Tíminn - 25.01.1989, Síða 14

Tíminn - 25.01.1989, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 25. janúar 1989 Tilhugalífinu lokið Nú cr lokið eins árs tilhugalífi Ungverja og ættingja þeirra í Transsylvaníu, eftir að Rúmenar af ungverskum ættum Itafa flúið hundruðum saman á náðir Ung- verjalands í von um betra líf. Flóttamennirnir hafa konúst að raun um að lífið er ekki þannig. Lögreglan ofsækir þá og gestgjafar þeirra virða þá ekki viðlits. Flótta- mennirnir lifa í stöðugum ótta um að veröa sendir tilbaka, til lög- regluríkis Ceausescus. „Ég er búinn að fá mig fullsadd- an af Ungverjalandi. Ég er orðinn uppgcl'inn til sálarinnar," segir 47 ára gamall flóttamaður, sem gæti verið um sjötugt eftir útlitinu að dæma. í fyrrasumar synti hann yfir Dóná til Júgóslavíu og eyddi þar þrem mánuðum í flóttamannabúð- um áður en hann komst til fyrir- heitna landsins. Flann var búinn að dveljast í Ungverjalandi í einn ntánuð þegar hann lét ofangreind orð falla. Hafa brennt allar brýr að baki sér Þá hafði hann komist að raun um það að hann gæti ekki fengið vinnu sem vörubílstjóri í Ung- verjalandi vegna þess að rúmenska ökuskírteinið hans var ekki viður- kennt og hann átti ekki nema sem svarar um 220 ísl. kr. Hann skildi eftir konu sína og fjögur börn þegar hann yfirgaf heimili sitt og hefur enga von um að sjá neitt þeirra aftur. Einn flóttamannanna, um fertugt, segir að alls staðar gæti fordóma í þeirra garð. „Ég vildi leigja mér íbúð, en þegar húsvörð- urinn komst að því að ég kæmi frá Transsylvaníu sagði hann mér að leita eitthvað annað,“ sagði hann. En hann átti ekki í neinum erfið- leikum með að fá pólitískt hæli í Ungverjalandi þar sem hann hafði orðið að þola barsmíðar og raf- magnspyntingar í Rúmeníu vegna þess að hann stofnaði ungverskan bókmenntahring við háskólann í Búkarest. Flóttamannahjálp þarf að kljást við mörg vandamál Báðir þessir menn voru staddir í þröngri og dimmri skrifstofukytru í kjallara í Búdapest, en þar eru nú aðalstöðvar nýlega stofnaðrar Dóná er bæði samgönguleið og farartálmi. Hún getur líka verið flóttamannaleið. Myndin er af fljótabátum og lúxushótelum á Dónárbökkum í Ungverjalandi. verskir embættismenn ráku 1.400 flóttamenn tilbaka yfir landamærin til Rúmeníu, þar sem þeir verða áreiðanlega að þola barsmíðar af hendi Securitatea, lögreglu Ceau- sescu sem er ekki alls kostar leyni- leg. Ungverskir embættismenn halda því fram að þeim sem reknir eru aftur til Rúmeníu megi skipta í fimm flokka: glæpamenn, flæk- inga, drykkjumenn, geðsjúklinga eða erindreka Securitatea. En svo virðist sem það sé háð geðþótta hverju sinni hverjir lenda í þessari flokkun. Þeir sent senda á aftur eru látnir í hendur lögreglunnar í bæj- um á landamærunum, í stað þcss að fá mál sín úrskurðuð fyrir rétti eins og tveir þingmenn hafa nú krafist að verði gert. Sígaunum undan- tekningarlaust vísað frá í ungverskum fjölmiðlum hafa líka komið fram ákærur, sem lög- reglan hefur að vísu harðlega neit- að, um að sígaunum sé án undan- tekninga vísað frá. Samkvæmt rök- semdafærslu lögreglunnar myndu þeir áreiðanlega falla í einhvern þann flokk sem ekki fær landvist, þ.e. þjófar, flækingar, fylliraftar eða vitfirringar, og flóttamanna- nefndin hefur skrásettar sannanir til að sýna að sígaunar hafa miklu minni möguleika á að fá leyfi til að vera um kyrrt en fólk af ungversk- um uppruna eða jafnvel hreinrækt- aðir Rúmenar. Um 6.000 flóttamenn sem komu til Ungverjalands á fullgildum vegabréfum virðast líka eiga orðið ýmislegt á hættu. Nýlega fóru tveir ungir menn af ungverskum upp- runa í felur með aðstoð flótta- mannanefndarinnar vegna þess að áritanirnar þeirra voru útrunnar. Atvinnuleysi í Ungverjalandi - flótta- mönnunum kennt um Jafnvel þeir sem hafa pappírana sína í góðu lagi og hafa fengið vinnu eiga á brattann að sækja. Nú eru Ungverjar farnir að kynnast atvinnuleysi, f fyrsta sinn á yfir 30 árum, og það er auðvelt að kenna flóttamönnunum um enda gætir þeirrar tilhneigingar, sérstaklega í röðum verkafólks. Það er sérstaklega erfitt fyrir þá Ungverja sem hafa orðið að þola ofsóknir í Rúmeníu vegna þess að þeir hafa reynt að halda við menn- ingu sinni og tungumáli að sætta sig við að vera álitnir óæskilegir út- lendingar í gamla landinu. Enn halda samt flóttamenn frá Rúmeníu áfram að streyma til Ungverjalands. Fyrir jólin greiddi ungur maður jafnvirði sex mánaða launa fyrir að vera smyglað yfir landamærin til að hitta konu sína sem hafði komist til Ungverjalands mánuði fyrr. Hann varð að vaða um mýrar og yfir þrjú síki áður en hann komst á upprótaða svæðið á landamærunum sem táknar frelsi í augum þeirra sem þangað leggja leið sína. Þá var klukkan fjögur að morgni kalds desemberdags. „Við erum orðnir fangar í Ungverjalandi“ Þegar loks fyrirheitna landinu er náð reyna flestir flóttamennirnir að komast lengra vestur á bóginn, en komast fljótt að raun um að allar dyr eru þeim lokaðar. Aust- urríkismenn hafa í raun harðlokað landamærum sínum fyrir flótta- mönnum og þau tvö lönd sem hingað til hafa verið hvað gestrisn- ust við flóttamenn, Danmörk og Svíþjóð, eru líka farin að snúa þeim við. „Við erum orðnir fangar í Ung- verjalandi,“ sagði rúmenskur flóttamaður. „Að vísu er Ung- verjaland betra fangelsi en Rúm- enía, en fangelsi engu að síður.“ flóttamannanefndar. Rúmlega einn tugur flóttamanna frá Rúm- eníu beið þolinmóðúr utandyra og fleiri tugir bættust í hópinn fjórunt stundum síðar. Þeir komu til að leita hjálpar við að finna vinnu og húsaskjól, til að verða sér úti um brottfararleyfi eða hreinlega að biðja um peningaað- stoð. En í síauknum mæli koma flóttamenn þangað til að gera síð- ustu örvæntingarfullu tilraunina til að komast hjá því að verða sendir aftur til Rúmeníu. f fyrra flúðu þúsundir frá þeim hörkulegu aðstæðum sem Ceau- sescu forseti hefur komið á í landi sínu að ungversku landamærunum. Margir þeirra voru frá sveitunum í Rúmeníu sem byggðar eru Ung- verjum og.dæmdar til niðurrifs. Samkvæmt þessari áætlun á að jafna við jörðu þúsundir rúm- enskra þorpa og íbúar þeirra fluttir Nicolai Ceausescu forseti Rúmeníu hefur gert löndum sínum lífið leitt. Margir hafa brugðið á það ráð að flýja til Ungverjalands en þar hafa oft mætt þeim óblíðar móttökur. í svokallaðar „akuryrkju-iðnaðar“ blokkir. Ungverjar reka marga tilbaka yfir landamærin Opinberar tölur sýna að ung- segja flóttamenn frá Rúmeníu Nicolai Ceausescu, forseti Rúmeníu, hefur tekið upp á ýmsu undanfarið til að gera íbúum lands síns lífið því sem næst óbærilegt. Einn liður í áætiun hans er að jafna við jörðu yfir 1000 þorp, sem byggð hafa verið fólki af ungverskum uppruna. Sem von er líkar þessu fólki tilhugsunin illa, enda hafa fjölskyldur þess búið þarna mann fram af manni og þetta eru einu sönnu heimkynni þess. En úr því sem komið er hafa margir hug á því að leita á náðir Ungverjalands og halda að þar sé að finna draumalandið enda hafa Ungverjar sýnt þessum löndum sína mikla samúð - í orði. Það hefur hins vegar sýnt sig að annað er uppi á teningnum þegar til kastanna kemur. Blaðamaður The Sunday Times var nýlega í Búdapest og hitti þar marga vonsvikna flóttamenn frá Rúmeníu að máli. „Við erum fangar í Ungverjalandi“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.