Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 25. janúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — íbúar á jarð- skjálftasvæðunum í Tajiklstan í Sovétríkjunum búa sig nú undir enn frekari skriðuföll af völdum jarðskjálfta, en yfirvöld sögðu að jarðvegur í hlíðum fjalla væri enn á hreyfingu. Skriðuföll er uröu í Sovétlýð- veldinu í kjölfar jarðskjálfta í fyrradag kostuðu rúmlega 1000 manns lífið. VARSJÁ — Pólski prestur- inn faðir Stefan Niedselak, sem þekktur var fyrir andóf sitt gegn Sovétmönnum og komm- únistum, fannst látinn á heimili sínu á laugardag. Hann var hryggbrotinn með karatehöggi sem einungis vel þjálfaður bar- dagamaður hefði getað veitt honum. ÚTLÖND Friöarviðræður í Líbanon virðast bera einhvern árangur: Atök shíta hiaðna Líbanskur shíti í átökum við kynbræöur sína. Ekki er ljóst hvort þessi er Amalliði eða HizboIIahmaður. Vopnahlé virðist vera að komast milli andstæðra fylkinga shíta niúsl- íina í Líbanon. Úr átökunum dró í gær á meðan Iranar og Sýrlendingar reyndu að tala uin fyrir sínum mönnum. Þær viðræður viröast vera að bera árangur því Sheikh Hussein Mousavi einn helsti leiðtogi hinna öfgafullu Hizbollah samtaka sagðist sannfærður uin að vopnahléssam- komulag næðist í nótt. Iránar styöja hin öfgaf'ullu Hiz- bollah samtök sem farið hafa halloka í átökunum gegn Amalsveitunum, en Sýrlendingar eru eindregnir stuðningsmenn þeirra. Hörð átök voru á mánudaginn í Iqlim al-Tufah sem er suöur af Beirút, en tiltölulega kyrrt var í gær. Utanríkisráðherra írans Ali Akb- ar Velayati og sýrlenski kollegi hans Farouq al-Shara höfðu átt aðskildar viöræður við Amalle'iðtogann Nabih Berri og tveggja manna sendincfnd Hizbollah. í kjölfar þeirra viðræðna hélt Mousavi til Damascus og ræddi við Hussein forseta Sýrlands og Velyati utanríkisráðherra írans. Eft- ir þann fund sagðist Mousavi bjart- sýnn á vopnahlé. Hatrið innan samtakanna hvor tveggja hefur verið það rnikið að ómögulegt hefur verið að fá þá á sameiginlega fundi þar til nú. Ekki er Ijóst hvort Hizbollah sam- tökin hafi gengið að skilyrðum Amalliða um að þau framselji morð- ingja þriggja háttsettra Amalliða, en þeir voru myrtir t' Beirút í septem- ber. Sýrlendingar og íranar hafa verið ákveðnir bandamenn undanfarin ár. Því hefur aðstaða þeirra í Líbanon verið frekar pínleg að undanförnu, en ekki er talið að innbyrðis átök shíta hafi á neinn hátt slett upp á vinskap ríkjanna. BRUSSEL — Ræningjar Paul Vandens Boyebabts fyrr- um forsætisráðherra Belgíu hafa sent nafnskírteini hans og dagblað þar sem Paul hefur ritað bón til ættingja sinna þar sem hann hvetur þá til að greiða lausnargjald sem sett hefur verið upp. BELGRAD — Leiðtogar kommúnistaflokksins í Júgósl-' avíu frestuðu mikilvægum fundi miðnefndar flokksins, en mikil valdabarátta fer nú fram milli flokksleiðtogans Stipe Suvar og leiðtoga flokksins í Serbíu Slobodan Milosevic. HÖFÐABORG — Forseti Suður-Afríku P.W. Botha var útskrifaður frá sjúkrahúsi í Höfðaborg sex dögum eftir að hann fékk vægt slag. KUALA LUMBUR - Forsætisráðherra Malasíu Ma- hatir Mohamd gekkst undir erf- iða hjartaaðgerð. Það hefur ýtt undir valdabaráttu flokks- manna hans, en þeir berjast um hver eigi að taka við honum • sem valdamesti maður l landsins. | LUANDA — Jose Eduardo dos Santos forseti Angólu út- | nefndi Pedro de Castro Van- Dunem sem utanríkisráðherra landsins. Með þvi er talið að hann vilji gefa ferskan og trú- verðugan svip á Angóla í al- þjóðlegum samskiptum. FIGUERAS — Smurt lík j Salvadors Dali var til sýnis : almenningi í silkiklæddri kistu ! að ósk Dalis sem var fullviss : um líf eftir dauðann. JERÚSALEM — ísraelskir hermenn drápu Palestínu- mann og særðu annan í fyrri- nótt þegar húsleit var gerð á vesturbakkanum aðgrunuðum forkólfum uppreisnar Palest- ínumanna. Atökin í herbúðunum í útverfi Buenos Aires: „Nýi argentínski herinn“ gafst upp Leifar „Nýja argentínska hersins" sem gerðu árás á herbúðir argent- ínska hersins í úthverfi Buenos Aires í fyrradag gáfust upp í gærmorgun eftir nokkuð harða bardaga. Tuttugu og finim manns lágu í valnum er upp var staðið, þar af fjórir hermenn. Einungis fjórtán árásamannanna lifðu af, þar af ein kona. Uppreisnarmennirnir gengu út úr byggingu sem þeir höfðu náð á vald sitt með hendur fyrir ofan höfuð og veifuðu hvítri skyrtu. Á meðal þeirra var ein kona og var hún særð, enda Vipstrisinnaðir skæruliðar í El Salvador hafa farið fram á að for- setakosningum þeim er fara eiga fram í landinu í mars verði frestað þar til ástand í landinu skánar, en þar hefur ríkt borgarastyrjöld í fjölda ára. Þess í stað bjóðast þeir til að styðja og taka þátt í forsetakosn- ingum sem haldnar yrðu síðar og nefna 15. septembersem hugsanleg- an kjördag. Farabundo Marti þjóðfrelsis- hreyfingin sem barist hefur gegn stjórn E1 Salvador í níu ár, stakk upp á að nú þegar verði vopnavið- skiptum í landinu hætt og að stjórn- arherinn skuldbindi sig til þess að dvelja í herbúðum sínum á kjördag. Þá muni skæruliðar hvetja stuðn- ingsmenn sína til að taka þátt í forsetakosningunum, en hingað til hafði herlið haldið uppi stanslausri skothríð á bygginguna. Herinn . beitti skriðdrekum, sprengjuvörpum, brynvörðum bif- reiðum og vélbyssuskothríð á hina hernutndu byggingu, en uppreisnar- liðið svaraði með vélbyssuskothríð, handsprengjuvarpi og eldflauga- skothríð, svo þau voru greinilega mjög vel vopnum búin. Ekki er enn vitað hverjir standa að „Nýja argentínska hernum". en hann segist berjast gegn marxisma og aðför sem þessi nýju samtök hafa skæruliðar gert allt sem í valdi þeirra hefur staðið til að eyðileggjar kosningar í E1 Salvador. Það var erkibiskupinn Arturo Ri- vera y Damas sem kom tilboði skæruliða til stjórnvalda, en hann hitti leiðtoga Farabundo Marti í Mexíkóborg á föstudag. Afrit af bréfinu var sent til reuters frétta- stofunnar. Borgarastyrjöldin í El Salvador hefur kostað rúmlega 70 þúsund manns lífið og er sú harðasta sem nú er í gangi í Mið-Ameríku, þótt þar sé einnig barist í Níkaragva og Guatemala. Hafa skæruliðar stóra hluta landsins algerlega á sínu valdi. Fjórum sinnum hafa stjórnvöld og Rarabundo Mart þjóðfrelsishreyf- inginn hafið friðarviðræður, en þær ætíð runnið út í sandinn. segja að gerð hafi verið að argentín- ska hernum. Meðan á þessum átökum stóð dvaldi Raul Alfonsin forseti Argent- ínu í stjórnarráði landsins ogfylgdist með framvindu mála. Þar höfðu hermenn í bardagabúningi tekið við gæslu af skrúðbúnum verði. Lögreglunni fyrirskipað að skjóta á óeirðaseggi Stjórnvöld í smáríkinu Benin sem er á vesturströnd Afríku fyrirskipuðu í gær lögreglu og her að skjóta án viðvörunar á alla þá er taka þátt í mótmælum í Porto Novo höfuðstað landsins. Þessar fyrirskipanir komu í kjölfar þess að tveir lögregluforingjar voru grýttir til bana af æstum múgnum sem staðið hefur fyrir óeirðum undanfarna daga. íbúar í Porto Novo segja að nokkrir óeirðaseggja hafi særst í átökunum sem breiddust út um borgina á mánudag. Stúdentarog opinberir starfsmenn fóru í verk- fall í borginni á mánudaginn og gerðu mikinn usla í opinberum byggingunt. Þeir héldu heim er lögregla hóf viðvörunarskothríð út í loftið. Ástæða þessara óeirða er harkaleg stefna ríkisstjórnar herforingjans Maithieu Kerekou sem ríkt hefur í landinu frá því árið 1972. Opinberir starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun sín í þrjá mánuði og eru að vonum óánægðir með það. El Salvador: Skæruliðar biðja um frest á for- setakosningunum UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐ Grikkland: Vinstri öfgamenn myrða sak- sóknara Vinstrisinnaðir borgarskæruliðar í Grikklandi skutu til bana saksókn- ara í þriðju skotárás sem gerð er á háttsetta menn innan gríska dóms- kerfisins í þessum mánuði. Gríska ríkisstjórnin boðaði til neyðarfundar í gærkvöldi vegna morðsins sem framið var af tveimur grímuklæddum byssumönnum á vél- hjóli. Þeir skutu fimrn skotum að saksóknaranum Anastasios Venart- hos utan við heimili hans í Aþenu. Venarthos lést samstundis. I bréfi sem skilið var eftir á morðstaðnum sagði að „Byltinga- samtökin fyrsti maí“ bæru ábyrgð á ódæðinu. Þau samtök eru mjögöfga- sinnuð til vinstri. Sögðust samtökin hafa drepið saksóknarann þar sem hann hefði stutt hugmyndir um að framselja grunaðan liðsmann „Rauðu herdeildanna" á Ítalíu til ftalíu. Skotárásirnar hófust 10. janúar þegar ríkissaksóknarinn Costas Androulidakis var særður þremur skotsárum. Hann liggur enn illa haldinn á sjúkrahúsi. Þá var annar saksóknari, Panayotis Tarasouleas særður skotsárum átta dögum seinna. Öfgasamtökin 17.nóvember lýstu ábyrgð þeirra skotárása á hendur sér og sögðu að þær væru refsing fyrir fjármálaspillingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.