Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 15

Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 15
Þriðjudagur 28. febrúar 1989 SAMVINNUMAL Nýja Sambandshúsið við Sætún. Tímamynd: Ámi Bjarna.) Nýja Sambandshúsii ai veria tilbúii Framkvæmdum hefur miðað vel áfram við nýja Sambandshúsið á Kirkjusandi í Reykjavík. Eins og menn muna seldi Sambandið ríkinu húseignir sínar við Sölvhólsgötu og Lindargötu í október 1987 undir stjórnarráðsskrifstofur. Ákveðið var að nota kaupverðið til að endur- byggja frystihús Kirkjusands hf. milli Laugarnesvegar og Sætúns fyrir nýjar höfuðstöðvar Sambandsins, og keypti Sambandið hluta sameignar- aðila sinna í frystihúsinu Kirkjusandi hf. í þeim tilgangi. Þessari endur- byggingu hefur miðað vel, og núna er stefnt að því að Sambandið flytji í húsið eftir rúman mánuð eða í byrjun apríl. Húsið er fimm hæðir, um 1300 fermetrar hver. Þær eru nú sem óðast að verða tilbúnar til notkunar hver af annarri, og er þegar byrjað að setja upp milliveggi fyrir skrifstof- ur á einni [Deirra. Þá hefur húsið allt verið klætt að utan með álplötum, sem eru gráar og bláar að lit. Eins og stendur eru hlífar yfir plötunum og vinnupallar með öllu húsinu, en þegar það hvortveggja verður fjar- lægt mun framtíðarútlit hússins koma í ljós. Á einum stað Úr Sambandshúsinu við Sölvhóls- götu og gamla Edduhúsinu við Lind- argötu flytja í nýja húsið aðalskrif- stofa Sambandsins, Fjárhagsdeild, Sjávarafurðadeild, Búvörudeild og Skipadeild. Verslunardeild er hins vegar með aðsetur í Holtagörðum og Búnaðardeild í Ármúla 3. 1 skemmu á baklóð hússins við Laugarnesveg er Þróunarstöð Sjáv- arafurðadeildar um það bil að taka til starfa, og í hliðarbyggingu þess hefur Skipadeild þegar í nokkurn tíma haft frystigeymslur. Við hliðina á þessari byggingu er einnig til húsa Afurðasala og Kjötiðnaðarstöð Bú- vörudeildar, auk fleiri smærri starfs- greina. Verður það því talsvert stór hluti af starfsemi Sambandsins sem þarna kemur til með að vera á einum og sama staðnum, auk þess sem tiltölulega stutt leið er þaðan inn í Holtagarða og á Holtabakka, þar sem er aðsetur Verslunardeildar og athafnasvæði Skipadeildar. Aðalfundur í nýja húsinu Á stjórnarfundi í Sambandinu, sem haldinn var í síðustu viku, var ákveðið að næsti aðalfundur þess yrði haldinn í nýja húsinu, en ekki að Bifröst eins og annars er venja. Verður fundurinn haldinn þar dag- ana 5. og 6. júní nú í vor. Gefst aðalfundarfulltrúum því væntanlega tækifæri til að skoða nýjar og glæsi- legar aðalstöðvar við það tækifæri. -esig Nýja Sambandshúsið eins og það mun líta út eftir að vinnupallar hafa verið fjarlægðir. Hæðirnar fimm eru nú hver af annarri að nálgast það að verða tilbúnar fyrir skrifstofur Sambandsins. (Tímamynd: Ámi Bjama.) Ólafur Sverrisson stjórnarformaður Sambandsins. Þorsteinn Sveinsson nýkjörinn vara- formaður. Eins og kunnugt er lét Valur Arnþórsson af starfi stjórnarfor- manns í Sambandinu um síðustu mánaðamót, er hann gerðist banka- stjóri í Landsbankanum. Við for- mennskunni tók þá Ólafur Sverris- son, fyrrum kaupfélagsstjóri í Borg- arnesi, sem var áður varaformaður stjórnar. Á fyrsta fundi stjórnarinnar eftir formannaskiptin, sem haldinn var í síðustu viku, var kosinn nýr varafor- maður í stað Ólafs. Kosningu hlaut Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri á Egilsstöðum. Þorsteinn hefur setið í stjórninni sem aðalmaður frá 1985, en var áður varamaður uni árabil. -esig Tíminn 15 rbvi\i%ðð ■ Mnr FÉLAGSMÁLASKÓLI Gissur Pétursson Egill H. Gíslason Finnur Ingolfsson Hrólfur Ölvisson Arnar Bjarnason Helgi Pétursson Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiðar Gísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Fteykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð- árkróki, (safirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður, Stefnt er að því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjami Guðmundsson, sími 70068 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837 Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Fjölnotaglösin fyrir 1. mars, eigum til lítið eitt af glösum með flokksmerkinu. Pantanir í síma 24480. LFK. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24490. SUF í Viðey Miðstjómarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu. Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.