Tíminn - 10.02.1989, Page 8

Tíminn - 10.02.1989, Page 8
8 Tíminn Föstudagur 10. febrúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Bjórinn og rækjan Þessa dagana er sótt mjög að Halldóri Ás- grímssyni, sjávarútvegsráðherra, vegna þess að hann vill halda sig við samþykktir alþjóðlegrar stofnunar um heimild til hvalveiða í vísinda- skyni. Þetta gerist á tíma, þegar aðilar í Vestur-Þýskalandi aflýsa viðskiptum við okkur vegna þrýstings frá grænfriðungum, sem hafa nú tekið þann kost að einbeita sér gegn íslending- um. Starf þeirra er auðvelt vegna þess, að einungis þarf að fá tvö fyrirtæki til liðs við stefnumið grænfriðunga til að skapa okkur um- talsverða erfiðleika í útflutningi. Það er alveg nýtt, að beitt er þeim aðferðum gegn lýðræðisríki, að stöðva útflutning frá því til að knýja á um að brotið sé gegn alþjóðlegum samþykktum, sem lýðræðisríki hafa ritað undir. Slík pólitísk hermdarverk eru sem betur fer nær óþekkt, og þau eru til lítils sóma þeim, sem telja sig vera að stunda viðskipti á milli ríkja. Græn- friðungar hafa ekki fengið því ráðið að hætt skuli hvalveiðum í vísindaskyni. Síðasti þáttur þessara veiða samkvæmt samþykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins á að fara fram í sumar hér við land, en að þeim athugunum loknum er það undir hvalveiðiráðinu komið hvert framhaldið verður. Þessa eðlilegu þróun málsins þola grænfriðungar ekki. Þeir verða að knýja fram úrslit gegn samþykktum hvalveiðiráðsins núna, og virðast hafa til þess stuðning einhverra íslendinga. Víst er hart við að búa að vestur-þýsk innflutningsfyrirtæki skuli blanda sér í pólitísk hermdarverk með þeim hætti sem þau hafa gert. Það er einnig sérkennilegt að góðum samskipt- um milli ríkja skuli stefnt í ógöngur með svo skammsýnum aðgerðum. Á sama tíma og vestur-þýsk fyrirtæki taka þátt í þeim gráa leik, að loka fyrir kaup á niðursuðuvörum héðan, reka vestur-þýsk fyrirtæki upp vein og óhljóð yfir því, að hingað skuli ekki fluttur þýskur bjór. En fyrst grænfriðungar eru farnir að ráða þýskum viðskiptum við okkur, má telja það heppilega tilviljun, að hingað á ekki að kaupa þýskan bjór. Og þótt viðskiptabönn séu ógeð- felld getur enginn við það ráðið, fari svo að neytendur víki sér undan að kaupa þýskar vörur í verslunum á íslandi á meðan grænfriðungar ráða lögum og lofum um þá nýju viðskiptahætti, sem Vestur-Þjóðverjar temja sér um þessar mundir. Það gæti verið hollt fyrir hina skjótráðu í þýskum matvælabissness, að við hvíldum okkur á þýskum innflutningi um stund. Við höfum ekki hlutast til um þýsk málefni, og allra síst ef þau tengjast samþykktum alþjóðastofn- ana. En íslendingar verða seint löðrungaðir til hlýðni af erlendum þjóðum. GARRI llllillllllllilllllllllllll Einn strætóbill Það þykir óneitanlega mikiU kostur á hverju bæjarfélagi, hvar sem er í heiminum, að innan þess séu góðar almenningssamgöngur. Meðal annars fyrir aðkomufólk, en einnig fyrir þá heimamenn sem ýmist eiga ekki bfl, vilja ekki aka um á eigin bíl eða þurfa tímabundið að komast leiðar sinnar án þess að hafa yfir slíku ökutæki að ráða. Þá þykir það vitaskuld einnig hin mesta prýði á sérhverjum bæjaryf- irvöldum að þau sjái um að þessir hlutir séu í góðu lagi hjá sér. Þetta er rifjað upp vegna þeirrar reynslu sem Tímamenn hafa nú næstliðið fengið af því að reyna að treysta á einhver önnur samgöngu- tæki heldur en einkabíla sína á núverandi vinnustað sínum við Lyngháls. Sú gata er í nýlegu iðnaðar- og verslunarhverfi í út- jaðri Reykjavíkur. Þetta hverfi takmarkast af Vesturlandsvegi að norðan, Höfðabakka að vestan og Bæjarhálsi að sunnan. Ferðir strætisvagna um þetta hverfi eru með þeim eindæmum að fáheyrt má teljast. Á þessum stað eru þeir gulli fáséðari. Skotist í hring Nánar til tekið er þessu þannig háttað að um þetta hverfi ekur einn vagn á klukkutíma. Það er svo nefnd leið 15B, en meginverkefni þess vagns er annars að þjóna íbúum í Grafarvogi. Þjónusta hans við þetta fjölmenna iðnaðar- og verslunarhverfi felst í því að fyrir hádegi skýst hann stuttan hring inn í það á leiðinni uppcftir. Eftir hádegi skýst hann svo þennan stutta hring sinn á Ieiðinni niðureft- ir. Þetta innifclur að þurfi menn að komast í hverfið með strætó eftir hádegi þá kostar það talsvert langt aukaferðalag upp í Grafarvog. Þurfi menn svo að komast niður í bæ fyrir hádegi og vilji nota strætó þá kostar það á sama hátt fyrst ferðalag upp í Grafarvog. Nú er Grafarvogurinn út af fyrir sig áhugaverður borgarhluti og má svo sem meir en vera að fólki geti þótt gaman að keyra þar dálítinn hring í strætó. En þegar fólk er að flýta sér í önnum dagsins og þarf að Ijúka erindum sínum á sem skemmstum tíma þá er það kannski ekki svona beint upplagt til að fara í slíkar skemmtiferðir. Jafnvel þó í strætó sé. Fyrir utan þetta er svo aðeins möguleiki að nota Árbæjarvagn- inn, eða svo nefnda leið 10, til að komast þama að og frá. En þar er sá hængur á að sá vagn er sérhann- aður fyrir íbúa Árbæjar- og Kvísla- hverfa og ökuleið hans skiljanlega skipulögð með þarfir þeirra í huga. Af þeim sökum mun láta nærri að á sumardegi sé ekki minna en röskur tíu mínútna gangur fyrir frískan göngumann frá leið hans og yfir í margumrætt hverfi. Og geta þá allir ímyndað sér hvað sú leið sé fljótfarin núna meðan færðin er eins og hún er. Hér vantar vagna Sjálfstæðismenn hafa verið ósparir á að guma af því núna undanfarið hvað fjármálastjórn Reykjavíkurborgar sé traust undir forystu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Er þess til dæmis hvað skemmst að minnast að hér á dögunum birti Morgunblaðið stór- brotinn leiðara um Davíð þar sem því var lýst að í fjármálum stæði borgin á bjargi undir stjórn hans. Sé þetta rétt - sem Garra dettur ekki eitt andartak í hug að efast um - þá getur svo sem einn strætóbfll ekki verið neitt stórmál fyrir borg- arstjórann okkar. Þess vegna leyfir Garri sér svo sem allra undirdánug- ast að fara þess á leit við hæstvirtan borgarstjórann okkar að hann líti í náð sinni til þeirra þegna sinna sem eiga sér vinnustað í téðu hverfi og sjái sér fært að senda þangað strætóbfl svo sem tvisvar á klukku- tíma yfir daginn. Þetta myndi gjör- breyta allri aðstöðu þeirra til að komast leiðar sinnar, að ekki sé talað um þau börn og gamalmenni sem langar til að gera sér ferð þangað einhverra erinda. Að vísu dettur Garra ekki í hug . að gerast svo djarfur að fara fram á það við hæstvirtan borgarstjóra að hann geri annað eins og þetta fyrir þá sem vinna hjá Tímanum. Allir vita að framsóknarmenn eru ekki ■ náðinni hjá þeim sem ráða borginni. En á það er að líta að í þetta hverfi er líka komið talsvert mikið af góðum og gegnum sjálfstæðis- fvrirtækjum. Þannig hefur Garri þá trú að væri farið út í að rannsaka hjörtu og nýru allra þeirra sem þarna vinna nú orðið þá geti verið þar töluvert mikið af sjálfstæðisat- kvæðum. Um þau verður vitaskuld að hugsa. og þá gerir kannski minna tii þó að einn og einn framsóknarmaður fái líka að fljóta með í strætó. Að minnsta kosti vill Garri ekki ætla borgarstjóranum sínum að hann fari að fetta fingur út í slíkt og þvílíkt. Garri. VÍTT OG BREITT ilinlliiii Óbyrjur í ferðabransanum igsbreytiri 1 hjá Sjóvá Kiiwr 6t*JW Konur sækja stíft til æðstu met- orða í þjóðfélaginu og innan fyrir- tækja. Þetta gengur þeim með afbrigðum illa því allstaðar sitja karlar á fleti fyrir á hefðartindum og þaðan er ekki hægt að mjaka þeim. Mikil barátta stendur yfir milli karla og kvenna um að fá að sitja á köldum hefðartindum, eins og háttsetta skáldið kallaði stöðu sína. En það er sama hve hart er barist, karlarnir hafa betur að sögn kvenna og er sífellt verið að leggja fram sannanir þar um. Síðast var sett fram sönnun um undirokun kvenna í skemmtiblað- inu Pressunni, sem út kom í gær. Þar skrifaði kona í miklum baráttu- hami um orðsifjafræði og tók fyrir atviksorðið bomm. Hún sýndi fram á að það væri komið af orðinu að bommpa sem yrði að pompa, þe. detta og væri skylt enska orðinu boom og tiltók baby-boom því til staðfestingar. Fall konunnar felst nefnilega í því að verða bomm og auðvitað eru það karlaskammirnar sem gera þær óléttar. Þessari ágætu vísindagrein sem tengir baráttusöguna orðsifjafræði fylgdi mynd af öllum körlunum sem eru yfirmenn hjá Sjóvá-AI- mennum og er sönnun þess hvernig konur pompa af því þær verða bomm. En um helgina birtust auglýsing- ar sem skörtuðu myndum af starfs- fólki ferðaskrifstofa. Og viti menn, karlar eru þar færri en ríkir menn í himnaríki. Hér er því komin starfsgrein þar sem konur láta ekki plata sig, láta fallerast og verða bomm, en stefna á hærri markmið og eru allskyns stjórar í ferða- mannaþjónustunni. Svona skákar ferðabransinn tryggingaumsvifun- um, en konurnar í fyrrnefndu at- vinnugreininni eru greinilega með- vitaðar um hve mögnuð orðsifja- fræðin er og skáka karlaveldinu með því að skilja uppruna orðsins bomm og vonandi fáum við meira að læra um efnið í hinu bráð- i smellna vísindariti Pressunni. OÓ I Skipb SJÓVA-MM0OI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.