Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
ÍÞRÓTTIR
Körfuknattleikur:
Naumt hjá Haukum
Frá Erni Þórarinssyni fréttamanni Tímans:
Haukar sigruðu Tindastól 84-81 í
Flugleiðadeildinni í körfuknattleik
þegar liðin mættust fyrir norðan á
sunnudagskvöldið.
Leikurinn var jafn og æsispenn-
andi og tóku um 350 áhorfendur
virkan þátt í baráttunni. Allan tím-
ann var leikurinn jafn, en eftir 5
mín. var staðan 1212, en þegar
hálfleikurinn var hálfnaður höfðu
Haukarnir náð forystu 26-30. Tind-
stælingar náðu að vinna þennan mun
upp 34-34, en yfir komust þeir ekki,
enda fengu hættulegustu stiga-
skorarar Tindastóls, þeir Eyjólfur
og Valur lítið að athafna sig. Þegar
3 mín voru eftir af hálflciknum var
Pálmar Sigurðsson besti leikmaður
Haukanna studdur af leikvelli, eftir
að hann skall harkalega í gólfið.
Haukar létu þetta ekki á sig fá og
höfðu 6 stiga forskot í leikhléinu,
40-46.
Pálmar kom til leiks aftur eftir
hléið og stjórnaði leik Haukanna, en
Ingimar fór út af með 5 villur
fljótlega eftir að leikurinn hófst.
Tindastólsmönnum gekk illa að
vinna upp forskot Hauka, þrátt fyrir
ágæt tilþrif á köflum. Það var ekki
fyrr en 3 mín. voru eftir aðTindastóll
skoraði 5 stig á 20. sck. og jöfnuðu
leikinn 77-77. Síðustu mín. ein-
kenndust af taugaspennu, Haraldur
kom heimaliðinu yfir 79-77. Hauk-
arnir jöfnuðu og næst kom Pálmar
þeim yfir 79-82 með frábæru þriggja
stiga skoti og 1 mín var eftir. Þá
fengu Tindastólsmenn 4 vítaskot á
röð, en tókst aðeins að nýta 2 og
staðan var 81-82. Þá tókst Eyþóri að
skora körfu fyrir Hauka, eftir gífur-
lega baráttu, sem tryggði þeim
endanlega sigurinn. Valur reyndi
þriggja stiga skot á síðustu sek. sem
ekki rataði í körfuna og sigur Hauka
81-84 var staðreynd.
Tindastólsmenn voru óhcppnir að
tapa þessum leik, þeir stóðu Hauk-
unum fyllilega á sporði og nánast
tilviljun réði því hvoru megin sigur-
inn lenti. Liðið virkaði ákaflega
jafnt að þessu sinni enda hefur
stigaskorið sjaldan verið jafnara hjá
liðinu í vetur.
Haukarnir virtust lengi vel ætla að
vinna þennan leik án sérstakra
stórátaka, en eftir að Jón Arnar og
Ingimar voru farnir út af með 5 villur
lentu þeir. í crfiöleikum sem þeir
klóruðu sig þó út úr, mest fyrir það
hvað Tindastólsmönnum lá óskap-
Iega á síðustu mínúturnar.
Dómarar voru þeir Gunnar Val-
geirsson og Kristinn Óskarsson og
höfðu þeir góð tök á leiknum allan
tímann. ÖÞ/BL
Leikur: UMFT-Haukar 81-84 Lið: Haukar
Nöfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig
Pálmar 5-1 11-5 2 4 2 2 - 18
Henning 6-4 2-1 2 2 2 1 - 16
Haraldur - - - 1 - - - 0
JónArnar 4-2 - - 1 3 - - 4
Eyþór 7-3 - - - - - - 6
Ingimar 4-2 - - 1 - 1 - 4
Tryggvi 11-6 - 4 5 5 - - 16
ívar 12-5 4-1 1 8 3 3 _ 16
Reynir 6-2 1-0 - 10 1 1 - 4
Leikur: UMFT-Haukar 81-84 Lið: UMFT
Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST stig
Kári 7-3 4-1 - - 1 3 - 9
Sverrir 11-7 1-0 6 - 2 4 - 16
Eyjólfur 5-3 2-0 5 3 2 1 - 10
Pétur - - - - 1 1 _ 0
Björn 7-1 2-1 - 3 - 1 - 5
Ágúst 1-0 _ _ 1 - - - 0
Haraldur 12-7 2-1 4 5 2 - - 18
Valur 20-7 5-1 9 6 2 1 - 23
Körfuknattleikur:
Mikið skorað í lélegum leik
Á þriðja hundrað stig litu dagsins
Ijós í leik í R og ÍBK í Flugleiðadeild-
inni í körfuknattleik í íþróttahúsi
Seljaskóla á sunnudagskvöld. Úrslit
leiksins urðu 109-93 sigur Keflvík-
inga sem höfðu yfir í háiflcik 48-38.
Leikurinn var illa leikinn af beggja
hálfu og engu líkara en leikmenn
hafi gleymt því í jólaleyfinu hvernig
á að leika varnarleik. í bæði liðin
vantaði lykilmenn, hjá ÍR vantaði
Björn Steffensen og hjá Keflvíking-
um voru þeir Axel Nikulásson og
Magnús Guðfinnsson ekki með. í
þeirra stað komu leikmcnn sem ekki
hafa leikið í langan tíma, Hjörtur
Oddsson lék með ÍR-liðinu eftir
tæplega þriggja ára fjarveru og stóð
hann sig vel. Óskar Nikulásson lék í
stað bróður síns Axels í liði Keflvík-
inga.
Keflvíkingar náðu þegar undir-
tökunum í leiknum, en ÍR-ingar
voru ekki langt undan. Tölur eins og
4-11, 14-20 23-27, 25-39, 27-45 og
36-45 sáust á stigatöflunni. í lcikhlé-
inu var munurinn 10 stig 38-48.
í síðari hálfleik náðu Keflvíkingar
13 stiga forystu mcð þriggja stiga
körfu Jóns Kr. Gíslasonar, en hann
hafði ekki skorað fram að því í
leiknum. Gunnar Örn Þorsteinsson
gætti hans af stakri prýði í fyrri
hálfleiknum, en Jón Kr. náði að rífa
sig lausan annað veifið í síðari
hálfleiknum. ÍR-ingár gerðu síðan
10 stig í röð og staðan var orðin
54-57. Keflvíkingar svöruðu með 11
stigum í röð og eftir það var sigur
Keflvíkinga aldrei í hættu. Þcgar
upp var staðið var munurinn 16 stig
93-109.
Bestir Keflvíknga voru Sigurður
Ingimundarson og Einar Einarsson,
en Falur Harðarson og Albert Ósk-
arsson áttu einniggóðan leik. ÍRing-
ar voru mjög lélegir í þessum leik,
en þeir Jón Örn Guðmundsson og
Jóhannes Sveinsson voru þeirra
skástir. Gunnar Örn stóð sig vel í
vörninni eins og áður segir.
Dómarar voru þeir Kristinn Al-
bertsson og Leifur Garðarsson og
var dómgæsla þeirra á sama plani og
leikurinn. BL
Leikur: R-ÍBK 93-109 Lið: ÍR
Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig
Falur 8-6 - - - 1 _ 1 17
Sigurður 14-9 - 2 6 3 2 2 24
Albert 10-7 - 2 6 4 - - 17
Egill 1-0 0
Einar 13-6 1-0 2 - - 1 3 19
Guðjón 4-2 2-2 - 1 2 2 2 12
Óskar 3-0 - - - _ - _ 0
Jón Kr. 6-2 3-2 - 3 2 3 4 12
Nökkvi 5-4 - 1 1 1 1 - 8
Leikur. ÍR-ÍBK 93-109 Lið:ÍBK
Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stij)
Pétur 4-0 _ _ 1 _ - - 0
Hjörtur 3-2 - - - 1 - - 4
Karl 3-0 6-1 _ - 1 - 7 3
Sturla 9-5 4-1 1 - - - 2 14
Ragnar 10-4 _ 3 3 - 1 - 12
Jóhannes 15-10 - 1 3 - 1 1 20
Gunnar 6-2 - 1 1 _ 2 1 4
BjörnL. - - - 1 - - - 0
Bragi 7-5 - 2 2 - - 1 12
Jónörn 16-10 2-1 - 2 2 2 3 24
Körfuknattleikur:
Sömu mistökin hjá Þór
Frá Jóhannesi Bjarnasyni fréttamanni
Timans:
Það ætlar að ganga crfíðlcga hjá
Þórsurum að lagfæra þau atriði í leik
sínum sem orsaka hvert tapið á eftir
öðru í Flugleiðadeildinni í körfu-
knattleik. Liðið er skipað nokkrum
ágætis leikmönnum, sem þó gera
sömu mistökin leik eftir leik, óþarfa
villur og klaufaleg sóknarmistök ein-
kenna leik liðsins, en þess á milli
spilar liðið ágætlega.
Leikurinn við Val á sunnudags-
kvöld var dæmigerður. Allan fyrri
hálfleik spilaði liðið vel og hafði
forystu í hálfleik 53-50. Allt hrökk í
baklás í upphafi síðari hálfleiks og
Valsmenn sigldu fyrirhafnarlítið
fram úr og náðu 17 stiga forskoti
88-71. En þá fóru heimamenn að
spila eðlilega aftur og náðu að
minnka muninn fyrir leikslok. Loka-
tölur voru 112-102 Val í hag.
Hlíðarendaliðið vann sanngjarn-
an sigur, en tæplega munu þcir þó
blanda sér alvarlega í baráttuna um
íslandsmeistaratitilinn, til þess er
hópurinn ekki nægjanlega öflugur.
Örlög Þórsara eru hins vegar þau að
berjast við ÍS um fall og þar ættu þeir
að hafa betur. Konráð Óskarsson
var bestur heimamanna þó ekki hafi
hann spilað gallalaust. Eins átti Eir-
íkur þjálfari Sigurðsson góðan leik
og baráttan var í lagi á þeim bæ.
Bárður Eyþórsson átti afbragðsleik
með Valsliðinu og Einar Ólafsson
Leikur: Þór-Valur 102-112 Lið: Þór
Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST LÉl
Bjöm 9-4 1-0 2 5 - - 3 11
Konráð 12-7 8-4 1 - 6 2 1 27
Stefán 5-4 - - 2 - - - 8
Jóhann 7-5 1-0 3 1 - 1 - 14
Guðmundur 14-7 3-1 4 3 1 - 3 17
Eiríkur 12-4 1-0 9 2 1 1 - 16
Einar - - - - - - 1 0
Kristján 9-3 1 3 3 - - 9
Leikur:Þór-Valur 102-112 Lið:Valur
Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Slifi
Matthias 11-4 - 1 3 1 - - 10
Hreinn 4-2 - 1 2 3 1 - 6
Elnir 11-7 - - 1 4 - - 18
Birðui 9-5 5-2 1 2 1 1 - 24
Björo 11-6 - 2 2 1 _ - 20
.TÁftar^n 2-0 0
Anur 3-2 M 1 - 1 - - 7
Tóouc 0-5 _ 3 3 6 1 14
fUonar M 2-0 1 2 - 1 - u
var drjúgur í síðari hálflcik.
Dómarar voru þeir Kristján
Möller og Helgi Bragason og hafa
sést bæði verri og betri dómarar hér
norðan heiða í vetur. JB/BL
I Leikur: ÍS-UMFH 74412 Uð: UMRll
I3!3Bi[33EE3E3!jLi3[SlElCilCfl
Helgi 7-5 _ 1 3 - J 13
Stefán - - - - J - 1
Hreiðar 6-2 1-1 - 4 l 3 1 9
Alexander 4-3 _ _ - 2 - 6
FrlðifkR. 8-5 2-1 1 - L J 2 16
Krittinn 7-4 2-1 - 3 2 1 17
Táitur 7-4 5-2 1 2 2 5 1 17
lÁKann M - - - - 4
íok 5-2 4-1 - 1 J. 1 - ð
Qttrg - ! - - - ~ 0
Þriðjudagur 17. janúar 1989
Þriðjudagur 17. janúár 1989
ÍÞRÓTTIR
Alfreð Gíslason skorar eitt af mörkum sínum í landsleikjunum um helgina
Tímamynd Pjetur
Handknattleikur:
A-Þjóðverjar náðu
að bjarga andlitinu
í upphafí síðari hálfleiks í landsleik
íslendinga og A-Þjóðverja á laugardaginn
stefndi í yfírburða sigur íslands eftir góðan
leikkafla. A- Þjóðverjum tókst að minnka
muninn og bjarga andlitinu en góður sigur
íslands var samt staðrevnd 26-21.
fslendingar voru ákveðnari aðilinn allan
leikinn og Héðinn Gilsson gerði fyrsta
markið, Alfreð Gíslason bætti öðru við
Njarðvtkingar unnu Stúdenta 92-74 er
liðin mættust í íþróttahúsi Kennaraháskól-
Staðan
Keflavík .... 17 14 3 1501-1285 28
KR 17 12 5 1356-1263 22
Haukar 17 9 8 1504-1421 18
ÍR 17 8 9 1306-1321 16
Tindastóll .. 17 3 14 1359-1505 6
Njarðvík ... 17 16 1 1520-1247 32
Valur 17 10 7 1458-1324 20
Grindavik .. 17 10 7 1384-1275 20
Þór 17 2 15 1312-1609 4
ÍS ••••••••• 17 1 16 1090-1502 2
skömmu síðar og þar með voru íslendingar
komnir með forystu í leiknum, forystu sem
þeir létu ekki af hendi. Staðan breyttist í
9-7 og 11-8 og þegar blásið var til leikhlés
var munurinn orðinn 5 mörk, 15-10.
Eins og áður segir átti íslenska liðið
mjög góðan leikkafla í upphafi síðari
hálfleiks og skoraði fjögur fyrstu mörkin,
staðan var þá orðin 19-10 og í afhroð
stefndi hjá A-Þjóðverjum. Þeim tókst að
ans á sunnudagskvöld. Lokatölur voru
92-74 eftir að jafnt var í hálfleik 41-41.
Stúdentar höfðu frumkvæðið allan fyrri
hálfleikinn og það var ekki fyrr en á
lokasekúndum hálfleiksins að Njarðvík-
ingum tókst að jafna. Pressuvörn Njarð-
víkurliðsins bar árangur í síðari hálfleikn-
um er Stúdentar voru farnir að lýjast og
þeir skriðu fram úr og sigruðu 92-74.
Leikurinn bar þess merki að þar léku
efsta og neðsta lið deildarinnar og hjá
Njarðvíkingum lék nýliði, Stefán örlyas-
son, en hann er bróðir þeirra Teits/to
Gunnars sem báðir leika með UMFN^tg
Sturlu þjálfara ÍR. Hjá ÍS lék Alfrlð
Túliníus sinn fyrsta leik með liðinu. en
hann lék áður með Val. ,1 BL
laga stöðuna í 21-14, en þá fékk Einar
Þorvarðarson markvörður rauða spjaldið
og varð að yfirgefa völlinn. Einar, sem
varði mjög vel sérstaklega undir það sem
hann var rekinn af velli, mun hafa verið
full hvassyrtur í garð dómaranna og því
fengið reisupassann. Það sem eftir lifði af
leiknum var jafnræði með liðunum, þau
skiptust á að skora og Hrafn Margeirsson,
sem kom í markið í stað Einars varði
meðal annars vítakast. Þegar leiktíminn
rann út var staðan 26-21 fyrir ísland og
góður sigur í höfn.
Héðinn Gilsson lék á vinstri vængnum í
þessum Ieik, sem og síðustu leikjum lands-
liðsins og stóð sig afar vel. Alfreð Gíslason
lék nú á miðjunni og virðist það henta
honum og liðinu stórvel. Alfreð átti mjög
góðan leik á laugardaginn, svo og Einar
Þorvarðarson og Bjarki Sigurðsson. Þor-
gils Óttar var góður þann tíma sem hann
var inná og aðrir leikmenn stóðu sig einnig
með sóma. Greinilegt er að breiddin í
landsliðinu er að aukast og Bogdan er
farinri að gera sér grein fyrir því að ekki er
alltaf hægt að keyra á sömu mönnunum
leik eftir leik. Sigurður Sveinsson lék nú í
byrjunarliðinu, þar sem Kristján Arason
er farinn til Spánar. Sigurður skoraði að
vísu ekki mikið, en átti margar góðar
línusendingar.
Mörk íslands: Héðinn Gilsson 6, Alfreð
Gíslason 5, Bjarki Sigurðsson 5, Sigurður
Sveinsson 3/1, Þorgils Óttar Mathiesen 3,
Guðmundur Guðmundsson 2, Jakob Sig-
urðsson 1 og Geir Sveinsson 1.
Markahæstur A-Þjóðverja var Holger
Winnselmann með 7 mörk.
BL
Körfuknattleikur:
Stúdentar gál lu eftir
í síðari hálfle iknum
Tírriinn 11
Handknattleikur:
Boltinn er heitur!
Já, hann var ekki til að hrópa
húrra fyrir sóknarleikur íslenska
landsliðsins í handknattleik í viður-
eign þess gegn A-Þjóðverjum á
sunnudagskvöld og mátti greina
þreytu í leik íslenska liðsins, enda
fímmti leikurinn á sex dögum. Hins
vegar var varnarleikur liðsins stór-
góður og varð A-Þjóðverjum lítið
ágengt gegn íslenska múrnum.
Gangur leiksins
Það voru Þjóðverjar sem máttu
þakka fyrir j afnteflið í þessum frekar
leiðinlega og kaflaskipta leik, þar
sem varnarleikur var í hávegum
hafður hjá báðum liðum.
Það voru vorir menn sem opnuðu
leikinn með marki Sigurðar Sveins-
sonar, en fljótlega jöfnuðu þó aust-
antjaldsbúar. En Sigurður lét ekki
þar.við sitja. Af fyrstu sjö mörkum
íslenska liðsins átti Siggi Sveins fimm
og sýndi hreint ágætan leik og hafði
íslenska liðið náð tveggja marka
forystu. Undir lok fyrri hálfleiks datt
sóknarleikur íslenska liðsins niður
og Þjóðverjar gengu á lagið og
skoruðu fimm mörk í röð og staðan
í hálfleik því 8-10.
Sfðari hálfleikur var ekki mikið
fyrir augað, sóknarleikur beggja liða
tómt rugl, hraðaupphlaup fóru oftar
en ekki í vaskinn og var engu líkara
en boltinn væri heitur; í þvílíkum
erfiðleikum áttu menn með að hand-
fjatla hann. Það voru þó íslendingar
sem höfðu yfirhöndina allan síðari
hálfleikinn ef frá eru taldar síðustu
45 sek. og var þar að þakka ótrúlega
góðri íslenskri vörn og góðri mark-
vörslu Einars Þorvarðarsonar. Þjóð-
verjar skoruðu ekki mark í 18 mínút-
ur í síðari hálfleik. Þegar 45 sek.
voru til leiksloka jöfnuðu Þjóðverjar
metin 18-18 og spennan í hámarki.
Okkar menn hófu sókn og þegar 2
sek. voru til leiksloka var brotið á
Alfreð Gíslasyni og dæmt var auka-
kast. Stöðvuðu þá dómarar klukk-
una, en því miður þá tóku tímaverðir
ekki eftir því. 1 snarheitum var
aukakastið tekið og komst Guð-
mundur Guðmundsson inn úr horn-
inu og skoraði glæsilegt mark, en
vegna fyrrnefndra mistaka var þetta
mark dæmt af.
Leikurinn í heild var frekar léleg-
ur og greinilegt var aá einhver
þreyta er komin í liðið, enda kannski
ekki nema eðlilegt eftir stranga
dagskrá undanfarna daga. En gleði-
legt verður að telja hversu traust
vörnin er.
Þessir léku og
skoruðu mörkin
Tvímælalaust besti maður ís-
lenska liðsins var Einar Þorvarðar-
son í markinu, sem varði ein fimm-
tán skot og er óðum að komast í sitt
fyrra form. Sigurður Sveinsson var
atkvæðamestur íslenska liðsins með
sjö mörk þar af þrjú úr vítum. Siggi
byrjaði lcikinn af krafti og skoraði
fimm mörk á fyrstu tíu mín. Síðan
virtist grípa Sigga eitthvað kæruleysi
og datt leikur hans niður. Alfreð
Gíslason var traustur, skoraði fimm
mörk, var firnatraustur í vörn og átti
stórgóðar línusendingar á Þorgils,
sem gáfu mörk. Þorgils Óttar læddi
inn tveimur boltum, en hefur oft
leikið betur. Sigurður Gunnarsson
skoraði tvö mörk og voru þau bæði
sérlega glæsileg, dæmigerð mörk
fyrir Sigurð. Þar sem ekkert gekk í
sóknarleiknum reif Siggi Gunn sig
lausan og afgrciddi knöttinn í netið.
Héðinn Gilsson átti sinn slakasta
leik af leikjum hans að undanförnu.
Hann skoraði eitt mark og er óhætt
að segja að mark hans hafi verið eitt
það glæsilegasta sem sést hafi á
fjölum Hallarinnar. Geir Sveinsson
skoraði eitt mark úr hraðaupp-
hlaupi. Geir var góður að venju í
vörninni, en það voru ósköp að sjá
til hans í hraðaupphlaupum þar sem
á stundum virtist sem hann gæti ekki
gripið knöttinn og er engin spurning
að Geir hefur og getur gert miklu
betur.
Hornamenn okkar skoruðu ekki
eitt einasta mark og voru þeir mjög
slakir í sókninni. Þeir Bjarki Sig-
urðsson, Guðmundur Guðmunds-
son og Jakob Sigurðsson léku þenn-
an leik og höfðu ekki árangur sem
erfiði, og minnti þett'a mjög á leik
liðsins í Seoul þar sem hornamönn-
um gekk mjög illa. Júlíus Jónasson
Enska knattspyrnan:
Örugg forysta Arsenal
Með 3-1 sigri sínum á Everton á
útivelli á laugardag tryggði Arsenal
sér 5 stiga forystu í 1. deild ensku
knattspyrnunnar því Norwich tapaði
1-2 fyrir Coventry á heimavelli.
Arsenal á auk þess 1 leik til góða á
Norwich sem er í öðru sæti.
Þeir félagar úr íslenska landslið-
inu, Guðni Bergsson og Sigurður
Jónsson, voru báðir í sviðsljósinu
með liðum sínum um helgina. Sig-
urður með Sheffield Wednesday, en
liðið mætti meisturum Liverpool á
heimavelli sínum. Sheffield Wed-
nesday náði 2-0 forystu í leiknum
með mörkum þeirra Mark Proctor á
5. mín. og Imre Varadi á 15. mín.
Lengi leit út fyrir sigur Wednesday í
leiknum, sem sýndur var í beinni
útsendingu í ríkissjónvarpinu.
Meistararnir náðu að jafna leikinn
undir lokin með tveimur mörkum á
stuttum tíma. Pressa Liverpool var
þá orðin mikil, eins og reyndar allan
síðari hálfleikinn. Fyrra markið
gerði Steve Nicol, en jöfnunarmark-
ið kom frá John Aldridge, sem
komið hafði inná sem varamaður.
Sigurður Jónsson átti mjög góðan
leik og var með betri mönnum á
vellinum.
Á sunnudag léku síðan Totten-
ham og Nottingham Forest á White
Hart Lane. Norska landsliðsmark-
verðinum, Erik Thorstvedt hjá Tot-
tenham, voru mjög mislagðar hend-
ur í leiknum og var síðara mark
Nottingham Forest algjörlega á
reikning Norðmannsins. Hann
missti knöttinn í markið eftir skot
Nigel Clough. Fyrra mark Forest
gerði Gary Parker mínútu áður.
Chris Waddle náði að minnka mun-
inn fyrir hlé, en hvorugu liði tókst að
skora í síðari hálfleiknum. Guðni
Bergsson lék með Tottenham og átti
góðan leik í stöðu hægri bakvarðar.
Úrslitin í 1 deild:
Aston Villa-Newcastle........... 3-1
Charlton-Luton.................. 3-0
Derby-Westham .................. 1-2
Everton-Arsenal................. 1-3
Manchester United-Millwall...... 3-0
Norwich-Coventry ............... 1-2
Sheffield Wednesday-Liverpool .. 2-2
Southampton-Middlesbrough .... 1-3
Wimbledon-Queen’s Park Rangers 1 -0
Tottenham-Nottingham Forest ... 1-2
Úrslit i 2. deild:
Brighton-Plymouth............... 2-2
Chelsea-Crystal Palace.......... 1-0
Hull-Boumemouth ................ 4-0
Leeds-Birmingham
Leicester-Portsmouth
Oldham-Manchester City .... ... 0-1
Shrewsbury-Blackburn ... 1-1
Stoke-Bradford ... 2-1
Sunderland-Oxford
Swindon-Barnsley
Walsall-lpswich
Watford-West Bromwich .... ...2-0
Staðan í 1. deild:
Arsenal , 20 13 4 3 45 21 43
Norwich , 21 10 8 3 30 22 38
Coventry . 21 9 6 6 29 21 33
Millwall . 20 9 6 5 30 24 33
Liverpool . 21 8 8 5 26 18 32
Nott.Forest .... . 21 7 10 4 27 24 31
Man. United .. . 21 7 9 5 28 18 30
Everton . 20 8 6 6 26 22 30
Derby . 20 8 5 7 22 16 29
Wimbledon ... . 20 8 4 8 24 27 28
Middlesbrough . 21 8 4 9 27 32 28
Aston Villa ... . 21 6 8 7 31 32 26
Southamton .. . 21 6 8 7 34 40 26
Tottenham ... . 21 6 7 8 31 32 25
Q.P.R . 21 6 6 9 23 21 24
Luton . 21 5 8 8 23 26 23
Sheff.Wed. ... . 20 5 7 8 17 28 22
Charlton .... . 21 4 8 9 22 32 20
West Ham .... . 21 4 5 12 18 36 17
Newcastle .... . 21 4 5 12 17 38 17
lék að mestu í vörninni og gekk
ágætlega. Tveir leikmenn eru þá
ónefndir, þeir Leifur Dagfinnsson
og Valdimar Grímsson, sem vermdu
varamannabckkinn. Bestir í a-þýska
liðinu voru þeir Ruediger Borchardt
með sex mörk og Juerger Oueren-
geassen með fimm mörk. Þá varði
a-þýski markvörðurinn mjög vel.
PS
I
m
I
515 kr.kg
295 _
590
570
695
821
720
379
490
1.590
1.555
-
Hvalrengi
Bringukollar
Hrútspungar
Lundabaggar
Sviðasulta súr
Sviðasulta ný
Pressuð svið
Svínasulta
Eistnavefjur
Hákarl
Hangilæri soðið
Hangifip.soð.
Úrb. hangilæri
Úrb. hangifrp.
Harðfiskur
Flatkökur
Rófustappa
b Sviðakjammar
Marineruð síld
Reykt síld
Hverabrauð
Seytt rúgbrauð
Lifrarpylsa
Blóðmör
Blandaður súrmatur
í fötu 389 -
Smjör 15 gr. 6.70 kr.stk.
721
■
I
kr.
kr.kg
flakið
kr.stk.
kr.
507 kr.kg
427 _
r-
Kjötetöðfat
Glæsibæ
SS 68 5168.
I
I
TOLURNAR ÞINAR? ÞAR KOM AÐ ÞVI!
BÓNUSTALA
Þatta eru tölumar sem upp komu 14. janúar
Heildarvinnlngsupphæö var kr. 6.322.705,-
1. vinnlngur var kr. 2.910.895,-. Elnn var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 506.136,- skiptist á 4 vinningshafa og
fsar hver þeirra kr. 126.534,-
Fjórar tölur róttar, kr. 672.910,-, skiptast á 183 vinningshafa, kr. 4.770,- á mann.
Þrjár tölur róttar kr. 2.032.764,- skiptast á 5.554 vinningshafa, kr. 386,- á mann.
Sðlustaóimir aru opnlr frá mánudagi tll laugardaga og loka akkl fyrr an 15
mfnútum fyrir útdiátL
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511