Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 21. janúar 1989
jr Viöamikil íslensk alfræöioröabók í buröarliönum hjá Erni og Örlygi hf:
Aætlaður kostnaður við
alfræðiorð 75 millj. kr
Um eitt hundrað sérfræð-
ingar, tíu starfsmenn og
tveir ritsjórar vinna öllum
stundum að útgáfu Arnar
og Örlygs hf. á stærstu og
reyndar fyrstu íslensku al-
fræðiorðabókinni. Verður
hún á að giska um 1700
blaðsíður að stærð í þremur
bindum og er unnin á
grundvelli alfræðibókar
Gyldendals-forlagsins í
Danmörku. Um 45 þúsund
uppflettiorð verða í 241 efn-
isflokki.
Nú liggur fyrir að um 70%
danska handritsins nýtist til ís-
lensku útgáfunnar, en kostnaður
við bókina hefur aukist eftir að
fyrir lá að um þriöjungur efnisins
verður að vera séríslenskur og
unninn frá grunni. Heildar kostn-
aður við gerð alfræðiorðabókar-
innar er talinn nema um 75 milljón-
um króna, en nú þegar hefur
starfslið Arnar og Örlygs hf. komið
um 40% orðanna í útgáfuhæft
form.
Að sögn Örlygs Hálfdánarsonar,
útgefanda, er verkiö eitt það
stærsta sem ráðist hefur verið í við
bókaútgáfu á íslandi og er þó
meðtalið verk eins og Ensk-ís-
lenska orðabókin sem Itann gaf út
fyrir nokkrum árum. „Ég tel að
mcð útgáfu þessari sé verið að
leggja grunninn að markvissri ís-
lenskri hugsun framtíðarinnar. Það
hvílir því mikil ábyrgð á herðum
útgáfunnar um að móta verkið í
þeim anda að það stuðli að eðlilegri
þróun tungunnar," sagði Örlygur
Hálfdánarson er Tíminn innti hann
eftir gangi verksins.
í Svíþjóð eru ráðamenn orðnir
uggandi um þróun eigin tungu og
hefur ríkisvaidið þar veitt veglega
styrki til útgáfu Bra Böcker á
alfræðiorðabók af sömu ætt og Örn
og Örlygur hf. vinnur að. Að mati
ráðamannanna er útgáfa af þessu
Frá heimsókn Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, er hann mætti til útgefanda að kynna sér verkið og vinnubrögðin. Milli Svavars og Örlygs
Hálfdánarsonar, útgefanda, eru ritstjórarnir Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir.
tagi ein besta leið til að sporna við
áhrifum og ásælni engislsaxneskrar
tungu. Af því tilefni standa vonir
til að ríkisvaldið hér í landi sjái
einnig mikilvægi þess að gefið verði
út brautryðjendaverk á borð við
það sem Örn og Örlygur hf. er
þegar kominn langt með að gefa
út. Að sögn Örlygs Hálfdánarsonar
er kostnaður við þessa alfræðiorða-
bók orðinn meiri en búist var við í
upphafi, þar sem íslenskunin og
fruntvinna séríslenska hlutans hef-
ur aukið mestu við. Áhugi ís-
lenskra ráðamanna er þó einhver
fyrir þessari bók, þar sem Svavari
Gestssyni, menntamálaráðherra,
þótti ástæða til að heimsækja út-
gefanda og ritstjóra alfræðibókar-
innar nú í vikunni. Einnig er von á
heimsókn stjórnar Iðnþróunar-
sjóðs í næstu viku, þar sem stjórn-
armenn hafa sýnt þvf áhuga að fá
að fylgjast með þessu athyglisverða
og umfangsmikla framtaki út-
gefanda.
Ritsjórar verksins eru þær Dóra
Hafsteinsdóttir og Sigríður Harð-
ardóttir. KB
Grafarvogur 11. stærsta
„bæjarfélag“ landsins?
fbúum við Grafarvog hefur fjölg-
að með ævintýralegum hraða. Af
2.500 manna íbúafjölgun í Reykvík
á nýliðnu ári settust um 1.500 (59%)
að við Grafarvog.
Gróskan í Grafarvogi hefur verið
eins og ráða má af eftirtöldum tölum
um íbúafjölda þann 1. desember
hvert ár samkvæmt skýrslum Hag-
stofunnar:
1984 158
1985 744
1986 1.126
1987 2.088
1988 3.578
Ef Grafarvogur væri sérstakt
bæjarfélag væri hann þegar orðinn
11. eða 12. stærsti bær á landinu. Því
ekki sýnist ólíklegt að íbúum í
hverfinu hafi frá 1. desemberfjölgað
um þá 180 sem þá vantaði á til að
Grafarvogsbúar yrðu fleiri heldur en
íbúar Selfoss. Auk Reykjavíkur og
nágrannabæja hennar gætu þá að-
eins Akureyri, Keflavík, Akranes
og Vestmannaeyjar státað af fleiri
íbúum heldur en Grafarvogur.
Grafarvogur hefur þá sérstöðu að
nærri 5. hver íbúi þar (19,1%) er 6
ára eða yngri. Það þýðir að ungbörn
eru þar hlutfallslega yfir þriðjungi
fleiri heldur en í Breiðholti og hátt í
þrefalt fleiri en í Fossvogi þar sem
aðeins rúmlega 7% íbúanna eru svo
ungir að áruni. Hátt í helmingur
íbúa Grafarvogs eru tvítugir eða
yngri. „Löggilt gamalmenni“ (67 ára
og eldri) finnast hins vegar óvíða
færri, aðeins 39, sem er um 1%
íbúanna. íbúum Reykjavíkur hef-
ur fjölgað um tæplega 7.300 frá
árinu 1984. Þarhafasamtalsrúmlega
6.300 sest að í Grafarvogi og hinum
nýju íbúðarhverfum í Arbæjar-
hverfi. Samanlögð fjölgun í öllum
öðrum borgarhverfum er því innan
við eitt þúsund. í mörgum hverfum
hefur fækkað um nokkur hundruð
manns síðustu fimm árin. - HEI
Grafarvogur í Reykjavík