Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 23. febrúar 1989 Tíxnitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Vaxtahækkanir hómópata Vaxtahækkanir þær, sem nú eru að dynja yfir rétt einu sinni eru óþolandi. Hver einasti maður sér að hómópötum í stjórnkerfinu og innan einkabankanna er að takast að hleypa nýju vaxta- brjálæði af stokkunum þvert ofan í þau stefnumið ríkisstjórnarinnar að koma vöxtum niður í fimm af hundraði. Gott dæmi um þann ótta, sem steðjar að fólki vegna þeirra óvæntu breytinga, sem orðið hafa í vaxtamálum undir forystu einkabanka er bréf stjórnar Verkamannasambandins til Sam- bands almennra lífeyrissjóða þar sem beðið er um athugun á því hvort ekki sé hægt að koma vöxtunum niður. Þessari málaleitun hefur verið vel tekið. En auðvitað gerir góður vilji á takmörkuðum vettvangi litla stoð, á meðan þeir sem vextina vilja hækka eru látnir sjálfráðir. Ætlast er til að vaxtaákvarðanir muni Seðlabankinn hafa á hendi og er honum gert að ákveða hóflega vexti hverju sinni. Bankaráð koma þar einnig við sögu. Hvað vaxtaspennu gráa markaðarins snertir, er gert ráð fyrir því í frumvörpum um verðbréfamarkað, að Seðlabankinn hafi sömu heimild og áður er getið til að ákveða hóflega vexti. Það er vitað mál, að sterk öfl vinna að því að halda vöxtum frjálsum, þannig að full samkeppnis- aðstaða ríki á peningamarkaði. Miðað við þau átök, sem nú eiga sér stað til bjargar atvinnulífinu í landinu, sem komið er á heljarþröm vegna fjármagnskostnaðar á liðnum árum er ljóst að atvinnuvegirnir þurfa á allt öðru að halda en nýrri kollsteypu í vöxtum með þeirri verðbólgu sem fylgir. Þar af leiðir, miðað við það ástand sem við blasir í vaxtamálum, að setja verði bindandi skorður við vaxtahækkunum, með líkum hætti og verðlagseftirlit. Eðlilegast væri að slíku eftirliti yrði komið fyrir í ráðuneyti bankamála. En þá ber á það að líta að bankamálaráðherrann er líklega sá eini í núverandi ríkisstjórn sem aðhyllist þá vaxtastefnu sem nú ríkir, samkvæmt kenningunni að jafnvægi í vaxtamálum náist af sjálfu sér. Spurningin hlýtur þá að vera hvað háa vexti þarf að bera og hve lengi áður en hin sjálfstýrða lækning hefst. Ljóst er að menn standa frammi fyrir miklum vanda í þessum efnum, nú þegar Ijóst er að vextir þróast í öfuga átt við stefnumið ríkisstjórnarinnar. Ríkisbankarnir geta ekki einir kippt sér út úr samkeppni um sparifé landsmanna með lægri innlánsvöxtum en gilda hjá einkabönkum og fjármálastofnunum. Svo enn sé vitnað í bréf Verkamannasambandsins, þá er ljóst að vaxta- hækkanir eru ekkert einkamál fjármálaspekúlanta. Vaxtabyrðar og fjármagnskostnaður af þeirra völdum hafa þegar dregið svo úr þreki atvinnulífs- ins, að ný holskefla nú myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. GARRI fjöldfí fólks í hafnarborgum Vestur- óttast mjög þessa vísindaáætlun, Garri. lllllllllllllllllllllllllll vítt OG breitt il|illi!!^l;!/ -iiííll!^- - I!!!!llll!l!!lllllll!llll!l!l!ll!!llllllll!ll!lllllllllll! Hlaupastrákar Nokkrar fréttir síðustu dagana bcnda óneitanlega til þess að staða okkar í hvalamálinu sé ekki eins svört og hún virtist vera fyrir aðeins fáuin vikum. f Ijós hefur komið að möguleikar virðast vera á að selja lagmetisvörur okkar austur í Japan og í öðrum nálægum Asíulöndum, á svipaðan hátt og aðrar sjávarafurðir okkar sem þar njóta nú vaxandi markaðar. Þá eru augu manna cinnig að opnast fyrir því að grænfriðungar eru síður en svo með hreinan skjöld sjálfir. Þannig var athyglisverð frétt hér í Tímanum í gær um væntanlega kvikmynd sem á að sýna fram á heldur Ijóta hluti fyrir þá, svo sem misþyrmingar á dýrum og falsanir á heimildum. Vissulega væri það ekki skemmtilegt fyrir okkur að þurfa að fara að velta okkur upp úr ávirðingum grænfriðunga. En framkoma þessara samtaka gagn- vart fullkomlcga heiðarlegum þátt- um í atvinnulífí okkar er eigi að síður með þeim hætti að verið getur að við verðum að íhuga ýmis ráð í fullri alvöru. Sölubann í erminni Að vísu er ekki við vestur-þýsk stjórnvöld að eiga beint í þessu máli. En á það er að líta að þau hafa látið það afskiptalaust að í landi þeirra væri reynt að grafa skipulega undan viðskiptahags- munum okkar íslendinga með væg- ast sagt ódrengilegum aðferðum. Þess er skemmst að minnast að það er ekki lengra síðan en árið 1975 að sett var löndunarbann á íslenskan fisk í vestur-þýskum höfnum vegna landhelgisdeilunn- ar. Að því er best er vitað á núna Þýskalands atvinnu sína og afkomu undir þvi að íslendingar haldi áfram að selja þangað ferskfísk. Ef út í hörkuna færi þá eiga íslendingar það vitaskuld uppi « erminni að geta sett sölubann á allar íslenskar sjávarafurðir til Vestur-Þýskalands. Eftir fréttum að dæma er ekki að sjá að við eigum svona yfírleitt í neinum merkjanlegum erfíðleikum með að fmna markaði fyrir allar okkar sjávarafurðir. Breytir þar engu þó að grænfriðungum kunni að hafa heppnast sá grái lcikur að brjóta niður fyrir okkur langt og dýrt starf að markaðsuppbyggingu fyrir lag- meti á einum markaði. Sambæri- lega markaði á að vera hægt að fínna annars staðar, þó að það kosti að vísu vinnu og peninga. En ef það er í alvöru talað meiningin að stilla okkur upp að vegg sem hverjum öðrum glæpa- mönnum í þessu máli, getur þá ekki komið að því að við verðum að svara í sömu mynt? Til dæmis með sölubanni á Þýskaland sem myndi gera töluvert fleiri atvinnu- lausa þar en þá sem núna eru að missa vinnuna við lagmetisiðnað hér? Vonandi þarf ekki til slíks að koma. Grænfriðungar að athlægi? Þá átti Ámi Björnsson þjóð- háttafræðingur talsvert áhuga- verða grein í Þjóðviljanum í gær um þetta mál. Hann ræðir þar m.a. um vísindaáætlunina, sem hann segir að geti leitt ýmsar gagnlegar niðurstöður í Ijós. Jafnframt bend- ir hann á að hvalavinir virðist enda gæti árangur hennar hæglega gert þá að athlægi. Þegar menn velta málinu fyrir sér þá er ýmislegt sem bendir til þess að hér hafí greinarhöfundur rétt fyrir sér. Það er í sannleika sagt með ólíkindum hvað græn- friðungar virðast leggja mikið kapp á að stöðva þessar rannsóknir, enda má það sem best vera að þær eigi eftir að leiða í Ijós býsna sterk rök fyrir því að rétt sé að halda hvalveiðum áfram. Ef málið er þannig skoðað í heild í Ijósi nýjustu upplýsinga þá virðist vera full ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að flýta okkur hægt í hvalamálinu. Og hvað sem öðru líður þá eigum við góðan málstað að verja. Sem okkur er óhætt að standa á. Það fer ekki á milli mála að við erum að berjast við ofstækisfólk sem lætur tilfinn- ingarnar hlaupa með sig í gönur. Á sama tíma erum við veiðiþjóð sem lifir á því að nýta sjávardýrin í hafínu umhverfis landið. Þar á meðal hvalina. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það kannski einna mikilvæg- ast fyrir okkur eins og staðan er núna að láta ekki okkar eigin tilfínningar hlaupa með okkur í gönur. Ef við færum sjálf að sýna ótímabæra undanlátssemi og lúffa fyrir hverjum hlaupastrák sem öskrar á torgum og gatnamótum í útlöndum þá værum við eiginlega að grafa undan sjálfum okkur og játa að við hefðum á röngu að standa. Með góðan málstað að vopni á okkur að vera óhætt að trúa því í lengstu lög að ríkisstjómir nágranna- og viðskiptalanda okkar láti sér fyrr eða síðar segjast. Aldraðir í nauðum staddir Björgunarsveitir eru sérbúnar til að bjarga fólki í óbyggðum og úti á sjó og eru meðlimir þjálfaðir til slíkra starfa. Þegar í nauðir rekur eru björgunarsveitirnar ávallt reiöubúnar til aðstoðar nauðstödd- unt við lún ólíkustu skilyrði og í hverskonar veðri og færð. Það er að segja ef þeir sent bjarga þarf eru nógu fjarri byggð. Sérbúnaður björgunarsveitanna kostar mikið fé og til þessa hafa þær fengið eftirgjöf á aðflutnings- gjöldum á vélum og tækjum, ekki síst farartækjum. En nú er allt í einu komið babb í bátinn að sögn Morgunblaðsins, sem segir í frétt að ekki hafi verið felldir niður tollar sem nemur nteira en 25 millj. kr. og sé hið opinbera að nudda í björgunar- sveitunum að borga skuldina. Eru björgunarsveitarmenn sagðir hafa rniklar áhyggjur af rukkurum fjármálaráðuneytisins, sem ekki láta lausa 25 milljóna tryggingar- víxla og vilja meira í vangreidd aðflutningsgjöld. Slysavarnir eða björgun? Samhliða fréttinni um björgun- arbúnaðinn dýrmæta og ómissandi er önnur um hrakin gamalmenni, sem enginn hefur tíma til að sinna og engum kemur við hvort þurfi yfirleitt á nokkru bjargræði að halda. Aldraðir Reykvíkingar hafa margir hverjir ekki komist út fyrir dyr vikum saman vegna ófærðar og iliviðra. Félagsmálastofnun hafa borist margar neyðarhringingar þar sem beðið er um aðstoð við aðdrætti til gamals fólks og til að skjóta því á milli húsa. Hjá Félagsmálastofnun er ekk- ert björgunarlið tiltækt og þeir gamlingjar sem hætta sér út í ófærurnar og bylina fá margir slæmar byltur, en ekki er tímabært að aðstoða þá fyrr en þeir liggja beinbrotnir í sköflum eða ruðning- um. Þá kemur björgunarlið á sér- búnum sjúkrabílum og er bein- brotnu gamalmennunum ekið með miklum stíl, bláum ljósagangi og sírenum, á slysadeild. En björgunarsveitirnar með dýru tækin sín og vandaða þjálfun til að bjarga fólki úr lífsháska á reginfjöllum eða á hafi úti eru skuldugar upp fyrir haus vegna aðflutningsgjalda og komast hvorki lönd né strönd fyrir atgangi rukkara. Þar sem margt fullorðið fólk er veðurteppt heima hjá sér og kemst ekki út fyrir dyr í ófærðinni væri það verðugt verkefni fyrir hjálpar- sveitirnar að fara nú að bjarga fólki sem er í nauðum í Reykjavík og enginn aðili telur að sé á sinni könnu að sinna. En að aðstoða aldraða í byggð telst líklega fremur til slysavarna en björgunar og ætti þá að vera í verkahring gamla góða Slysavarna- félagsins. Það getur nú tekið að sér nýtt hlutverk sem er að aðstoða hrakningsfólk yfir fjallgarðana sem starfsmenn gatnamálastjóra ryðja upp á gangstéttum. Og björgunar- sveitir ættu að geta aðstoðað aldr- aða til að ná matbjörg og þarf varla flókinn og dýran tækjabúnað til eins og þann sem verið er að rukka tollana af og enginn getur borgað. Steinsteyptar skýjaborgir Það er víðar en á björgunarsvið- inu sem einhver stirðleiki er milli fjárveitingavalds og hugsjóna- manna. Þar sem ekki hefur tekist í hálfan annan áratug að fá hesta- mennsku viðurkennda sem íþrótt skuldar Reiðhöllin 90 milljónir og á við vanda að stríða, að því er formaður fyrirtækisins segir í blaðaviðtali. Ef viðurkenningin væri fyrir hendi væri ekkert vanda- mál. Ef til vill skilja einhverjir hesta- menn til hvers þessi mikla bygging var reist og hvaða hlutverki hún á að sinna. En sú vitneskja einskorð- ast við íþróttaanda hesta og þeirra manna sem við þá eru kenndir. En nú er búið að samþykkja að auka hlutafé og selja hluta af þessari miklu íþróttahöll, sem öðrum þræði virðist hugsuð sem söng- leikahús, og hefur jafnvel verið nefnd sem upplagður handbolta- völlur. Vonandi stendur ekki á kaup- endum að þessari fjölhæfu bygg- ingu sem virðist hafa átt tilverurétt sinn undir því að hestamennska væri viðurkennd sem íþrótt og væri þar með komin á framfæri skatt- borgaranna. Ætli fslendingar séu ekki eina þjóðin fyrr og síðar sem byggir allar sínar skýjaborgir og drauma- hallir í járnbentri steinsteypu? Svo er kvartað yfir ónógum opinberum fjárframlögum og skattabyrði. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.