Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. febrúar 1989
Tíminn 15
BÓKMENNTIR
Undanfari atómljóða
Jón Óskar: Ljoðastund á Signubökkum,
þýöingar og ágrip af franskri Ijóðsögu á
nitjándu og tuttugustu öld, Menningarsjóöur
1988.
Það er svo skemmst frá að segja
að þegar flett er þessari þýðingabók
Jóns Óskars á frönskum ljóðum þá
kemur íslenski atómskáldskapurinn
frá árunum eftir stríð einna fyrst upp
í hugann. Að vísu telja menn að
atómskáldskapurinn hafi átt sér
fyrirmyndir víða, meðal annars á
Norðurlöndum og í Bretlandi. En
hitt er þó vitað að í Frakklandi
gerðust ýmsir forvitnilegir hlutir í
Ijóðagerð á seinni hluta aldarinnar
sem leið og fyrri hluta þessarar, þar
sem ýmsum fornum gildum var bylt
og uppreisn gerð gegn hefðbundnum
skáldskap frönskum.
Það sama gerðu atómskáldin hér
á landi, og hér hefur einmitt einn úr
þeirra hópi lagt fram þýðingar sem
hann hefur unnið að lengi úr þessum
franska byltingarskáldskap. Þegar
þýðingar hans hér eru skoðaðar þá
fer ekki á milli mála að atómskáldin
hafa getað dregið marga lærdóma af
þessari Ijóðagerð. Og hafa nokkuð
örugglega gert það. Þannig virðist
með talsverðum rétti mega líta á
þessa bók sem kynningu á einum
þættinum sem hér á landi varð
undanfari atómskáldskaparins.
Jón Óskar ritar allýtarlegan inn-
gang að þessu þýðingarverki sínu.
Þar rekur hann nokkra þætti úr
franskri bókmenntasögu frá síðustu
öld og fram eftir þessari. Þar er þó
skiljanlega ekki á ferðinni neitt
heildaryfirlit, heldur er þvert á móti
aðeins staldrað við nokkur skáld og
sagt frá ævi þeirra og verkum. í þeim
hópi er því trúlegt að sé að finna fólk
sem með verkum sínum hafi heillað
ung skáld frá íslandi fyrir svo sem
fjörutíu árum. Meðal annars er þar
fjallað um menn eins og Rimbaud,
Verlaine, Baudelaire, Lautréamont,
Appollinaire, André Breton og
Saint-John Perse.
Þetta eru allt nöfn sem margir hér
heima þekkja af meiri eða minni
afspurn, en eru þó tæpast kunnugir
verkum þeirra á frummálinu upp til
hópa, utan þeir tiltölulega fáu sem
hér mega heita vel læsir á frönsku.
Þá segir Jón Óskar hér einnig nokk-
uð frá ýmsum þeim bókmenntastefn-
um sem hvað mest bar á í franskri
ljóðagerð á þessu tímabili, eins og
symbólisma, dadaisma og súrreal-
isma.
Þegar svo lesandi, sem er tiltölu-
lega ókunnugur franskri ljóðagerð,
flettir þessu þýðingasafni þá verður
honum fljótlega ljóst að í því kennir
margra sérstæðra grasa. Sé til dæmis
borið saman við hina hefðbundnu
íslensku ljóðagerð þá felst kannski
augljósasti munurinn í því hvað hér
er skipulega kastað fyrir borð öllum
raunsæiskröfum. Hér eru það
skynjanir og hugsýnir skáldanna sem
ráða ferðinni. Ljóðin hér minna
þannig töluvert meira á einhvers
konar drauma- og leiðslukvæði held-
ur en rökföst Ijóðverk gamla
skólans. Svo er að sjá að í því atriði
felist byltingin, og eins í hinu að
ljóðformið er hér brotið upp, jafnvel
upp í hreinan prósa, eins og til
Jón Óskar skáld.
dæmis hjá Rimbaud, sem yrkir með-
al annars þannig í þýðingu Jóns
Óskars í verki sem heitir Eftir syndá-
flóðið:
„Jafnskjótt og hugmyndinni um
syndaflóðið var fullnægt, staðnæmd-
ist héri innanum kvik puntstrá og
klukkublóm og fór með bæn sína til
regnbogans gegnum kóngulóarvef-
inn. Sjá þá dýrmætu steina sem
huldu sig - blómin sem þegar gægð-
ust upp“ og svo framvegis.
í þessu verki og öðrum álíka
þarna eru á ferðinni ljóð af tegund
sem allvíða hefur skotið upp kollin-
um í íslenskri ljóðagerð af og til,
reyndar í nokkra mannsaldra, Ijóð
þar sem skáldin hrista af sér aliar
hömlur jafnt forms sem rökvísrar
hugsunar og láta hugrenningar sínar
og hugdettur líkt og fljóta'frá sér
skipulagslaust. í þessari bók er svo
að sjá að okkur sé leiðbeint að
uppsprettu þessarar tegundar af
frjálsum Ijóðum.
Nú væri það vitaskuld allt of mikil
einföldun að halda því fram að öll
frönsku Ijóðin í þessari bók séu af
þessari tegund. Þau eru af ýmislegu
tagi, og meðal annars eru hér ýmis
ljóð sem segja má að feli í sér
allmikið af hefðbundinni rökhyggju
og vísanir til þess sem í þessu
sambandi mætti ef til vill nefna
heilbrigða skynsemi. Ég nefni sem
dæmi „Drukkna skipið" eftir Rimb-
aud, ljóðaflokkinn „Óbundið ljóð
um Síberíulestina og Jóhönnu litlu
frá Frakklandi“ eftir Blaise Cendrars
og „Frelsi“ eftir Paul Eluard. Öll
þessi þrjú verk mega á sinn hátt í
rauninni kallast tiltölulega rökföst,
þó að vissulega megi greina fráhvarf
frá rökhyggjunni í þeim líka.
En það sem vekur kannski mesta
athygli er það hvað byltingarstarfið
þarna er orðið gamalt. Ljóðið eftir
Rimbaud, sem hér var vitnað í, mun
þannig vera ort upp úr 1870, með
öðrum orðum á svipuðum tíma og
þeir Gröndal, Steingrímur og Matt-
hías voru hér upp á sitt besta.
Lesendur nútímaljóða hér heima
minnir þetta verk hins vegar öllu
fremur á unga framúrstefnuhöfunda
sem núna eru í fullu fjöri mitt á
meðal okkar, kannski menn eins og
Sjón.
Og gildi þessarar bókar fyrir ís-
lenska lesendur felst kannski ekki
hvað síst í þeim hugleiðingum um
þróun íslenskrar ljóðagerðar sem
hún vekur upp. Hún sýnir okkur
svart á hvítu hvað aðdragandinn að
atómskáldskapnum og formbylting-
unni hér heima hefur verið langur.
Við stærum 'okkur oft af sterkri
bókmenntahefð, íslcndingar, og þá
ekki síst í ljóðagerðinni. Dæmin
hérna benda hins vegar til þess að í
Ijóðagerð höfum við síður en svo
verið tiltakanlega framarlega á
seinni hluta aldarinnar sem leið og
fyrri hluta þessarar. Það sem hér var
að gerast í ljóðagerð svo seint sem á
árunum í kringum 1950 átti sér
aðdraganda úti í heimi allt aftur á
öldina sem leið. Og margt af því,
sem ungu skáldin hér hjá okkur eru
að yrkja þessi misserin, minnir í
rauninni furðanlega mikið á það sem
hér er fram borið frá löngu liðnum
tíma.
Kunnátta mín í frönsku nægir
ekki til þess að ég sé fær um að lesa
meistaraverk franskrar ljóðlistar á
frummálinu, og því verður hér ekki
gerð grein fyrir því hversu nákvæmar
þýðingar Jóns Óskars eru. En hitt
dylst þó ekki að hann hefur vandað
vel íslenskan búning ljóðanna. Og
megingildi bókarinnar hygg ég að
felist í þeirri mynd sem hún dregur
upp af því sem helst hefur heillað
huga ungra íslenskra skálda á árun-
um eftir seinna stríð. Að því leyti
held ég líka að bókin geti orðið
ungum skáldum og áhugamönnum
um nútímaljóð holl lesning. Hún
sýnir svart á hvítu að ýmislegt af því,
sem í dag er kannski talið nýstárlegt
og byltingarkennt, er það í rauninni
alls ekki. Það hefur allt verið ort
áður. -esig
lllllllllll SAMVINNUMÁL
lllll
„Les Bois Francs“
„Les Bois Francs" eða Franka-
skógur nefnist sumarhúsastaður í
Frakklandi, skammt vestan við
París, þar sem íslendingum gefst
kostur á að eyða sumarfríinu næsta
sumar. Þetta er meðal nýjunga í
sumaráætlun Samvinnuferða-Land-
sýnar, en hún er nýkomin út.
Helgi Jóhannsson frkvstj. sagði
að á síðasta ári hefðu Samvinnuferð-
ir-Landsýn flutt um 14.500 farþega í
skipulögðum sumarferðum sínum. 1
sumar er gert ráð fyrir að fjöldinn
verði svipaður. Þaraffara 1500-2000
manns í Frankaskóg, en sumarhúsin
þar eru mjög svipuð og húsin í
Hollandi sem Samvinnuferðir hafa
verið með, endaeigendur þeirsömu.
Önnur nýjung eru ferðir til Ha-
waii, sem í sumar verða á boðstólum
fyrir óvanalega lágt verð. Ferð þang-
að með þriggja vikna dvöl mun ekki
kosta nema á bilinu frá 77 þúsund og
upp í rúmar 100 þúsund krónur fyrir
manninn. Flogið verður til New
York, gist þar eina nótt og svo áfram
til Hawaii.
Afangastaðir í sumar verða að
öðru leyti hinir sömu og síðustu
árin. Þar á meðal eru vel þekktir
sólarstaðir á Ítalíu og Spáni, svo og
sumarhús í Hollandi og Englandi.
Auk þess ætla Samvinnuferðir-
Landsýn að gera tilraun með reyk-
laust leiguflug nú í sumar. f fjórum
ferðum verða engar reykingar leyfð-
ar í vélunum í tilraunaskyni, og
síðan er ætlunin að kanna viðbrögð
fólks við þessu. Þá verður efnt til
eins konar happdrættis í vor meðal
þeirra sem búnir eru að bóka sig í
ferðir skrifstofunnar. Dregið verður
úr nöfnum þeirra og hinir heppnu
geta keypt sér ferðir hjá skrifstof-
unni fyrir alla fjölskyldu sína næstu
þrjú ár fyrir aðeins þrjú hundruð
krónur. -esig
Eftirtalin námskeið verða
haldin á næstunni hjá
Iðntæknistofnun
Fræðslumiðstöð iðnaðarins og
Rannsoknastofnun byggingariðnað-
arins:
6, - 7. mars Steyputækni. Ætlað þeim er vinna við framleiðslu á
steinsteypu. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
kl. 9-16.
Timburflokkun. Ætlað timburkaupmönnum, smiðum
og öðrum er þurfa að meta timbur. Haldið um miðjan
mars.
15. mars Viðhald og viðgerðir. Ætlað iðnaðarmönnum og
umsjónar- og eftirlitsmönnum húseigna.
27.-31. mars Stýritækni í tréiðnaði. Ætlað stjórnendum í tréiðnaði.
Lengd námskeiðs er 30 kennslustundir.
Rekstrartækni:
7. -21 mars Stofnun og reksturfyrirtækja. Námskeið sérstaklega
ætlað konum, sem hyggjast stofna fyrirtæki eða hafa
þegar stofnað fyrirtæki.
Verkstjórnarf ræðslan:
2. mars Samstarf og samvinna.
6. mars Stjórnunaraðferðir og starfshvatning.
8. mars Að skrifa skýrslu.
10. mars MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir.
13. mars Verktilsögn og vinnutækni.
15. mars Stjórnun breytinga og samskiptastjórnun.
17. mars Verkefnastjórnun.
Námskeiðið verður haldið á Akureyri.
29. mars Öryggismál.
Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynn-
um Iðntæknistofnunar. Nánari upplýsingar og
innritun hjá stofnuninni í síma 687000.
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA.
t
Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi
Kristján Karl Pétursson
frá Skammbeinsstööum,
Holtum
verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju laugardaginn 25. febrúar
kl. 14. Þeim sem vildu minnast hans.er bent á Marteinstungukirkju.
Ferð verður frá B.S.Í. kl. 11.30.
Sólveig Eysteinsdóttir
börn, fóstursynir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Eiríkur Briem
Snekkjuvogi 7
verður jarðsunginn 24. febrúar n.k. kl. 15 frá Hallgrímskirkju.
Maja-Greta Briem
Haraldur Briem Snjólaug Ólafsdóttir
EiríkurBriem GuðrúnBriem
barnabörn