Tíminn - 21.01.1989, Page 8
8 Tíminn
Laugardagur 21. janúar 1989
Ttminri
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Póstfax: 68-76-91
Forsetaskipti
Forsetaskipti hafa formlega átt sér stað í Banda-
ríkjunum. Ronald Reagan hefur látið af störfum
eftir átta ára setu á forsetastóli. Við tekur George
Bush sem verið hefur varaforseti jafn lengi. Báðir
eru þessir menn úr Repúblikanaflokknum, þar sem
saman er kominn blóminn úr bandaríska íhaldinu.
Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vera trygglynd-
ir íhaldsmenn. Hins vegar er nú, eins og ævinlega
þegar forsetaskipti verða í Bandaríkjunum, reynt að
leita uppi mannamuninn á þessum ágætu forsetum.
í Bandaríkjunum er alltaf verið að hylma yfir
flokkspólitík og liðssafnaðinn kringum forsetana,
en þeim mun meira gert úr persónu þeirra, sérhönn-
uð ímynd þeirra, ef ekki vill betur til. Svo verður að
sýnast að hver forseti búi til sína stefnu, spili allt af
fingrum fram.
Þessi tegund af persónudýrkun er íslendingum og
norrænum þjóðum, sem þeim eru skyldar, að flestu
leyti framandi, en alls ekki óþekkt. Hún hefur m.a.
verið mikilsráðandi í borgarmálapólitík Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík um margra áratuga skeið.
Persónupólitík íhaldsins í Reykjavík er að vísu
aðeins vasaútgáfa af bandarísku fyrirmyndinni, en
gefur eigi að síður góða vísbendingu um á hvaða
stigi forsetakosningar í Bandaríkjunum eru.
Hér verður að sjálfsögðu enginn allsherjardómur
lagður á forsetaferil Ronalds Reagans, enda ólíklegt
að íslenskt dagblað sé fært um það yfirleitt. Þó má
fullyrða að á valdatíma Reagans hafur orðið breyt-
ing á utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem hefur
heimssögulega þýðingu. Þessi breyting verður óefað
tengd nafni forsetans fráfarandi og mun forða því
frá gleymsku. Viðurkennt er einnig að Ronald
Reagan hafi öðlast þá landsföðurlegu ímynd, sem
bandarískur meðal-jón hefur mikla þörf fyrir. Hann
var fjarska vinsæll forseti.
Ronald Reagan kom nokkrum sinnum til íslands
og kynnti sig vel í hvívetna. Samskipti hans við
íslenska ráðamenn voru afar vinsamleg. í rauninni
hefur enginn Bandaríkjaforseti haft jafn náin kynni
af íslandi og hann. Þess er sérstaklega að minnast
að Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbatsjovs var
heimssögulegur viðburður. Reagans verður því
lengi minnst á íslandi.
Hitt er annað mál, að viðskilnaður Reagans-
stjórnarinnar er ekki á öllum sviðum jafn glæsilegur.
Sérstaklega á það við um efnahagsástandið innan-
lands. Bandaríkjadalur má vissulega muna fífil sinn
fegri, og hafa íslendingar fengið að kenna á því.
Skuldasöfnun, viðskipta- og fjárlagahalli er m.a. sá
erfðahlutur, sem Reagan skilur arfþega sínum eftir.
Þótt Reagan hafi ekki á sér það orð að vera
stjórnmálabraskari á borð við suma forvera sína fyrr
og síðar, þá hefur hirð hans ekki verið jafn einhuga
um pólitískan grandvarleik eins og stofnandi Repú-
blikanaflokksins, Abraham Lincoln, gerði sér far
um að sýna og samdi um frægar ræður og ritgerðir.
George Bush tekur við búinu eins og það er, m.a.
þann vanda að kljást við öflugt þjóðþing í tveimur
deildum, þar sem pólitískir andstæðingar hans ráða
lögum og lofum.
T
ÍÐIN ER umhleypingasöm
um þessar mundir og það eru
stjórnmálin einnig eins og löng-
um áður. Nú hefur varað um
sinn nokkur orðaþytur út af
vaxtamálum og sýnist sitt hverj-
um bankamönnum og einstöku
ráðherrum um tekjur banka af
peningaviðskiptum. Það orða-
skak hófst út af nokkurri breyt-
ingu á vísitölu, þegar bönkum
þótti ástæða til að fara á ný að
hækka vexti til tryggingar því að
þeir yrðu ekki neikvæðir fyr en
varði. Athuganir á tilkostnaði
bankakerfisins sýna að þar hefur
hvergi verið gætt þess hófs sem
nauðsynlegt er, og ræður þar
kannski mestu samkeppni um
viðskiptavini. Það er þó ekki
einhlítt, og hefur getum verið að
því leitt að einskonar stjórnar-
andstaða hafi komið sér fyrir
innan bankakerfisins. Hvað sem
því líður má segja að ekki er
laust það, sem skrattinn heldur,
því enn er við lýði sú peninga-
hyggja sem samkvæmt stefnu-
miðum frjálshyggjunnar vill
haga vöxtum þannig, að með
góðu móti sé hægt að græða á
peningaeign einni saman, eða
samskonar starfsemi og menn á
borð við Sigurð Berndsen voru
kunnir fyrir, og voru þeir þó
kurteisir í sínum sóknum miðað
við það vaxtafár sem á var
skollið áður en núverandi að-
gerðir sneru niður af skrúfunni
og færðu vexti í viðunandi horf,
einnig fyrir sparifjáreigendur,
sem vilja eðlilega ekki tapa á því
að eiga peninga í banka, en hafa
ekki hugsað sér að gerast stór-
gróðamenn.
Neikvæðir vextir
Erlendis eru hækkanir á vöxt-
um mældar í hálfum prósentu-
stigum og þykja heimstíðindi.
Hér hreyfa menn sig varla fyrir
minna en hálfan tug prósenta í
einu, og varðar auðvitað engan
um það utan íslands. Bankar
bera fyrir sig þarfir sparifjáreig-
enda, en eru í rauninni að rétta
hag sinn í leiðinni til að geta
staðið undir rekstri margra úti-
búa og haft margt starfslið. Einu
sinni voru mjólkurbúðir á hverju
götuhorni í Reykjavík og þótti
sjálfsagt. Og einu sinni kom fólk
með brúsa sína í þessar búðir til
að láta fylla á þá úr stærri
brúsum. Það þótti líka sjálfsagt.
Svo fóru einhverjir að kveða
upp úr um að þetta væri dýrt og
fyrirhafnarsamt og héldi mjólk-
urverði uppi. Það lá ekki alveg
laust fyrir að hætta þessu kerfi.
Bent var á að mikill fjöldi fólks
yrði atvinnulaust ef búðirnar
yrðu lagðar niður. En svo var
þetta leyst og ekkert talað um
málið meir. Nú kaupir fólk
mjólk sína í matvöruverslunum
og hefur fyrir löngu gleymt því
að fara í mjólkurbúð.
Þótt bankastarfsemi sé ekki
sama eðlis, er alveg augljóst, að
bankakerfið getur sparað pen-
inga. Því er heldur ekki nauð-
synlegt að hlusta einvörðungu á
þá spekinga sem vilja að nýju
fitja upp á nokkru gróðabralli.
Nýlegt dæmi um fyrirtækið
Ávöxtun, þar sem þeir er ætluðu
að verða ríkir á vöxtum fá ekki
nema lítinn hlut framlagðs fjár
til baka, ætti að verða nokk.ur
viðvörun um, að nýtt vaxta-
ævintýri gerir engan venjulegan
sparifjáreiganda ríkan. Fjár-
mögnunarfyrirtæki eru yfirleitt
hljóð um vöxt sinn og viðgang,
en tilvist þeirra virðist engu að
síður valda bönkum áhyggjum
út af samkeppni um sparifé.
Aðeins ein þessara náðarsóla
frjálshyggjunnar, Ávöxtun, hef-
ur komið til meðferðar. Það
fyrirtæki var einna harðast í
samkeppni sinni við bankana.
Nú er komið á daginn að fáist
eitthvað til baka nemur það
aðeins um þrjátíu prósentum af
innlögðu fé. Það heita neikvæðir
vextir. Ekki hefur spurst til
þeirra annars staðar. En til ör-
yggis mætti ákveða að náðarsól-
irnar gerðu reikninga sína opin-
bera svona til að geta fylgst með
því hvar vextir eru neikvæðir í
landinu. Þeir eru það ekki í
bönkum.
Lífskjör
án undirstöðu
Mikið er rætt um efnahags-
ástandið og sýnist sitt hverjum
eins og gengur. Ljóst er að
fyrirtæki sem byggja rekstur sinn
að umtalsverðum hluta á eigin
fé eiga við gott gengi að búa.
Hin horfa fram í hríðarsortann
og sjá ekki til jarðar. Efnahags-
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
miða að því að vísa einhverjum
þeirra til vegar. Nú er það
staðreynd, að vöruskiptajöfnuð-
ur við útlönd mun ekki taka
miklum breytingum til hins
verra, vegna þess að fiskurinn er
enn í sjónum þótt reiknings-
dæmin í landi séu erfið. Við
munum halda áfram að verka
fisk og flytja hann til útlanda.
Fiskverð fer nú hvarvetna hækk-
andi, þótt erfiðlega kunni að
ganga að koma „kynörvandi"
fiskafurðum í verð í Japan og
annars staðar. En slíkar aukaaf-
urðir verða íslendingar að fá að
leika sér með annars koðna þeir
alveg niður. Best væri náttúrlega
að geta gert okkur öll að fegurð-
ardrottningum og heimsmeistur-
um í þrekraunum. Þá mundi
eflaust linna þessari leit að
heimsviðurkenningu sem verður
stundum eins og faraldur meðal
smáþjóðar sem lifir mikið í fjöl-
miðlum.
Vandi stjórnmálamanna virð-
ist helstur sá að vilja ekki bera
ábyrgð á yfirvofandi hruni innan
ákveðinna atvinnugreina. Þar
eiga allir sammælt. Á meðan svo
er verður reynt að berja í brest-
ina í vandamálum sem snerta
okkur fyrst og fremst sjálf, en
koma minna við útflutningi eða
erlendri skuldastöðu. Hér hefur
margsinnis verið á það bent, að
lífskjör (standard) okkar eru of
há miðað við þær almennu tekj-
ur sem höfuðatvinnuvegir gefa.
En það verður varla á valdi
stjórnmálamanna að lækka þessi
almennu lífskjör, enda mundi
það í raun gera snöggan endi á
stjórnmálaferil viðkomandi.
Þess vegna eru allir, hvar í
flokki sem þeir standa, að berj-
ast við að halda við núverandi
lífskjörum í landinu, þótt nokk-
uð skorti.á undirstöðu þeirra.
Verkar
vítamínsprautan?
í slíku árferði þykir þjóðráð
að hækka skatta og afgreiða
hallalaus fjárlög. En slíkar að-
gerðir leysa í sjálfu sér ekki
allan vanda. Hækkun á eigna-
skatti hittir einungis fyrir eigna-
aðila án þess að vitað sé hvort
hann eða þeir hafi átt nokkurn
þátt í því að við lifum um efni
fram. Tekjuskattur er svo lítið
hlutfall af annarri almennri
skáttheimtu, að hann ræður
varla úrslitum. Hins vegar geta
skattahækkanir þótt sniðugar
hjá þeim sem eru undir skatt-
leysismörkum eða eiga minni
eignir en svo að hækkunar á
eignaskatti gæti þar sérstaklega.
Lífskjör alls þorra fólks halda
því áfram að vera á sama flug-
stigi og þau voru. Við höldum
áfram að lifa um efni fram, en
það þrýstir svo aftur á aukna
verðbólgu og hærri fjármagns-
kostnað og um leið á að stjórn-
völd slaki á klónni og rýmki um
bann við hækkandi verðlagi eða
gefi samninga frjálsa. En það er
svo aftur galli á stjórnskipuðum
stöðvunum að með þeim er
verið að hlaða fallstykki sem
hleypir af sér sjálft þegar tímar
líða.
Allt eru þetta kunnar stað-
reyndir og margendurteknar í
lífi þeirra sem nú eru komnir um
fimmtugt. Margir hafa lengi tón-
að þann söng, að nú væri að
koma að skuldadögum. Þetta
gæti ekki gengið svona lengur.
Og víst er um það, að með
vissum hætti blasa einskonar
skuldadagar við sjónum. Þar er
átt við þann atvinnurekstur, sem
kominn er að fótum fram vegna
fjármagnskostnaðar á liðnum
árum, og hefur ekkert bolmagn
til að rísa úr öskustó taprekstrar.
Þessa daga er verið að vega og
meta hverjum á að bjarga og
hverjum verður ekki bjargað.
Stjórnarandstæðingar hafa uppi
hin háðulegustu orð yfir björg-
unarsveitina eða kenna hana við
ágætan og vammi firrtan alþing-
ismann, sem eins og fleiri hefur