Tíminn - 10.02.1989, Qupperneq 5

Tíminn - 10.02.1989, Qupperneq 5
isuifleí Or voáívAv'* Föstudágur i 0. tébruár'f989 * 9 * .» .* .* » * 9 9 99999 X 9*99 >i - ff £ .* 9X~’. •»..*■ .» .* .* f .* .* XXX X * t % * *.* * * .» ,».* « * « « « * # * * * * « » <?• -í*. •*l ->* * ■* - Tímfnri 5 Gengið hefur verið út frá því að mikils stöðugleika gætti í víðkomu hvalastofnanna, en mikilsverðar niðurstöður Hafrannsóknastofnunar gætu kollvarpað útreikningum á stofnstærð: Nýju íjósi varpað á viðkomu langreyðar? Mikilsverðar niðurstöður úr vísindaáætlun hvalarannsókn- ardeildar Hafrannsóknastofnunar liggja nú fyrir. Hefur vísindamönnum, undir forystu Jóhanns Sigurjónssonar, sjáv- arlíffræðings tekist að sýna fram á miklar sveiflur í viðkomu langreyða. Þessar niðurstöður eru merkar í Ijósi þess að fram til þessa hefur verið talið að viðkoma hjá hvalastofnum væri mjög stöðug. Þessar forsendur hafa verið lagðar til grundvallar þegar útreikningar á stofnstærð hinna ýmsu hvalategunda hafa verið gerðir um áratugskeið. Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins hefur t.a.m. gefið sér þær forsendur að önnur hver kynþroska kýr bæri ár hvert og um sé að ræða stöðuga viðkomu frá ári til árs. Niðurstöður Jóhanns Sigurjónsson- ar og samstarfsmanna hans benda til verulegra sveiflna í viðkomu. Rann- sóknir á sýnum teknum úr veiddum dýrum benda til þess að eitt árið séu á milli fjörutíu til fimmtíu prósent kynþroska kúa kefldar og næsta ár geti hlutfallið farið upp í allt að níutíu prósent. Tíminn setti sig í samband við Jóhann og spurði hann frekar út í þessar tímamótaniðurstöður. Hann var að vonum ánægður með þessar niðurstöður og raunar fleiri er nú liggja fyrir. En gefum Jóhanni orðið. „Yfirleitt hafa þau reiknilíkön sem notuð hafa verið, t.d. hjá Al- þjóðahvalveiðiráðinu, gert ráð fyrir því að þungunartíðni hjá langreyði og reyndar öllum tegundum hafi verið ákaflega stöðug frá ári til árs. Því hafa menn leyft sér að nota meðaltalsgildi fyrir þungunartíðni í þeim reiknilíkönum sem notuð hafa verið og reikna út afrakstrargetu stofnanna. Athuganir okkar á lang- reyði hér við land síðustu ár sýna svo ekki verður um villst, það að reikn- ingar á slíkum forsendum eiga ekki lengur rétt á sér. Við höfum sýnt fram á að sveiflur í þungunartíðni hjá langreyði eru miklu meiri en nokkru sinni hefur verið gert ráð fyrir. Hin almennu reiknilíkön hafa gert ráð fyrir þvi að liðlega önnur hver kynþroska kýr beri á ári hverju. Okkar athuganir benda til þess að gríðarlegar sveiflur séu milli ára og benda til þess að eitt árið geti verið milli 40 og 50 prósent kúa þungaðar á ári og allt upp í 80 til 90 prósent á ári. Einnig benda okkar athuganir til þess að há þungunartíðni geti verið ár eftir ár og síðan koma einnig ár þar sem þungunartíðnin er lág. Það sem er einnig merkilegt í þessu samhengi, er að við höfum náð að tengja þessar miklu sveiflur í þung- unartíðni við ástand hvalanna, hversu vel haldnir þeir eru, sem aftur endurspeglar hversu mikil fæða er á miðunum. Okkur hefur því tekist að tengja sveiflurnar í þungun- artíðni þessara stóru skepna, sem yfirleitt hefur verið talin stöðug, við sveiflur í umhverfinu. Þessar niðurstöður hafa meðal annars orðið til þess að opna augu bandarískra starfsbræðra okkar fyrir gildi rannsókna tengdum veiðum á hvalastofnum. Einnig hafa þessar niðurstöður staðfest vissu okkar um að nauðsynlegt er að fylgjast með stofnunum ár frá ári til að afla nægilega nákvæmra upplýsinga," sagði Jóhann. Hann var spurður hvort hliðstæð- ar niðurstöður væri að hafa varðandi sandreyði eða hrefnu. „Það verður að taka það fram að rannsóknir af þessu tagi verðá ekki stundaðar nema með því að veiða dýr til sýnatöku. Hrefnuna veiðum við ekki og því ekki um að ræða að framkvæma slíkar rannsóknir á henni. Hvað sandreyði varðar þá er of lítið veitt af henni til að marktæk niðurstaða fáist hvað þetta atriði varðar. Þessar niðurstöður úr athugunum á langreyði sýna fram á að líkön þau sem hingað til hefur verið stuðst við þurfa endurskoðunar við í ljósi okk- ar niðurstaðna." Frekari niðurstöður hafa litið dagsinsljósog Jóhann helduráfram. „Rannsóknir, háðar veiðum hafa gefið okkur margskonar og nytsam- lcgar upplýsingar. Þar má nefna ýmiskonar efna- og erfðafræðilegar rannsóknir sem ekki hefur verið hægt að gera á hvölunum áður. Við bindum miklar vonir við að þessar rannsóknir geti gefið okkur mikils- verðar upplýsingar um hreyfingar hvalastofna milli hafsvæða á N-At- lantshafi og innan tiltekinna svæða, t.d. við íslandsstrendur. Þá er að nefna rannsóknir okkar á orkubúskap hvalanna og fæðuþörf, sem við teljum að séu bráðnauðsyn- legar. Nú er svo komið að rannsóknir okkar og breskra samstarfsaðila hafa sýnt marktæka lækkun á kynþroska- aldri á tímabilinu 1950 til 1970, þ.e.a.s. að þau dýr er fæddust á þessu tímabili urðu kynþroska fyrr en árgangarnir þar á undan, sem þýðir einfaldlega að þau uxu hraðar og hugsanlegasta skýringin á þessu teljum við vera að fæðuframboð hafi verið meira, sem annarsvegar getur stafað af grisjun hvalastofnanna og eins er mjög líklegt að aðrar breyt- ingar á nytjastofnum okkar hafi leitt Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur. til aukins fæðuframboðs. Eftir 1970 virðist okkur senr um breytingar á vaxtarhraða í öfuga átt hafi verið að ræða. Þetta höfum við sýnt fram á núna, m.a. með þeim athugunum sem við höfum gert á dýrum sem veidd hafa verið síðast- liðin þrjú ár. Það er tilfellið að árgangarnir eftir 1970 vaxa hægar og kynþroska aldur hefur hækkað. Ég held ég megi segja að fram á þetta hefur aldrei verið sýnt fyrr, varðandi hvalastofn. Við teljum þetta mjög mikilvægt atriði varðandi eftirlit og mat á afrakstursgetu stofnanna," sagði Jóhann Sigurjónsson. Varðandi ástæður hækkandi kyn- þroskaaldurs og minnkandi vaxtar- hraða vildi Jóhann ekki tjá sig af- dráttarlaust, en sagði að ekki hefði verið um að ræða marktæka aukn- ingu í langreyðastofninum á þessu tímabili og gæti því verið um að ræða samkeppni frá öðrum sjávarlíf- verum, hvala eða fiskistofnum. -ES 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 Línurit: Hér getur að líta línu- rit yfir egglosunartíðni lang- reyðarkua. Lengst til vinstri sýnir línan það sem talið var eðlileg egglosunartíðni, þ.e. a. s. að önnur hver kýr losi egg. Mjög góð nýting er á eggjunum svo auðvelt er að sjá út viðkomu. Þá sýnir línu- ritið tvo toppa sem sýna að á þeim tíma hafi átta til níu af hverjum 10 kúm losað egg. 1975 1980 1985 Stjórn Tryggingasjóðs fiskeldisins skipuð Stjórn Tryggingasjóðs fiskeldisins hefur verið skipuð. Fiskeldismenn hafa gagnrýnt hversu langan tíma það hefur tekið að skipa þessa stjórn vegna þess að tilnefningu fjármálaráðherra vant- aði. Ólafur Ragnar Grímsson sagði Tímanum að eðlilegt væri að slík skipun tæki sinn tíma þar sem sér- staklega þyrfti að vanda valið og tilnefna hæfa menn með viðunandi reynslu að baki. Hann tilnefndi Svavar Armannsson, aðst. forstjóra Fiskveiðisjóðs og sem varamann Magnús Gunnarsson framkvæmda- stj. SÍF. Landbúnaðarráðherra tilnefndi Álfheiði Ingadóttur líffræðing til setu í stjórninni. jkb SÍM veitir mynd- banda „óskarinn" Samtök íslenskra myndbanda- leiga halda myndbandahátíð í kvöld, Á hátíðinni verður greint frá bestu myndböndunum úr flokkum mynd- banda sem keppt var í og öðru sem tengist þeim. Þar má nefna myndband, myndbandskápu, rétt- hafa, tónlistarmyndband ársins og fleira. Sýnt verður úr þeim mynd- böndum sem tilnefnd eru í hverjum flokki, en myndböndunum er ekki skipt í flokka eftir þjóðerni. Það er að segja íslensk myndbönd keppa ekki sér, einkum vegna þess hve framboð þeirra er lítið. SÍM ætla sér að gera þessa hátíð að árlegum viðburði. „Við vonumst til að þetta leiði til þess að gerðar verði meiri kröfur um gæði á mynd- bandsmarkaðinum á Islandi. Þetta verða svona alhliða gæða og eftirlits- stimplar sem þarna verða veittir rir myndbönd," sagði Magnús lafsson framkvæmdastjóri samtak- anna í samtali við Tímann. Tvenns konar dómnefndir voru skipaðar. Annars vegar voru það aðilar frá myndbandaleigunum og hins vegar myndbandagagnrýnendur fjölmiðlanna. jkb Skipulagt bifreiðakaos? Óhætt er að segja að veðrið að undanförnu hafi sett umferð nokkuð úr skorðum víðast hvar á landinu. Hitt er ef tii vill ekki eins Ijóst hvort kenna má veðurfari um hvernig bflum var lagt á bflastæðið við Borgarspítalann í Reykjavík í gær. Eins og sjá má hefur ekki verið farið eftir ýtrustu leiðbeiningum skipuleggjenda bílastæðisins og hvitu markalínurnar gera ekki mikið gagn. Vonandi hefur sá er lagði bfl sínum á miðju þessu bflastæði ekki þurft að komast burt í miklu skyndi! Tímamynd Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.