Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Föstudagur 10. febrúar 1989
FRÉTTAYFIRLIT
SANTA MARIA - Björg
unarsveitir leituöu líka úr flaki •
bandarísku farþegaþotunnar
sem fórst meö 144 manns
innanborðs á eyjunni Santa
Maria í Azoreyjaklasanum í
fyrradag. Björgunarmenn
fundu svokallaðan svartan
kassa sem hefur að geyma
segulbandsupptöku á sam
skiptum flu_
er mjög illa farið.
Flakið
WASHINGTON - George
Bush forseti Bandaríkjanna
sem nú er í hálfgerðum vand-
ræðum með John Tower sem
hann útnefndi sem varnar-
málaráðherra, en öldunga-
deildin er í vafa um að stað-
festa það val, býr sig nú undir
að leggja fram sitt fyrsta fjár-
lagafrumvarp fyrir þingið.
Heimildir herma að samkvæmt
frumvarpinu séu skorin niður
framlög til varnarmála en þess
í stað sé veitt meiru til mennta-
mála og ýmissa innanlands-
verkefna. —
WASHINGTON — Dómar-
inn í máli Olivers Norths, fyrr-
um ráðgjafa í Hvíta húsinu,
hafnaði kröfu ríkisstjórnar Ge-
orge Bush um að réttarhöldin
verði stöðvuð þar sem þau
skaði þjóðaröryggi Bandaríkj-
anna. Ríkisstjórnin fór fram á
að réttarhöldin yrðu stöðvuð á
meðan lögfræoingar Banda-
ríkjastjórnar leiti úrskurðar
áfrýjunarréttar um að fá hert
eftirlit með þeim upplýsingum
sem North geti Ijóstrað upp
fyrir dómstólnum.
Oliver North er fyrir rétti
vegna vopnasölumálsins
svokallaða, en hann sá um
leynilega sölu vopna til írans
og notaði 14 milljón dollara
gróða til að styrkja Kontraliða í
Níkaragva. North hefurallatíð
haldið því fram að yfirmenn
hans hafi vitað um söluna og
verið henni samþykkir, en þeir
neita. —
TOKYO - Lögreglan hand-
tók tvo leiðtoga róttækra
vinstrimanna sem fóru huldu
höfði, en lögreglan er nú að
reyna að koma sem flestum
öfgamönnum úr umferð áður
en útför Hirohitos keisara fer
fram 24. febrúar. öryggisráð-
stafanir Japana við útförina
verða gíurlegar enda verður
þar samankominn fjöldinn állur
af leiðtogum hinna ýmsu ríkja.
ÚTLÖND
Sprengjutilræði
í Tékkóslóvakíu
Sprengja sprakk á ráðhúsinu í Usti nad Labem í Tékkósl-
óvakíu á miðvikudaginn. Ekki er ljóst hvort manntjón eða
meiðsl hafí hlotist af, en öruggt er að um sprengjutilræöi gegn
kommúnistaflokknum var að ræða. Það var dagblað komm
únistaflokksins, Rude Pravo sem skýrði frá þessu í gær.
Mikil ólga hefur verið að undan-
förnu í Tékkóslóvakíu og hefur
lögreglu verið óspart beitt gegn mót-
mælagöngum stjórnarandstæðinga,
en tékknesk stjórnvöld hafa ekkert
gefið eftir í lýðræðisátt þrátt fyrir
umbótastefnu Gorbatsjovs í Sovét-
ríkjunum og frjálsræðisþróun í ýms-
um öðrum austantjaldslöndum.
Dagblaðið skýrði frá því að
sprengjutilræðið hefði komið í kjöl-
far margra ónafngreindra hótana
um að sprengjum yrði komið fyrir í
almenningsbyggingum í Bæheimi.
Dagblaðið var ekki með getgátur
um það hverjir stæðu að tilræðinu.
Hins vegar sagði:
-Við skulum ekki gleyma þeirri
staðreynd að það eru öfl í Tékkó-
slóvakíu sem munu aldrei sætta sig
við hið sósíalíska þjóðfélag sem við
búum við.
Rude Pravo hélt því fram að þessi
öfl hygðust greinilega beita hryðju-
verkum til að reyna að koma á
öngþveiti og trufla daglegt líf fólks.
Kommúnistaflokkurinn í Tékkó-
slóvakíu er ekki á því að lina tökin á
almenningi. Nú hafa einhverjir
stjórnarandstæðingar tekið upp rót-
tækar aðgerðir, en í gær sprakk
sprengja í tékkneskú ráðhúsi.
Indónesíuher í átökum á Suður-Súmötru:
Hópur róttækra
múslíma felldur
Að minnsta kosti tuttugu og sjö
róttækir múslímar féllu í átökum við
hermenn Indónesíustjórnar á Suður-
Súmötru í kjölfar þess að liðsforingi
í stjórnarhernum var myrtur af
skæruliðum. Talsmaður hersins
skýrði frá þessu í gær.
Talsmaðurinn sagði hersveit hefði
verið send á þessar slóðir til að
freista þess að ná líki liðsforingjans
sem hafði verið tekinn í gíslingu af
hópi er kallar sig Komando Muja-
hidin Fisabilillah.
Bardaginn á miðvikudag er sá
harðasti sem orðið hefur á Indónesíu
frá því í september 1984 þegar
þrjátíu manns voru drepnir í átökum
á hafnarsvæði Jakarta í kjölfar rósta
öfgafullra múslíma. í Indónesíu er
fjölmennasta ríki múslíma í veröld-
inni.
Talsmaður hersins sagði að liðs-
foringinn sem myrtur var hefði hald-
ið ásamt hersveit sinni, sveitarstjórn-
aryfirvöldum á þessum slóðum til
höfuðstöðva öfgasamtakanna í
þorpinu Talangsari til að kanna
starfsemi samtakanna. Slegið hefðij
brýnu og eftir snarpan bardaga hafi
hinir róttæku múslímar tekið liðsfor-
ingjann höndum.
Herinn var sendur aftur á staðinn
degi seinna, en öfgamennirnir hefðu
varist með eitruðum örvum, sverð-
um og molatovkokkteilum. Pví hafi
verið nauðsynlegt að leggja til atlögu
af fullum þunga.
Talsmaðurinn sagði að öfga-
mennirnir hefðu að undanförnu gert
árásir á einangraðar lögreglustöðvar
og varðstaði hersins, drepið lög-
reglumann og sveitarstjóra.
Barnsfæðing
í Júmbóþotu
Júmbóþota franska flugfélags-
ins Air France sem var á leið frá
Frakklandi til Guadeloupe í
Karabíska hafinu þurfti að snúa
við til Frakklands í gær eftir að
þunguð kona tók sótt og fæddi
þriggja kílóa stúlkubarn í þot-
unni.
Skurðlæknir sem var um borð
í þotunni tók á móti stúlkubarn-
inu með hjálp flugáhafnarinnar.
Talsmaður Air France vísaði á
bug fréttum um að flugfélagið
hygðist veita „Júmbóínu" litlu
fríar flugferðir það sem eftir er.
Bæði móðir og barn eru við
góða heilsu á sjúkrahúsi í Tou-
louse, en móðirin er ættuð frá
Guadeloupe.
Indland:
Fjörutíu manns
brenna inni í
kvikmyndaveri
Fjörutíu manns fórust þegar eldur
kom upp í kvikmyndaveri í Mysore
í Indlandi, en allar útgönguleiðir
voru læstar til að halda æstum aðdá-
endum leikara frá upptökusalnum.
Fjórtán aðrir slösuðust og eru tíu
þeirra í lífshættu vegna þriðja stigs
brunasára.
Upptökur stóðu yfir á mjög vin-
sælum sjónvarpsþáttum. Eldurinn
gaus upp stuttu eftir að flugeldum
hafði verið skotið á loft þar sem
verið var að mynda brúðkaup í
sviðsmynd sem byggð var úr kókos-
hnetutrjám og heyi til að skapa rétta
þorpsstemmningu. Þurr leikmyndin
fuðraði upp á svipstundu eftir að
eldurinn komst í hana.
Það tók slökkvilið rúma tvo tíma
að ráða niðurlögum eldsins sem
breiddist út um ailt sjónvarpsverið á
skömmum tíma, en það var sett
saman úr sex stórum upptökusölum.
Bruninn í kvikmyndaverinu var
ekki eini bruninn á Indlandi í gær.
Eldur kom upp í flugstöðinni á
millilandaflugvellinum í Bombay og
fylltist hún af miklum reyk. Því var
flugvellinum lokað í rúmar tvær
klukkustundir á meðan slökkvilið
réði niðurlögum eldsins.
Bandaríkjamenn
slaka á í við-
skiptastríðinu
Ríkisstjórn George Bush mun
að líkindum leggja frarn nýjar
hugmyndir til að ná málamiðlun í
viðskiptastríði Bandaríkjamanna
og Evrópubandalagsins sem mjög
hafa eitrað samskipti þessara við-
skiptablokka. Um þetta mátti lesa
á síðum New York Times í gær.
Evrópubandalagið bannaði frá
áramótum innflutning á kjöti af
dýrum sem gefin hafa verið vaxtar-
hormón, en stærsti hluti þess kjöts
sem framleiddur er í Bandaríkjun-
um er vaxtahormónakjöt. Svar
Bandaríkjastjórnar var að setja
háa tolla á vissar vörur frá löndum
Evrópubandalagsins.
Það mun hafa verið hinn nýi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
James Baker sem ákvað að gefa
eftir og leita samkomulags við
Evrópuríkin, þar sem hann taldi
það mjög alvarlegt ef fyrstu skref
George Bush í embætti forseta
gagnvart Evrópuríkjum væru stigin
í skugga þessa verðstríðs.
New York Times segir að mála-
miðlunartillögur Bandaríkjanna
séu þær að þriðjungur þeirra kjöt-
afurða sem seldar verði til Evrópu-
bandalagsins sé hágæðakjöt sem
ekki hafi verið meðhöndlað með
vaxtarhormónum.