Tíminn - 17.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
_SénnM^klar,aa! ^o,BIUs^ö/
Æjw
VT> ÆF Jm
rIkisskip NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, » 28822 ÞROSTUR
VERÐBRÉFAUIBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMt: 688568 ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT 685060 VANIR MENN
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1989
Gaf 7,5 milljónir króna
til landgræðsluverkefna
„Óskabarn þjóðarinnar“ fagnar 75 ára afmæli sínu:
í tilcfni 75 ára afmælis Eimskipafélags íslands afhcnti
stjórn félagsins Skógræktarfélagi íslands, Landgræðslu
ríkisins og Skógrækt ríkisins 7,5 milljónir króna að gjöf.
Viðstaddir afhendinguna voru stjórnarmenn félagsins og
forsvarsmenn landverndarsamtakanna auk fréttamanna.
Stjórn Eimskipafélags íslands
segir þjóðina eiga landinu skuld
að gjalda og vill með þessari gjöf
leggja sitt af mörkum til þjóðar-
átaks til að klæða landið á ný. En
að því er talið er var landið klætt
gróðri að nær tveimur þriðju
hlutum er það var numið.
Eimskipafélagið hefur óskað
eftir því að fjárhæðinni verði
ráðstafað til sérstaks átaks í land-
græðslu- og skógræktarmálum.
Við afhendinguna sagði Hall-
dór H. Jónsson stjórnarformaður
félagsins meðal annars: „Gróður-
vernd er á undanhaldi og Eim-
skipafélag Islands vill leggja sitt
af mörkum til að græða landið."
Hulda Valtýsdóttir veitti gjöf-
inni viðtöku og minntist á styrk
fyrirtækis og stjórnar sem veitti
svo höfðinglega gjöf. „Þessi
óvænta mikla gjöf veitir meiri
gleði en orð fá lýst. Hún gerir það
að verkum að við höfum loks náð
flugi í gróðurvernd landsins."
Hulda sagði að í samráði við
stjórnina yrðu valin svæði til
gróðursetningar trjáplantna,
hvort sem það yrði citt stórt
svæði eða nokkur minni dreifð
víðsvegar um landið.
Eimskipafélag íslands var
stofnað árið 1914 að loknum
undirbúningi er hófst tveimur
árum fyrr. Félagið var stofnað
sem hlutafélag með almennri
hlutafjársöfnun meðal almenn-
ings auk þess sem landssjóður
lagði til nokkurt fé. Tilgangur
þess var að annast siglingar milli
íslands og annarra landa og
strandferðir. Það lét smíða fyrsta
íslenska vélknúða millilandaskip-
ið Gullfoss sent hafði fyrst ís-
lenskra skipa frystirúm í lest og
tók 74 farþega.
Eimskipafélagið markaði tíma-
mót í sögu ísiands þar sem alís-
lenskt skipafélag var þá stofnað í
fyrsta sinn. Loks voru landsmenn
ekki lengur einvörðungu háðir
erlendum aðilum um flutninga til
landsins. Var stofnun þess því
innilega fagnað og það nefnt
„óskabarn þjóðarinnar".
Skipulagi félagsins var nokkuð
breytt um 1980 og starfsemi þess
Hulda Valtýsdóttir tekur við gjöf Eimskipafélagsins til landgræðslusamtaka úr hendi Halldórs H. Jónssonar.
F.v. Indriði Pálsson varaformaður stjórnar Eimskips, Jón Ingvarsson stjórnarmaður, Pétur Sigurðsson
stjórnarmaður, Sveinbjörn Dagfinnsson Skógrækt ríkisins, Hulda Valtýsdóttir Skógræktarfélagi Islands,
Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips, Sveinn Runólfsson skógræktarstjórí, Sigurður Blöndal
Skógrækt ríkisins, Hjalti Geir Kristjánsson stjórnarmaður, Hörður Sigurgeirsson forstjóri Eimskips, Jón H.
Bergs stjórnarmaður. Timamynd:Árnl Bjarna
skipt í flutningasvið, fjármálasvið ingarfélagi íslands og fulltrúi í dag er Eimskipafélag íslands
og tæknisvið. Árið 1985 var svo ríkisins gekk út úr stjórn félags- lang stærst íslenskra skipafélaga.
hlutafé ríkisins selt Sjóvátrygg- jns. jkb
Steingrímur Hermannsson telur að spara megi verulegar
upphæðir með uppstokkun í heilbrigðis- og bankakerfinu:
Athugandi að leggja
niður Útvegsbankann
Stcingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði á fundi í félags-
heimilinu Hvoli á sunnudaginn að
ljóst væri að það yrði að fækka
bönkunum í landinu. í því sambandi
varpaði hann fram þeirri hugmynd
að leggja mætti niður Útvegsbank-
ann. Hann mælti einnig með því að
í framtíðinni yrðu öll sjúkrahús á
höfuðborgarsvæðinu sameinuð í
eitt.
Forsætisráðherra sagði að vel
mætti hugsa sér að Útvegsbankinn
yrði lagður niður í núverandi mynd
é- •
og sameinaður öðrum ríkisbönkúm.
„Það vcrður að fækka bönkum í
landinu og gera mjög róttækar breyt-
ingar á bankakerfinu og það strax,“
sagði Steingrímur. Hann bætti við
að bankarnir færu ótal leiðir framhjá
lækkun vaxta, til að mynda með
kaupum á skuldabréfum með afföll-
um og útgáfu skuldabréfa með mjög
háum vöxtum, og nefndi hann dæmi
um kröfur um allt að 18% vexti á
almennum skuldabréfum. Þá minnt-
ist Steingrímur á að starfsmenn eins
ríkisbankans, Landsbankans, væru
nú 1.200 talsins og sagði það allt of
mikið.
Forsætisráðherra sagði að nú væri
unnið að gerð tillagna unt sparnað í
heilbrigðiskerfinu og sagði að þar
næðist ekki árangur nema með veru-
legum breytingum. Nefndi hann í
því sambandi að æskilegt væri að
sameina öll sjúkrahús á höfuðborg-
arsvæðinu, en minnti jafnframt á að
það væri erfitt verkefni í framkvæmd
eins ogsannast hefði fyrir skemmstu.
-ág
íslendingur í bílslysi á Spáni:
Námsmaður liggur
alvariega slasaður
á spítala í Barcelona
Ungur íslendingur liggur nú
mjög alvarlega slasaður á sjúkra-
húsi í Barcelona á Spáni, eftir að
hafa.lent í umferöarslysi á laugar-
dagsmorgun. Að sögn Jóhanns R.
Benediktssonar í utanríkisráðu-
neytinu hafa ekki borist upplýsing-
ar um tildrög slyssins. Bróðir
mannsins er nú á sjúkrahúsinu hjá
honum, en móðir hans og annar
náinn ættingi fóru áleiðis til Spánar
í gær.
Læknir á sjúkrahúsinu á Spáni
og ræðismaður íslands í Barcelona
hafa verið í santbandi við lækni hér
heima og miðlað upplýsingum um
líðan ntannsins til ættingja.
Maðurinn, sem er fæddur árið
1958, hcfur verið við nám í Dan-
mörku en mun hafa verið á tungu-
málanámskeiði á Spáni þegar slysið
varð. - BG