Tíminn - 10.02.1989, Síða 7

Tíminn - 10.02.1989, Síða 7
Föstudagur 10. febrúar 1989 Tíminn 7 í sumar, fímmta til sjöunda ágúst verður haldið upp á hundrað ára afmæli Íslendingadagshátíðarinnar í bænum Gimli í Manitoba. Fjölmargir íslendingar námu land í Manitoba í Kanada á seinni hluta 19. aldar. Þeir hafa haldið íslendingadag á því sem næst hverju ári í heila öld og næstkom- andi sumar verður óvenju mikið um dýrðir. Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands fer í heimsókn, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verður á hátíðinni ásamt eiginmanni sínum Gunnari Kvaran sellóleikara auk karlakórs- ins Fóstbræðra. Þá mun Jónas Kristjánsson koma með sýnishorn íslenskra handrita og undirbún- ingsnefnd hátíðarinnar hefur látið flytja nokkra íslenska hesta til bæjarins. íslendingasamfélagið er nokkuð sterkt í Manitoba. Það kemur með- al annars til af því að Kanada er byggt upp af mörgum þjóðarbrot- um og rík áhersla lögð á uppruna hvers brots fyrir sig. Þó sagði Jónas Þór fyrrverandi íslenskukennari við háskólann í Manitoba og rit- stjóri Lögbergs- Heimskringlu í samtali við Tímann, að bein áhrif frá fslandi færu þverrandi. „Vest- ur-fslendingarnir sem þarna búa líta í auknum mæli á sig sem Kanadamenn og Ameríkana. Þeir rekja uppruna sinn til fólks sem fluttist vestur um haf og eiga sífellt færra sameiginlegt með íslending- um sem búa hér á landi.“ Síðar á þessu ári kemur út bók í Kanada eftir Jónas um fslendinga- daginn og þróun hans undanfarin hundrað ár. Jónas sagði enskuna vera nær allsráðandi hjá þessu fólki. Til að mynda kemur Lög- berg-Heimskringla út á ensku. Margir hefðu þó gaman af að grípa til íslenskunnar af og til og nokkur áhugi væri fyrir að læra hana. Jónas sagði ýmislegt spaugilegt koma fyrir þegar gripið væri til þess að slá um sig með íslensku, ef til vill meira af vilja en getu. „Einn nemanda minna var mað- ur sem lært hafði íslensku af móður sinni og ömmu en var að mestu búinn að týna henni niður. Hann hafði mikinn áhuga á að rifja upp kunnáttuna og hafði gaman af að slá um sig með setningum á ís- lensku þó að við töluðum alltaf saman á ensku. Eitt kvöldið að lokinni kennslustund vorum við að spjalla saman og þegar við skildum Hefð hefur skapast fyrir skrúðgöngu um götur Gimli á fslendingadaginn. Hér má sjá hvar fjallkonan og fylgimeyjar hennar eru dregnar ásamt sjálfu fjallinu. Tímamynd ge kvaddi hann mig með orðunum „vertu blessaður ástin mín“. Ég hafði ekki brjóst í mér til að leiðrétta hann þarna en reyndi mikið til þess í næstu kennslustund- um. Hann skildi mig þó aldrei þannig að allan veturinn kvaddi hann mig með þessum orðum.“ jkb Vestur-íslendingar í Kanada: íslendingadagurinn 100 ára Staðarhaldari Viðeyjar í opinbert mál á hendur blaðamanni Tímans fyrir ærumeiðingar: Hegningarvistar krafist vegna ummæla um sr. Þóri Dómtekin var nú í vikunni ákæra á hendur Halli Magnússyni, blaðamanni á.Tímanum. Ákæran er gefín út af vararíkissaksóknara Braga Steinarssyni vegna ærumeið- andi ummæla um sr. Þóri Stephensen, skipaðan dóm- kirkjuprest og settan staðarhaldara í Viðey. Ummælin lét Hallur falla í reiði sinni yfír því að kirkjugarðurinn í Viðey hafði verið sléttaður í starfstíð sr. Þóris, en ummælin birtust í „vettvangsgrein“ í Tímanum 14.júlí 1988. krafist að blaðamaðurinn verði dæmdur til refsingar. í öðru lagi að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. í þriðja lagi er hann krafinn greiðslu miskabóta og í fjórða lagi er hann krafinn greiðslu alls sakar- kostnaðar. Þyngsta refsing sam- kvæmt 108. grein hegningarlaga er fangelsisvist allt að þremur árum. Lögmaður sr. Þóris, Guðmund- Ákæran er byggð á því að um- mælin þykja varða við 108. grein almennra hegningarlaga frá 1940 um ærumeiðandi ummæli um opin- beran starfsmann. Er kæran var dómtekin, lét lögmaður ákærða, Ragnar Aðalsteinsson, bóka vænt- anlega frávísunarkröfu vegna þess að sr. Þórir falli ekki undir skil- greiningu laga um opinberan starfsmann þegar vettvangsgrein Halls birtist í Tímanum. Einnig lét hann bóka að ákæran væri svo óskýr og illa skilgreind að ekki væri hægt að halda uppi vitrænum vörn- um í málinu. Formaður Blaðamannafélags íslands, Lúðvík Geirsson, sagði í viðtali við Tímann í gær að hann hafi óskað eftir öllum gögnum um málið og bjóst hann við því að það yrði tekið fyrir í stjórn Blaða- mannafélagsins í næstu viku. Taldi hann ekki ólíklegt að stjórnin léti eitthvað frá sér fara um málið innan tíðar, því ljóst væri að siða- reglur blaðamanna setja engar beinar hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni afmarkaða þætti í fjölmiðla. Krafa ríkissaksóknara er í fjór- um liðum. í fyrsta lagi er þess Vettvangsgrein Halls Magnússonar í Tímanum 14.júlí í fyrra ur Pétursson, fór hins vegar fram á rannsókn og höfðun opinbers máls með það að markmiði að koma yfir Hall þyngstu refsingu sem lög heimila. Auk þess fór hann fram á að blaðamaðurinn greiddi máls- kostnað og kostnað af birtingu dóms og forsendu dóms í dagblöð- um og útvarpi. Einnig fór hann fram á að ummæli Halls yrðu dæmd dauð og ómerk. Gerði hann einnig kröfu um að ritstjórn Tím- ans verði gerð ábyrg fyrir að breiða út meiðandi ummæli um sr. Þóri Stephensen. Nokkru eftir birtingu vettvangs- greinar Halls Magnússonar í júlí sl., barst honum hins vegar bréf frá lögmanni sr. Þóris, þarsem honum er gefjnn frestur til 6. ágúst til að afturkalla ummæli sín og biðjast afsökunar á opinberum vettvangi og bera af því allan kostnað sjálfur. Gangi hann ekki að þessu sátta- boði, muni lögmaðurinn leggja fram kæru til saksóknara fyrir hönd sr. Þóris. Þessu bréfi svaraði lög- maður blaðamannsins með þeim orðum að ekki sé hægt að fallast á slíka afarkosti og því séu ekki forsendur fyrir sáttum. Meðal þess sem rakið er í ákæru saksóknara ríkisins á hendur Halli, eru þau ummæli að sr. Þórir hafi skipað sjálfan sig í stöðu staðar- haldara í Viðey, athæfi hans sé ekki kristilegt hvað varðar meðferð kirkjugarðsins og pólitískar skoðanir hans og ráðríki ætíð kom- ið á undan kristilegum náungakær- leik. Auk þessa hafi sr. Þórir sýnt í stólræðum sínum, þar sem hann blandar pólitík inn í orð Guðs, og með spjöllum í Viðey að hann sé — Sr. Þórir Stephensen, staðarhald- ari í Viðey og skipaður dómkirkju- prestur. alls ekki hæfur til að gegna embætt- um dómkirkjuprests eða staðar- haldara í eynni. Þess vegna ætti hann að vfkja. Einnig er Hallur m.a. ákærður fyrir að geta sér þess til að eitt af næstu stórvirkjum sr. Þóris verði að láta mála kirkjuna í Viðey heiðbláa. KB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.