Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Tíminn 3 Málflutningur vegna innsetningarbeiðni Landsbankans á hendur Olís í fógetarétti í gær. Úrskurðar að vænta á morgun: Lögmaður Landsbankans, Rein- hold Þ. Kristjánsson vitnaði til sam- komulags sem gert var milli bankans og Olíss þann 27. desember 1985 en í því fólst að Olís afhenti bankanum öll verðbréf og kröfur sem félagið átti útistandandi hjá viðskiptamönn- um sínum. Samkomulag þetta undirrituðu fyrir hönd Olíss fjórir stjórnarmenn af sjö. Olís var þá, sem nú mjög skuldugt við Landsbankann og þetta samkomulag átti að tryggja hags- muni bankans að einhverju leyti og skyldi gilda þar til sarnið yrði um annað. Fram kom hjá lögmanninum að mjög hefði á vantað að Olís hafi staðið við þetta samkomulag né að það hafi sett fullnægjandi tryggingar vegna ábyrgða bankans við olíuinn- kaup félagsins. Því væri bankanum ómögulegt að veita áframhaldandi tryggingar nema að Olís stæði við samkomulagið frá 1985 og bankinn fengi í hendur viðskiptakröfur fé- lagsins. Bankinn hefði síðast nú í ársbyrj- un farið fram á þetta við Olís, en engar undirtektir fengið og væri því nauðugur sá kostur að fara fram á þessa innsetningarbeiðni. I henni felst að með fógetaaðgerð yrði Olís látið afhenda, samkvæmt samkomu- laginu frá 1985, alta reikninga, Jón Helgason hefur ásamt tíu öðrum alþingismönnum lagt fram tillögu til þingsályktunar, er felur í sér að Alþingi samþykki að dregið verði úr vínveitingum á vegum ríkis- ins og allra stofnana þess hérlendis með það að markmiði að þær verði afnumdar á þremur árum. • í greinargerð með tillögunni segir að alvarlegar afleiðingar áfengis- neyslunnar blasi við hvert sem litið er í íslensku þjóðfélagi. Mörg hundr- uð unglingar, jafnvel niður í 15 ára að aldri, þarfnist nú bráðrar með- ferðar á stofnunum vegna neyslu áfengis eða annarra vímuefna, þar sem áfengisneyslan sé nær undan- tekningarlaust undanfari. í frumvarpinu eru raktar hörmu- legar afleiðingar ofneyslu áfengis og annarra vímuefna og er þar m.a. minnst á innbrot, þjófnaði, ölvunar- akstur, sundrun fjölskyldna og of- beldisárásir, er hafa varanleg skaðvænleg áhrif á fórnarlömb og aðstandendur þeirra er fyrir slíku verða. 1 niðurlagi greinargerðarinnar segir að vegna þeirra áhrifa sem fordæmið hafi, skipti tvímælalaust mestu máli að hægt sé að halda samkomur á vegum ríkisvaldsins án vínveitinga. Það væri áhrifaríkast til að breyta þeirri skoðun, sem nú virðist ríkja almennt í þjóðfélaginu, verðbréf og útistandandi kröfur á hendur viðskiptamönnum sínum upp að fyrrgreindri upphæð. f sam- komulaginu umtalaða segir að það skuli Olís gera hvenær sem bankinn óskar. Óli Kr. Sigurðsson eignaðist Olís með taisvert ævintýralegum hætti í desember 1986 og var gert sam- komulag milli hans og bankans. Að sögn Reinholds fólst ekki neins kon- ar breyting á samkomulaginu frá 1985 í því og væri Óla Kr. fullkunn- ugt um það. Þá hefðu engir nýir samningar verið gerðir milli OIíss og Landsbankans síðan, sem hrófluðu á einhvern hátt við 1985 samkomu- laginu. Lögmaður Olíss, Óskar Magnús- son krafðist þess að innsetningar- beiðnin næði ekki fram að ganga og áskildi sér rétt til að höfða skaða- bótamál vegna tjóns Olíss af þessum málarekstri. Óskar taldi að innsetningarbeiðn- in stæðist ekki vegna þess að ekki væri farið fram á að fá afhent umráð yfir ákveðnum skilgreindum kröfum og vitnaði hann í Hæstaréttardóm til stuðnings máli sínu. Verðmæti krafna breyttist sífellt úg gætu sumar orðið verðlausar með öllu á skömmum tíma eða á hinn bóginn orðið verðmætari. Þess að ekki sé hægt að koma saman án þess að áfengi sé á boðstólum og að helst allir neyti þess. - ág vegna væri vart hægt að verða við innsetningarkröfu af þessu tagi, þar sem einstakar kröfur væru ekki auð- kenndar á nokkurn hátt. Þá dró Óskar mjög í efa lögmæti samkomulags Olíss og Landsbank- ans frá 1985. Fjórir af sjö stjórnar- mönnum Olíss hefðu undirritað samkomulagið án þess að bera það undir formlegan stjórnarfund. Vafa- samt væri ennfremur hvort ekki yrði að kalla saman hluthafafund til að og slíkt samkomulag væri. Þar sem ákvörðun um þetta sani- komulag hefði hvorki verið tekin á formlegum stjórnarfundi þar sem allir stjórnarmenn hefðu fjallað um málið, né að hluthafafundur hefði um fjallað, væri vafasamt að sam- komulagið væri gilt. Þá taldi lögmaður Olíss að þótt samkomulagið hefði talist gilt, hefði það fallið úr gildi við nýtt samkomu- lag milli Landsbankans og nýs eig- anda Olíss; Óla Kr. Sigurðssonar. Ennfremur dró hann í efa upphæð þá sem bankinn leggur til grundvall- ar innsetningarkröfunni. Að málflutningi loknum lýsti fógeti yfir að úrskurðað yrði um innsetningarkröfuna á morgun. Lögfræðingur sent Tíminn ræddi við í gær taldi að ntun heppilegra væri fyrir Olís og Óla Kr. að tapa úrskurðarmálinu og freista þess síð- an að taka upp samvinnu við bank- ann um áframhaldandi rekstur fé- lagsins. Án samvinnu við sterkan viðskiptabanka yrði fyrirtækið ekki rekið nema eitthvað annað og veru- legt kæmi til. Ynni hann hins vegar málið og innsetningarkröfu bankans yrði hafnað þá ætti bankinn ekki annars úrkosti en að höfða mál á hendur Olís og það þýddi einfaldlega, eins og staða félagsins er nú, að Olís yrði tekið til gjaldþrotaskipta og yrði þar með úr sögunni. Einasta von Óla væri því að tapa innsetningarmálinu. -sá Lánskjaravísitöludeilan: Lífeyrissjóðirnir munu hlíta gerðardómsúrskurði „Við lýstum því m.a. yfir að við séum tilbúnir að hlíta úrskurði gerðardóms í þessu máli,“ sagði Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. Fulltrúar lífeyrissjóðanna áttu fund með viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra í gær, þar sem rætt var um ágreining vegna hins nýja grundvallar lánskjaravísitölunnar og það álit lögmanna lífeyrisjóðanna að bein viðmiðun við launa- breytingar í hinum nýja grundvelli samræmist ekki lögum. Viðskiptaráðherra Jón Sigurðs- unni séu fullkomlega löglegar og son er á öðru máli. „Ég tel að lögmætar. í þeim felast alls ekki breytingarnar á lánskjaravísitöl- óhagstæðar breytingar fyrir lífeyr- issjóðina eða aðra,“ sagði Jón eftir fundinn. Varðandi aðra lagatúlkun lögmanna lífeyrissjóðanna sagði Jón: „Við teljum okkar afstöðu hina einu réttu." Niðurstöðu fund- arins í gær sagði Jón þá helsta að halda annan fund n.k. föstudag. Annars kvaðst hann telja að þetta mál komi til með að leysast með þegjandi samkomulagi. Hrafn Magnússon sagði mjög hreinskilnar viðræður hafa átt sér stað á milli málsaðila. Ekki hafi verið lokað á eitt né neitt. „Menn eru jafnvel með hugmynd um það að reyna að leita einhverra leiða til þess að fá mjúka lendingu í þessu máli án þess að það fari fyrir dómstóla," sagði Hrafn. Hvað varðar hugmyndina um gerðardóm sagði hann lítil viðbrögð frá ráð- herrunum á fundinum. Gerðar- dómur hefur þann kost umfram dómstóla að úrskurðar hans yrði ekki langt að bíða. - HEI Bjargast Olís með því að tapa málinu? Málflutningur fór fram í innsetningarkröfu Landsbanka íslands á hendur Olís hjá borgarfógeta í gær og mun fógeti, Valtýr Sigurðsson, fella úrskurð á morgun um hvort orðið verður við kröfunni eða ekki. Innsetningarkrafan er gerð til að bankinn fái fullnustu krafna á hendur OIís að upphæð kr. 469.886.717,- Reinhold Þ. Krístjánsson lögmaður Landsbanka fslands og Óskar Magnússon lögmaður Olíss ganga úr fógeta- réttinum í gær þar sem máiflutningur vegna innsetningarkröfu bankans á hendur Olís fór fram. Landsbankinn gekkst ekki í ábyrgð fyrir þeim birgðum sem nú eru í þessum tönkum OIíss. Olíuna á Texaco og þarf félagið að grciða fyrir hvert bílhlass sem úr tönkunum er tekið. Timamvnd: Píeii-r. fjalla um jafn afdrifaríka ákvörðun Þingmenn úr öllum flokkum: Vinveitingum hætt á 3 árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.