Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 23. febrúar 1989
Lítil íbúð sem var eignaskattfrjáls í upphafi áratugarins nú orðin að þriðjungi skattskyld:
Húseigendur verða
sífellt
„ríkari"
„Undarlegt - það virðist sem ég sé óvart að verða stöðugt
ríkari og ríkari þótt mín eina eign sé alitaf sama gamia
íbúðin“, varð skattgreiðanda einum að orði er hann var að
ganga frá framtalinu sínu nú í byrjun mánaðarins. Og
mikið rétt. Við nánari athugun komst hann að því að með
hækkandi aldri íbúðarinnar (úr 35 í 45 ár) hækkaði stöðugt
raungiidi fasteignamatsins, þannig að hann er stöðugt að
verða ríkari og ríkari. Skuldiaus íbúðin hans sem var langt
innan skattfrelsismarka fyrir áratug hefur nú vaxið upp í
að skapa honum 1.100.000 króna eignaskattsstofn, hvar af
hann þarf að borga 13.200 kr. í eignaskatt.
5.000 kr.eignaskattur
af gluggum?
Að stærstum hluta varð þcssi
„eignaaukning" á árunum 1980-
1983 og síðan aftur 1985 þegar mat
eignarinnar hækkaði aukalega um
1/8 hluta, að því er virðist út á það
eitt, að skipta þurfti um glugga.
Eignaskattur af þessum gluggum
verður í kringum 5.000 kr. í ár.
Enga „höll“ þarf til
Ibúðin sem hér um ræðir cr 3ja
herbcrgja 72 fermetra í 45 ára
gömlu litlu sambýlishúsi í Reykja-
vík. Á árunum 1979 til 1989 hefur
fasteignamat hcnnar hækkað cins
og sýnt er í töflu hcr að neðan,
ásamt hækkun skattleysismarka
fyrir eignaskatt. Eignaskattur er
lagður á þann hluta matsupphæö-
arinnar (á skuldlausri íbúð) sem er
umfram eignaskattsmörkin ár
hvert. Upphæðir í þúsundum
kröna:
F.eign. Skatt- Skatt-
mat frjálst skylt
þús. þús. þús. %
1979 96 114 0- -19%
1980 152 150 2 1%
1981 235 218 17 7%
1982 357 326 31 9%
1983 632 496 136 21%
1984 935 780 155 17%
1985 1.317 975 342 26%
1986 1.681 1.248 433 26%
1987 2.080 1.525 555 27%
1988 2.843 1.998 845 30%
1989 3.600 2.500 1.100 31%
Á þessu tíu ára tímabili hefur
framfærslukostnaður 28-faldast.
Verðmæti eigna, sem eru skatt-
frjálsar við eignaskattsálagningu
hefur á sama tíma hækkað minna,
eða 22-faldast. Fasteignamat þeirr-
ar eignar sem hcr er miðað viö
hefur hins vegar nær 38-faldast.
Hcfði matið aftur á móti hækkað í
takt við skattfrelsismörkin á væri
það nú 2.105 þús. krónur.
Óvart 1,5 milljónum ríkari
Skattgreiðandi getur því óvart
hafa „auðgast" um nær l ,5 milljón-
ir króna að „fasteignamati" og
„skattamati" á síðasta áratug, án
þess að hafa nokkuð til þess gcrt,
eða taka sérstaklega eftir því.
Eignaskattur er nú 1,2%. Af eign
sem slapp undir skattfrclsismörk
1979 þarf því væntanlega að borga
í kringunr 18.000 kr. eignaskatt
árið 1989.
Skattgreiðandinn í þessu dæmi,
hvers íbúð var langt undir skatt-
leysismörkum í upphafi tímabilsins
á nú allt í einu orðið um 1,1 milljón
króna skattskylda eign - án þess að
hafa nokkuð til þess unnið.
Vaxandi skattstofnar
Rétt er að taka fram að sú eign-
sem þar er tekin til viðmiðunar
kom til endurmats 1984, eins og
allar fasteignir eiga að gera með
nokkurra ára millibili. Einu cndur-
bæturnar sem þá höfðu verið gerð-
Fjölbýlishús í Reykjavík
ar voru áðurnefnd gluggaskipti,
sem vart getur talist annað en
eðlilegt viðhald gamalla húsa. Má
því búast við að mat á íbúðarhús-
næði í Reykjavík hafi almennt
hækkað álíka eins og á íbúðinni í
dæminu hér að framan, og þar með
skattskyldar eignir eigenda þeirra,
nema að þeir bjargi málununi með
því að salla á sig auknum skuldum
á móti.
Hátteða lágt?
Sá skattgreiðandi sem hér um
ræðir lætur liggja milli hluta hvort
fasteignamat íbúðar hans sé of hátt
eða of lágt. Matið á að breytast
með söluverði og miðast við stað-
greiðsluverð eigna. Fasteignaverð
hefur aldrei orðið hærra að raun-
gildi en árið 1982, það hrapaði
síðan niður til vorsins 1986 og
hefur síðan verið í uppsveiflu.
a.m.k. þar til fyrrihluta ársins 1988.
Umrædd íbúð gæti því mjög líklega
selst fyrir hærra verð en nemur
fasteignamati - en það gerði hún
einnig í upphafi þessa tímabils sem
hér um ræðir. Fyrir þá sem hins
vegar ekki eru í söluhugleiðingum
heldur búa í íbúðum sínum, jafnvel
áratugum saman, breytir hækkun
fasteignaverðs og fasteignamats
engu nema kannski skattlagningu
eignanna. - HEI
Volvo BM, Michigan, Eucild og Akermans veröa að VME Group:
Sameinast í stærstu
sæng þungavinnuvéla
Fyrir nokkru var stofnað stærsta
fyrirtæki í hciminum í framleiðslu
á þungavinnuvélum. Til þess var
stofnað með því að sameina Volvo
BM í Svíþjóð og Clark Michigan í
Bandaríkjunum, en það hafði áður
yfirtekið þungavigtarfyrirtækið
Euclid. Hefur nýja samsteypan
hlotið nafnið VME Group og
stendur það fyrir vörumerkin
Volvo BM, Michigan og Euclid.
Einnig má geta þess að sænska
fyrirtækið Akermans, sem ein-
hverjir gröfumenn ættu líka að
kannast við hér á landi, er einnig
inni í samsteypunni. Hóf nýja fyrir-
tækið starfsemi 1. jariúar sl.
Af skattalegum ástæðum og öðr-
um sökum hefur verið ákveöið að
höfuðstöðvarnar verði í Hollandi,
cn framleiðslan rennur út úr
þrettán verksmiðjum víða um
heim. Flestar verksmiðjurnar eru í
Svíþjóð og Bandaríkjunum, en
cinnig eru stórar verksmiðjur í
Kanada, Belgíu og Brasilíu. Um-
boð á íslandi er Brimborg hf. og
hafa þeir nú bætt við einum starfs-
manni til þess eins að sjá um sölu
á VME tækjunum.
Framleiðslan verður áfram að
mestu leyti undir áðurnefndum
vörumerkjum, en nú hefur merkið
VME bæst við sem n.k. samheiti.
Framleiðslulínan er breið, eins og
gefur að skilja og er m.a. boðið
upp á hjólaskóflur, liðstýrðar
þungaflutningabifreiðar og fjöl-
nota vinnuvélar (hjólaskófia +
grafa), hjólaýtur, stórar grjótflutn-
ingsvélar og hjóla- og beltagröfur.
KB
VMSÍ ályktar um
lífeyrissjóðina
Timanum hefur borist eftirfar-
andi ályktun sem samþykkt var á
fundi framkvæmdastjórnar VIVISÍ
fyrr í vikunni.
„Fundur framkvæmdastjórnar
Verkamannasambands íslands
haldinn 20. febrúar 1989, minnir á
það meginhlutverk lífeyrissjóð-
anna að greiða öldruðum og ör-
yrkjum lífeyri. Þessvegna má ekki
missa sjónar á hversu áríðandi er
að sjóðirnir hafi sem besta ávöxtun
og að ekki sé lánað út úr þeim fé
nema gegn öruggum tryggingum.
Eftir því sent árin líða, safnast æ
stærri hluti af sparnaðinum í þjóð-
félaginu í lífeyrissjóðina og er því
ljóst að áhrif þeirra í hagkerfinu
fara vaxandi. Þau áhrif og hvernig
með þau er farið getur haft meiri
þýðingu þegar tu lengii uma ci
litið fyrir sjóðfélaga og launþega
alla en það eitt hvort eitthvað hærri
eða lægri vextir fást í augnablikinu.
Framkvæmdastjórnin telur því
tímabært að verkalýðshreyfingin
endurmeti stöðu sjóðanna og
hvernig þeim verði best beitt til
hagsbóta fyrir félagsmenn.
Settar hafa verið fram hugmynd-
ir um að lækkun vaxta á skulda-
bréfum Húsnæðisstöfnunar niður í
t.d. 5% myndi lækka vaxtastigið í
landinu samsvarandi. Fram-
kvæmdastjórnin telur að verka-
lýðshreyfingin í samvinnu við SAL
eigi nú þegar að setja í gang
sérfræðilega og faglega könnun á
þessu og hver áhrif samningur um
slíka vaxtalækkun hefði í raun og
veru".