Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 KRÐBBÉfflUlflSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 ÖNNUMST SMÍÐI OG VIÐHALD LOFTRÆSTI- KERFA OG ALLA ALMENNA BLIKKSMÍÐI BÐBEAMtXK W) Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík sr 68 50 99 NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Tíniiim FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 Kjartan Jóhannsson, alþingismaður og formaður Evrópubandalagsnefndar Alþlngis: Efling á Japansmarkaði er styrkur gagnvart EB Kjartan Jóhannsson, alþingismaður, segist ekki geta séð að efling okkar á Japansmarkaði og auknir samningar á þeim vettvangi, stefni með nokkru móti í hættu viðskiptum íslands við Evrópubandalagið. í viðtali við Tímann í gær sagði hann að ekki væri hægt að stilla málinu upp eins og haft er eftir Árna Gunnarssyni, alþingismanni, í Þjóðviljanum í gær þess efnis að Islendingar sigli samningum við Evrópubandalagið í strand með „möndulviðræðum“ við Japana. Kjartan Jóhannsson er formaður nefndar sem Alþingi skipaði til að meta stöðuna gagnvart Evrópubandalaginu og þar með svokölluðum innri markaði EB. „Málum er bara ekki þannig háttað í mínum huga. Við þurfum að hafa aðgang að markaði í Bandaríkjunum og í Evrópu og við höfum verið að byggja upp markaði í Japan. Þessu verðum við að halda áfram, því afar mikilvægt er fyrir ísland að hafa góða markaðsstöðu á fleiri en einum stað. Það eykur líkur á stöðugleika í þjóðfélaginu,“ sagði Kjartan. Benti hann á þá megin hugmynd að einn markað- ur bætir annan upp. Sagðist hann þess fullviss að það styrkti stöðu okkar að eiga aðra markaði til að vega upp á móti einhæfum mark- aði. Þannig yrðu íslendingar síð- ur háðir markaði Evrópubanda- lagsins en ella, en eins og staðan er í dag verði ekki annað sagt en við séum í góðu jafnvægi. „Eg sé reyndar ekki betur en þeir séu talsvert háðir okkar fiski á sínum mörkuðum. Það er sjálfsagt mál fyrir okkur að styrkja stöðu okkar, bæði á Bandaríkjamark- aði og Japansmarkaði, til að við leggjum ekki of mikla áherslu á Evrópumarkað," sagði Kjartan. Hann var einnig spurður hvort hin svokallaða hvalveiðideila og stefna íslands varðandi framhald vísindaáætlunar hefðu áhrif á hugsanlega aðild okkar að innri markaði Evrópubandalagsins. Sagðist hann alls ekki sjá að hvaladeilan blandaðist á nokkurn hátt inn í viðræður eða viðhorf milli Evrópubandalagsins og íslands. „Ég tel að hvalamálið komi ekki á neinn hátt inn í það framtíðarmál sem lýtur almennt að samskiptum íslands og Evr- ópubandalagsins. Ég hef ekkert yfir götur þar sem tvær akreinar liggja í sömu átt, en mörg og alvarleg slys hafa orðið á og við þær á undanförnum árum. Þótt hefur brenna við að þær hafi veitt gangandi fólki falskt öryggi. Slysin hafa einkanlega orðið með þeim hætti að bíll hefur stansað fyrir þeim sem yfir ætlaði, hann gengur síðan út á götuna og í veg fyrir aðvífandi bíl sem ekki gætir að sér og stansar þegar hann sér að bíllinn við hliðina er stansaður við gang- brautina. Þá hafa verið tíð slys í næsta nágrenni við sebrabrautirnar. Gang- andi fólk hefur ekki tekið á sig krók að sjálfri gangbrautinni og verið að Bílstjórar hafa þannig ekki talið sér skylt að stansa annars staðar en við gangbrautina sjálfa og ekki haft gát á sér og ekið á fólk. Þórarinn Hjaltason yfirverk- fræðingur hjá umferðardeild borgar- verkfræðings sagði að þetta væri gert vegna slæmrar reynslu og fjölda slysa á þessum gangbrautum, eink- um vegna framúraksturs á þeim. Þá hefði verið stuðst við erlendar leiðbeiningar um umferðarmann- virki og umferðaröryggi, einkum þýskar, en Þjóðverjar séu nú gers- amlega hættir að leggja gangbrautir af þessu tagi. Reynsla Þjóðverja væri sú að þessar gangbrautir hefðu aukið verulega slysahættuna, þver- Kjartan Jóhannsson, formaður Evrópubandalagsnefndar Al- þingis, segir aukna markaðssókn til Japans frekar styrkja stöðu okkar gagnvart Evrópu og alls ekki skaða hana. orðið var við það, eða nokkurn þrýsting í því samhengi," sagði formaður Evrópubandalags- nefndar Alþingis. Benti hann á að það sem hafi verið að gerast á markaði lagmet- isiðnaðar í V-Þýskalandi, væri einungis bundið við einstök fyrir- tæki. Það væri á sinn hátt skiljan- legt að búðareigendur láti undan Ámi Gunnarsson, alþingismað- ur, talar um hættulega „möndul- samninga“ við Japana, er stofni viðskiptum við EB í hættu. Það er haft eftir honum i Þjóðviljan- um í gær. óþægilegum mótmælum fyrir framan verslanir sínar gegn ákveðnum söluvarningi. Það væri ekki annað sem hefði gerst og vandamálið alls ekki flóknara eða víðtækara en sem því nemur. Sagði hann Evrópubandalagið á engan hátt koma inn í þessi afmörkuðu vandræði lagmetis- iðnaðar. Aðgangi EB að fiski- stofnum íslands algerlega hafnað Þar sem Kjartan er fyrir skömmu kominn heim frá einni fundarferðinni í höfuðstöðvar EB í Brússel, var hann spurður álits á ummælum Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráð- herra, um að sjónarmið EB um aðgang að auðlindum í fiskveiði- lögsögu íslands gegn hugsanleg- um áðgangi okkar að tollfrjálsum innri markaði EB væru óaðgengi- leg. „Þessari kröfu EB um aðgang að fiskveiðilögsögu okkar gegn aðgangi að tollfrjálsum markaði höfum við hafnað algerlega," sagði Kjartan Jóhannsson. „Við skiptum ekki annars vegar á toll- fríðindum eða fríverslun fyrir aðgang að auðlindum okkar hins vegar. Þá geta þeir alveg eins gert kröfu til þess að Noregur taki með sér olíuauðlindir sínar inn í hugsanlegt samkomulag. Þessu hefur því verið algerlega hafnað og það margoft. Það er því hlutur sem alls ekki kemur til greina," sagði Kjartan Jóhannsson alþing- ismaður. Sagði hann að þessi sjónarmið hafi ýmsar þjóðir gengist inn á í samningum við EB, en ísland hafi alla tíð mót- mælt því að blanda saman vöru- viðskiptum og heimildum til auð- lindanýtingar. KB Breyting á högum gangandi vegfarenda í borginni: Gangbraut- irnar burt Scbrabrautirnar, öðru nafni nefndar „merktar gangbraut- ir“ verða lagðar af í gatnakerfi borgarinnar og var tillaga Sveins Grétars Jónssonar fulltrúa framsóknarmanna í um- ferðarnefnd samþykkt á síðasta fundi borgarráðs. Hér er um að ræða sebrabrautir fara yfir götuna í grennd við hana. Frá slysstað við gangbraut. Þær verða nú aflagðar í gatnakerfi borgarinnar. öfugt við það sem tilgangurinn var. Þórarinn sagði að sett hefði verið niður talsvert af umferðarljósum þar sem þau voru ekki áður. Ljósin hefðu fækkað sebrabrautunum. Dæmi um það væru nýju ljósin á Hlemmi. f sumar verða sett upp gangbraut- arljós í Lækjargötuna við Skólabrú og á Miklubraut við Reykjahlíð og þá verður sebrabrautin við Eskihlíð- ina tekin í burtu. Þá verða einnig sett ljós á Miklatorg og á mótum Sætúns og Laugarnesvegar og við það verður sebrinn um 200 metrum austar fjarlægður. Á Hverfisgötu verða sett ljós við Vitastíginn og Klapparstíginn og sebrinn við Klapparstíginn hverfur. Þórarinn sagði ekkert efamál að umferðaröryggi gangandi fólks ykist verulega við þessar breytingar hér í borginni. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.