Tíminn - 28.02.1989, Page 7

Tíminn - 28.02.1989, Page 7
Þriðjudagur 28. febrúar 1989 Tíminn 7 Þróunarstöð Sambandsfyrirtækja í sjávarafurðavinnslu við Kirkjusand. Timamynd Pjetur Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri, líkir markmiði nýrrar Þróunarstöðvar við menntun: ÞRÓUN AFURDA ÞARFSTÖÐUGT AD FULLKOMNA Hafín er starfsemi í sérhannaðri þróunarstöð fyrir sjávaraf- urðir við Kirkjusand í Reykjavík. Ætlunin er að þróa þær sjávarafurðir sem þegar er verið að framleiða á vegum vinnsluhúsa Sambandsins og taka við öllu þróunarstarfí sem verið hefur á því sviði til þessa meðal sjávarafurðafyrir tækja Sambandsins. Fram að þessu hefur allt annað verklegt þróunarstarf farið fram í sjálfum fiskvinnslustöðvunum. Starfsemin felur í sér að verið er að þróa nýjar afurðir og vinna afurðir meira en áður. Um 30 milljónum króna hefur verið varið í stofnkostn- að og er gert ráð fyrir um 25-30 milljón króna árlegum rekstrar- og fjármagnskostnaði. Þróunarstöðin er sameigninlegt átak fjögurra aðila. Þeir eru Sjávar- afurðadeild Sambandsins, fram- leiðendur (bæði frystitogarar og vinnslustöðvar í landi) og tvö sölu- fyrirtæki SÍS erlendis, í Bandaríkj- unum og í Bretlandi. „Við reiknum með því að rekstur stöðvarinnar, húsnæðiskostnaður, laun, orka, afskriftir, fjármagnskostnaður og fleira, verði á bilinu 25-30 milljónir króna á ári miðað við verðlag eins og það er í dag,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmdarstjóri Sjávarafurðadeildarinnar. Fram að þessu hefur mikið þróun- arstarf verið unnið á Höfn í Horna- firði, Húsavík og við Eyjafjörð og víðar. Að sögn Sigurðar hefur því verið iðkað þróunarstarf í nokkuð mörg ár og hafa þrír starfsmenn verið á fullum launum við það á vettvangi vinnslustöðvanna. „Auk þess er það nú þannig að ýmsir aðrir í framleiðslunni hafa lagt hönd á plóginn í þessu verki, auk okkar framleiðenda." „I raun er ekki hægt að tala um fullunna vöru, því ég vil tala um vinnslu sjávarafurða eins og talað er um menntun. Ég vil ekki nota orðið fullvinnsla, ekki frekar en ég vilji nota orðið fullmenntun. Hvenær er afurð fullunnin? Því vil ég frekar tala um framhaldsvinnslu og við vinnum afurðir meira en var áður,“ sagði Sigurður. Ætlunin er að vinna verkefni í þróunarstöðinni þannig að hvert verk verður tilbúið að fara rakleiðis í framleiðslu. Þannig er ætlunin að ekki komi upp nema sem allra minnst af ágöllum eftir að ákveðið hefur verið að hefja tiltekna fram- leiðslu. „Það getur alltaf komið upp alls konar vandi við framleiðsluna. Við ætlum okkur að ráða bót á þeim vanda áður en afurðin fer út í húsin.“ Einnig er ætlunin að lokið verði við að prófa nýjar vélar sem notaðar verða. Þannig opnast sú leið að öðlast fullvissu um ágæti eða galla nýrra véla áður en farið er að setja þær upp í fyrirtækjunum. Þannig á ekki að koma upp sú staða að fyrirtæki sitji uppi með óvænt vanda- mál vegna nýrra véla meðan sér- fræðingar eru ekki til staðar. „í fyrsta lagi þýðir þetta það að við þurfum minna að trufla húsin við þessi þróunarstörf. Forsvarsmenn þeirra hafa að vísu verið mjög viljug- ir að hjálpa til við þróunarstarf, enda um leið að hjálpa sjálfum sér. Svona þróunarstarf truflar vinnsluna ef það er stundað í vinnslustöðvun- um sjálfum. Hitt er það að væntanlega verður framleiðsluferillinn og allt sem að framleiðslunni lýtur, tilbúið til fram- leiðslu. Þessi stöð er það stór að hægt verður að hafa sömu vélar og verða notaðar í sjálfri vinnslunni og þróunarstarfið fer fram við sömu skilyrði og vinnslan býr við,“ sagði Siguröur. Stöðin er í 350 fermetra húsnæði. Þar verður vinnslustöð, sem búin verður pökkunnarsamstæðu, frysti- tækjum, tilraunaeldhúsi, verkstæði og ýmsu öðru sem fylgir vélrænni framleiðslu. Fastir starfsmenn þró- unarstöðvarinnar eru þeir Marteinn Halldórsson og Páll Gunnar Pálsson. KB Náttúru- verndarráð auglýsir stöður landvarða í þjóðgörðunum í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli og í Friðlandi að Fjallabaki, sumarið 1989, lausar til umsóknar. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri og hafa góða málakunnáttu. Þeir er hafa tekið námskeið í náttúruvernd - landvarðanámskeið, sitja fyrir um vinnu. Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúruvernda- ráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík fyrir 10. mars 1989. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 46 km af stálpípum. Stærð.20-4500. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 30. mars 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér vinsemd og hlýju á 95 ára afmæli mínu 24. febrúar s.l. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Gunnarsdóttir Hallgeirsey. t Sambýlismaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Þórður Sigurðsson Hörgatúni 9, Garðabæ lést á heimili sínu 26. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elma Jónatansdóttir Rúnarlngi Þórðarson Sigríður Amalía Þórðardóttir Kjartan Magnússon Unnur Erna Óskarsdóttir Ester Inga Óskarsdóttir tengdabörn og barnabörn. Guðrún Guðjónsdóttir Arnar Þór Þórðarson Árni Elvar Þórðarson Katrín Linda Óskarsdóttir Elma Ósk Óskarsdóttir Lágmarksverð ákveðið á grá- sleppuhrognum Lágmarksviðmiðunarverð fyrir hverja tunnu af söltuðum grásleppu- hrognum verður hið sama og á síðasta ári, eða 1.100 þýsk mörk, en það er verðið sem fulltrúar grá- sleppuveiðimanna lögðu til að sam- þykkt yrði. Þetta var ákveðið á fundi þann 7. febrúar sl. með fulltrúum grásleppu- veiðimanna annars vegar og hins vegar umboðsmönnum erlendra kaupenda, milligöngumanna um sölu hrogna og kaupenda grásleppu- hrogna hér á landi. Á fundinum kom fram tillaga um að gefa verðið frjálst á komandi vertíð, en eftir talsverðar umræður var ekki sæst á þá tillögu. Ætla niá að hægt verði að selja 13 til 14 þúsund tunnur á þessu ári, en það er um 30-40% aukning frá því í fyrra. Þeir sem ætla sér að stunda grá- sleppuveiðar á komandi vertíð verða að hafa sótt um leyfi til sjávarútvegs- ráðuneytisins, til grásleppuveiða fyr- ir 1. mars nk. - ABÓ AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1. fl. 01.03.89-01.03.90 kr. 925,77 1983-1. fl. 01.03.89-01.03.90 kr. 537,87 1984-2. fl. 10.03.89-10.09.89 kr. 360,54 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.