Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn
Þriðjudagur 28. febrúar 1989
FRETTAYFIRLIT
NIKOSÍA -íranarfóru framj
á það við Sovétmenn að þeir
gerðu sitt til að koma á friði við!
Persaflóann með því að þrýsta
á íraka um að draga herlið sitt
á íranskri jörð til baka inn fyrir
landamæri iraks. Ríkisútvarp-
ið í Teheran skýrði frá því að
Ali Khamenei forseti írans hafi
skýrt Eduard Shevardnadze
utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna frá því að (rakar yrðu að
kalla heim herlið sitt ef von ætti
að verða um varanlegan frið á
þessum slóðum.
KHARTOUM - Sadeq al-
Mahdi forsætisráðherra Súd-
ans skýrði þingi landsins frá
því að hann muni segja af sérj
á sunnudaginn ef herinn gefi j
honum ekki frjálsar hendur um
að mynda nýja ríkisstjórn og
hefja friðarumleitanir í suður-
hluta Súdans þar sem skæru-
liðar berjast blóðugri baráttu
gegn stjórnarhernum. Sadeq
skýrði frá þessu degi áður en
frestur sá er herinn gaf honum
til að skýra frá umbótaáætlun-
um rann út.
BE|RUT - Múslímaf sem,
eru tjúllaðir af reiði vegna bók-
ar bretans Salman Rushdies
„Sönqvar satans“ hafa tilkynnt'
út ao ekkert verði af lausn
vestrænna gísla í bráð.
HONOLULU - Flugsér-
fræðingar reyna nú að finna út
hvernig hinir níu farþegar
soguðust út í geiminn þegar
gat kom á búk Boeing 747
farþegaþotu og hvernig gatið
myndaðist.
VÍN - Tékknesku mannrétt-
indasamtökin Charta ’77 skor-
uðu á stjórnvöld í Prag að taka S
þátt í því að einangra írana í j
kjölfar dauðadóms þeirra yfir .
Salman Rushdie.
BEIRUT - Arabíska tímarit-
ið al-Mustakbal hefur það eftir
innanríkisráðherra írans, Ali
Akbar Mohtashemi, að allir
andófsmenn í írönskum fang-
elsum hafi verið teknir af lífi.
ÚTLÖND
Kynþáttaólgan í Júgóslavíu komin á nýtt stig:
Hermenn sendir á
námumenn í Kosovo
Alríkisstjórnin í Júgóslavíu lýstu yfír sérstöku neyðar-
ástandi í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í gær og sendi herlið
til sinknámanna við bæinn Mitrovicia þar sem um eittþúsund
námuverkamenn af albönsku bergi brotnir hafa verið í
setuverkfalli. Alríkisstjórnin lýsti yfír þessu neyðarástandi til
að halda uppi lögum og reglu í Kosovo þar sem mikil
kynþáttaólga hefur ríkt að undanförnu.
Sjónarvottar sögðu að brynvarðar undanfarin ár, en í Kosovo búa 1,7
bifreiðar hefðu haldið út úr herbúð-
um í Pristina sem er höfuðborg
Kosovohéraðs þar sem Albanir eru
í miklum meirihluta. Herdeildirnar
hafi haldið í átt til Motrovicia þar
sem námuverkamennirnir sitja nú
þúsund metrum undir yfirborði jarð-
ar í Trepca námunum og neita að
hreyfa sig.
Ákvörðun þessi var tekin eftir að
upp úr slitnaði í samningaviðræðum
við verkfallsmennina, en Rahman
Morina leiðtogi kommúnistaflokks-
ins í Kosovo sagði af sér í gær vegna
ásakana námuverkamannanna um
að hann drægi taum Serbíu í kyn-
þáttadeilunum. Afsögn Morina var
ekki nóg fyrir námuverkamannanna
svo alríkisstjórnin ákvað að taka í
taumana.
Námuverkamennirnir eru reiðir
vegna þeirra hugmynda sem eru á
lofti um að Serbar fái að nýju meiri
áhrif og völd í Kosova en verið hefur
Frakkland, Spánn
og Portúgal:
Nærri 30
farast í
fárviðri
Fárviðri hefur gengið yfir
suðurhluta Evrópu undanfarna
daga og er talið að minnsta
kosti tuttugu og níu manns hafí
misst lífið í rokinu. Tólf manns
létust á Spáni um helgina vegna
óveðursins. í Valensíu fórust
fímm manns á laugardaginn,
en þar var vindhraðinn um 100
km þegar verst lét, en slíkur
vindhraði er mjög óvenjulegur
á þessum slóðum. Þar fuku
húsþök, tré og ýmislegt laus-
legt.
Sjö aðrir létust á sunnudag vt'ðs
vegar um Spán að sögn lögreglu.
Kona varð undir byggingakrana,
unglingspiltur fauk ofan af húsþaki
og cldri maður út af svölum sínum.
Þá druknuðu þrír vegna flóða cr
fylgdu óveðrinu.
1 Frakklandi fórust fimm manns
víðsvegar við Miðjarðarhafs-
ströndina þegar öldur gengu langt
á land. Mikið tjón varð á veitinga-
stöðum og öðruni mannvirkjum
við ströndina.
Þá eru tólf manns af nígerísku
flutningaskipi sem lenti í erfiðleik
um út af strönd Portúgals taldir ef
en þyrlur náðu að bjarga tuttugu
og átta skipverjum.
Magnússon
BLAÐAMAÐ
milljónir manna af albönsku bergi,
en einungis 200 þúsund Serbar.
Útifundabann hefur verið í Kos-
ovo frá því í nóvember.
Kynþáttaólga setur sífellt sterkari
svip á Júgóslavíu. Nú hafa hermenn
verið sendir til að skakka leikinn í
sjálfstjómarhéraðinu Kosovo.
Ólga á hernumdu svæöunum vegna sveitarstjórnakosningar:
PALESTÍNUMADUR
STAKK LÖGREGLU
Ungur Palestínumaður stakk
tsraelskan lögreglumann á hinum
hernumda Vesturbakka í gær. Lög-
reglumaðurinn er mikið særður en
þó ekki talinn í iífshættu. fsraelskir
hermenn höfðu hendur í hár hins
19 ára Ahmed Saleh Abdallah
Tamimi sem stakk lögreglumann-
inn. Staðhæfa Palestínumenn að
hermenn hafi skotið Ahmed í fót-
inn og barið hann illa eftir að hann
var handtekinn.
Talsmaður hersins sagði að
Ahmed hafi stungið lögreglumann-
inn í bakið og í axlirnar í þorpinu
al-Bireh. f kjölfar þessa hafi her-
menn skotið í fætur tilræðismanns-
ins er hann hafi tekið til fótanna og
handtekiö hann síðan særðan.
Mikil ólga er nú á hernumdu
svæðunum vegna sveitastjórnar-
kosninga sem framundan eru t
ísrael. í bænum Halhol skutu og ,
særðu hermenn þrjá Araba sem
tóku þátt í mótmælagöngu sem
haldin var til að minnast tveggja
Palestínumanna er drepnir voru
fyrir tveimur árum.
Á Gaza svæðinu særðu ísraelskir
hermenn að minnsta kosti átta
Palestínumenn í Jabatya flótta-
mannabúðunum og þrjá í Sha’ti
búðunum.
f Nablus voru hermenn í við-
bragðsstöðu en þar var ísraelskur
hermaður myrtur á föstudaginn.
Palestfnumaður grýtti steinhellu
ofan af þriggja hæða húsi á hóp
ísraelskra hermanna með fyrr-
greindum afleiðingum.
Bandaríkjaforseti í Kína og Suöur-Kóreu:
Mótmælendum haldið
f rá George Bush
Það varð ekki eins mikill Ijómi yfir
Asíuferð George Bush forseta
Bandaríkjanna og hann hafði vonast
eftir, en hann kom við í Kína og
Suður-Kóreu eftir að hafa fylgt Hiro-
hito Japanskeisara til grafar í Tokyo.
Moldviðrið í kringum John Tower
setti sitt mark á ferð Bush og harka-
leg viðbrögð lögreglu í Kína og í
Suður-Kóreu gegn einstaklingum er
hugðust nota tækifærið og mótmæla
við Bush settu einnig dökkan blett á
heimsóknir hans.
í Kína fór mjög vel á með Bush
og hinum aldna Deng, enda eru þeir
gamlir vinir frá því George og Bar-
bara dvöldu í Peking á þeim tíma
sem ríkin voru að undirbúa að taka
uppstjórnmálasamband. Enda sagði
George við komuna til Peking að
honum liði eins og hann væri kominn
heim.
Skugga bar á dvöl forsetahjón-
anna í Kína þegar lögreglan meinaði
stjórnarandstæðingnum og andófs-
manninum Fang Lizhi og konu hans
aðgang að hóteli því sem George og
Barbara bjuggu á, en þau höfðu
boðið Fang til kvöldverðar ásamt
fjölda annarra gesta. Hins vegar
fengu fjórir aðrir andófsmenn að
snæða með Bush þetta kvöld.
í Suður-Kóreu var lögreglan frek-
ar harðhent við mótmælendur í Se-
oul er hugðust koma mótmælabréfi
til forseta Bandaríkjanna. Fimmtán
mótmælendur voru dregnir á brott
frá bandaríska sendiráðinu af óein-
kennisklæddum lögreglumönnum
áður en Bush kom þangað.
Bush ræddi við Roh Tae-Woo
forseta Suður-Kóreu og fullvissaði
hann um eindreginn stuðning
Bandaríkjamanna. Eftir fjögurra
tíma dvöl í Seoul héldu forsetahjón-
in til Bandaríkjanna þar sem George
þarf að berjast fyrir að vinur sinn
John hljóti útnefningu öldungadeild-
ar þingsins á morgun.
Kólumbía:
Eiturlyfjabarón
fallinn I valinn
Voldugur eiturlyfjabarón var
meðal átján manna er féllu í bar-
daga við vinstri sinnaða skæruliða
í vesturhluta Kólumbíu í gær. Var
hann fáum harmdauði, sérlega
ekki lögreglu sem varð að sjá á
eftir honum úr varðhaldi vegna
skort á sönnunum fyrir fimmtán
mánuðum eftir að hafa gert upp-
tækan stóran kókaínfarm nærri
búgarði hans.
Gilberto Molina sem gaf sig út
fyrir að vera gimsteinasali en lög-
regian telur að hafi fyrst og fremst
verslað með eiturlyf féll í valinn
ásamt sautján manna lífverði þegar
um það bil fimmtíu vopnaðir
menn, líklega skæruiiðar, gerðu
árás á búgarð hans 75 km vestur af
Bogóta, höfuðborg Kólumbíu.
Þó má vera að kcppinautar Mo-
linas um gimsteinanámur eða úr
eiturlyfjaheiminum hafi staðið fyr-
ir árásinni, en Molinas átti hlut í
bestu smaragðanámu heims.