Tíminn - 10.02.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 10.02.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn Föstudagur 10. febrúar 1989 Neytendasamtökin - Verð á kartöflum hækkað um 88% í 18% veröbólgu: Kæra meint kartöfluokur „Það er gersamlega óviðunandi að kartöfluframleiðend- ur skuli óska eftir ákvörðun sex-mannanefndar um kart- öfluverð og hundsa það síðan. En það hefur komið í Ijós að heildsalar kaupa kartöflur á hærra verði (a.m.k. 18% hærra) en skráð verð er til framleiðenda. Miðað við rétt verð til framleiðenda og sömu álagningu gæti smásöluverð á kartöflum t.d. lækkað úr 127,50 kr. niður í 108 kr. á kíló, eða í kringum 20 krónur‘% sagði Jóhannes Gunnarsson form. Neytendasamtakanna. Hundsa löglegt verð Neytendasamtökin hafa óskað eftir því að landbúnaðarráðherra láti þegar í stað fara fram rannsókn á meintu broti sumra kartöflu- framleiðenda og hcildsala á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Aðdragandi málsins er sá, að kartöflubændur óskuðu á síðasta ári eftir ákvörðun sex-manna- nefndar um verð til framleiðenda. í byrjun október s.l. hafi það verð verið ákveðið 42,37 kr. á kíló. Neytendasamtökunum er hins veg- ar kunnugt um að heiidsalar hafi keypt kartöflur frá framleiðendum fyrir 50 kr. kílóið. Sé því Ijóst að sumir kartöfluframleiðendur hafi notað verð sex-mannanefndar ein- göngu sem grundvöll til að sentja um hærra verð við heildsala. tímabil, frá janúar 1985 til janúar 1989, hafi verð á kartöflum hækkað um 339% á sama tíma og verð á t. d. hveitibrauði og fiskhakki hafi u. þ.b. tvöfaldast. Allt að 174% álagning? Auk þess að mótmæla harðlega háu verði og miklum verðhækkun- um hvetja Neytendasamtökin landbúnaðarráðherra til að rann- saka hvort heildsölu og dreifingar- kostnaður þessarar nauðsynjavöru sé óeðlilega hár. Má t.d. benda á að miöað viö framangreint verð kosta kartötlurnar frá kr. 88 til kr. 116 án söluskatts. Álagning heildsala og smásala er því frá 108% til 174% ef miðað er við rétt verö til bænda (42.37 kr./kg.) en 76% til 132% álagn- ingu, jafnvel þótt miðað væri við 50 króna „ólöglegt okurverð". Um 88% hækkun á einu ári Neytendasamtökin bcnda á að verð á kartöflum sé nú mjög hátt og hafi hækkað óeðlilega inikið á síðustu árum. Kílóverð á kartöfl- um frá Þykkvabæjar og Ágæti sé nú 110 til 145 kr. í smásölu. Þarna sé um að ræða yfir 88% hækkun að ræða á s.l. tólf mánuöum, á sama tíma og framfærsluvísitalan hafi hækkað í kringum 18%. Sé hins vegar litið á fjögra ára Mótmæla frekari einokunarhugmyndum í þriðja lagi mótmæla samtökin ýmsum þeim hugmyndum sem fram hafa komið í drögum að reglugerð um dreifingu á kartöflum - enda sé þar gert ráð l'yrir óeðli- lega miklu valdi framleiðenda varðandi heildsöludreifingu. Ljóst sé að þær einokunarhugmyndir mundu einungis leiða til enn hærra verðs á þessari vöru. - HEI Þessar kartöflur eru nú seldar á alit aö 145 krónur kflóið, sem er mun hærra verð en á algengustu suðrænum ávöxtum. Verð án söluskatts er því 116 krónur, hvar af bóndinn á að fá 42,37 kr. Samkvæmt því deila heildsaii og smásali með sér yfir 147 krónum fyrir að pakka ■ og selja okkur svona 2ja kílóa kartöflupoka, sem þýðir 174% álagningu. Tæpast nema von að Neytendasamtökin spyrji hvort ekki sé um óeðlilega háa áiagningu að ræða. Tímamynd Péíur. Nefnd um málefni Tilraunastöövarinnar á Keldum: Sum tækin væru söfnum til sóma Nefnd sem skipuð var til að endur- skoða málefni Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræðum að Keldum hefur nú lokið störfum og skilað niðurstöðum sínum og tillögum til menntamálaráðherra. Nefndin gerði úttekt á stöðu og þróunarmögleikum Tilraunastöðv- arinnar meðal annars með hliðsjón af mikilvægi hennar við uppbyggingu rannsókna á undirstöðusviðum líf- tækni hér á landi. Leggur nefndin til að könnuð verði þörf fyrir eflingu og endurnýj- un tækjakosts Tilraunastöðvarinnar en á því virðist ekki vera vanþörf ef dæma má af greinargerð matsmanna sem fengnir voru til að meta stöð- una. Þar segirmeðal annars: „Undr- un sætir að í eigu Tilraunastöðvar- innar eru tæki sem tækniminjasöfn- um þætti sæmd af að eiga, þar á meðal er 30 ára gömul rafeindasmá- sjá.“ Helstu tillögur að lagabreytingum voru þær að sett verði samræmd lög sem taka til allrar starfsemi Keldna í stað þeirra mörgu lagagreina sem nú eru í gildi. Að hlutverk Tilrauna- stöðvarinnar verði að annast rann- sóknarstörf auk þróunar og þjón- ustustarfa á sviði meinafræði, dýra- læknisfræði og dýralíffræði svo og framleiðslu bóluefna og lyfja eftir því ssem þörf krefur í þágu dýra- lækninga á landinu. Einnig að Til- raunastöðin verði háskólastofnun með sjálfstæðan fjárhag með réttind- um og skyldum sem því fylgja auk fleiri atriða. Aðrar tillögur nefndarinnar eru meðal annars á þá leið að sérfræðing- um og aðstoðarmönnum við stofn- unina verði fjölgað. Að greitt verði úr fjárhagslegum vanda stofnunar- innar og fleira. jkb Starfsmenn Reykjavíkurborgar lenda greinilega í ýmsum hrakningum við að hreinsa götur borgarinnar. Bflstjórí þessa vörubfls var að losa snjó við Skúlagötuna á miðvikudag. Þá vildi svo óheppilega til að bakkinn lét undan og eins og sést á myndinni var bíllinn gjörsamlega fastur í snjónum. Tímamynd: Arni Bjarna Nýskipuð stjórn Vinnueftirlits Félagsmálaráðherra hefur skipað Vinnueftirliti ríkisins nýja stjórn til fjögurra ára. Formaður nefndarinnar er Guð- rún Agnarsdóttir alþingismaður. Aðrir stjórnarmenn eru tilnefndir af Alþýðusambandi (slands, Vinnu- veitendasambandi íslands, Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna. Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Sambandi íslenskra samvinnufé- laga. Þeir eru Karl Steinar Guðna- son, Hilmar Jónasson, Kristín Hjálmarsdóttir, Óskar Maríusson, Ólafur Birgisson, Hjörtur Eiríksson, Ólafur Jóhannesson og Hersir Oddsson. jkb /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.