Tíminn - 10.02.1989, Page 15
Föstudagur 10. febrúar 1989
Tíminn 15
BÓKMENNTIR
„Hel fer með hlíðum
ii
III
Sigurður A. Magnússon:
Hvarfbaugar,
Úrval Ijóða 1952-1982,
Mál og menning, 1988.
Sigurður A. Magnússon kemur
víða við í þessu nýja ljóðaúrvali
sínu, og á einum stað er hér ljóð sem
hann nefnir Sumarnótt:
Mjólkurhvít nótt
kerlingarvella í lægðum
Jarmur úr fjallshlíð
hrafnar voka yfir bænum
Hundgá í fjarska
spói vellir í mónum
Áin við túnfótinn
kliðmjúk líður að ósnum
Grængresið döggvott
falla mun fyrir Ijánum
Hel fer með hlíðum
heitir mér stundargriðum
Þetta er hlýleg og býsna persónu-
leg mynd úr íslenskri sumarnáttúru
og eiginlega talsvert ólík því sem
menn máski eiga von á frá þeim
hávaðasama Sigurði A. Magnússyni
sem margir þekkja hvað best úr
fjölmiðlum. En þetta á hann til líka.
Og svo er skemmst frá að segja að
þessi bók dregur upp talsvert fágaðri
og yfirvegaðri mynd af höfundi sín-
um en þá sem hann kannski skapaði
sér helst með blaðaskrifum sínum
hér fyrr á árum.
Sigurður kom heim frá óvenju
fjölbreyttu námi erlendis árið 1956
og réðst þá strax til starfa sem
blaðamaður við Morgunblaðið. Þar
starfaði hann rúman áratug, m.a.
sem bókmenntagagnrýnandi, leik-
dómari og ritstjóri Lesbókar. Seinna
var hann ritstjóri Samvinnunnar og
eftir það skólastjóri Bréfaskólans.
Síðan hefur hann svo í rúman áratug
starfað sjálfstætt sem rithöfundur og
m.a. sent frá sér stóra skáldsögu sem
byggð er á ævi hans sjálfs og fræg
hefur orðið.
Blaðamennska Sigurðar var óneit-
anlega litrík, kannski hörð og óvæg-
in og trúlega ekki öllum að skapi. En
eigi að síður hefur alla tíð verið
óhugsandi að neita því að maðurinn
er bullandi pennafær og fljúgandi
mælskur á prenti. Líka hefur það
engum dulist, sem fylgst hefur með
ritferli Sigurðar, að hann hefur
markvisst agað stíl sinn, þannig að
með árunum hefur hann orðið stöð-
ugt meitlaðri og markvissari en fyrr
var. Er þetta ekki síst ljóst ef litið er
til skáldsögu hans sem nefnd var og
borið saman við fyrri ritverk Hans.
Menn hafa líka lengi vitað að
Siguröur fékkst við ljóðagerð, þó að
mikið megi vera ef hún hefur ekki
fallið töluvert mikið í skuggann af
blaðamennsku hans og lausamálsrit-
un. Hann gaf út fyrstu ljóðabók
sína, Krotað í sand, árið 1958, og í
kjölfarið fylgdi svo Hafið og klettur-
inn 1961. Eftir langt hlé kom svo
bókin Þetta er þitt líf 1974 og loks í
ljósi næsta dags 1978.
Það sem Sigurður hefur núna gert
Sigurður A. Magnússon rithöfundur.
er að hann hefur tekið allar þessar
fjórar bækur sínar, valið úr þeim
meginþorra ljóðanna, en jafnframt
endurskoðað þau og breytt þeim
talsvert á köflum. Þá hefur hann
einnig raðað ljóðunum upp á nýtt
svo að gömlu bækurnar halda sér hér
ekki. Þvert á móti verður að segja að
hér sé komin fram ný bók úr áður
þekktu efni. Og í skemmstu máli er
svo l'rá að segja að í heild hefur þessi
endufskoðun orðið til mikilla bóta.
Þessi bók ber með sér þá stílögun
sem ég gat um og einnig nýtur hún
þess að núna er litið á yrkisefnin úr
meiri fjarlægð og af ólíkt meiri
rósemi en oft hefur verið áður.
í þessari nýju bók heldur Sigurður
þeirri flokkun, sem hann tók upp í
bókinni Þetta er þitt líf, og skiptir
meginþorra Ijóðanna í tvo hópa.
Nefnir hann þá upp á grískan máta
Míkrókosmos og Makrókosmos.
Vísar hið fyrra til einkaheims skálds-
ins og þess er næst honum stendur,
en hið síðara til umheimsins, verald-
arinnar í heild.
Bókin hefst annars á forleik sem
hefur að geyma vænan hluta Ijóð-
anna úr Krotað í sand. Síðan kemur
Míkrókosmos, og fer þar fyrst ljóða-
flokkurinn Dauði Baldurs, en síðan
koma tveir kaflar sem nefnast Ástar-
saga og Hjúskapur. Þá kemur Ijóða-
flokkurinn Hafið og kletturinn, og
loks kafli sem nefndur er Innlönd og
í eru allmörg ljóð um óskyld efni. Þá
kemur Makrókosmos, og fara þar
fyrst allmörg ljóð undir hinu latn-
eska samheiti Personae og fjalla,
eins og nafnið bendir til, um einstak-
ar persónur, fornar og nýjar. Þar
næst kemur kaflinn Útlönd, með
erlendum ljóðmyndum, og síðan
Fjargveður, þar sem helst er að tala
um safn ádeiluljóða. Bókinni lýkur
svo á öðrum kafla með latnesku
heiti, Ars poetica, og er þar ort um
vanda og vegsemd skáldskaparins.
Hér kennir þannig margra grasa
og fleiri en svo að nokkur marktæk
grein verði gerð fyrir þeim öllum í
dagblaðsritdómi. En sameiginlegt
einkenni á allri ljóðagerð Sigurðar
hér er þó greinileg tilhneiging hans
til að opna sig og yrkja á ljóðrænan
hátt um sínareigin innri tilfinningar.
Með öðru orðalagi mætti kannski
orða þetta þannig að honum sé sem
ljóðskáldi vel ljós sú hætta sem fylgir
því að lifa og vera maður. Það er
með enn öðrum orðum lífsháski
hinnar daglegu tilveru sem víðast
hvar reynist honum einna nærtækast
yrkisefni.
Þetta kemur meðal annars fram í
nokkrum af tiltölulega hörðum
ádeiluljóðum hans á spillingu sam-
tímans sem þarna eru. En þetta
kemur þó kannski hvað best fram í
nokkuð opinskáum ljóðum sem
þarna eru undir samheitunum Ástar-
saga og Hjúskapur. Þar dregur hann
upp býsna skýrar myndir af því
hvernig fyrsti ástarbríminn getur
dofnað hjá fólki þegar kemur að
tilbreytingarleysi hversdagsins, sem
ætti vissulega að geta átt nokkuð
víða skírskotun til fólks í samtíman-
um. Og þessi sami tilvistarvandi er
enn viðfangsefnið í ljóðaflokknum
Hafið og kletturinn, býsna marg-
slungnu verki sem sækir efni víða að
úr fornum sögum.
í formála ræðir Sigurður reyndar
vinnubrögð sín hér og segir að þess
séu ófá dæmi að Ijóðasmiðir hafi
varið ævinni til að setja saman eina
og sömu bók, grisja hana og auka að
umfangi, breyta og betrumbæta eftir
því sem árin færðust yfir þá. Á þessa
bók segir hann líka að líta ntegi sem
litla grein á þeim meiði. Hún sé
heildarsafn þess sem hann telji sig
kinnroðalaust geta kannast við í
þessari tilteknu bókmenntagrein.
Þessi endurskoðunarvinna verður
að telja að honum hafi í heild tekist
býsna vel. Það er töluvert meiri
akkur að því að eiga Ijóð hans í
þessari einu bók heldur en í hinum
fjórum áður. -esig
Olympiska fræðsluráðið
Suður á Pelopsskaga Grikklands,
í héraðinu Elís, eru rústir bygginga
og leikvanga hinna fornu Olympiu-
leika. Er þessi staður undir lágri
hæð, sem nefnist Kronos og við
ármót ánna Alpheios og Kladeos,
sem huldi mannvirkin leir og sandi
eftir mikla jarðskjálfta um miðja 6.
öld.
Með samstöðu nokkurra þjóða
voru rústirnar hreinsaðar og þar á
meðal „Stadion", hinn sögufrægi
íþróttavöllur, sem lá undir 7 m
jarðlagi. Um rústirnar er heillandi
að reika og heimsækja síðan söfnin
tvö til að fræðast um mannvirki og
sögnum umvafið mannlíf. Annað
stendur skammt frá rústunum og
geymir smáa og stóra muni, sem
fundust við uppgröft. Meðal þeirra
er styttan af Hermes, sem hverjum
verður ógleymanleg sem fær augum
litið. Hitt er í útjaðri þorpsins Olym-
piu og varðar meir hina endurvöktu
leika.
Upp frá Stadion í dalverpi upp
með Kronoshæðinni er fagurlega
ræktaður garður. Inn á milli sýprus-
og píl- og grátvíða eru grasi vaxnir
leikvellir eða lagðir bundnum slitlög-
um. Þar leynist sundlaug.
Lág, löng, skeifulaga leirbrún hús
hafa verið reist þarna í þessum
Edenlundi. Hér er til húsa fræðslu-
stofnun Alþjóða-Olympiunefndar-
innar (I.O.A.). Hingað hefur for-
stöðunefnd stofnunarinnar í 28 ár
boðið Olympiunefndum þjóðanna
að senda fulltrúa sína til dvalar í eina
eða tvær vikur, til þess að fræðast
um störf að Olympiuleikum og hug-
sjónir þeim tengdum. Þá njóta full-
trúarnir fræðslu um forna og endur-
vakta Olympiuleika, - og eigi gleym-
ist kynning á fornminjum.
í sambandi við fornminjar er rétt
að geta þess, að farið er með þátttak-
endur allt til Delfí norður í Þessalón-
iku, til þess að njóta skoðunarferðar
um einn hinn unaðslegasta stað ver-
aldar.
í ár er fulltrúum Olympiunefnda
boðið að sækja 29. fræðslustefnu
I.O.A. í Olympiu, 29. júní-12. júlí.
Hámarksfjöldi fulltrúa frá einni þjóð
er 5. Olympiusamhjálpin, „Olympic
Solidarity", greiðir helmings far-
gjald fyrir einn karlmann og eina
konu (ekki fyrir tvo af sama kyni) og
Olympiunefnd fslands hinn helming-
inn. Dvalarkostnaður er 400,- doll-
arar á mann. 1.0.A. sér fulltrúum
fyrir gistingu í Aþenu, bæði við
komu til landsins og við brottför, og
enn fremur flutningi til og frá Olym-
piu.
Þátttakendur skulu vera virkir í
íþróttastarfi og íþróttaiðkendur og
ekki eldri en 35 ára. Þeir þurfa að
vera vel að sér í ensku eða frönsku,
þar sem fyrirlestrar og umræður fara
fram á þeim tungumálum.
Fræðsluráð Olympiunefndar ís-
lands efnir til fræðslufundar í Odda
(Háskóla íslands) í stofu 101, 25.
febrúar n.k., og hvetur alla, sem
hugsa sér að sækja um dvöl í Olym-
piu að koma á fundinn. Þar verða til
umfjöllunar, að ósk I.O.A. helstu
málefni, sem tekin verða fyrir á
fræðslustefnunni í Olympiu, svo sem
Olympiustarfsemin, Olympiuleik-
arnir, neysla örvunarlyfja o.fl. Er
því hér um að ræða góðan undirbún-
ing fyrir væntanlega Grikklandsfara.
Hvcr sá, sem dvelur á vegum I.O.A.
í Olympiu, nýtur kynningar og
fræðslu, sem verður honum ógleym-
anleg og eykur skilning hans á al-
þjóðastörfum að Olympiuleikum.
Fræðsluráð
Olympiunefndar Islands
Námskeið
Landssamband framsóknarkvenna hyggst standa íyrir
eftirfarandi námskeiðahaldi á næstunni.
Námskeiðin munu hefjast í byrjun febrúar og standa
fram að páskum.
Eru þau öllum opin og verði stillt í hóf að venju.
Staðsetning námskeiðanna fer eftir þátttöku á hverjum
stað.
1. Félagsmálanámskeið.
Grunnnámskeið fyrir byrjendur í fundarsköpum,
ræðumennsku og eflingu sjálfstrausts. Kennarar verða:
Unnur Stefánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Inga
Þyrí Kjartansdóttir, Ásdís Óskarsdóttir.
2. Framhaldsnámskeið.
Raddbeiting og framsögn.
Kennari: Baldvin Halldórsson, leikari.
Undirstaða í ræðutækni fyrir sjónvarp, hljóðvarp og
ræðustól. Kennari: Kristján Hall
3. Námskeið fyrir framkomu í fjölmiðlum.
Framkoma í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Undirstöðuatriði í greinarskrifum og blaðaútgáfu.
Kennari: Amþrúður Karlsdóttir, Qölmiðlafræðingur.
Þátttaka tilkynnist til Ingu Þyrí Kjartansdóttur í síma:
91-24480 sem fyrst
L.F.K.
Áfram Forum
Landssamband framsóknarkvenna og kvenfélagasamband íslands
halda sameiginlegan fund um störf kvenna í dreifbýli að Hallveigar-
stöðum 16. febr. n.k. kl. 20.
Fundur þessi er einn í fundaröð með efni frá Nordisk Forum s.l. sumar.
Dagskrá:
1. Myndband frá Nordisk Forum.
2. Bjarney Bjarnadóttir rifjar upp efni frá LFK á Forum.
3. Ulla Magnusson flytur erindi sem nefnist: Konur hver er markaður-
inn fyrir okkur?
4. LitskyggnurfráKÍ umkonurogsmáfyrirtækisemsýntvaráForum.
Kaffiveitingar.
Allir velkomnur og konur sem fóru til Noregs með LFK sérstaklega
hvattar til að mæta með gesti.
Stjórn LFK
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Grenivík
og nágrenni
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Grenivík sunnudaginn
12. febrúar kl. 16.00.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Valgerður Sverrisdóttir
alþingismaður mæta á fundinn.
Framsóknarfélag Grýtubakkahrepps
Nýtt símanúmer
Iðnaðarráðu-
neytisins
verður frá og með mánudegi 13. febrúar
609420
Iðnaðarráðuneytið