Tíminn - 25.01.1989, Side 9

Tíminn - 25.01.1989, Side 9
Miðvikudagur 25. janúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Gróðurverndarumræða á villigötum Formáli að greinaflokki Rósmundar G. Ingvarssonar eftir Ingvar Gíslason ritstjóra Tímans Blaðinu hefur borist greinaflokkur eftir Rósmund G. Ingvarsson á Hóli í Skagafirði. Greinaflokk sinn nefnir hann „Gróðurverndarum- ræðu á villigötum". Pessi greinaflokkur lýsir viðhorfum og reynslu skagfirsks bónda varðandi umdeilt þjóðmál. Lesendur þurfa ekki að velkjast í vafa um skoðanir Rósmundar Ingvarssonar. Hann segir þær umbúðalaust. Hins végar ntun vekja sérstaka athygli sú skoðun. sem Rósmundur leggur áherslu á og vill konra til skila, að ýmsir ráðamenn Ríkisútvarpsins geri sér leik að því að draga taum tiltekins skoðana- hóps í þessari „gróðurverndarumræðu". Rósmundur G. Ingvarsson tekur af miklu hikleysi undir þá ásökun á Ríkisútvarpið, að það spinni upp gróðurverndarumræðu, í skjóli einokunar sinnar, til framdráttar umdeildum sérskoðunum. Það væri hneyksli, ef á sannaðist, að yfirmenn dagskrármála útiloki af ásettu ráði landnýtingarráðunaut Búnaðarfélags íslands, dr. Ólaf Dýrnrundsson, og Svein Runólfsson, forstöðumann Landgræðslu fslands, frá umræðum um gróðurverndar- mál á vegum Ríkisútvarpsins. Gera má ráð fyrir að innan skamms hefjist á Alþingi umræða um ný útvarpslög. Þá verður m.a. tekist á um stöðu Ríkisútvarpsins sem þeirrar „sameinandi menningarstofnunar allra landsmanna," sem frumkvöðlar og meðhaldsmenn þess hafa boðað og blessað í næstum 60 ár. Forráðamönnum Ríkisútvarpsins væri hollt að búa stofnun sína undir þá umræðu og láta ekki á sig halla vegna ásakana um hlutdrægni, hvorki í einu máli né öðru. Ingvar Gíslason Hinn gullni meðalvegur heyrist oft nefndur. Ætla verður að þá sé jafnan átt við þá leið, sem æskileg- ast er að menn fari og séu þá lausir við öfgar, bæði þær til hægri og þær til vinstri. Misjafnlega vel geng- ur að rata þennan veg og enda þótt menn - jafnvel skýrleiksmenn haldi sig vera á honum, eru þeir kannski komnir í miðjan öfgahóp- inn öðru hvoru megin. Þessvegna m.a. er æskilegt fyrir hvern og einn að staldra við öðru hvoru og athuga sinn gang. Gróðurverndarumræðan ídag Dæmi um hvernig menn geta sveigt af meðalveginum í umræðu um hið þarfasta mál, er hvernig gróðurverndarumræðan hér á landi er rekin í dag. Ég fæ a.m.k. ekki betur séð en að hún hafi á stuttum tíma farið alltof mikið út á þá braut að kenna sauðkindinni um alla gróðureyðinguna. Útkoman úr umræðunni og umfjöllun fjölmiðla er sú, að sauðkindin og bændastétt- in séu sökudólgarnir og því þurfi að stórfækka a.m.k. sauðfénu. Þannig er málið orðið í augum almennings í dag á því herrans ári 1988, þegar almenn þekking á að rísa - og væntanlega rís hæst í allri sögu þjóðarinnar. Mikilvægir þættir í málinu heyr- ast sjaldan nefndir, svo sem áhrif eldgosa með ösku- og vikurfalli, áhrif kuldaskeiða og úrkomu og annarra þátta veðurfars, áhrif hrossabeitar en ekki síst áhrif bú- setu í landinu. Misnotkun sjónvarpsins Sá maður sem kannski mest áhrif hefur í gróðureyðingar- og ofbeitarumræðunni er Ingvi f>or- steinssön, sérfræðingur hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins (Rala), enda er hann oft kallaður til fjölmiðla ef málið ber á góma. Hinsvegar fer varla milli mála að lang-árhrifamesta áróðursvélin í umræðunni er ríkisfjölmiðillinn sjónvarp, sem hefur í frammi óþol- andi hlutdrægni með sífelldum I. HLUTI ~ rofabarðamyndum í hvert skipti sem eitthvað er minnst á dilkakjöt, sauðfé eða landnýtingarmál. ER greinilega kappkostað að telja fólki trú um að öll land- og gróðurrýrnun frá landnámi sé sauðkindum að kenna og ennþá sé hún að eyði- leggja gróðurlendi, beitarstjórnun sé engin og bændur beri ábyrgð á öllu saman. Niðurstaða almenn- ings hlýtur því að verða sú, að eina ráðið til að stöðva landeyðingu sé að stórfækka eða útrýma sauðfé (og jafnvel bændum líka). Þótt almúgi bæði og yfirstéttir þjóðfélags okkar, nú á öld hinnar miklu uppfræðslu, hugsanlega vilji ekki stórfækka eða útrýma bænd- um þá kemur það út á eitt, því víðast í sveitum stendur byggðin og fellur með sauðfénu. Orð Ingva hygg ég að séu oft túlkuð nokkuð á svig. T.d. er hann nú farinn að nefna hross jafnhliða sauðfénu, en því er jafnan sleppt. Ríkisfjöl- miðlaliðið e.t.v. gerir sér ekki grein fyrir hversu illvígur og áhrifa- mikill áróður þess er gagnvart dreifbýli landsins, sem stóð mjög höllum fæti áður en gróðurvernd- arumræðan sveigðist út í öfgafulla ofsókn gegn sauðkindum og bændum. Hvers vegna drapstu manninn? Hvaða sjónvarpsáhorfandi geymir ekki í huga sér myndirnar af uppblástursstormum á hálendi landsins, - af rofabörðum og gróðurlausum öræfum í kring með eina og eina rollu á rjátli um grjótin eða þá uppi á torfunni sem enn stendur. Hver man ekki jarð- ýtu á öskuhaugum að urða kjöt- skrokka, sem fólk auðvitað heldur að hafi verið I. flokks dilkakjöt, en var í raun eldgamalt úrgangskjöt af fullorðnum hrútum? Veít fólkið að íslenskir dilkakjöts-framleiðendur hafa orðið fyrir mjög alvarlegum áföllum á síðustu árum? M.a. töpuðust markaðir í Noregi og víðar (bestu markaðirnir) og ís- lendingar minnkuðu kindakjöts- neyslu til muna. Nú eru í fram- kvæmd opinberar aðgerðir til að draga stórlega úr framleiðslunni og kemur það illa við margan bónd- ann einkum þá sent voru með minni búin. Nýjar búgreinar, sem áttu að bjarga múlum og koma í veg fyrir byggðahrun, hafa ntargar hverjar litlu skilað nerna tapi og gjaldþrotum. Sumir rnenn hafa því e.t.v. séð að bændur liggja vel við höggi og hafa ekki staðist freisting- una, frekar en fornmaðurinn, sem hjó höfuðið af manni er lá sofandi uppi á heysátu og var svo spurður: Hvers vegna drapstu manninn? „Hann lá svo vel við höggi" svaraði vígamaðurinn. Höfuðpaurnum var boðið Já, íslenskir minnkuöu neyslu á dilkakjötinu, sem efalítið er besta kjöt í heimi eða stendur jafnfætis því besta vegna hreinleika íslenskr- ar náttúru og svo til engrar lyfja- notkunar, og fóru í staðinn að eta hvítt kjöt sem framleitt er ein- göngu með innfluttu fóðri og veld- ur slæmum innantökum stundum. Ekki væri sanngjarnt að sleppa að geta um annan áhrifamikinn fjölmiðil, sem vissulega hefur ekki legið á liði sínu við að úthúða bændum og dreifbýlinu, en það er Dagblaðið (D.V.) Víst má tclja ritstjóra þess, Jónas Kristjánsson, föður þeirra röngu hugmynda sem margir bera í brjósti til bænda í dag. Víst mun sjónvarpið hafa boðið honum f hringborðsþáttinn á dögunum (gat ekki mætt), þegar Landgræðslu ríkisins var meinað að hafa þar fulltrúa. (Framhald sfðar) Des. 1988 R.I. llllllll BÓKMENNTIR lllllllllllll íllllllliÍ!l!lilPill!il»»ll!IIIIÍi#lllilll Héraðsrit Rangæinga Nýkominn er út fyrsti árgangur tímarits sem ber nafnið Goðasteinn og er Rangárvallasýsla útgefandi. Svo sem ýmsum mun kunnugt gáfu þeir Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson í Skógum út tímarit með þessu nafni árin 1962-87. Þegar þeir hættu útgáfunni fyrir rúmu ári talað- ist svo til við sýslumann og sýslu- nefnd Rangárvallasýslu að þessir aðilar tækju við og hæfu útgáfu héraðsrits með sama nafni. Það er fyrsta hefti þessa nýja Goðasteins sem nú hefur litið dags- ins Ijós, og er þetta árgangur ársins 1988. Undirtitill ritsins er Héraðsrit Rangæinga, og ábyrgðarmaður er Friðjón Guðröðarson sýslumaður. í ritnefnd eru auk hans Jón R. Hjálm- arsson, Þórður Tómasson, Sigríður Th. Sæmundsdóttir og Oddgeir Guðjónsson. Ritið er 236 blaðsíður í bókarbroti, prentað í Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi. Þegar þessu fyrsta hefti hins nýja Goðasteins er flett kemur f ljós að efni hans er tvíþætt. Annars vegar er þar um að ræða greinar með nokkuð hefðbundnu sögulegu efni og skyld- um fróðleik úr héraði. Hins vegar eru svo beinar skýrslur um helstu atburði ársins 1987 úr einstökum hreppum sýslunnar, svo og minning- arorð um látna Rangæinga, flest tekin saman af sóknarprestum í sýslunni. í fyrra hlutanum kennir ýmissa grasa. Ljóst er að Njáls saga á enn í dag býsna rík ítök í hugum Rang- æinga, því að þarna eru tvær greinar sem hana varða. Sú fyrri er lýsing á helstu Njáluslóðum í Rangárþingi eftir Jón Böðvarsson cand. mag., skráð eftir útvarpsviðtali sem Böðv- ar Guðmundsson tók við hann fyrir um tveimur áratugum. Sú síðari er skilgóð röksemdafærsla Oddgeirs Guðjónssonar í Tungu fyrir því að Njáluhöfundur hafi verið vel stað- kunnugur á slóðum Rangárþings. Þá birtir Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli þarna grein um Markarfljótsbrúna og kvæði um Markarfljót. Önnur ljóð í heftinu eru eftir Bjarna Hall- Friðjón Guðröðarson sýslumaður. dórsson, Skúmsstöðum, og Svein Sigurjónsson, Galtalæk, auk þess sem þar er líka prentað gamalt þorrakvæði, frá því um 1800 að því er þarna er talið. Þá er í heftinu grein um stjórn- málafund á Stórólfshvoli árið 1936 eftir Jóhann G. Guðnason, Vatna- hjáleigu, önnur um örnefni og ör- nefnasöfnun eftir Oddgeir Guðjóns- son, Tungu, og enn ein um séra Þorstein Benediktsson eftir Harald Guðnason í Vestmannaeyjum. Lfka er prentuð þarna hvatningarræða eftir Björgvin Vigfússon sýslumann um raforkuvirkjun í Rangárvalla- sýslu frá árinu 1927, birtar eru dulrænar frásagnir eftir Jónínu Jó- hannsdóttur frá Þinghól og Fanný Sigurðardóttir frá Múlakoti skrifar grein um drauma sína. Einnig er jrarna yfirlit um veðurfar í Landeyj- um árin 1986 og 1987 eftir þá Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu, og Óskar Ólafsson, Álftarhóli. Síðast en ekki síst er svo að nefna allýtar- lega úttekt Friðjóns Guðröðarsonar á störfum sýslunefndar Rangárvalla- sýslu á árabilinu 1956-88. Þetta efni tekur yfir rúman helm- ing ritsins, en í seinni hluta þess kemur svo það sem nefnt er annálar úr hreppum Rangárvallasýslu fyrir árið 1987. Er þar tíundað hið merk- asta sem átt hefur sér stað í viðkom- andi hreppum á árinu, en áhersla þó greinilega lögð á að segja frá at- vinnumálum, framkvæmdum og fé- lagsstarfi hvers konar. Síðan koma svo æviágrip látinna Rangæinga, sem getið var, og lýkur heftinu á grein um Samband sunnlenskra kvenna eftir Sigríði Th. Sæmundsdóttur. Eins og sjá má er þetta fyrsta hefti hins nýja héraðsrits þeirra Rang- æinga fjölbreytt að efni og reyndar hið fróðlegasta í alla staði. í heild er líka þannig staðið að útgáfunni að útásetninga er naumast þörf. Áðeins skal nefnt að dálítið misræmi er í frágangi fyrirsagna yfir æviágripun- um aftast í heftinu, sem hefði þurft að laga fyrir prentun. Líká má vera. að ástæða væri til að birta með slíkum æviágripuni myndir af þeim sem þar er minnst. En að öðru leyti er öll útgerð þessa nýja rits með hinum mesta sóma, og er full ástæða til að óska Rangæingum til hamingju með hve vel þar hefur tekist til. ■esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.