Tíminn - 21.01.1989, Page 5

Tíminn - 21.01.1989, Page 5
TínninriT 5 kaugardagur 2<T,jawar;k0§9 Keppst er um hver sé stærstur á tryggingamarkaði, eftir samruna í Sjóvá-Almennar tryggingar hf. í gær: Samruni í fjögurra milljarða kr. eign Rétt fyrir klukkan fjögur í gærdag var klappað ákaft í tveimur fundarsölum á Hótel Sögu og samþykkti þar með hvort hlutafé- lagið fyrir sig, Sjóvá og Almennar tryggingar, að ganga til samruna í eitt félag, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Skömmu síðar var haldinn fyrsti hluthafafundur í stærsta núverandi tryggingafélagi landsins, þar sem sameining Brunabótar gt. og Samvinnutrygginga gt. er ekki enn frágengin. Hvorugt félagið flytur í húsnæði hins og verða aðalskrifstofurnar í nýju húsi í Kringlunni, mitt á milli Húss verslunarinnar og prent- smiðju Morgunblaðsins. Það er enn í byggingu en stefnt er að opnun þar l.október nk. Kosið var í sjö manna stjóm Sjóvá-Almennra trygginga hf. á fyrsta hluthafafundinum og hlutu stjómarmenn einróma kjör. For- maður stjórnarinnar er Benedikt Sveinsson og varaformaður er Hjalti Geir Kristjánsson. Fram kom krafa um að hlutabréfaskrá verði lögð fram innan viku frá fundinum. Þá var tilkynnt að fram- kvæmdastjórar yrðu tveir og eru það núverandi framkvæmdastjórar félaganna sem standa að sammn- anum, þeir Ólafur B. Thors og Einar Sveinsson. Hlutafé Sjóvá verður meira í nýja félaginu eða um 75%, en hlutur Almennra trygginga verður um fjórðungur. Er gert ráð fyrir að sameiginleg starfsemi geti hafist strax í næsta mánuði. Stærst tryggingafélaga Ef efnahagsreikningar félaganna eru skoðaðir kemur í ljós að sam- eiginleg velta félaganna við sam- einingu er tæplega þrír milljarðar króna og eru eignir þeirra yfir fjórir milljarðar króna. Á bak við þessar eignir og veltu standa á fimmta hundrað manns samanlagt. Á fyrsta hluthafafundinum sagði Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður, að hér væri stofnað stærsta og öflugasta tryggingafélag sem nokkm sinni hafi starfað á Islandi og jafnvel þó nýlegar fréttir af sameiningu annarra tveggja félaga væm teknar með í reikninginn. Hjalti Geir Kristjánsson, vara- formaður stjórnar, sagði við þetta tilefni að ekki yrði gripið til upp- sagna starfsfólks við sameining- una. Kom fram á fundinum að starfsfólk hins sameinaða félags er liðlega eitt hundrað talsins, en á síðastliðnum mánuðum hefur ekki verið ráðið nýtt starfsfólk í stað þeirra sem hætta störfum. Frá hluthafafundi í Sjóvá ■ gær. Undirbúningur að sameiningu þessari hefur staðið um nokkurt skeið eða allt frá því í haust og greindi Tíminn frá því á sínum tíma. Þann 16. desember sl. var svo stofnað nýtt vátryggingafélag og hlaut það nafnið Sjóvá-AImenn- ar tryggingar hf. Þeir sem stofnuðu þetta félag voru Almennar trygg- ingar hf., Ólafur B. Thors, Hjalti Geir Kristjánsson, Sjóvátrygging- arfélag fslands hf., Benedikt Sveinsson ogEinar Sveinsson. Alls lögðu þeir fram 1.200.000 krónur í Tímamynd: Ámi Bjama hlutafé, en hinir þrír síðasttöldu lögðu samanlagt fram um 900.000 krónur og eiga því meirihluta í félaginu. Eftir sameininguna í gær leggja Almennar fram 43,75 millj- ónir króna og Sjóvá 131,25 millj- ónir króna. Hlutafé nýja félagsins er því orðið 175 milljónir króna. Við sameininguna yfirtók nýja fé- lagið svo rekstur gömlu félaganna frá og með síðustu áramótum og allar eignir gengu einnig til Sjóvá- Almennra hf. KB Auglýsingabrella Háskólabíós veldur hneykslan, reiði og jafnvel vonbrigöum: Blautir kossar Það er tekið upp á ýmsu til að ná athygli fólks. Þeir sem rennt hafa yfir einkamáladálkinn í DV í þessari viku hafa eflaust tekið eftir svohljóð- andi auglýsingu: „Konur og karlar, þið sem hafið áhuga á mjúkum, blautum og ástríðufullum kossum sem standa yfir í 3 daga. Hringið í síma: 22140“. En hvað gerist ef hringt er í umrætt númer? Jú, málmkennd kvenmannsrödd svarar í símsvara og tilkynnir að ef þú hafir áhuga á kossum, blautum og ástríðufullum, skulir þú mæta í Háskólabíó og horfa á myndina Bull Durham. Að sögn Friðjóns Guðmundssonar hef- ur verið hringt óhemju mikið út af umræddri auglýsingu í númerið 22140. Viðbrögð manna eru misjöfn, sumir hneykslast, aðrir verða fyrir vonbrigðum en flestir hafa gaman af uppátækinu. Þó nokkuð er um að fólk sem haft hefur samband við símsvarann hringi á skrifstofu bíós- ins og kvarti, annað hvort yfir því að auglýsingin sé ekki viðeigandi eða lýsi vonbrigðum sínum. Friðbert Pálsson framkvæmdastjóri Háskóla- bíós á upphaflegu hugmyndina að þessari aðferð við að auglýsa mynd- ina Bull Durham. Ekki er gott að segja til um hver áhrif auglýsingin hefur en aðsókn að myndinni er þokkaleg. -ág Borgaraflokkurinn hefur fengiö í hendur útreikninga er sýna hvað kröfur þeirra kosta ríkissjóð. Reynt verður að finna málamiðlun um helgina: KRÖFUR B0RGARA KOSTA MILLJARDA Að sögn Steingríms Hermanns- sonar kosta kröfur Borgaraflokksins ríkissjóð milljarða, en þær fela í sér verulegar skattalækkanir, svo sem niðurfellingu skattheimtu á matvæli. Forsætisráðherra taldi að þrátt fyrir stærri kröfur af hálfu borgaraflokks- manna heldur en búist var við, væri enn góður grundvöllur fyrir sam- starfi við flokkinn í ríkisstjórn. Útreikningar á áhrifum þeirra til- lagna sem Borgaraflokkurinn hefur lagt fram sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórn lágu fyrir í dag. Ríkisstjórnin fundaði í dag þar sem hún fjallaði um þær breytingar sem kröfur Borgaraflokksins mundu hafa í för með sér og hafa þær nú verið sendar til borgaraflokksmanna til umfjöllunarþar. Að sögn Steingríms munu þeir fá frest fram yfir helgi til að skoða málin og koma með gagn- tillögur. Ein af kröfum borgaranna er sú að söluskattur á matvæli verði afnum- inn. Þetta er atriði sem ríkisstjórnin á mjög erfitt með að fallast á vegna þess mikla tekjutaps sem niðurfell- ing söluskatts á matvæli mundi hafa í för með sér. Þá væri það einnig mjög bagalegt fyrir gamla andstæð- inga matarskattsins að þurfa að kyngja því að Borgaraflokkurinn mundi knýja það fram að matar- skatturinn yrði lagður niður, eftir að hafa tekið þá stefnubreytingu sjálfir að fallast á að skattur verði inn- heimtur af matvælum áfram. Borgaraflokksmenn munu hafa lagt fram á móti einhverjar hug- myndir um aðrar leiðir til tekjuöfl- unar er kæmu í staðinn fyrir skatt á matvæli, en Steingrímur vildi ekkert tjá sig um hverjar þær hugmyndir væru. -ág Björn og Stefán ráðnir Björn Líndal og Stefán Péturs- son voru ráðnir aðstoðarbanka- stjórar Landsbankans í gær. Þá breytti bankaráð starfsheiti Barða Árnasonar úr framkvæmdastjóra alþjóðasviðs bankans í aðstoðar- bankastjóra alþjóðasviðs. Sex aðstoðarbankastjórar starfa við Landsbankann, en einn þeirra gegnir starfi bankastjóra lram til mánaðamóta, er Valur Arnþórs- son tekur við starfi sínu. _ág Bjöm Líndal. Stefán Pétursson. MUNUR EINKA- OG RÍKISBANKA VEX Landsbankinn hækkaði vexti á almennum óverðtryggðum fjár- skuldbindingum um 1% í gær og vextir kjörbókarinnar hækka um rúm 4%. Þá hafa einkabankarnir einnig hækkað vexti um 3-6%. Með þessu eykst vaxtamunur á milli einkabanka og ríkisbanka enn, en fyrir 10 dögum hækkuðu einkabank- arnir vexti en ríkisbankarnir ekki. Vextir almennra víxla verða frá og með deginum í dag 17% í Versl- unarbankanum og Iðnaðarbankan- um, en 12% í Landsbankanum. Vextir almennra sparisjóðsbóka munu líka verða mismunandi eftir því hvort einkabanki eða ríkisbanki á í hlut. Þær munu bera 8% vexti í flestum einkabönkunum, 6% vexti í Landsbankanum og einungis 6% vexti í Búnaðarbankanum. -ág Vetur í Portúgal 1 upp í 10 vikur Lissabon Algarve Madeira Golfferðir Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OQ FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðirtil Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Ma<Mralí Algarve eða á Ussa- bon-ströndlnnl. Verð frá kr. 63.200,- Einnig standaykkurtil boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Llssabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madaira. Golfhótel viö 7 úrvals golfvelli í Algarve Vallargjöld á sérstaklega lágu veröi. Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir CraMs KLAPPARSTlG 25-27 Traitol KLAPPARSTlG 25-27 101 REYKJAVlK, SÍMI 628181. Travel HAMRABORG1-3,200 KÓPAVOGUR SÍMI641522 FERÐAfímVAL hf TRAVEL AGENCY V3jí/ HAFNARSTRÆTI 18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.