Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Tíminn 11 1 Iþróttir íPHf fí; iiíliii'llillliill ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: Toppliðin Arsenal og Norwich töpuðu bæði Fjórði ósigur Arsenal og Norwich í 1. deild ensku knattspyrnunnar í vetur var staðreynd í fyrrakvöld. Arsenal tapaði 0-1 fyrir Coventry á útivelli, en Norwich tapaði 1-2 fyrir Tottenham á White Hart Line, heimavelli Spurs. Tap Arsenal er það fyrsta í 12 tleildarleikjum, en liðið hefur enn fjögurra stiga forystu í deildinni. Fyrirliði Coventry, Brian Kilcline, kom mikið við sögu í lciknum. Honum mistókst að skora úr víta- spyrnu á fyrstu mín. leiksins. Mark- vörður Arsenal John Lukic varði þá með fótunum, en þegar 8 mín. voru til leiksloka tókst honum ekki að koma neinum vörnurn við er Kilcline tók aðra vítaspyrnu. Hún var dæmd á Steve Bould fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs eftir auka- spyrnu Brians Borrows. Kilcline sendi knöttinn örugglega í netið hægra megin við Lukic. Með þessum sigri er Coventry komið í þriðja sæti deildarinnar 11 stigum á eftir Arsen- al og 78 stigum á eftir Norwich. Paul Gascoigne náði forystunni fyrir Tottenham á móti Norwich með marki á 13. mín. Trevor Putney jafnaði leikinn á 52. mín. er hann fékk boltann eftir að hinn norski markvörður Tottenham, Erik Thorstvedt hafði hálfvarið skot frá Dale Gordon. Enski landsliðsmað- urinn Chris Waddle gerði varnar- mönnum Norwich lífið leitt allan leikinn og það var einmitt hann sem gerði sigurmark Tottenham á 65. mín. úr þröngu færi. Þar með tapaði Norwich sínum öðrum útileik á þessu keppnistímabili. Tottenham skaust upp fyrir mesta botnsvæðið í deildinni með þessum sigri og í 11. sæti 1. deildarinnar. Millwall er enn eitt Öskubuskulið- ið í 1. deildinni í vetur. Liðið hafði fyrir leikina í fyrrakvöld tapað þrem- ur heimaleikjum í röð, en nú snerist gæfan þeim í vil og liðið vann 2-0 sigur á Middlesbrough. Les Briley og sjálfsmark Tony Mowbray gerðu þar gæfumuninn. Milwall er nú í fimmta sæti deildarinnar. Skiöaganga: Úrslitin i 1. deild: / 4 Coventry-Arsenal . . . . . . , . . ... 1-0 Millwall-Middlesbrough . . . . . . ...2-0 Tottenham-Norwich . ... 2-1 Úrslitin í 2. deild: Jj/ Blackburn-Oxford . . . . . . . . . . . . ... 3-1 Ipswich-Barnsley Úrslitin í skosku úrvalsdeildinni: St. Mirren-Hibemian ... Staðan í 1. deild: ... 3-1 Arsenal 25 15 6 4 50-25 51 Norwich 25 13 8 4 37-27 47 Coventry 25 11 7 7 34-25 40 Manchester Utd. . . . 20 10 9 5 34-19 39 Nottingham Forest. 24 9 11 4 34-26 38 Liverpool 23 9 9 5 30-20 36 Derby 23 10 5 8 26-18 35 Everton 24 8 9 7 29-26 33 Wimbledon 23 9 5 9 27-30 32 Tottenham 25 7 9 9 36-37 30 Aston Villa 25 7 9 9 34-38 30 Middlesbrough .. . . 25 8 6 11 30-38 30 Luton 24 7 8 9 27-29 29 Southampton 25 6 10 9 37-47 28 Q.P.R 25 6 8 11 24-24 26 Charlton 24 5 9 10 26-35 24 Sheff. Wednesday . 24 5 9 10 19-34 24 Newcastle 24 5 6 13 21-43 21 West Ham 23 4 5 14 20-41 17 BL Einar Olafsson hafði sigur í 30 km göngu Um síðustu helgi var haldið á Akureyri bikarmót í skíðagöngu, svokallað Visa-bikarmót. Keppt var í karlaflokki og unglingaflokkum stúlkna og pilta. í aðalgöngu mötsins, 30 km göngu karla sigraði hinn reyndi göngumaður Einar Ólafsson frá ísafirði. Einar gekk manna best og kom lang fyrstur í mark á 1:47,17 klst. Sigurgcir Svavarsson frá Ólafsfirði kom annar í mark á 1:51,08 klst. og þriðji varð Sigurður Aðalsteinsson frá Akureyri á 1:58,56 klst. Siglfirð- ingarnir Ólafur Valsson og Baldur Hermannsson luku ekki keppni. Úrslit í 15 km göngu 17-19 ára pilta: 1. Sveinn I rauslason Flj. 58,55 sck. 2. Óskar Jukohsson ísaf... 1:00,57 mín. 5 km ganga 13*14 ára pilta: 1. Kristján liauksson Ólafsf. 2. Tryggvi Sigurðsson Ólafs. . . 3. Ásgrímur S.Þorsteinss. Ó. . 4. Gísli Árnason ísafirði .... 5. Árni F. Flíasson ísaf...... 6. Kári Jóhannesson Ak .... 7. Bergur Hjörnsson Ólafsf. . . 8. Halldór Óskarsson Ólafsf. . 9. Bjartmar Gudmundsson ól. 10. Arínbjörn Þórarínsson A. . 11. Dagur Gunnarsson Sigl ....... 28,04 m. 12. Már örlygsson Sigluf.........28,16 m. 13. Óskar Pétursson Sigluf ...... 30,50 m. 7.5 km ganga 15-16 ára pilta: 1. Daniel Jakobsson ísaf........ 29.29 mín. 2. Guömundur Óskarsson Ól. . . . 30,23 mín. 3. Bjarni Brynjólfsson ís....... 30,29 mín. 4. Gísli Valsson Sigluf ........31,25 mín. 5. Sigurdur Sverrisson S........ 33,23 mín. 6. Sigurður Helgason Ak......... 35,53 mín. 7. Kristján Ó. Ólafsson A....... 36,00 mín. 8. Steingrímur Þorg. Ak.........38,51 mín. 9. Hrólfur M. Krístinss.A....... 45,30 mín. 2.5 km ganga 13-14 ára stúlkna: 1. Hulda Magnúsdóttir S... 14,34 mín. 2. Guöbjörg Siguröard.ís........16,42 mín. 3. Sólvcig Valgeirsdótt.A.......18,24 mín. í 3x5 km boðgöngu 15-16 ára sigraði sveit Siglfirðinga á 62,37 mín. í sveitinni voru Hulda Magnús- dóttir, Sigurður Sverrisson og Gísli Valsson. Önnur varð sveit Akureyr- inga, skipuð þeim Steingrími Þor- geirssyni, Sigurði Helgasyni og Kristjáni Ólafssyni á 65,58 mín. A-sveit Ólafsfirðinga sigraði í 3x3,5 km boðgöngu 13-14 ára drengja, gekk samtals á 45,00 mín. Sveitinaskipuðu Kristján Hauksson, Ásgrímur Þorsteinsson og Tryggvi Sigurðsson. B-sveit Ólafsfirðinga varð í öðru sæti á 46,56 mín., þriðja varð sveit ísfirðinga á 48,15 mín. fjórða varð Akureyrarsveitin á 51,57 mín og sveit Siglfirðinga rak lestina á 55,38 mín. Loks urðu Siglfirðingar hlutskarp- astir í 3x7,5 km göngu karla. Sveitin gekk á 79,08 mín. en í henni voru Ólafur Valsson, Sölvi Sölvason og Baldur Hermannsson. Sveit Isfirð- inga skipuð þein. Óskari Jakobssyni, Einari Ólafssym og Daníel Jak- obssyni, á 79,38 mín. Ólafsfirðingar urðu í þriðja sæti á 82,19 mín. Blönduð sveit skipuð Sveini Trausta- syni, Bjarna Brynjólfssyni og Sigurði Bjarklind varð í fjórða sæti á 85,43 mín. og sveit Akureyrar varð í fimmta sæti á 86,,04 mín. BL Einar Ólafsson sigraði í bikargöng- unni á Akureyri uni síðustu helgi. Madrid. Real Madrid frá Spáni vann síðari leik sinn í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa gegn Ci- bona Zagreb frá Júgóslavíu í fyrra- kvöld 119-97. Þar með er Rcal Madrid komið í úrslit keppninnar með 211-188 samanlagða stigatölu. Staðan í hálfleik í fyrrakvöld var 57-43. Mikið skorað hjá þessum stóru liðum. New York. Og yfir í atvinnu- mannadeildina í Bandaríkjunum. Úrslitin í fyrrakvöld í NBA-deild- inni urðu þessi: New York Kn.-Houston Rockets . 120-115 Washington Bullets-L.A.Clipp. . . 123-109 Seattle Supers.-Boston Celtics .... 96-91 Milwaukee Bucks-Indinana Pac. . . . 116-90 Phoenix Suns-Golden State Wa. . . 138-121 New York. Bandaríska frjáls- íþróttakonan Florenca Griffith Jo- yner, fljótasta kona heims, hlaut á gær Jesse Owens verðlaunin 1989. Aðrir íþróttamenn sem komu til álita í valinu voru bandaríski sund- maðurinn Matt Biondi, og v-þýska tennisstjarnan Steffi Graf. Verð- launin eru veitt þeim einstaklingi sem bestum árangri nær í íþrótt sinni og eykur skilning og samvinnu þjóða á milli. Meðal íþróttamanna sem unnið hafa þessi verðlaun á síðustu árum eru Ben Johnson, Carl Lewis, Greg Louganis og Edwin Moses. Köln. Pólski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Andrzej Rudy, sem flúði til Vesturlanda er hann var á keppnisferðalagi með pólska lands- liðinu í nóvember sl. hefur gert samning við lið Kölnar í v-þýsku Bundesligunni. Rudy fær ekki að leika með Kölnarliðinu fyrr en í fyrsta lagi á næsta keppnistímabili þar sem hann var settur í bann fyrir athæfi sitt. í júní n.k. verður fundur hjá FIFA, þar sem reynt verður að fá keppnisleyfi fyrir kappann. Guðmundur Guðmundsson hefur leikið mjög vel í Frakklandi, eftir að hafa orðið fyrír meiðslum í upphafi mótsins. Hér er Guðmundur í kunnuglegrí stellingu í leik gegn Alsir á Ólympíuleikunum í Seoul. Tiau^d: Fjco Handknattleikur: LEIKURISLAND TIL ÚRSLITA í PARÍS? Frammistaða íslenska landsliðsins í handknattleik í B-keppninni í handknatt- leik í Frakklandi hefur vakið mikla athygli og jafnvel komið mönnum á óvart, því bjartsýni manna var í lágmarki fyrir keppnina. Eftir brösótt gengi á síöasta ári hefur liðið náð að rífa sig upp og sigra í mikilvægustu leikjunum í keppninni. Leikirnir á móti V-Þjóðverjum og Svisslendingum voru mjög vel leiknir og hin mikla leikreynsla liðsins kom berlega í Ijós. Þetta voru leikir sem urðu að vinnast ef ísland ætlaði að endurheimta sæti sitt í A-keppninni. Oft hefur viljað brenna við að liðið hafi átt misjafna leiki á stórmótum, en í B-keppninni í Frakklandi hefur liðið átt vaxandi leiki og slæmi leikurinn er enn ekki kominn. Sigrar liðsins á Búlgörum og Kuwait-mönnum voru mjög öruggir, en liðið hefur stundum átt í basli með að leika gegn sér lakari þjóðum. Þá hefur oft verið talað um að sviss- neska liðið sé skör neðar en það íslenska, en í B-keppninni í Frakklandi hefur berlega komið í ljós að liðið er komið til að vera og miklar líkur eru á því að Sviss verði nú A-þjóð í handknattleik. Talað ér um að liðið leiki leiðinlegan hand- knattleik, en Jpað er árangurinn sem öllu rnáli skiptir. 1 kvöld leika Sisslendingar gegn Rúmenum og úrslitin í þeim leik skipta miklu máli fyrir íslenska liðið. Jafntefli í leiknum væru hagstæðustu úrslitin fyrir Island. Þó skipta úrslitin í kvöld einnig miklu máli fyrir V-Þjóðverja, sem virðast beita öllum brögðum til þess að komast í A-keppnina. Þjóðverjarnir eiga að leika gegn Búlgörum í kvöld og vinni þeir stórt og Svisslendingar tapa fyrir Rúmeníu, þá gætu þeir komist upp fyrir Sviss á töflunni og komist í A-keppnina á þeirra kostnað. En leikurinn sem öllu skiptir í kvöld fyrir okkur íslendinga er leikurinn gegn Hollendingum. Hollenska liðið er ekki líklegt til afreka, en varast ber að van- meta þá. Liðið hefur ekki unnið leik í milliriðlinum og markatala þeirra er 39 mörk í mínus úr fjórum leikjum. Það þýðir að liðið hefur tapað með tæplega 10 marka mun í leikjum sínum. Verði það dæmigerða uppá teningunum í kvöld, að Island vinni með 10 mörkum gæti það dugað okkar mönnum til þess að komast í efsta sætið í milliriðlinum og þar með í úrslitaleik keppninnar, en leikið verður um sæti í París. Vinni Rúmenía Sviss með 1 marki og ísland vinnur Holland með 10 mörkum eins og áður segir, þá dugar það íslandi í efsta sætið. Vinni Rúmenía stærri sigur þarf ísland að bæta við markatöluna gegn Hollandi. Fari svo að Sviss vinni Holland þarf Island áðeins að vinna Holland með tveimur mörkum betur en Sviss vinnur Rúmeníu. Eins og áður segir yrði j afntefli í leik Sviss og Rúmeníu hagstæðustu úrslitin fyrir ísland. Stórslys eins og tap íslands fyrir Hol- Iandi gæti kostað okkur A-sætið, til þess að þetta gangi eftir þarf V-Þýskaland að vinna Búlgaríu og úrslitin í leik Rúmeníu og Sviss skipta þá ekki máli, nema ef Sviss tapar stórt, þá komast þeir ekki í A-keppnina. En leikurinn gegn Hollandi í kvöld er lykillinn að áframhaldandi velgengni fs- lands á handknattleiksvellinum. Það er erfitt að þurfa að vinna með rúmlega 10 marka mun, en það ætti þó að vera raunhæft markmið í leiknum. Bein út- sending hefst í sjónvarpinu kl. 17.00. BL Blak: Urslitað hefjast Úrslitakcppni Islandsmotsins í blaki karla og kvenna hefst um næstu helgi er leiknar verða tvær heilar umferðir í Hagaskóla og Digranesi. Urslitakeppnin er með því fyrir- komulagi að 4 efstu liðin í dcildar- keppninni leika tvöfalda umferð í ur- slitakeppninni, sem kallast úrvalsdeild. KA varð sem kunnugt er deildarmeist- ari með fullt hús stiga, en ásamt þeim leika í úrvalsdeildinni Þróttur, IS og HK. f kvennaflokki leika einnig fjögur lið, Víkingur, ÍS, UBK og Þróttur Neskaupstað. Kcppnin hefst í Hagaskóla á laugar- dag er ÍS og Þróttur leika kl. 14.00. Strax á eftir leika í kvennaflokki Vík- ingur og Þróttur Neskaupstað. Keppn- inni verður síðan framhaldið á sunnu- daginn í Digranesi í Kópavogi. Þá leika HK og KA í karlaflokki kl. 14.00 og 15.45 leika UBK og ÍS í kvenna- flokki. BI. iESTUNARAÆILUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Gautaborg: Annan hvern föstudag Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Annan hvern laugardag Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Schouwenbank....... 1/3 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga 1* SKIPADEILD SAMBANDSJNS LINDARGOTU 9A • 101 REYKJAVlK SlMI 698100 A Á A 1 1 ■'AKN TRAtJSTRA HUHNINGA ITT litasjönvarp er Qárfestíng ív-þýskum gseðumog fallegum ITlltum FÉLAGSMÁLASKÓLI Gissur Pétursson Egill H. Gislason Finnur Ingólfsson Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson Helgi Pétursson Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveöiö að fara á staö meö Félagsmálaskóla þar sem boöiö verður uppá eftirfarandi námskeiö: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiöar Gísla- son, Finnurlngólfsson, Arnar Bjarnason og HrólfurÖlvisson. Stefnt er aö því aö halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stööum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauö- árkróki, ísafirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriöi í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiöla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er aö því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aöilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til aö hafa samband viö eftirtalda aöila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjarni Guömundsson, sími 70068 Vestfirðir: Siguröur Viggósson, sími 94-1389 Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Fjölmiðla- námskeið Fjölmiðlanámskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr. frá kl. 13.00 að Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir. Kennari: Arnþrúður Karlsdóttir fjölmiðlafræðingur. Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Bjami Matarspjallsfundur með sveitarstjórnarkonum Hinn mánaðarlegi matarspjallsfundur LFK verður haldinn 23. febrúar n.k. kl. 19 að Lækjarbrekku. Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, ræðir um Upp- lýsingaöflun innan kerfisins. Ahugafólk um sveitarstjórnarmál sérstaklega hvatt til að mæta. Stjórn LFK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.