Tíminn - 21.01.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn
Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélagsins segir félagið huga
að aukinni þátttöku í ferðamannaiðnaðinum:
„Fráleitt einráoir
í íslandssiglingum“
Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags ís-
lands er í helgarviðtali Tímans í dag.
Hörður tók við stjórnartaumum Eimskips í júnímánuði
1979, en var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Flugleiða.
Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1965
og lauk þrem árum seinna framhaldsnámi við Wharton-
háskóla í Ðandaríkjunum og starfaði að því loknu hjá
fjármálaráðuneytinu um fimm ára skeið.
Óskabarn þjóðarinnar?
- Eimskipafélagið er 75 ára um þess-
ar mundir. Það hefur títt verið nefnt
óskabarn þjóðarinnar, er það rétt-
nefni?
„Það er ekki mitt að meta það hvort
félagið hafi staðið undir því nafni. Ég
hygg þó að það sé rétt að stofnun þess
hafi á sínum tíma verið tímamótaat-
burður og markmiðum, sem sett hafi
verið með stofnun þess verið náð; þau
voru að stofna íslenskt samgöngufyrir-
tæki sem annaðist samgöngur til og frá
landinu.
Við gerum okkur vel ljóst að ekki
verður lifað á fortíðinni. Við gerum
okkur far um að starfa í nútíðinni og
reynum að horfa fram í tímann eftir
megni.
Þeim mun betur sem okkur gengur
að fóta okkur í margbreytilegum heimi
nútímans og þeim mun betur sem
okkur gengur að ráða í framtíðina,
þeim mun líklegra er að okkur vegni
vel.“
Upphafið - styrjaldarárin
- Hverjir eru að þínu mati hápunktar
á 75 ára ferli félagsins?
„Það er mér dálítið erfitt að rekja,
þar sem ég þekki best þessi síðustu ár.
Þó vil ég nefna upphafið - aðdragand-
ann að stofnun Eimskips og það þjóðar-
átak sem varð um málið, en hluthafarn-
ir urðu þrettán þúsund við stofnun. Þá
var koma fyrstu skipanna auðvitað
þýðingarmikill stórviðburður.
Síðan má nefna siglingar skipa fé-
lagsins í tveim heimsstyrjöldum. Þær
skiptu þjóðina afskaplega miklu máli.
Þá varð félagið fyrir miklu tjóni,
missti margan mætan manninn sem
lífið lét við þýðingarmikil störf sín.
Þá hygg ég að þegar litið er til baka,
skipi farþegaflutningar háan sess í sögu
félagsins, bæði milli landa og milli
hafna innanlands. Eimskipafélagið var
lengi eini íslenski aðilinn sem annaðist
fólksflutninga milli landa og stundaði
farþegaflutninga allt frá 1915 til 1973
og í hugum margra var Gullfoss sem
félagið rak frá árinu 1950-1973 ímynd
þess sem skipt hefur máli í rekstri þessa
fyrirtækis.“
Farþegaflutningar?
- Er ætlunin að hefja aftur farþega-
flutninga og má vænta farþegaskips -
nýs Gullfoss?
„Farþegaflutningar eru ekki beinlín-
is á döfinni. Nýju skipfn, Brúarfoss og
Laxfoss, gefa okkur aftur færi á að
flytja farþega. Skipin voru þó ekki
keypt vegna þess að þau gátu flutt
farþega, heldur vegna annarra verk-
efna.
Það kom hins vegar í ljós að hægt var
að flytja farþega í skipunum þar sem í
þeim eru, hvoru um sig, sex tveggja
manna herbergi.
Við fylgjumst vissulega með þróun-
inni í málum er varða farþegaflutninga
en okkur sýnist að erfitt sé að stunda
þá á heilsársgrundvelli þótt vera kunni
að grundvöllur sé fyrir frekari farþega-
flutningum til og frá landinu yfir sumar-
mánuðina. Mér finnst mjög ólíklegt að
í næstu framtíð verði hér grundvöllur
fyrir farþegaskip sem sigli allt árið.“
- Landgræðslugjöf Eimskips vakti
mikla athygli..
„Þetta þótti okkur góð hugmynd.
Félagið vildi minnast 75 ára afmælisins
með einhverjum hætti og okkur þótti
það góður kostur að styðja við bakið á
landgræðslu og skógræktarátaki -
Átaki 1990, eins og það er kallað.
Við teljum að við íslendingar eigum
landinu skuld að gjalda. Þegar menn
námu hér land var talið að nær 65% af
landinu hafi verið þakin gróðri. í dag
eru það vart meira en 25%. Með þessu
leggur Eimskip fram sinn skerf til átaks
sem snertir alla landsmenn.“
Útþensla - auðhringur?
- Mörgum ofbýður útþensla Eim-
skipafélagsins, hér sé að myndast auð-
hringur. Félagið eigi rúman þriðjung í
Flugleiðum og sé nær einrátt um vöru-
flutninga til og frá landinu.
„Eimskipafélag íslands hefur í gegn-
um tíðina aðallega stundað flutninga-
starfsemi sem alltaf hefur skilað ár-
angri, - stundum hagnaði, en stundum
tapi.
Afkoman er mjög háð efnahag lands-
ins á hverjum tíma en hann einkennist
af miklum sveiflum. Þess vegna hefur
verið leitast við að skjóta fleiri stoðum
undir rekstur félagsins.
Eimskipafélagið hefur verið aðili að
flugrekstri síðan 1940 en þá studdi það
fyrst við bak aðila í slíkum rekstri. Mér
finnst mjög eðlilegt að fyrirtæki eins og
Eimskip, sem gengur þokkalega, leiti
sér að öðrum verkefnum og þá ekkert
síður á þeim vettvangi sem menn
þekkja til - í einhverri annarri tegund
flutningastarfsemi.
Þetta er ástæðan fyrir því að við
höfum haldið áfram að eignast hlut í
Flugleiðum og eigum í dag einn þriðja
hlutabréfa félagsins. Engin áform eru
um að auka þá hlutdeild.
Af þessari fjárfestingu viljum við fá
arð en jafnframt stuðla að því með
reynslu okkar og þekkingu að gera
Flugleiðir að betra félagi en það er í
dag og að það skili arði. í þessu
sambandi finnst okkur að jákvæður
árangur eignaraðildar okkar skipti
mestu máli.
Þegar talað er um völd í þessu
sambandi verða menn að hugleiða að
við lifum í öðru þjóðfélagi en fyrir
fimmtán til tuttugu og fimm árum.
Þjóðfélagið einkennist nú af markaðs-
stýringu og auðvitað er markaðurinn
ramminn utan um okkar rekstur.
Umhverfið skapar okkur þann
ramma - það aðhald sem nauðsynlegt
er í þessu sambandi. Þannig er okkur
ljós hver ábyrgð okkar er við þátttöku
í öðrum fyrirtækjum og áhugamál Eim-
skipafélagsins er að þessi þátttaka skili
jákvæðum árangri og framlagi til þjóð-
arbúskaparins.“
Þátttaka í ferðamannaiðnaði
- Eru uppi áform hjá Eimskipi um
frekari þátttöku í ferðamannaiðnaði, -
ásældist félagið Ferðaskrifstofu ríkis-
ins?
„Það eru engin bein áform um ferða-
skrifstofurekstur. Við höfum stutt við
bakið á starfsfólkinu sem keypti %
Ferðaskrifstofu íslands.
Þessir aðilar komu til okkar með
skömmum fyrirvara og leituðu eftir
samstarfi við okkur með þetta. Við
gáfum þeim ábyrgð á kaupunum og því
var jafnframt lýst af okkar hálfu að við
yrðum reiðubúnir til þess að kaupa hlut
af þeirra hlutabréfum.
Ferðamannaiðnaður er að okkar
mati starfsgrein sem á meiri framtíð
fyrir sér og okkur finnst ekkert óeðli-
legt við það að við verðum þátttakend-
ur í honum að einhverju marki. Við
höfum meðal annars velt fyrir okkur
, alvarlega möguleikanum að byggja hót-
el í Reykjavík. Enn hafa þó engar
ákvarðanir verið teknar í þessum
efnum.“
- Þið eruð nær einráðir um sjóflutn-
inga til og frá landinu. Hefur það orðið
til þess að flutningar hafi orðið dýrari?
„Það er fjarri lagi að við séum
einráðir í siglingum til og frá íslandi.
Við erum stórir í vöruflutningunum en
siglingar til og frá landinu eru öllum
frjálsar og opnar. Eimskipafélagið hef-
ur ekkert sérleyfi og engin sérréttindi á
þessum vettvangi.
Við stundum stórflutninga í sam-
keppni við alþjóðlega markaðinn. Það
getur hver sem er tekið símann og leigt
sér skip til að sigla með vöru til og frá
landinu og við keppum um stykkja-
vöruflutninga, meðal annars við Skipa-
deild Sambandsins.
Við teljum því að á þessum markaði
sé veruleg samkeppni og ekkert víst að
betra væri að fleiri aðilar væru í þessu.
Dreifing í þessu sambandi kostar líka
peninga.
Síðustu fimm árin hefur flutnings-
magnið sem við flytjum aukist um 45%
en tekjur hafa ekki aukist í raunverð-
mætum.“
Þróun og framtíðarhorfur
- Hver telurðu að þróun sjóflutninga
verði og hlutdeild Eimskipafélagsins í
henni?
„Ég geri ráð fyrir að starfsemi Eim-
skips verði í aðalatriðum í svipuðum
farvegi og hún hefur verið.
Aðalverkefnið verði flutningur á vör-
um til og frá landinu j afnframt þátttöku
í annarri flutningastarfsemi.
í dag rekum við fjórar skrifstofur
erlendis enda lítum við á okkur sem
flutningaþjónustufyrirtæki sem annast
vöruflutninga frá framleiðanda til dreif-
ingaraðila, eins langt til hans og kostur
er. Það eru ekki siglingarnar einar sem
skipta máli, heldur allir hlekkir keðj-
unnar.
Það má búast við áframhaldandi
tækniþróun, en hún hefur verið afar
hröð undanfarna tvo áratugi. Við ger-
um ráð fyrir auknum einingaflutning-
um til og frá landinu, að gámaflutningar
aukist hlutfallslega, bæði í inn- og
útflutningi. Ennfremur má búast má
við að skip verði færri, en stærri.
Þá gerum við ráð fyrir að öll vinnsla
upplýsinga, tölvukerfi og tölvuvinnsla
skipti meira og meira máli í framtíð-
inni. Gott tölvu- og gagnakerfi getur
orðið félaginu miklu mikilvægara en
það hvort það á skip eða ekki.
Þá gerum við ráð fyrir því að starfs-
þekking og þekking manna yfirleitt
verði þjónustufyrirtæki eins og Eim-
skipi stöðugt þýðingarmeiri.
Við teljum okkur vera í samkeppnis-
umhverfi, ekki bara hér innanlands,
heldur líka erlendis frá, og teljum að
almennt eigum við að horfa meira til
útlanda og vera ef til vill virkari í
þátttöku í þessari þjónustustarfsemi
þar
- I framhaldi af smygltilraun sem
upp komst um fyrir skömmu: Hvernig
bregst félagið við þegar starfsmenn
verða uppvísir að lögbrotum?
„í fyrirtækinu er töluverð hefð fyrir
því að tekið sé mjög hart á þeim sem
uppvísir verða að lagabrotum.
Éf um er að ræða smygl að einhverju
marki þá er það næstum algild regla að
manninum er vísað úr starfi. Ef um
minniháttar brot er að ræða er manni
vísað úr starfi um nokkurra mánaða
skeið. Ef brotið er alvarlegt er manni
vísað að fullu úr starfi og því miður eru
mörg dæmi þess að orðið hefur að grípa
til þess.“ -sá
■