Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.03.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 1. mars 1989 Komiö er í Ijós að breskir skóla- krakkar drekka allt að 5 hálfpotta af bjór á hverju kvöldi. Nú á að leggja til atlögu gegn drykkju ung- linga í Bretlandi og leitað Jogandi Ijósi að nýjum hugmyndum til að valda viðhorfsbreytingu hjá krökkunum. á krám og hjá sprúttsölum. „Þeir vita ósköp vel að við erum undir 18 ára aldri svo að stundum biðjum við einhvern sem á leið framhjá að kaupa fyrir okkur,“ segir 14 ára strákur sem drekkur fjóra hálf- potta af bjór á hverju kvöldi. Hann bætir við að í skólanum sé engin fræðsla um áfengi, bara eiturlyf. Vinur hans, 15 ára, segir að það sé enginn vandi að fá nafnskírteini einhvers eldri lánað og fá þá um- svifalaust afgreiðslu. „Við drekk- um bara til að hafa eitthvað að gera og til að skemmta okkur betur þegar okkur leiðist. En eiturlyf drepa fólk," segir hann. Stórfellt átak í bar- áttu gegn drykkju skóla krakka í Bretlandi AÐ UTAN Og þá vilja krakkarnir bara breyta lögunum! Tveir af hverjum þrem að- spurðra taka undir það að drykkju- skapur krakka innan 18 ára sé alvarlegt vandamál. En flestir þeirra standa í þeirri meiningu að skynsamlegast væri að breyta lögunum svo að þau falli að drykkjuvenjum krakkanna. Meira en fjórir af hverjum 10 vilja að aldursmörkin verði lækkuð niður í 16 ára aldur eða jafnvel neðar, en það er kostur sem yfirvöld hafa hafnað. Meira en þriðjungur aðspurðra drekkur heima hjá sér, og fjórð- ungur neytir áfengis á krám, hótel- um, klúbbum og diskótekum. Einn af hverjum 10 strákum og ein af hverjum 20 stelpum drekka á einu kvöldi magn sem svarar a.m.k. 5 hálfpottum af bjór, sem er meðal- vikuskammtur flestra bekkjarfé- laga þeirra. Því sem næst fjórðung- ur allra krakka hefur smakkað áfengi þegar þeir ná 8 ára aldri. Dr. Martin Plant, framkvæmda- stjóri áfengisrannsóknahóps há- skólans í Edinborg, sem gerði könnunina, sagði að nemendur álitu enga skynsemi í því að reyna að framfylgja lögum sem væru svo almennt höfð að engu. Plant er að vísu andvígur kröfum krakkanna um að lögunum verði breytt en segir þó að heilmiklar sannanir liggi fyrir um það að fólk sem bragði vín fyrst ungt að aldri í skynsamlegu umhverfi undir um- sjón foreldra eigi síður á hættu að lenda síðar meir í hættu vegna áfengisneyslu en þeir sem er fyrir- skipað að snerta aldrei víndropa. Nefnd skipuð sér- fræðingum á hverjum stað finni nýjar lausnir Leiðbeiningar yfirvalda, gefnar út af sex ráðuneytum, skipa svo fyrir að sett verði á fót nefnd, skipaðar kennurum, lögreglufor- ingjum, heilsusérfræðingum og fé- lagsráðgjöfuin, í hvcrri borg, bæ og þorpi í landinu. Það verður lagt fast að þeim að finna nýjar aðfcrðir til að takast á við drykkju krakka undir lögaldri, áflog á síðkvöldum á krám og slys þar sem áfengi kemur við sögu. Upphafsmenn þessarar nýju að- ferðar er nefnd 12 ráðherra sem Margaret Thatcher skipaði fyrir hálfu öðru ári. Fyrirmyndin er árangursrík barátta til að hindra glæpi sem staðbundnar nefndir hafa haft forystu um. Ætlast er til að nefndirnar sem skipaðar verða í áfengismálum, geri sínar eigin kannanir til að setja saman „mynd" af vandamálunum á hverjum stað „Áfengi er eldsneytið sem hrind- ir af stað áreitninni og óspektunum sem setja skammarblett á svo margar aðalgötur í landinu við lokunartíma kránna," segir hann. Hann segist ætla að spyrja krakk- ana hvers vegna svo margir hafi þá ranghugmynd að það sé ekki hægt að skemmta sér nema með því að drekka sig ofurölvi. Leiðindi eiga mestan þátt í drykkjunni í könnuninni kemur fram að að áliti eins af hverjum þrem þeirra sem drekka undir lögaldri eigi leiðindi mestan þátt í drykkjunni. Kostnað af könnuninni báru fram- leiðendur skosks viskýs, sem veltir tveim milljörðum sterlingspunda á ári, í samvinnu við menntamála- ráðuneytið. Af hálfu þeirra sem berjast fyrir áfengisvörnum í Bretlandi var vel tekið hugmynd yfirvalda um að ráðist væri að vandamálinu á hverj- um stað eftir aðstæðum og tekið fram að kráareigendur ættu að vera vandvirkari við að framfylgja þeim lögum sem fyrir hendi eru. „Allt ungt fólk vill gera tilraunir og könnunarinnar og ráðstefnunnar halda því fram að ungt fólk álíti að drykkjuskapur meðal þess hafi ver- ið stórlega ýktur. „Samt sem áður er okkur annt um, eins og öðrum framleiðendum, að allir þeir sem noti framleiðsluvöru okkar geri sér grein fyrir hvernig á að gera það á skynsamlegan hátt," segja þeir. Unglingarnir fá áfengi víðar en á kránum Eitt atriði í baráttu yfirvalda gegn misnotkun áfengis er að dóm- urum verða fengin aukin völd til að svipta umsvifalaust krár og klúbba veitingaleyfi sem stöðugt afgreiða viðskiptavini undir lögaldri, hvort sem það er vísvitandi eða ekki. Samtök 25.000 kráareigenda í Englandi og Wales halda því fram að það kerfi sem þeir hafa tekið upp af sjálfsdáðum, að viðskipta- vinirnir sýni nafnskírteini, sýni að þeir líti málið alvarlegum augum. Hins vegar þykir þeim ómaklega að sér vegið þegar ásakanirnar beinast eingöngu að kránum. „Unglingar fá heilmikið áfengi heima hjá sér og annars staðar, ekki bara á kránum," segir einn þeirra. svo að unnt sé að beita úrræðum á árangursríkari hátt. Engin fræðsla í skólanum um áfengi - bara eiturlyf í Liverpool hafa unglingar stað- fest að það væri engum vandkvæð- um bundið fyrir þá að kaupa áfengi Nemendur sem þátt tóku í könnuninni verða beðnir um að skýra nánar skoðanir sínar á ráð- stefnu með John Butcher aðstoð- armenntamálaráðherra. Hann sagðist gera sér vonir um að krakk- arnir kæmu fram með einhverjar uppástungur sem ekki yrði bara hlegið að heldur hlytu virðingu alls ungs fólks. hegða sér eins og þeir fullorðnu sem fyrst. En hættan liggur raun- verulega í því að það er ekki fyrr en fólk er komið á fertugsaldur sem það verður virkilega vart við afleiðingarnar, og þá er það orðið of seint," segir einn talsmaður áfengisvarna. Samtök framleiðenda skosks viskýs, sem lögðu 60.000 pund til Mikið hefur verið rætt og ritað um drykkjuskap íslenskra unglinga og í því sambandi vitnað í tölur sem unnar hafa verið upp úr skoðanakönnunum meðal skólakrakka. Bresk yfirvöld hafa nýlega gert slíka könnun meðal skólanem- enda og blöskrað niðurstöðurnar. En það á ekki að láta sitja við vitneskjuna um ástandið eina saman, það á að grípa til aðgerða. Og hafa krakkana sjálfa með í ráðum um hvaða ráð séu vænlegust til að koma á viðhorfsbreytingu meðal þeirra sjálfra. Lög um lág- marksaldur áfengis- kaupenda ekki virt Skólukrakkar í Bretlandi drekka allt að 5 „pints" (hálfpotta) af bjór á kvöldi vcgna þess að kráarcig- endur virða ekki lög um lágmarks- aldur þcirra sem veita má áfenga drykki. Þessar upplýsingar koma fram í könnun sem gerð var að undirlagi brcskra stjórnvalda ný- lcga. Könnunin náði til 6000 skóla- nemenda á aldrinum 14-16 ára.og þar kemur fram að þrír af hverjum fjórum hafa aldrei verið spurðir um aldur þegar þeir hafa keypl áfengi yfir barborð. Þessar niðurstöður voru birtar um sama leyti og yfirvöld eru að búa sig undir að opinbera áætlanir um að setja á fót starfshóp í hverju sveitarfélagi til að samræma að- gerðir gegn misnotkun áfengis, sér- staklega meðal ungs fólks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.