Tíminn - 21.01.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 21.01.1989, Qupperneq 13
Laugardagur 21. janúar 1989 Tíminn 25 varir við slíka „myndun óvildar" gagnvart Þjóðverjum í Bandaríkj- unum sem nú. Og einn félagi Genschers orðaði ástandið á þenn- an ódiplómatiska hátt: Pað er nú vinsælt tómstundagaman í Banda- ríkjunum að hræra í þýskum skít. Stjórnmálaskýrendur á skrif- stofu kanslarans segja líka að van- þóknunin á „þessum skelfilegu Þjóðverjum" sem hafi þó þegar allt kemur til alls eiginlega tapað stríð- inu og samt sem áður unnið sig upp í að vera mesta útflutningsþjóð veraldar hafa bólgnað út „eins og graftarkýli". Bandaríkjamenn ættu frekar að vera á sakbominga- bekknum en Þjóðverjar Hin meintu Gaddafi-tengsl skipa Þjóðvérjum á sakborningabekk, sem aftur á móti yfirvöld í Bonn álíta að Bandaríkjamenn ættu að verma. Bandaríkin voru langstór- tækustu vopnasaiar Vesturlanda 1987, seldu þá vopn fyrir 11,5 milljarða dollara. Þá komu Frakk- ar með 3,6 milljarða dollara sölu og í þriðja sæti var Bretland. Bandaríkin eiga líka mestar birgðir efnavopna næst á eftir Sov- étríkjunum, 45.000 til 150.000 tonn um stjórnmálamannanna fór að vandast málið. Yfirleitt nær refsilöggjöf Sam- bandslýðveldsins ekki nema til landamæranna. Undantekningar eru þó á þeirri reglu, t.d. vegna eiturlyfjasölu eða peningafölsunar, þá gildir svokallað „heimréttar- meginregla“. Þessar undantekn- ingar er að finna í greinum nr. 5 og 6 í refsilagabálkinum þar sem þær eru sérstaklega útfærðar. Þær eru flokkaðar sem svo „alvarlegar" að fyrir þær skuli refsað í Sambands- lýðveldinu án tillits til þess hvar glæpirnir eru drýgðir. Hvaða ríki eru „vond“ og hvaða ríki „góð“? Það væri ekki flókið mál lagalega að fella undir þessar lagagreinar, sem refsiverðum brotum á er fram- fylgt hvar sem þau eru framin í heiminum, gerð efnavopnaverk- smiðja eða framleiðslu plútóns til smíði kjarnasprengja. Reyndar mætti þar ekki skipa ríkjum í annað hvort „vond“ eða „góð“. Það þýðir að þýskur vísindamaður sem vinnur að smíði atómsprengja í Bandaríkjunum yrði að eiga jafn- mikið í vændum refsingu í heima- landinu og sá vísindamaður sem „Made in Germany“ samkvæmt nýjasta mati. Og það eru fyrst og fremst Ameríkanar sem hafa mánuðum saman komið í veg fyrir það á afvopnunaráð- stefnunni í Genf að samkomulag verði um algert bann við eiturefna- vopnum. Og á ráðstefnunni í París, þar sem haldin var enn ein alþjóð- leg áróðursumræða um efnavopna- afvopnun, höfðu Vestur-Þjóðverj- ar Svarta-Pétur á hendi. Það hentar líka ágætlega stjórn- inni í Washington í samvinnunni við félaga sína í ísrael að geta útmálað Þjóðverja sem vini gyð- ingahatarans Gaddafi. Þá heppnast kannski - eins og margir stjórn- málaskýrendur í Bonn láta sér detta í hug að ætlunin sé - banda- rískum diplómötum að hnýta vin- samleg bönd við Jasser Arafat með fulltingi gyðingasafnaðarins í New York. Refsilöggjöf Þjóðverja nær yfirleitt ekki nema til landamæranna Sú aðdróttun að Þjóðverjar víli ekki fyrir sér að selja til útlanda framleiðsluvarning sem jafnvel brýtur gegn siðferði, kom sérlega illa við Genscher utanríkisráðherra en hann ætlaði að koma fram á fundinum í París sem ósveigjanleg- ur baráttumaður gegn öllum efna- vopnum. Hann segir afdráttar- laust: „Ég vil ekki að Þjóðverjar eigi þátt í að framleiða gereyðing- arvopn“. Stjórnvöld í Bonn ákváðu hátíðlega 1954 að leggja sjálfir niður framleiðslu efna- vopna. I augum Genschers liggur málið ljóst fyrir. Það megi jafnvel ekki selja kunnáttu verkfræðings, sem mætti nota erlendis til að búa til gereyðingarvopn. Þegar starfsmenn stjórnarráðs- ins í Bonn fóru að velta vöngum yfir lögfræðilegri útleggingu á orð- ynni í Pakistan. Það kemur hins vegar að áliti lögfræðinga stjórnvalda í Bonn ekki til greina, því að skv. opin- berri stefnu, líka í Bonn, er friður í heiminum kominn undir þeim ótta sem kjarnavopn Bandaríkja- manna skapa, og Bandaríkin standa fast við að þeim sé nauðsyn- legt að framleiða og eiga í fórum sínum efnavopn til að viðhalda þessum ótta. Og varla sé hægt að refsa fyrir að taka þátt í að viðhalda friðnum með ótta. Hvemig má koma á fyrirbyggjandi eftirliti? Stjórnarráðsmennirnir í Bonn létu líka í Ijós efasemdir vegna uppástungna um að ákvarða skýrar, hvaða fyrirtæki yfirleitt ráði yfir skynsamlegri tækni í atóm- eða efnaframleiðslu. Hugmyndinni um að skylda þessi fyrirtæki til að gefa skýrslur um starfsemina yrði held- ur ekki framfylgt. Fyrirfram ætti hins vegar að vera mögulegt að „byggja upp net upplýsingaupp- spretta“. Sem dæmi má nefna að til þessa hafa tollyfirvöld veitt viðtöku út- flutningsskýrslum og sent þær áfram til tölfræðilegu deildarinnar í stjómarráðinu. Þar falla þær undir tölfræðileynd. Þær eru þess vegna ekki til nokkurs gagns til fyrirbyggjandi aðhalds. Ef emb- ættismenn gætu samræmt þessar upplýsingar við skýrslur fyrirtækja sem hafa leyfi til að hafa í fórum sínum kjamaeldsneyti væri e.t.v. mögulegt að skipuleggja fyrir- byggjandi eftirlit. Og loks hafa vestur-þýsk stjórn- völd í huga að setja tilkynninga- skyldu á útflutning á uppdráttum og þekkingu á gerð efnaverk- smiðja, og þar með yrði lokað slæmri gloppu í utanríkisviðskipta- löggjöfinni. Utanríkisviðskiptalöggjöf Þjóðverja frjálslyndari en sú bandaríska Slíkar hikandi vangaveltur gera ákærendurna í Washington ekki reiða heldur styrkja þá í þeim grunsemdum að eins ótruflaður útflutningur og hægt er að komast upp með sé vestur-þýsku banda- mönnunum mikilvægari en að koma í veg fyrir einstaka löglegar eða hálflöglegar sölur á viðkvæm- um vopnum til vafasamra kaup- enda. Auk þess hefur hvorki kansl- arinn né viðskiptaráðherrann, né aðrir sem málið varðar í huga að breyta hinum frjálslyndu þýsku utanríkisviðskiptalögum í átt til þeirra bandarísku. f Bandaríkjunum gildir sú meg- inregla að allur útflutningur sé bannaður, sé hann ekki leyfður. f Vestur-Þýskalandi er allur útflutn- ingur leyfður. Að vísu þarf sérstakt leyfi til útflutnings á vissum vörum. En eftirlit er í rauninni bara að finna á pappírnum. Þess vegna var áður oft eitthvað til í því þegar bandaríska leyni- þjónustan skýrði frá útflutningi á bönnuðum eða umdeilanlegum varningi til kjarnorkuframleiðslu til viðskiptavina eins og Pakistans, Suður-Afríku eða Indlands. Og þess vegna eru þessar nýju og reiðilegu ásakanir bandarískra blaðamanna um þýska þátttöku í eiturgasstríðsáætlunum Gaddafis einkar trúverðugar. Verið að reisa heila „tæknimiðstóð" í Líbýu f þetta sinn virðast Bandaríkja- menn hins vegar hafa tekið rangan pól í hæðina. í Rabita í grennd Trípóli er ekki bara verið að reisa litla efnaverksmiðju af stærðar- gráðunni 100-150 metrar, heldur heila „tæknimiðstöð". Þess vegna væri það sérlega óskynsamlegt, og í öllum tilfellum áhættusamt, að reisa verksmiðju til framleiðslu efnavopna í næsta nágrenni við ný hátæknifyrirtæki. Bandaríkja- menn leggja hins vegar málið fram eins og að á öllu svæðinu eigi að verða ein risavaxin eiturgasverk- smiðja. Það þykir bara sjálfsagt að þýsk fyrirtæki séu þar í brennipunicti. Með milligöngu fyrirtækis írakans Ihsan Barbouti í Frankfurt seldi byggingavörufyrirtækið Bischoff KG í Frankfurt „nokkra bíla og verkfæri eins og skrúfjárn" (tals- maður fyrirtækisins) til Líbýu. Úti- bú Preussag-fyrirtækisins í Dort- mund hefur séð.tæknimiðstöðinni fyrir tækni til meðferðar á vatni. Þessi útflutningur segir talsmað- ur Preussag-fyrirtækisins að hafi verið „vandlega kannaður" af við- skiptaráðuneytinu í Bonn að ósk fyrirtækis hans og verið lýstur hættulaus. 1985 átti Thyssen Bausysteme GmbH í Dinslaken í samningavið- ræðum um byggingarhluta og hafði nærri gengið saman með fyrirtæk- inu og Líbýumönnum þegar strandaði á fjármögnuninni. AIls áttu um 25 fyrirtæki í Sambands- lýðveldinu hlut að byggingunum í eyðimörkinni. Fellst Gaddafi á stöðugt eftirtit? - En Bandaríkjamenn? Það væri fljótlega hægt að upp- lýsa hvaða tiíhæfa er í eiturefna- framleiðsluákærum Bandaríkja- manna ef Gaddafi féllist á að alþjóðleg eftirlitsnefnd kynnti sér framleiðslukerfið. Að áliti sérfræðinga væri reyndar mögulegt að leika á slíkt eftirlit þar sem lítinn tíma tekur að breyta framleiðslunni úr eiturvopnum í eitthvað annað. En þá yrði Gaddafi stöðugt að standa gegn alþjóðlegu eftirliti á efnaverksmiðjunum sínum, eins og reyndar Bandaríkin gera með sínar, en það vill hann sjálfsagt ekki. Sendiherra Vestur-Þýskalands í Trípóli sendi Genscher þau skila- boð frá Gaddafi fyrir Parísarfund- inn að Líbýa myndi greiða atkvæði með slíku alþjóðlegu eftirliti, en því aðeins ef fylgt yrði slíkum varúðarráðstöfunum um allan heim. Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Árnesingar Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Þjórsárver, mánudag 23. jan. kl. 21.00. Félagslundur, þriðjudag 24. jan. kl. 21.00. Þorlákshöfn, í Kiwanishúsinu, miðvikudag 25. jan kl. 21.00. Stokkseyri, fimmtudag 26. jan kl. 21.00. Þorrablót framsóknarmanna á Suðurnesjum Framsóknarfélögin í Keflavík standa fyrir þorrablóti þann 27. janúar í Glaumbergi efri sal. Húsið opnar kl. 19. Aðgangur að neðri sal að vild. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Sérstakir gestir verða: Steingrímur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir. Miðapantanir: Péturs. 11431, Sigurðurs. 12719, Þorsteinns. 12330, Gunna s. 15410, Kolbeinn s. 12458. Framsóknarfélögin í Reykjavík Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1988 Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Framsóknarflokksins. Vinningsnúmer eru: 1. Nr. 1311 2. Nr. 22646 3. til 6. Nr. 26073, 12506, 9750, 23800 7. tii 12. Nr. 20893, 20890, 3571,34359, 12261,34014 13. til 15. Nr. 21426, 3587, 23141 Vinninga skal vitja innan árs. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofum Framsóknar- flokksins, Nóatúni 21, Reykjavík, í síma 91-24480 og/eða 91-21379. Framsóknarflokkurinn Akranes - Bæjarmálafundur Fundur um bæjarmál verður haldinn í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, laugardaginn 21. janúar kl. 13.30. Fulltrúaráðið. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Suðurland | Skrifstofa kjördæmissambandsins Eyfarvegi 15, Selfossrer opin á fimmtudögum kl. 17-19 sími 98-22547. KSFS. Suðurland Spilum félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi 24. og 31. janúar n.k. kl. 20.30. Framsóknarfélag Selfoss. Framsóknarfélag Selfoss Félagsfundur verður haldinn að Eyrarvegi 15, mánudagskvöldið 23. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Selfossbæjar. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.