Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur, sem fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir: Viðamesta verkefnið til þessa í kvöld frumflytur Kammersveit Reykjavíkur hljómsveitar- verkið Des Canyons aux Etoiles, „Frá gljúfrunum til stjarnanna“, í Langholtskirkju. Höfundur verksins er franska tónskáldið Olivier Messiaen. Verkið er í tólf þáttum, samið fyrir 40 manna hljómsveit og fjóra einleikara. Það var samið á fyrrihluta áttunda áratugar- ins í tilefni tvö hundruð ára afmælis bandarísku stjórnarskrár- innar. Kammersveitin hefur undanfarið aðeins flutt verk eftir franska höf- unda. Er það í tilefni tvö hundruð ára afmælis frönsku stjórnarbylting- arinnar. í apríl verður síðan frum- flutt verk fransks flautuleikara sem búsettur er hér á landi, Martial Nardeau. Pá verða á efnisskránni fleiri verk, öll eftir franska höfunda. Sveitin fagnar í ár fimmtán ára afmæli sínu með því að taka þetta viðamikia verk Messiaens til flutnings. En þetta er stærsta verk sem Kammersveitin hefur nokkru sinni ráðist í flutning á. „Þetta er stórkostlegt og ótrúlega magnað verk,“ sagði Rut Ingólfs- dóttir konsertmeistari og formaður Kammersveitarinnar. „Verkið er eins og flest verka Messiaens tii- beiðsla til guðs og sköpunarinnar. í því er til dæmis mikið um fuglasöng. Titillinn vísar til gljúfranna í Utah í Bandaríkjunum og stjarnanna. Höfundurinn varð áttræður um síð- ustu jól. Þegar við vorum að leita að verki til að fagna afmælinu hans fundum við þetta, en Messiaen hefur ekki samið mjög mikið af kammer- verkum." Kammersveitin bauð verkið fram til listahátíðar í fyrra en fékk neitun. Þau vildu ekki hætta við að flytja það, tóku sig til og æfðu verkið í sjálfboðavinnu, án nokkurra launa. Stjórnandi sveitarinnar er Paul Zukofsky sem er íslendingum vel kunnur. En hann hefur mikið starfað með Kammersveitinni á síðustu árum auk þess að stjórna Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Tónleikamir í kvöld hefjast klukkan hálf níu en þetta verk Messiaens verður aðeins flutt einu sinni. jkb Frá æfingu Kammersveitar Reykja- víkur á verkinu Des Canyons aux Etoiles eftir Olivier Messiaen. Tímamynd: Ámi Bjama Frumvarp lagt fram á Alþingi er gerir Grænlendingum og Færeyingum auðveldara að landa afla á íslandi: Ráðherraleyfi verði afnumið Þingmennirnir Ólafur Þ. Þórðarson og Kjartan Jó- hannsson hafa lagt fram frumvarp er felur í sér að grænlenskum og færeysk- um fiskiskipum sé heimilt að landa afla sínum í ís- lenskum höfnum án sér- staks leyfi ráðherra. Sam- kvæmt ákvæðum 65 ára gamalla laga er öll löndun erlendra skipa her á landi óheimil nema með ráð- herraleyfi. 1 greinargerð er bent á stóraukin viðskipti íslendinga við Grænlend- inga og Færeyinga á undanfömum árum. Þar er einnig minnt á að þótt samanlagður íbúafjöldi þessara tveggja þjóða sé tæpur helmingur af íbúatölu íslands hafi komið í ljós að þar sé að finna mikilvæga markaði fyrir íslenskar iðnaðarvör- ur, m.a. vegna þess að vinátta þessara þjóða í okkar garð sé einlæg og þær velji að skipta við okkur frekar en við aðrar þjóðir að öllu jöfnu. Þessu til rökstuðnings Ólafur Þ. Þórðarson, alþm. er bent á aukin þátt Flugleiða við að tryggja samgöngur til Græn- lands og Færeyja og vaxandi umsvif íslenskara verktakafyrirtækja í' löndunum tveimur. Áframhaldandi uppbygging sé Kjartan Jóhannsson, alþm. eðlileg og beggja hagur. Það sé hagkvæmt bæði fyrir Grænlend- inga og Færeyinga að landa afla sínum á íslandi og aukin löndun skapi aukna atvinnu í íslenskum sjávarþorpum. -ág Glit hf. setur á markaðinn: Olkollur og drykkjuvísur Með komu bjórsins reynist nauð- synlegt að grafa upp það í íslenskri menningu sem mögulega getur tengst áfengu öli. Glit hf. gerir sitt besta og hefur nú sett á markaðinn sérstakar bjórkoll- ur hannaðar í listasmiðju fyrirtækis- ins. Kollurnar eru skreyttar land- vættunum okkar og íslenskum vísum sem tengjast ölteiti. Kollunum fylgir lítið kver með ýmsum fróðleiksmolum um bjór og drykkjuvísum. Vísurnar eru eftir nafnkunna fslendinga eins og Vatns- enda-Rósu, Káin, Hallgrím Péturs- son og fleiri. Blaðsíður aftasta hluta kversins eru merktar; fyrsta kolla, önnur kolla og svo framvegis upp í auka auka kollu. Þar eru gefnar heppilegar hugmyndir að fleiri söng- lögum íslenskum og erlendum. jkb Ráðstefna um gróðurvernd á Húsavík: Gróðri að hnigna í landi bæjarins Þann fjórða mars verður haldin ráðstefna um uppgræðslu og land- nýtingu á Húsavíkurlandi. Ráðstefn- an er haldin á vegum Iðnþróunarfé- lags Þingeyinga. Skógræktar- og önnur gróður- vemdarmál eru víða í brennidepli. Húsvíkingar standa nú frammi fyrir því að land sem tilheyrir kaupstaðn- um er illa farið og fer hnignandi í gróðurfarslegu tilliti. Þar í bæ er mikill áhugi á að koma þessum málum í það horf að allir geti nýtt landgæðin sem til boða standa. Til- gangur ráðstefnunnar er að vekja áhuga bæjarbúa á umhverfi sínu og gefa þeim kost á að fræðast um þessi mál frá öllum sjónarhornum. í kjölfar ráðstefnunnar er fyrir- hugað að stofna samtök félaga og einstaklinga um gróðurvernd, land- græðslu og landnýtijigu. Haft hefur verið samband við fulltrúa svo til allra félaga og félágasamtaka sem starfa á Húsavík vegna þessa. Ráð- stefnan er öllum opin og hefur sveitarstjórnum vítt og breitt verið boðið að senda fulltrúa á hana. Vonir standa til að ráðstefnan verði upphaf víðtækrar samstöðu um gróðurvemd og uppgræðslu landsins, framtak þetta á Húsavík verði til þess að fleiri fylgi í kjölfarið með átaki í þessum málum. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.