Tíminn - 10.02.1989, Qupperneq 20
1 AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 HERBBREfAIMSKVTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDS8HAUT 18, SfMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1989
Gallupkönnun um viðhorf til dómsmeðferðar
deilumála Flugleiðaog Verslunarmannafélags Suðurnesja:
Málshöfðun réttmæt
en dómar óæskilegir
Gallup á íslandi kannaði fyrir skemmstu viðhorf almenn-
ings til þess hvort dómstólar ættu að skera úr ágreiningi
sem uppi er um hverjir megi vinna störf fólks sem er í
verkfalli.
Þetta var kannað fyrir beiðni VSÍ í tilefni af málaferlum
Flugleiða gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja en til-
gangur þeirra er að fá úr því skorið hvort yfirmönnum
Flugleiða var heimilt að ganga í störf undirmanna sinna
sem í verkfalli voru.
{ fréttatilkynningu frá VSf segir
að það veki ugg þegar fjöldahreyf-
ingar á borð við ASÍ og BSRB
sameinist í þeirri afstöðu að;
„..koma í veg fyrir að einstaklingar
og fyrirtæki geti skotið ágreinings-
efnum um lagatúlkun til úrlausnar
dómstóla."
t>ví hefði VSÍ og Flugleiðir talið
sérstaka ástæðu til að fá álit al-
mennings á málshöfðun Flugleiða
og viðbragða verkalýðshreyfingar-
innar við henni.
Gallup kannaði málið 4.-7. febr-
úar sl. og lagði þrjár spurningar
fyrir þúsund manna úrtak úr
þjóðskrá. Svarhlutfall var 75% af
nettóúrtakinu.
Fyrsta spurningin var: „Flugleið-
ir hafa höfðað dómsmál til að fá úr
því skorið hverjir megi vinna í
verkfalli. Finnst þér rétt eða rangt
að fá úr því skorið með dómi?“
349 töldu þetta rétt, 221 rangt og
79 vissu ekki. Af þeim sem afstöðu
tóku töldu 61,2% rétt að fá úrskurð
með dómi en 38,8% rangt.
Önnur spurning Gallup var:
„Nokkur verkalýðsfélög hafa
gefið það til kynna að þau muni
versla við erlend flugfélög ef mál
þetta verður ekki dregið til baka.
Telur þú þetta rétt eða rangt?“
Að það væri rétt töldu 204, rangt
328 og 118 sögðust ekki vita.
61,7% þeirra sem afstöðu tóku
töldu því viðbrögð verkalýðsfélag-
anna röngen 38,3% töldu þau rétt.
Þriðja spurningin fjallaði um
hvort dómstólar ættu almennt að
úrskurða í deilumálum um fram-
kvæmd verkfalla en þar varð önnur
niðurstaða:
329 sögðu nei. Já sögðu 229 og
93 tóku ekki afstöðu. Af þeim sem
afstöðu tóku sögðu 59% nei en já
sögðu 41%.
„Það er mjög athyglisvert að
Flugleiðir og VSÍ skuli þó sýna
þann heiðarleika að láta fylgja
með sönnunina fyrir því að tvær
fyrri spurningarnar eru leiðandi og
fela í sér rangfærslu.
Svörin við síðustu spurningunni
sýna að fólk er ekki á þeirri skoðun
að leysa eigi ágreiningsmál af þessu
tagi fyrir dómstólum. Ég held þess
vegna að VSÍ geri best í því að
draga þann lærdóm að láta Flug-
leiðir falla frá þessu kærumáli. Mál
af þessu tagi eiga miklu betur
heima hjá samningsaðilum. Al-
menningur treystir þeim greinilega
betur til að finna raunhæfár lausnir
ágreiningsmála sinna heldur en
dómstólum,“ sagði Ásmundur Ste-
fánsson forseti ASl.
Ásmundur sagði að mál Flug-
leiða gegn Verslunarmannafélagi
Suðurnesja fjallaði ekki um að
leita úrskurðar um einfalda túlkun
tiltekins máls. Með málshöfðun-
inni vgeri VSÍ að nota Flugleiðir í
þeim tilgangi að knýja fram breytta
réttarreglu í samskiptum á vinnu-
stöðum sem gæti mjög torveldað
framkvæmd verkfalla framvegis-sá
22ja ára gamall lyftarastjóri hársbreidd frá
helju þegar þak hrundi ofan á hann:
Þriggja tonna biti
skall á lyftaranum
er loftið lét undan
Lyftum lokað
í kjölfar dauðaslyss sem varð í
Garðabæ í fyrradag hefur Vinnueft-
irlitið bannað notkun skíðatog-
brauta þar til öryggisreglur varðandi
þær hafa verið hertar.
Lyfturnar sem um ræðir eru tog-
lyftur, stálvír sem gengur um tvö
hjól, skíðafólk grípur í þar til gerð
handföng á vírnum sem dregur það
upp brekkurnar.
Lyfturnar eru yfirleitt staðsettar
þar sem halli brekku er lítill. „Pessar
lyftur eru hátt á annan tug á öllu
landinu, bæði hér fyrir sunnan, á
Norðurlandi, á Austfjörðum og
víðar,“ sagði Eyjólfur Sæmundsson
forstjóri Vinnueftirlitsins í samtali
við Tímann.
Eyjólfur sagði starfsmenn Vinnu-
eftirlitsins hafa farið af stað í gær til
að sjá um að þessar lyftur yrðu ekki
notaðar á næstunni. „í Ijósi þessa
slyss munum við innan fárra daga
setja fram nýjar og hertar kröfur til
aukins öryggis.“ Hann sagði sams-
konar lyftur vera í notkun víða á
öðrum Norðurlöndum og að þar
giltu sömu reglur og hingað til hafa
verið settar vegna þeirra hérlendis.
Til stendur að settur verði sjálf-
virkur öryggisbúnaður við neðra hjól
allra lyftanna svo koma megi í veg
fyrir slys af þessu tagi í framtíðinni.
jkb
Jóhann Einvarðsson alþingismaður spyr:
Hálkuskynjarar á
Reykjanesbraut?
Tuttugu og tveggja ára ganiall
Patreksnrðingur var sckiindubrnti
frá dauða í gærdag þegar stór hluti
lof'ts saltliskgeyinslu Fiskviunslu-
stöðvar Odda hf. hrundi ofan á
hann vegna snjóþyngsla.
„Ég var að vinna á lyftara inni í
geymslunni, og um það leyti sem
ég var að setjast upp í lyftarann tók
ég cftir að það hrundi úr bita í
loftinu. Ég spáði ekki meira í það
heldur keyrði af staö. Ætli ég hafi
ekki verið kominn um hálfan
metra, þegar loftið hrundi og
þriggja til fjögurra tonna biti lenti
aftan á lyftaranum. Éger búinn að
heyra það oft í dag að ég sc ekki
feigur,“ sagði Páll Janus Trausta-
son í samtali við Tímann í gær.
öryggisgrind á lyftaranum varði
Pál fyrir bárujárnsplötum og snjó-
fargi. Hann sagði sjálfur að hann
hefði getað skriðið út um rifu og
upp á þakið ómeiddur.
Eftir mikið fannfergi síðustu
daga rigndi á Patreksfírðí í gær-
morgun og snjórinn blotnaði og
þyngdist við það verulega. Pak
saltfiskgeymslunnar gaf sig og
brotnuðu þrír járnbentir stein-
steypubitar.
Páll segist eiga crfitt með að gera
sér grein íyrir því hversu langan
tíma þetta tók allt saman. en
skömmu eftir að þakið hrundi var
hann kominn út og heyrði þá strax
til vinnufélaga sem kölluðu á milli
sín að hann væri heill á húfi.
„Verkstjórinn var búinn að kalla
,en ég heyrði ekki í honum,“ sagði
Páll.
Gífurlcg loftþrýstingsbylgja
barst út frá húsinu þegar þakið
pressaðist niður.
Af heimildum Tímans má ráða
að öryggisgrind á lyftaranum hafi
bjargað því að Páll slasaðist ekki.
Loftið var klætt bárujárni milli
steypubitanna og hélt öryggis-
grindin uppi bárujárninu.
Saltfiskgeymslan er viðbygging
við aðalbyggingu Odda hf. og var
byggð 1973 og er um 300 fermetrar
að flatarmáli. Þak viðbyggingar-
innar stendur nokkru lægra en þak
aðalbyggingarinnar, svo snjór safn-
aðist þar saman og var oröinn
verulegur þegar bleytti í með fyrr-
greindum afleiðingum.
Saltftskurinn var fluttur úr
skemmunni og óvíst hvort eitthvað
af honuin er skemmt.
Víða niokaöi fólk snjó ofan af
húsum sínum á Patreksfirði í gær,
sérstaklega þar sem flöt þök voru.
-ES
♦
Jóhann Einvarðsson alþingismað-
ur hefur lagt fram fyrirspurn til
Steingríms J. Sigfússonar samgöngu-
ráðherra um sjálfvirk viðvörunar-
skilti á Reykjanesbraut vegna hálku.
Pingmaðurinn fylgdi fyrirspurn
sinni úr hlaði í sameinuðu þingi í gær
og spurði hvort kannað hafi verið
hvort unnt sé að setja upp sjálfvirk
viðvörunarskilti vegna hættu á hálku
á Reykjanesbraut eða á öðrum þjóð-
vegum.
í svari samgöngumálaráðherra
kom fram að fylgst er náið með
þróun á sjálfvirkum viðvörunarbún-
aði er varar við breyttum aksturs-
skilyrðum vegna ísingar o.fl. og
þeim breytingum er eiga sér stað á
þeim vettvangi erlendis. Á hinn
bóginn væri erfitt að koma slíku við
hér á landi, a.m.k. enn sem komið
er vegna þess hve veðurfar er óstöð-
ugt. -ág