Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. mars 1989 Tíminn 3 Frumvarp í smíöum um Hagstofu landbúnaöarins: T öl vuvædd hagstof a staðsett á Hvanneyri Nú er í smíðum hjá landbúnaðarráðuneytinu frumvarp um stofnun Hagstofu landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir að Hagstofan verði staðsett á Hvanneyri og verði tölvuvapdd upplýsingamiðstöð er m.a. vinni heildarupplýsingar um afkomu landbúnaðarins og geri leiðbeinandi áætlanir um verðlagningu búvara. Hagstofan mun vinna í nánum tengslum við Búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri og er gert ráð fyrir að stofnunin muni efla hagræna hluta háskólanámsins er fram fer í búvísindum á Hvanneyri. Önnur röksemd fyrir staðsetningu Hagstof- unnar er að með þessu sé verið að gefa gott fordæmi við framkvæmd byggðarstefnu. Hluti af starfsemi Búnaðarsambands fslands mun fær- ast frá höfuðstöðvu.num í Reykja- vík. Hlutverk Hagstofunnar Hlútverk Hagstofu landbúnaðar- ins er margþætt. Stofnunin mun verða í beinu tölvusambandi við búnaðarsamböndin út um landið og er gert ráð fyrir að hún hafi frum- kvæði um áætlanagerð við búrekst- ur, útgáfustarf og hagrænar leiðbein- ingar til bænda í samvinnu við leið- beiningaþjónustu bændasamtak- anna og aðra þá aðila sem sinna fræðslu um landbúnað. Hagstofunni er einnig ætlað að stuðla að því að sem flestir bændur færi bókhald fyrir bú sín, m.a. með gerð og þróun bókhaldsforrita fyrir bændur. En einungis lítill hluti bænda hefur til þessa fært s.k. bændabókhald og skilað til búnaðarsambandanna. Pá er Hagstofunni ætlað að hafa sam- starf við deildarstjórn Búvísinda- deildar bændaskólans um kennslu í landbúnaðarhagfræði. Þeir menn innan Búnaðarsam- Bændaskólinn á Hvannéyri. bands íslands sem unnið hafa að gerð og leiðréttingu á frumvarpinu segja að hér sé á ferðinni hlutur sem opni bændum mikla möguleika í búrekstri sínum. Með því að hafa allar upplýsingar á einum stað geti menn sótt þangað þær tölur sem þá vanhagi um og gert reglulega saman- burði á einstökum rekstrarþáttum innan sinna búa, miðað við t.d. landsmeðaltal. Þetta gæti hugsan- lega leitt til aukins metnaðar til betri framleiðslu og hagkvæmari reksturs. Sarnkvæmt frumvarpsdrögunum skipar landbúnaðarráðherra fimm manns í stjórn Hagstofu landbúnað- arins og annast stjórn ráðningu for- stjóra stofnunarinnar. - ág Kókaínsmygl: Ónnurkonan úr gæslu- Annarri konunni, sem úrskurð- uð var í gæsluvarðhald fyrir helgi vegna aöildar að smygli og dreif- ingu á kókaíni frá Bandaríkjunum. var sleppt úr haldi í fyrradag. Henni var sleppt vegna þess að þáttur hennar í málinu þótti Ijós. Hin konan og karlmaðurinn, sem einnig voru úrskurðuð í gæsluvarð- hald, eru enn í haldi. - ABÓ TVÖ ÁR í FANGELSI Tveir ntenn, íslendingur og Breti, voru í gær dæmdir fyrir fíkniefnamisferli í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum. íslendingurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi og 65 þúsund króna sekt, fyrir ólöglegan inn- flutning og dreifingu á kókaíni. Bretinn var dæmdur í 14 mánaða fangelsi. Dómur hans var mildari en íslendingsins, þar seni ekki þótti sannað að hann ætti beinan þátt í dreifingu efnisins. Talið er að þeir Itafi selt fíkniefni fyrir unt 100 þúsund krónur, en fyrir þau 55 grömm sem tekin voru af þeim hefði veriö hægt að fá um 5,5 milljónir króna. - ABÓ 'i ^ 1 3 ■ ■ ^ a? 4. o 3 ® o y* & o Niðurgreidd húshæðislán afnumin en vaxtabætur í staðinn til verðugra: Vextir húsnæðislána ráðast á markaðnum „Húsbréfakerfi veldur því að fasteignaviðskipti geta gengið iipurlega fyrir sig. Vaxtakostnaðurinn er einfaldlega markaðskostnaður, þ.e. það sem það kostar að fá peninga lánaða á hverjum tíma. í húsbréfakerfi verður enginn félagslegur þáttur,“ sagði Yngvi Örn Kristinsson, hag- fræðingur sem m.a. sat í nefnd sérfræðinga sem félagsmála- ráðherra fól að leggja mat á húsbréfakerfið og áhrif þess á fasteigna- og fjármagnsmarkaðinn. Vaxtabætur í stað niðurgreiðslna Félagslega þáttinn sagði hann síðan eiga að felast í vaxtabótakerfi í tengslum við skattalögin. Það miði við að taka þær (1.200 til 1.500) milljónir, sem ríkið ráðstaf- ar núna mjög ómarkvisst í vaxta- niðurgreiðslur hjá Húsnæðisstofn- un og húsnæðisbætur - sem ganga jafnt til allra - og ráðstafa þessu fjármagni í vaxtabætur til þeirra sem skulda. Þær skerðist síðan með auknum tekjum og eignum. Vaxtabótakerfið eigi að miða að því, að vaxtakostnaður lág- og miðlungstekjuheimila (upp að 150 þús. kr. fjölskyldutekjum á mán- uði) verði greiddur niður í 2-3% raunvexti eftir skatt. í þessu eigi hin félagslega hlið húsnæðiskerfis- ins áð felast. Hærri vexti til að draga úr eftirspurn Að mati húsnæðissérfræðinga þeirra sem stóðu að samningu frumvarpsins um húsbréfin mun Húsnæðisstofnun losna úr „bið- listasjálfheldunni" með því að hætta að lána fólki fé á stórlega niðurgreiddum vöxtum - án tillits til þess hvort það þarf raunverulega á lánum að halda eða ekki. Eins og kerfið er í dag getur fólk átt 1,6 til 2ja milljóna króna lánsrétt, jafnvei þótt það eigi skuldlausar stóreignir og sé að byggja/kaupa sér minni íbúðir. Talið er að með lánakerfi þar sem slíku fólki sé Ijóst að það verður að borga markaðsvexti af þeim lánum sem það tekur muni verulega draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Yngvi Örn benti á að komið hafi í ljós í húsnæðiskönnun að hátt í helmingur þeirra sem hafi verið að fá lán eða sé að bíða eftir láni sé ekki í neinum húsnæðisvandræð- Húsbréfafrumvarpið í frumvarpi um húsbréf er gert ráð fyrir að heimilt verði að stofna sérstaka húsbréfadeild við Bygg- ingarsjóð ríkisins. Hlutverk henn- ar verður: a) Að gefa út flokka markaðs- hæfra skuldabréfa - húsbréf - í nafni Byggingarsjóðs ríkisins, með þeim kjörum og skilmálum sem ákveðnir eru með lögum eða reglu- gerðum. b) Að skipta á húsbréfum og veðskuldabréfum sem gefin eru út með veði í íbúðarhúsnæði í tengsl- um við fasteignaviðskipti eða ný- byggingar. c) Að stuðla að því að húsbféf verði alltaf seljanleg á markaði. Mat á greiðslu- getu skuldara Húsbréfadeild setur ákveðnar viðmiðunarreglur um veðhæfi fast- eigna sem lagðar eru að veði fyrir tilgreindri skuld og sömuleiðis greiðslugetu skuldara fasteigna- veðbréfa (íbúðakaupenda). Efþau skilyrði eru ekki uppfyllt getur húsbréfadeild synjað um skipti á skúldabréfum. Jafnframt skal liggja fyrir mat á verðmæti hús- bréfa og fasteignaveðbréfa miðað við markaðsvexti sambærilegra verðbréfa á viðskiptadegi. Húsbréfadeild verður heimilt að áskilja sér vaxtaálag til að standa undir rekstrarkostnaði og áætluðu tapi af útlánum. Lán til 25 í stað 40 ára Hámarkslánstími á fasteigna- verðbréfum sem húsbréfadeild kaupir er áætlaður 25 ár. Lagt er til að þau verði verðtryggð. Skuldara verður heimilt að greiða aukaaf- borganir af þessum bréfum sínum og/eða að endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að húsbréfadeild skipti á fasteigna- veðbréfum og húsbréfum fyrir fjár- hæð sem sé allt að 65% af eðlilegu matsverði fasteigna, samkvæmt settum reglum er taka skulu mið af markaðsverði, brunabótamati og byggingarkostnaði. Lagt er til að þó verði miöað við 5,5 milljónir sem hámarksupphæð, þ.e. 65% af 8,4 milljóna króna eign, miðað við núverandi verðlag. Þetta 65% mark miðast við skuldlausa eign, en mundi ella minnka, sem svarar áhvílandi skuldum. Fjórfalt lán í framtíðinni í þessu sambandi má benda á að stöndugir kaupendur einbýlishúsa (sem flestir eiga íbúð fyrir) geta í núverandi kerfi í besta falli vænst 1,6 milljóna króna láns frá Hús- næðisstofnun. í húsbréfakerfi mundi stofnunin veita þeim ríkis- ábyrgð á allt að 5,5 milljóna kr. láni. Húsbréfadeild skal stuðla að því að sala húsbréfa sé greið á markaði og í því skyni leita samstarfs við banka, lífeyrissjóði og aðra líklega aðila á fjármagnsmarkaði. Þá er Seðlabanka íslands ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsbréfa- markaðinum og hindra (með kaup- um á bréfum) að verulegt misvægi myndist á þessum markaði. Seljendur láni kaupendum... Meginhugmynd þess hóps sem vann að undirbúningi frumvarpsins er sú að þetta kerfi komi í veg fyrir þörf á verulegu viðbótarfjármagni vegna venjulegra fasteignavið- skipta, þar sem hver muni lána öðrum. Eðlilegastséaðkaupendur og seljendur leysi fjármögnunina sín á milli. Hlutverk opinbera húsnæðiskerfisins verði þá fyrst og fremst það, að skapa traustan samningsgrundvöll milli aðila, með skuldabréfaskiptunum. ... sem Byggingar- sjóður rukkar Með húsbréfunum fái seljandi verðtryggð skuldabréf með ríkis- ábyrgð og öruggum greiðslum. Hann hafi síðan val um; að eiga bréfin sem hvern annan öruggan sparnað, að láta þau ganga upp í næstu íbúðarkaup sín, eða innleyst þau á verðbréfamarkaði. Hús- næðisstofnun axlar hins vegar áhættuna og innheimtir, óbeint fyrir seljanda, fasteignaveðbréf þau er kaupandi gefur út. Með þessu móti segja höfundar ^tefnt að því að draga úr og hætta ^i'ðan alveg beinum lánveitingum húsnæðiskerfisins, en auka þátt- töku annarra lánastofnana með kaupum þeirra á húsbréfum. Stærsti vandinn „Vandasamasti hluti þessarar leiðar er að tryggja markað fyrir húsbréfin," segir í áliti vinnuhóps- ins. f því skyni segir hópurinn nauðsynlegt að einhver opinber aðili verði „viðskiptavaki“ (Seðla- banki?/Byggingarsjóður ríkisins?) - sem ábyrgist að alltaf sé markað- ur fyrir húsbréfin á auglýstu verði. Verðið muni ráðast af eftirspurn á verðbréfamarkaði. Verði mikið framboð lækkar kaupgengi bréf- anna, sem þýðir að vextir þeirra hækka. Áætlað er að vextir á húsbréfum geti orðið sambærilegir við vexti á ríkisskuldabréfum á hverjum tíma, enda sé um sambærileg verðbréf að ræða, nema hvað lántími hús- bréfanna verður lengri. Miðað við núverandi aðstæður gætu vextir því verið um 7% eins og af spari- skírteinum ríkissjóðs. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.