Tíminn - 21.01.1989, Qupperneq 14
26 Tíminn
Laugárdagur 21. jaríúar 1989
MINNING
Oddný Jónsdóttir
frá Másstööum í Vatnsdal
Fædd 27. október 1902
Dáin 11. janúar 1989
Þann 11. janúar s.l. lést á Héraðs-
hælinu á Blönduósi, Oddný Jóns-
dóttir.
Oddný var fædd á Másstöðum í
Vatnsdal 27. október 1902 og var
dóttir Jóns Kristmundar Jónssonar
og Elínborgar Margrétar Jónsdótt-
ur. Eignuðust þau þrjár dætur, Þor-
björgu sem dó árið 1952, Guðrúnu
og Oddnýju sem var yngst þeirra
systra. Móðir Oddnýjar lést árið
1914.
Jón kvæntist seinni konu sinni
Halldóru Gestsdóttur árið 1920 og
eignuðust þau eina dóttur Elín-
borgu, kennara á Skagaströnd.
Einn vetur stundaði Oddný nám
við Gagnfræðaskólann á Akureyri
og nam við Kvennaskólann í
Reykjavík í tvo vetur. Skólaganga
Oddnýjar var mun meiri en almennt
gerðist á þessum tíma, enda starfaði
hún síðar við almenna kennslu í
Víðidal og í Reykjafirði á Ströndum.
Hún var mikil hannyrðakona og
var um tíma lausráðinn kennari við
Kvennaskólann á Blönduósi, kenndi
vefnað og prjón.
Árið 1955 hófu systursynir
Oddnýjar, Jón og Zophonías, synir
Guðrúnar og Pálma á Bjarnastöð-
um, búskap á Hjallalandi, næsta bæ
sunnan Másstaða. Þar sem Oddný
hafði aldrei gifst, þótti henni sjálf-
sagt að styðja við bakið á frændum
sínum og gerðist ráðskona hjá þeim.
Þar bjó hún til ársins 1980 er hún
fluttist með þeim bræðrum að
Hnausum í Þingi.
Sumarið 1956 kynntist ég þessu
ágæta fólki er ég var sendur í sveit
að Hjallalandi, þá að verða átta ára
gamall.
Ástúð og umhyggja Oddnýjar var
sérstök og átti hún sinn þátt í því að
í mínum huga kom ekki annað til
greina en komast í sveitina eins
snemma á vorin og mögulegt var og
heim til Reykjavíkur var aldrei farið
fyrr en eftir seinni réttir á haustin.
Annað sumarið mitt á Hjallalandi
lést faðir minn og var Oddný beðin
að tilkynna mér andlátið. Gerði hún
það af slíkri nærgætni og með þeim
hætti að sorgin sem því fylgdi varð
ekki eins þungbær og ég hygg hún
hefði orðið ella.
Fróð kona var Oddný og hafði
hún næmt eyra fyrir góðum
kveðskap. Hún komst oft mjög
skemmtilega að orði og sagði hlutina
ekki eins og allir aðrir.
Aldrei leiddist litlum dreng að
vera í nálægð við hana, hvort heldur
hún var við mjaltir, heyskap, að
prjóna eða var að vefa á stóra
vefstólinn. Frá henni streymdi ör-
yggi og hlýja. Aldrei heyrði ég
Oddnýju hallmæla nokkrum manni,
hún var hógvær kona og lítillát.
Oddný hafði átt við vanheilsu að
stríða nú um skeið. f haust gekkst
hún undir aðgerðir á Héraðshælinu
á Blönduósi og á Landspítalanum.
Augljóst var að hún færi ekki að
Hnausum aftur og þegar Ellert syst-
ursonur hennar á Bjarnastöðum og
Vigdís kona hans buðu henni að
dveljast hjá þeim með systur sinni
Gísli Jónsson
bóndi á Víöivöllum
Fæddur 21. nóvember 1917
Dáinn 11. janúar 1989
Nú á dögum berast okkur flestar
fréttir af vinum og vandamönnum í
gegnum síma. Miðvikudagsmorgun-
inn 11. þ.m. barst mér þannig óvænt
andlátsfrétt úr Skagafirði. Gísli
frændi á Víðivöllum hafði látist um
morguninn.
Mér var fyrst hugsað til Unnar
konu hans og barna þeirra. Gísli
fallinn frá, þessi glaði, trausti og
knái heimilisfaðir. Bóndinn á Víði-
völlum, söngmaðurinn og gleðimað-
urinn. Hinn dæmigerði Skagfirðing-
ur, gestrisinn, raungóður og höfð-
ingjadjarfur.
Gísli á Víðivöllum var tengdur
mér á marga vegu. Móðir hans var
Amalía Sigurðardóttir, dóttir
kunnra sæmdarhjóna á Víðivöllum.
Næsti bær við Víðivelli er Miklibær.
Þar ólst móðir mín upp og Víðivalla-
fólk var mesta vinafólk Miklabæjar-
fólks og mikill samgangur á milli
bæianna.
I fyllingu tímans kom ungur, fríð-
ur og annálaðúr söngmaður handan
yfir Vötnin og bað einnar heimasæt-
unnar á Víðivöllum. Þetta var Jón
Árnason, föðurbróðir minn, og var
brúðkaup hans og Amalíu lengi
rómað. Seinna kom faðir minn,
Sveinn, yfir þessi sömu vötn og fékk
einnar heimasætunnar á Miklabæ.
Amalía og Jón bjuggu fyrst á
Vatni á Höfðaströnd og þar fæddust
börn þeirra fjögur og var Gísli þeirra
yngstur. Seinna fluttu þau í Víði-
velli. Þar veikist Jón af botnlanga-
bólgu á besta aldri og lá banalegu
lengi vetrar á sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki hjá vini sínum, Jónasi lækni
Kristjánssyni. Engin tök voru á því
að skera hann upp því að þá þekktust
hvorki sulfalyf né penisilin. Ung
heyrði ég sögur af því hversu hetju-
lega hann bar sig í þessum veikind-
um, því að vel vissi hann að hverju
dró, þar eð hann hafði iðulega
aðstoðað Jónas við aðgerðir.
Eftir að Jón dó var Ámalía áfram
með börnin á Víðivöllum og þar
ílentist Gísli þegar móðir hans giftist
aftur og flutti að Víðimýri.
Gísli var með móðursystkinum
sínum, Gísla og Lilju á Víðivöllum
og Helgu, konu Gísla Sigurðssonar,
eftir að þau giftust.
Víðivellir hafa langa hríð verið
rausnargarður. Raunar varðþar stór-
bruni snemma á þessari öld og brann
þar mestallur gamli bærinn utan
stór, gömul baðstofa. Bærinn var
byggður upp aftur og húsakynni hin
glæsilegustu. Skagfirðingar tóku þar
gjarna á móti fyrirmönnum, til dæm-
is einu sinni sjálfum kónginum. Þótti
okkur, krökkunum, það mikil stór-
merki og dáðumst að stofunum þar
sem myndir af konungsheimsókn
prýddu veggi.
Það þótti mér sjálfgefið að Gísli
Jónsson tæki við búskap á Víðivöll-
um þegar gamla fólkið féll frá. í
huga mér voru Víðivellir og Gísli
svo nátengdir og ég held að hann
hefði hvergi unað annars staðar.
Gaman var að eiga þennan frænda
á Víðivöllum þegar maður var barn
og unglingur sumarparta í Skaga-
firði. Allir þekktu þennan góða
dreng, hann Gísla yngri, og allir
glöddust þegar þeir töluðu um hann.
í þá daga sá ég hann iðulega við
heyskap á Víðivöllum, velríðandi
um sveitina á sunnudögum, við fyrir-
drátt í Héraðsvötnum á kvöldin,
syngjandi með karlakórnum á hér-
aðsmótum og dansandi manna mest
á böllunum.
Það vantaði ekkert nema konuna
sem tæki við búinu með honum á
Víðivöllum. Um Gísla mátti svo
sannarlega segja „að allar vildu
meyjarnar eiga hann“. En þá bregð-
ur svo við að Gísli kvongast fyrrver-
andi mágkonu minni, Unni Gröndal
úr Reykjavík. Unnur hafði búið
með okkur á Akureyri og hún var
meira en mágkona, hún varð eins og
ein af systrunum á heimilinu. Allt í
einu var Gísli frændi minn líka
orðinn hálfgerður mágur minn.
Gísli Jónsson var lánsmaður í
hjónabandi sínu og hann og Unnur
héldu uppi fornri rausn á Víðivöll-
um. Reykjavíkurmærin varð ein af
mestu sómakonum sinnar sveitar.
Skömmu áður en Gísli og Unnur
fóru að búa saman á Víðivöllum
varð þar annar stórbruni. Enn brann
allt nema gamla, stóra baðstofan. f
fyrsta skipti er ég heimsótti Gísla og
Unni bjuggu þau í baðstofunni
ásamt Dóru, elsta barni sínu, og
Benedikt og Guðbjörgu, börnum
Unnar og bróður míns.
Það var ótrúlegt að sjá hve Unnur
hafði komið sér vel og fallega fyrir í
þessari gömlu baðstofu sem sviðnað
hafði af tveim stórbrunum. Þau hjón
voru þá að byggja stórt og glæsilegt
hús sem þau fluttu fljótlega í og þar
átti margur gesturinn eftir að þiggja
góðan beina og njóta glaðværðar og
gestrisni húsráðenda.
Unnur og Gísli áttu fjögur börn
saman, en misstu eitt fárra vikna
gamalt. Auk þeirra ólust upp hjá
þeim börn Unnar frá fyrri hjóna-
bandi. Ég hef aldrei þurft að inna
þau eftir því hvort Gísli frændi
þeirra hafi ekki verið þeim notaleg-
ur. Ég veit að þó að þau séu löngu
orðin fullorðin og flutt að heiman og
eigi heimili fjarri Víðivöllum, fara
þau alltaf með skyldulið sitt þangað
heim hvenær sem færi gefst. Það
segir mér meira en nokkur orð um
tengsl þeirra við þann stað.
Við hjónin höfum átt gleðistundir
með Unni og Gísla bæði á Víðivöll-
um, hér á Reykjavíkursvæðinu og á
erlendri grund. Þær stundir voru-
kannski ekki eins margar og maður
hefði gjarna viljað, en allar lifa þær
jafnskýrt í endurminningunni.
í haust komu þau hjón hingað til
Reykjavíkur til að fylgja til grafar
vini og sveitunga, Gunnari Björns-
syni frá Sólheimum. Þá heimsóttu
þau okkur og áttu með okkur eina
kvöldstund. Kvöldið var gott og
notalegt, þó að söknuður yfir fráfalli
þessa sameiginlega vinar skyggði á
gleði okkar. Er við kvöddumst var
haft á orði að hittast næst á Víðivöll-
um og taka þar gleði okkar á ný og
við hlökkuðum til þess fundar. Af
þeim fundi getur aldrei orðið, en
mikið vorum við lánsöm að hafa þau
hjá okkur þetta kvöld.
Víðivellir eru enn á sínum stað og
Unnur er þar ekki ein. Dóttir þeirra
Gísla og maður hennar höfðu fyrir
nokkru tekið þar við miklum hluta
búsins. Enn situr Víðivallafólk stað-
inn og á vonandi eftir að gera
garðinn frægan langa hríð.
Unnur mín, mér verður tíðhugsað'
til þín þessa daga og hefði fegin
viljað vera hjá þér í dag ef ég hefði
átt heimangengt. Við hér á Smiðju-
veginum sendum ykkur samúðar-
kveðjur og móðir mín biður Guð að
blessa þig. Ég veit að þú ert ekki ein
þó að enginn komi í Gísla stað.
Börnin þín, tengdabörn og barna-
börn standa um þig vörð, svo og
ættingjar, sveitungar og vinir.
Minningin um góða, glaða manninn,
sem virtist í blóma lífsins, hlýtur alla
tíð að ylja þér um hjartarætur. Við
hin munum ávallt minnast hans sem
mannsins sem allir glöddust yfir
þegar hans var getið.
Steinunn Bjarman.
Hann Iést snögglega að heimili
sínu að morgni dags. í dag verður
hann lagður í skagfirska mold í
ættargrafreit á æskuheimili sínu.
Margir munu vafalaust fylgja honum
síðasta spölinn, enda var maðurinn
víða þekktur og að öllu góðu.
Með Gísla á Víðivöllum er geng-
inn mætur maður og vinsæll, enda af
þvílíku bergi brotinn. Faðir hans var
Jón Kristbergur, bóndi að Vatni á
Höfðaströnd, síðar á Víðivöllum,
Árnasonar bónda á Reykjum í
Tungusveit, Eiríkssonar bónda á
Skatastöðum, Eiríkssonar bónda á
s.st. Móðir Gísla var Amalía Sigurð-
ardóttir, bónda á Víðivöllum, Sig-
urðssonar bónda s.st. og síðar á
Uppsölum, Jónatanssonar á Ulfs-
stöðum.
Gísli Jónsson var fæddur að Vatni,
en þar bjuggu foreldrar hans þá og
áttu þau jörðina. Af ástæðum, sem
ekki verða greindar hér, fluttu þau
hjón árið 1921, með börnin sín
fjögur að Víðivöllum. Gísli var
þeirra yngstur, tæplega fjögurra ára.
Þar elst hann upp og dvelur ævina
alla. Árið 1926 andast Jón Kristberg-
ur og stendur þá ekkjan uppi með
börnin sín fjögur á aldrinum 8-14
ára. Hún býr áfram á Víðivöllum við
Óska eftir
Dráttarvélum sem voru framleiddar á árunum
1929-1955 sem dæmi: Allisc Chalmers, Farmall A,
Farmall Super A, Farmall Fl og Farmall Cub,
International 10/20 og IHC W4, Volvo T 22, John
Deere M. Case Va, Case S Masies Harris 20, Ford
8 N Oliver 60 Standard og 70 Standard og Zetor,
og allar aðrar vélar vel þegnar. Ástand skiptir ekki
máli. Upplýsingar í síma 96-61711 og 96-61791.
t
Bróðir okkar
Guðmundur Jónsson
Kópsvatni, Hrunamannahreppi
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 19. janúar.
Bjarni Jónsson
Magnús Jónsson
hlið bróður síns, Gísla bónda þar,
síðar hreppstjóra. Árið 1923 giftist
Amalía í annað sinn, Gunnari Valdi-
marssyni, annáluðum dugnaðar- og
atorkumanni. Þau hjón selja eignar-
jörð sína, Vatn, en kaupa í staðinn
hið forna höfðingjasetur Víðimýri.
Þangað flytjast með móður sinni
börn hennar, Árni og Hólmfríður
síðar húsfreyja á Úlfsstöðum. Eldri
dóttirin, Sigrún, giftist Ingimari
Jónssyni, bónda á Flugumýri, og
flyst til hans. Gísli dvelst áfram á
Víðivöllum hjá móðursystkinum
sínum, Gísla og Lilju. Amalía og
Gunnar eignuðust eina dóttur,
Sigurlaugu, sem búsett er á Sauðár-
króki.
Árið 1935 kvæntist Gísli Sigurðs-
son - Gísli móðurbróðir, eins og
Gísli yngri kallaði nafna sinn jafnan
- Heígu Sigtryggsdóttur frá Fram-
nesi. Þau voru þá bæði komin vel
yfir miðjan aldur og eignuðust ekki
afkomendur. Hjá þeim átti Gísli
yngri heimili og vann þeim mikið, þó
að hann starfaði utan heimilis öðru
hvoru.
Árið 1948 andast Gísli hrepp-
stjóri. Skömmu síðar kaupir Gísli
Jónsson jörðina af ekkjunni og þá
hefst hans búskaparsaga. Helga sér
um heimilið, innanhúss, fram undir
þann tíma er Gísli festir ráð sitt.
Árið 1960, þann 19. apríl, kvænt-
ist Gísli Jónsson, Unni Benedikts-
dóttur Gröndal, verkfræðings í
Reykjavík og konu hans Halldóru
Ágústsdóttur Flygenrings, alþingis-
manns og kaupmanns í Hafnarfirði.
Unnur var áður gift Birni Bjarman
rithöfundi og áttu þau tvö börn, sem
fluttust með móður sinni að Víði-
völlum og ólust þar upp. Þess má
geta að Gísli og Björn Bjarman voru
bræðrasynir.
Með komu þeirra Gísla og Unnar
byrjaði ný saga gamals og gróins
ættargarðs. Með nokkrum hætti má
raunar segja, að þau kæmu þar að
ónumdu landi. Jörðin sjálf var og er
falleg. En fyrir rúmum 30 árum voru
allar byggingar hlaðnar úr torfi og
grjóti. Gísli hafði skömmu fyrir 1960
byggt öll útihús úr varanlegu efni.
Árið 1959 brennur gamli bærinn að
mestum hluta. Baðstofan stendur
eftir, sviðin þó. En sveitin er þeim
hugstæð og Víðivellir er þeim helgi-
reitur. Þau hreiðra um sig í baðstof-
unni gömlu og hefja byggingu mynd-
arlegs íbúðarhúss, strax vorið 1960.
Undrun vakti hversu mikið var fram-
kvæmt á skömmum tíma. Það vakti
og aðdáun hvernig hin unga, aðflutta
húsmóðir brást við erfiðum aðstæð-
um. Þau bæði lögðu alla sína orku í
að nema þetta land - byggja og
prýða - samhliða því sem þau hafa
skilað framtíðinni mannvænlegum
barnahópi. Börn þeirra eru: Hall-
dóra, Gísli Sigurður og Hólmfríður
Amalía. Einn dreng misstu þau í
bernsku. Börnum Unnar af fyrra
hjónabandi, Benedikti og Guð-
björgu, gekk Gísli í föðurstað.
Víðivallaheimilið hefur lengi ver-
ið landsþekkt myndarheimili. Þar
var löngum áfangastaður ferða-
manna, rnnlendra og erlendra. Þar
var öllum tekið af þeirri einlægni og
fölskvalausu alúð, sem aðeins grær í
hlýju hjarta. Þar héldust í hendur
greiðasemi og gjafmildi annars vegar
og forsjálni og hyggindi hins vegar.
Að Víðivöllum var ekki staldrað við