Tíminn - 10.02.1989, Síða 16
f , "1 \
Ingibjörg Gísli Gfslason Steinunn
Pálmadóttir Sigurðardóttir
Anarés Magnús H.
Ólafsson Ólafsson
Akranes - Fjárhagsáætlun
Almennur fundur um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir áriö 1989 veröur
haldinn í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut mánudaginn 13. febr. kl.
20.30.
Gísli Gíslason bæjarstjóri gerir grein fyrir áætluninni.
Bæjarfulltrúarnir svara fyrirspurnum.
Allir velkomnir.
Fulltrúaráðið
Ulf
Árnesingar
Guðjón B.
Ólafsson
Framsóknarfélag Árnessýslu boðar til félagsfundar um málefni
samvinnuhreyfingarinnar miövikudaginn 15. febrúar kl. 21 aö Eyrar-
vegi 15, Selfossi.
Frummælandi veröur Guöjón B. Ólafsson, forstjóri SlS.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um málefni samvinnuhreyfingarinn-
ar eru hvattir til aö mæta.
Stjórnin.
Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og formaður Fram-
sóknarflokksins verður í umræðunni á hádegisverðarfundi Félags
ungra framsóknarmanna Gauki á Stöng mánudaginn 13. febrúar.
Steingrímur mun ræða um Fjármagnsmarkaðinn og Hvaðtekurvið
af verðstöðvun. Hann mun síöan svara fyrirspurnum fundargesta.
Allir velkomnir á fundinn sem hefst kl. 12.00.
Súpa, fiskréttur og kaffi á aðeins krónur 535,-
FUF í Reykjavík.
Keflavík
Fundur verður haldinn í Framsóknarfélögunum í Keflavík mánudag-
inn 13. febrúar kl. 20.45 aö Austurgötu 26.
Fundarefni:
1. Stjórnmálaviðhorfið.
Jóhann Einvarðsson fjallar um stjórnmálaviðhorfið.
2. Húsnæðismál Framsóknarfélaganna.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Mætið stundvíslega.
Framsóknarfélögin.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 11. febrúar kl. 14
að Nóatúni 21.
Athugið breyttan fundartíma.
Stjórnin.
Illlllllllllllllllllllllllll DAGBÓK
Níels Hafstein.
Níels Hafstein og
ívar Valgarðsson sýna
í Nýlistasafninu
Laugardaginn 4. febrúar kl. 16:00 opn-
ar Níels Hafstein sýningu í Nýlistasafninu
á „verkum sem fjalla um listbrögð sem
verður að beita til að öðlast heiður,
auðsæld, ást og orðstír,“ eins og segir í
fréttatilkynningu.
Á síðasta ári átti Níels Hafstein verk á
tveim veigamiklum sýningum; hin fyrri
var haldin í Ruine der Kiinsste í Berlín á
alþjóðlegri listahátíð undir nafninu:
Berlín, listahöfuðborg Evrópuráðsins.
Hin sýningin var á Listasafni íslands:
Nýlistasafnið 10 ára (sýnishorn eldri
verka safnsins). Sýningunni lýkur 19.
febrúar.
Laugardaginn 4. febrúar kl. 16:00 opn-
ar ívar Valgarðsson sjöundu einkasýn-
ingu sína í Nýlistasafninu. (var átti á
síðasta ári verk á eftirtöldum sýningum:
Listasafn Islands „Aldarspegill", íslensk
myndlist í eigu safnsins 1900-1987, Seoul,
Suður-Kóreu: The Arts Olympics, sýning
í tengslum við Olympíuleikana, Listasafn
(slands: Fimm ungir listamenn. Sýning-
unni lýkur 19. febrúar.
Guðbjörg Lind sýnir í Nýhöfn
Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnar mál-
verkasýningu í Listasalnum Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, laugard. II. febrúar kl.
14:00-16:00.
Á sýningunni verða olíumálverk og
vatnslitamyndir unnar á síðastliðnu ári.
Guðbjörg Lind er fædd á ísafirði árið
1961. Hún stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla Islands frá árinu 1979 til
1985.
Þetta er önnur einkasýning Guðbjarg-
ar, en fyrstu einkasýningu sína hélt hún í
heimabæsínum Isafirði. Húnhefureinnig
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Sýningin er sölusýning. Hún er opin
virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar
kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur 22.
febrúar.
Listasafn íslands
I Listasafni (slands standa nú yfir
sýningar á íslenskum verkum í eigu
safnsins. í sal 1 eru kynnt verk Jóhannesar
Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Gunn-
laugs Schevings. Landslagsmálverk Þór-
arins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jóns-
sonar eru sýnd í sal 2.
Á efri hæð safnsins eru sýnd ný aðföng,
málverk og skúlptúrar eftir íslenska lista-
menn. Leiðsögn um sýningar í húsinu t
fylgd sérfræðings fer fram á sunnudögum
kl. 15:00 og eru auglýstar leiðsagnir
ókeypis.
Leiðsögnin „Mynd mánaðarins“ fer
fram á fimmtudögum kl. 13:30. Mynd
janúarmánaðar er „Hjartaö" eftir Jón
Gunnar Árnason.
Listasafn íslands er opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 11:00-17:00 og er
aðgangur ókeypis. Veitingastofa hússins
er opin á sama tíma.
Sýning Gríms í Bókasafni Kópavogs:
„STEINN OG STÁL“
Nú stendur yfir í Listastofu Bókasafns
Kópavogs sýning á verkum Gríms M.
Steindórssonar. Á sýningunni eru 20
verk, sem unnin eru á síðustu 2 árum og
hafa ekki áður komið fyrir almennings-
sjónir. Þau eru úr stáli og steini, bæði
vegg- og standmyndir.
Grímur M. Steindórsson hefur fengist
við myndlist frá unga aldri, sótt námskeið
í Myndlistaskóla Reykjavíkur og m.a.
notið handleiðslu Ásmundar Sveinsson-
ar, Kjartans Guðjónssonar og Þorvaldar
Skúlasonar. Hann hefur tekið þátt í
mörgum sýningum, síðast með Mynd-
höggvarafélagi Reykjavíkur að Kjarvals-
stöðum 1987.
Grímur hefur fengið viðurkenningar
fyrir verk sín og unnið í samkeppnum um
listaverk. Hann fæddist 25. maí 1933 í
Vestmannaeyjum, en hefur búið í Kópa-
vogi sl. 30 ár.
Verkin eru til sölu.
Sýningin stendur til 28. febrúar.
Erla B. Axelsdóttir sýnir
í F.Í.M.'Salnum
Laugardaginn 4. febrúar opnar Erla B.
Axelsdóttir myndlistarsýningu í F.I.M.-
salnum, Garðastræti 6 í Reykjavík.
Erla stundaði nám við Myndlistarskól-
ann í Reykjavík 1975 til 1982 og við
listadeild Skidmore-háskóla, Saratoga
Springs.
Þetta er sjötta einkasýning Erlu, en
síðast sýndi hún á Kjarvalsstöðum 1986.
Hún átti jafnframt myndir á sýningunni
„Reykjavík í myndlist“ það sama ár.
1 F.f.M. salnum sýnir Erla málverk og
pastelmyndir sem unnar eru á s.l. þrem
árum.
Sýning Erlu stendur frá 4. febrúar til
21. febrúar og verður opin virka daga kl.
13:00-18:00 ogum helgarkl. 14:00-18:00.
Síminn er 25060.
Sýning Kristjáns Guðmunds-
sonar að Kjarvalsstöðum
Laugard. 28. janúar var opnuð að
Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir
Kristján Guðmundsson, sem ber yfir-
skriftina „Teikningar 1972-1988“.
Kristján var á sínum tíma einn helsti
fulltrúi SÚM-hópsins og einna fyrstur til
að tileinka sér myndmál og aðferðir
konseptlistarinnar í byrjun 8. áratugarins.
Sýning Kristjáns að Kjarvalsstöðum er
opin daglega frá kl. 11:00 til 18:00 og
stendur til 12. febrúar.
Aukasýningar á
Koss kóngulóarkonunnar
Vegna mikillar aðsóknar hefur Alþýðu-
leikhúsið tvær aukasýningar á leikriti
Manuels Puig, Kossi kóngulóarkonunn-
ar. Sýningarnar verða á föstudag kl. 20:30
og sunnudaginn kl. 17:00 í Hlaðvarpan-
um, Vesturgötu 3.
Sr. Gunnar messar
í Háskólakapellunni
Sunnudaginn 12. febrúar, sem er fyrsti
sunnudagur í föstu, verður guðsþjónusta
og altarisganga í Háskólakapellunni kl.
14:00. Organleikari er Jakob Hallgríms-
son. Eftir messuna munu kirkjugestir
safnast saman til kaffidrykkju.
Pennavinur í Hollandi
Frá Hollandi hefur borist bréf þar sem
óskað er eftir pennavini á íslandi. Utaná-
skrift til Hollendingsins er:
Simon Bartels,
Moldau 26,
NL-1186 KX Amstelveen
The Netherlands
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauðgun.
Síminn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
Félagsvist
Húnvetningafélagsins
Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur
félagsvist laugardaginn 11. febrúar kl.
14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17.
Hjartans þakkir til ykkar allra, vina minna og
vandamanna, sem glöddu mig á afmælisdaginn
minn 2. febrúar, meö heimsóknum, gjöfum og
skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Elín Helga Helgadóttir,
Bogahlíð 14, Reykjavík.
r' r '»;) - • . I f.i I
Föstudagur 10. febrúar 1989
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari.
Jónas Tómasson tónskáld.
Hróðmar I. Sigurbjörnsson tónskáld.
„Mvrkir músíkdagar" í Reykjavik:
2. tónleikar: Ný fiðlutónlist
Á öðrum tónleikum „Myrkra músík-
daga“ flytur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleik-
ari ásamt Erni Magnússyni píanóleikara
nýja fiðlutónlist eftir þau Jónas Tómas-
son, Caroline Ansink, Carl Nielsen,
Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Louis
Andriessen.
Þessir tónleikar verða sunnudaginn 12.
febrúar kl. 20:30 í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar.
meö utibú allt i kringurri
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum st:að
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bilaleiga Akureyrar