú er ánægð í eiginkonu- og ömmuhlutverkinu í 43 ár hefur Barbara Bush stutt dyggilega metnað manns síns hvert sem hann hefur leitt þau. En nú er komið að því að fremsta kona Bandaríkjanna setji sitt eigið mark á Hvíta húsið. 20. janúar stendur þessi yfirlætislausa kona við hlið Georges Bush þegar hann sver embættiseið sem 41. forseti Banda- ríkjanna. Vildi ekki skyggja á Nancy Reagan Fyrir átta árum, í upphafi stjórn- attíðar Reagans, átti Barbara Bush fund með hópi ráðgjafa sem lögðu fast að henni að hafa sig meira í frammi með því að berjast fyrir málefnum sem væru líkleg til að koma henni í fréttirnar. Hún hlust- aði af athygli meðan þeir lýstu skoðunum sfnum, en tók svo ákveðin sína ákvörðun. „Ég ætla mér ekki að skyggja á Nancy Reagan," sagði hún með áherslu. .,Ég er seinni konan. Minn tími kemur síðar.“ Eftir sigur George Bush í for- setakosningunum í nóvember sl. er tími Barböru Bush í sjónmáli. 20. janúar 1989, þegar maður hennar sver embættiseiðinn sem 41. forseti Bandaríkjanna með konu sína sér við hlið, gengur Barbara Pierce Bush inn í hlutverk sem hún hefur eytt allri sinni ævi í undirbúning að - hlutverk sem hún kann að vera betur undir búin en nokkur forsetafrú önnur. Reyndar rætist framtíðarsýn Barböru, sem hún hefur stefnt að af engu minni krafti en maður hennar, þegar þau setjast að í Hvíta húsinu að 1600 Pennsylvania Avenue í Washington. Barbara hefur fylgt manni sínum eftir án þess að mögla, frá Wyandotte í Michigan-ríki, til Houston, til Pek- ing - allt í allt til 17 borga - meðan hann vann sig upp úr því að vera efnilegur kaupsýslumaður í að verða þingmaður fyrir Texas, til að verða yfirmaður bandarísku sendi- sveitarinnar í Kína og yfirmaður CIA. Hún hefur ferðast margar milljónir mílna um borð í Air Force Two, einkaflugvél varafor- setans, til allra 50 ríkja Bandaríkj- anna og 68 annarra landa. Henni hafa verið útdeildar endalausar opinberar skyldur, allt frá því að vera viðstödd virðulegar athafnir til þeirra sem nánast mega teljast hlægilegar. Allt hefur henni farið jafnvel úr hendi. Og framkoma hennar í kosningabaráttunni 1988 var jafnlýtalaus þegar hún varð m.a. að fást við langlífan orðróm um meint framhjáhald manns hennar og að láta sér lynda ill- kvittnar athugasemdir um hvíta hárið og matrónulegt holdafar. Hún sló vopnin úr höndum árás- armanna með því að gera góðlát- legt grín að sjálfri sér - og allan tímann stóð hún vörð um mannorð manns síns. „Hún verður algerlega óumdeild“ Barbara, sem nú er orðin 63 ára, er fljót að viðurkenna að hún sé hin fullkomna eiginkona stjórn- málamanns. Hún er látlaus, hóg- vær og ber hag fjölskyldu sinnar meira fyrir brjósti en nokkuð annað. Hún hyggst ekki breyta þessum lifnaðarháttum hið minnsta þegar hún sest að í Hvíta húsinu. „Hún verður algerlega óumdeild," spáir einn starfsmanna Bush. „Pað verður ekki mikill fyrirgangur í Hvíta húsinu. Þar verður minna um sjónarspil og glans, þar verður fjölbreyttara úr- tak af fólki og stjórnmálamönnum í opinberum matarboðum, og það sem er allra best, nú hlaupa 10 barnabörn aftur um ganga Hvíta hússins." Þegar talið berst að afskiptum Barböru af stefnumarkandi ákvörðunum forsetans er fullyrt að hún komi hvorki til með að telja mann sinn á sínar skoðanir bak við tjöldin, eins og Nancy Reagan, né sýni hún sömu ágengu árásargirn- ina og Rosalynn Carter. „Ég geri engan öldugang," segir Barbara og heldur því fram að hún eigi allan rétt á því að láta í ljós sínar skoðanir í hópi kunningja og vina en hafi ekki í hyggju að beita áhrifum sínum þegar George tekur ákvarðanir. Barátta gegn ólæsi er mikið áhugamál Hún hefur um langa hríð tekið mikinn þátt í baráttu gegn ólæsi, sem hún segir „mikilvægasta mál- efnið sem við þurfum að berjast fyrir“ og fastlega er reiknað með Barbara Bush fær oft að heyra að hún sé ekki nógu ungleg, hún ætti að lita á sér hárið og léttast um mörg kíló. En hún hefur sýnt að hún á auðvelt með að vinna hug og hjarta kjósenda. að það málefni hafi áfram forgang hjá henni. „Ef við getum fengið fólk til að lesa,“ segir hún, „getum við náð því út úr fangetsunum og skýlunum og af götunum og það getur aftur fengið sér atvinnu." Það göfuga verkefni og óhaggan- leg hollusta hennar við mann henn- ar eiga að hluta rætur að rekja til þess gildismats sem hún tileinkaði sér í æsku en hún var alin upp við dekur í Rye, útborg efnaðri borg- ara frá New York. Faðir hennar Marvin gaf út tímaritið McCall og móðir hennar Pauline var dóttir hæstaréttardómara í Ohio. Þau gerðu strangar kröfur til Barböru og þriggja systkina hennar um að þau sýndu öllum fulla tillitssemi. Barbara naut dvalarinnar í Kína þar sem hún hafði George út af fyrir sig! „Okkur var kennt að taka tillit til tilfinninga annarra," segir hún. Hún kynntist George Bush á jóla- dansleik árið 1942 - hún var ekki nema 16 ára og gekk enn í skóla en hann var 17 ára og skaraði fram úr í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Barbara gerði sér óðara Ijóst að hún vildi giftast þessum manni og ári síðar opinberuðu þau trúlofun sína. Skömmu síðar var George kominn í stríðið en hann var flugmaður í sjóhernum. Þegar hann kom heim í leyfi 1945 hætti Barbara í skólanum og þau héldu veglegt brúðkaup í heimaborg hennar. „Ég giftist fyrsta mannin- um sem ég kyssti," segir hún. „Þegar ég segi börnunum mínum frá þessu liggur við að þau kasti upp.“ Alltaf langað mest til að byggja upp heimili og skjóta rótum Barbara Bush segir sig alltaf hafa langað til að byggja upp heimili og sig hafi alltaf langað til að skjóta rótum einhvers staðar. Hún gerði ráð fyrir því að þau George myndu setjast að í Nýja Englandi og senda börn sín í sömu skóla og klúbbböll sem þau hefðu sjálf stundað í æsku. En þegar George hafði útskrifast frá Yale- háskóla 1948 flutti hann Barböru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.